Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1983, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1983, Blaðsíða 32
27022 ÁUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA33 SMÁAUGLÝSINGAR—AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 Frjálst, óháð dagblað FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1983. Súrefni f ramleitt í Áburðarverksmiðju ríkisins stenst ekki þær kröfur sem gerðar eru til þess: ISLENSKA FLUGFLOTANUM GERTAÐKAUPA ALLTSITT SÚREFNIERLENDIS FRÁ —að kröfu Loftferðaeftirlitsins Loftferðaeftirlitið krafðist þess þann 11. júní sl. að Flugleiöir svo og öll önnur íslensk flugfélög tæmdu súrefnisgeymslur flugvéla sinna vegna þess að ljóst þótti að súrefni það sem keypt hafði verið um árabil og framleitt í Áburðar\-erksmiðjunni stóöst alls ekki þær kröfur sem gerö- ar eru til súrefnis til notkunar í loft- förum. Svo alvarlegt þótti málið að' Flugleiðir brugðu skjótt við, tæmdu súrefnisgeymslur sínar og hafa síðan, keypt allt sitt súrefni erlendis frá. Það eitt mun hafa kostað íslenska flugflotann tugi þúsunda mælt í doll- urum. 1 niðurstööum minnisblaðs sem Loftferðaeftirlitið sendi öryggis- eftirlitinu, Landlæknisembættinu, Áburðar\'erksmiöjunni, Isaga og Flugleiðum segir m.a.: 1/Súrefni frá Áburðarverksmiðj- unní uppfyllir ekki þær kröfur um hreinleika sem gerðar eru til súr- efnis til notkunar. 2/Raki súrefnis frá Áburðarverk- smiðjunni er að öllum líkindum allt of mikill til þess að nota megi súrefn- ið í loftförum og rakamagn er ekki mælt. 3/ Þurfi flugrekandi nitrogen (t.d. í hjólabúnað) skal hann með öruggri vissu ganga út frá að raunverulega sé um nitrogen aö ræða í súrefniskútum frá Aburðarverksmiðjunni. Niðurstöður þessar eru fengnar eftir athuganir sem Loftferðaeftirlit- ið gerði bæði í Áburöarverksmiðj- unni og í Isaga, en þaö fyrirtæki fær efni á sina kúta frá fyrmefnda fyrir- tækinu. Sérstaklega þóttu varhuga- verðar þær vinnuaðferðir sem notaðar eru við áfyllingar kútanna á báðum stööum og liggur vandamálið í hinni mismunandi gerð kúta sem’ notaðir eru hér á landi. Það eru til danskir kútar, bandarískir, breskir og spænskir s\’o eitthvað sé nefnt. 1 Aburðarverksmiðjunni er kerfið þannig að gert er ráð fyrir að fyllt sé á dönsku gerðina en gallinn er sá að aðrir kútar eru með öðruvísi stúta. Þurfa starfsmenn því oft á tíðum að nota millistykki alls konar og auka- stúta til að koma efnunum í kútana. Samk\-æmt áreiðanlegum heimild- um hefur það komið fyrir, vegna þess ruglings sem er á kútamálum þessum að köfnunarefni hefur verið sett á súrefniskúta og öfugt — jafn- vel eitthvert allt annaö efni, s.s. hláturgas eða argon. Samkvæmt sömu heimildum hefur það hent slökkviliðið á Reykjavíkurflugvelli að fá súrefni á köfnunarefniskút og varð mikil sprenging á slökk\'iliðs- æfingu úti á landi þegar súrefninu var dælt á bálið. Og reyndar er vitað um enn fleiri dæmi. Um hlutverk súrefnis í flugvélum ætti ekki neinn að vera í vafa sem einu sinni hefur í flugferð farið. Fyrir flugtak eru flugfreyjur vanar að sýna farþegum hvemig bregðast eigi við ef þrýstingsmunur verður í far- þegarými, falla þá súrefnisgrímur niður sem ætlast er til að fólk setji á sig. Þarf ekki að fjölyrða um hvað geröist ef köfnunarefni væri í leiðsl- unumístaðsúrefnis. -EIR Reykjavíkur- vika hefst á mánudag Reykjavíkurvika, sú þriðja í röðinni, hefst næstkomandi mánudag 15. ágúst og stendur til 21. ágúst. Er hún haldin í tengslum viö 18. ágúst, afmælisdag Reykjavíkurborgar. Tilgangurinn er aö gefa almenningi kost á að kynna sér borgarstofnanir og þá starfsemi, sem fer þar fram auk þess að efla lista- og menningarlíf í borginni. Að þessu sinni veröur kynning á; Borgarbókasafni Reykjavíkur, Vatns- veitu Reykja\-íkur, Umferðannáladeild. gatnamálastjóra og Menningarmið- stöðinni Geröubergi. Að auki verður athygli vakin á Árbæjarsafni, Æsku- lýösráði Reykjavíkur og einnig verða sýningar, tónleikar og fleira á Kjar- valsstööum. Þá verða sérstakar sýn- ingar á gömlum kvikmyndum eftir OskarGíslason. Margt fleira verður á dagskrá Reykjavíkurviku og má nefna meðal annars fiskmarkað á Lækjartorgi, út- sýnisferð í Bláf jöll og Viðeyjarferð. SþS LOKII Það hefur löngum verit dásamað íslenska loftið. Hér má sjá hinar bráðhressu stöllur, Helgu Thorberg og Eddu Björgvinsdóttur, sem skemmtu útvarpshlustend- um með smellnum samtölum sínum í vetur. Þegar þessi mynd var tekin voru þær að leggja af stað með Eddunni til útlanda. Ekki vitum við hvort Elli fékk að fara með i lystisiglinguna. JSS DV-mynd „HOLLENSK LÖG GILDAEKKI Á ÍSLANDI” — segir Kristinn Guðbrandsson hjá Gullskipinu hf. um eignarréttarkröfu Hollendinga á skipinu. — byrjað að dæla sandinum f rá skipinu ínæstuviku „Þeir segja að samkvæmt hollenskum lögum eigi þeir skipið, en hollensk lög gilda ekki á Islandi,” sagði Kristinn Guðbrandsson í Björgun, einn forráðamanna Gull- skipsins hf.,um fréttir af ágreiningi. um eignarrétt á gullskipinu á Skeiðarársandi. „Hollenski sendiherrann hefur heimsótt okkur í tvígang en þessi mál hafa ekki komið upp í því sam- bandi.” 1 fréttatima hollenska sjónvarps- ins hefur verið látið að því liggja að komin sé upp deila milli Islendinga og Holiendinga um eignarrétt á skip- inu. I íslenskum lögum allt frá sextándu öld kveður svo á að allt strandgóss sé eign konungs og i síö- ari tíma lögum eru ákvæði um að slíkt sé eign ríkissjóðs. Gullskips- menn gerðu á sínum tíma samning Þjófnaður Innbrotsþjófar voru á ferðinni í nótt og heimsóttu nokkra staði í Reykjavík og nágrenni. Höfðu þeir heldur lítið upp úr krafsinu nema á einum staö, en við íslenska ríkið að þeir megi grafa upp skipið gegn því að 12% renni í ríkissjóð af verðmæti flaksins. Annars gengur gullskipsmönnum vel á sandinum, lokið verður við gerð stálþilsins umhverfis flakið nú um helgina, og þá hafist handa viö að dæla sandinum frá skipinu. Sagði Kristinn 'aö þeir byggjust við að koma niður undir skipið eftir 4—5 daga dælingu en í heild tæki verkið tiutilfimmtándaga. Farið að íslenskum lögum „Þetta mál hefur ekki komið upp á borð til min. Að því er ég fæ skilið eru 'Hollendingar að vitna í hollensk lög þegar þeir segjast eiga gullskipið. Hér á landi gUda að sjálfsögðu íslensk lög og að þeim verður farið,” sagði Albert Guðmundsson fjár- málaráöherra þegar þetta var borið ■ undir hann í morgun. -JR/JSS i Garðabæ það var í íbúð í Garðabæ. Þar fóru þjóf- ar inn og höfðu á brott með sér um 1100 vestur-þýsk mörk í 100,50 og 20 marka seðlum. -klp-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.