Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1983, Blaðsíða 13
DV. FÖSTUDAGUR12. AGUST1983.
13
á ári, eöa jafnvel einu sinni á mán-
uöi. Þetta stenst ekki lög og er ævin-
lega dæmt aö slíkt megi alls ekki.
Má um þaö, að óheimilt sé aö taka
vaxtavexti, lesa í ágætri ritgerö dr.
Þóröar heitins Eyjólfssonar hæsta-
réttardómara um vexti.
Nú vita seölabankamenn þetta
mætavel. Samt sem áöur halda þeir
skoðun sinni til streitu og birta til-
kynningu eftir tilkynningu þar sem
heimilaö er að taka vaxtavexti. Ekki
veit ég tilganginn, en vitanlega er
svona framferði til þess aö hjálpa
harðdrægum mönnum, sem svífast
einskis til þess aö ná eins miklu af
fólki í vandræöum og kostur er, að
geta bent á paragrafa úr vaxtatil-
kynningum Seölabankans til þess að
koma fram óheimilli vaxtatöku.
Rétt er aö taka fram aö sérstak-
lega hefur reynt á þaö hvort heimilt
sé að reikna vaxtavexti. Hefur veriö
kveöinn upp dómur í bæjarþingi
Reykjavíkur af Guðmundi Jónssyni,
þáverandi borgardómara en nú
hæstaréttardómara, þar sem hafnað
var vaxtavaxtakröfunni. Málinu var
vöxtum veröur ... veröur aö telja
þaö, sem Seölabanki Islands hefur
frá 18. júlí 1977 nefnt í auglýsingum
þessum „veröbótaþátt vaxta”.”
Voru jafnframt búin til alls konar
lán sem aöeins mátti lána úr bönkum
Haraldur Blöndal
• „Ákvarðanir Seölabankans um vexti hafa
hins vegar hvað eftir annað orðið til þess
að skapa óvissu meðal almennings....”
áfrýjaö til Hæstaréttar og bíöur
dóms.
Ekkert samræmi
um vexti
Fyrir nokkrum árum síöan fann
Seðlabankinn upp á því aö skipta
vöxtum í annars vegar veröbótaþátt
og hins vegar vaxtaþátt. Vitanlega
er hér um aö ræöa hið sama, enda
segir Hæstiréttur í dómi: „Með
og báru hærri vexti en heimilt var að
taka í almennum viðskiptum. Þessi
mismunun olli strax verulegu mis-
rétti milli þegnanna og ítrekaöar til-
raunir til þess aö leiðrétta þetta
reyndust árangurslausar.
Jafnframt tók bankinn upp á því að
lækka forvexti á víxlum í hlutfalli við
venjuleg peningalán og jafnframt
var verulegur munur á vöxtum af
venjulegum sparisjóðsbókum, sem
ákvaröa vexti af skuldum í launa-
fjárkaupum, og öörum innlánum.
Ennfremur fann Alþingi upp á því aö
setja sérstök lög um dómvexti sem
þó gilda aðeins ef haldið er uppi
vömum í máli. Þess vegna borgar
sig oft aö halda alls ekki uppi vörn-
um því aö þá em vextirnir lægri.
Viö þetta má svo bæta aö alls
konar menn, alls ófróðir um vaxta-
mál, hafa mataö tölvur á Islandi meö
upplýsingum um vexti sem alls ekki
standast.
Þess vegna er svo komið aö, þrátt
fyrir aö lög og dómvenjur séu skýrar
um töku vaxta, framkvæmdin hefur
oröið handahófskennd og ríkir glund-
roöi.
Setja verður
lög um vextí
Til þess aö koma Seðlabanka Is-
lands niður á jöröina og öörum þá er
nauðsynlegt aö setja almennar
reglur um vexti. Þaö verður aö vera
skýrt að skuldir beri samsvarandi
vexti, hver sem skuldin er, því aö
þaö á ekki aö skipta mann máli hvort
skuldin er vegna t.d. vöruúttektar
eöa vegna víxils sem samþykktur
var vegna sömu skuldar. Þaö á ekki
að vera mismunur á vanskilavöxtum
eftir því hver gjaldeyrir skuldarinn-
ar er og bankar eiga ekki aö fá að
taka hærri vexti en einstaklingar.
Og þegar dráttarvextir eru orönir
5% á mánuöi á vitanlega ekki að
mega reikna dráttarvextina fallna
þegar í staö, þótt aðeins sé liðinn
einn dagur fram yfir gjalddaga, eins
og bankar gera, þvert á móti eiga
slíkir dráttarvextir aö reiknast
hvem dag hlutfallslega. Og síöast en
ekki síst veröur að setja reglur um
með hvaða hætti menn mega greiða
inn á skuldir sínar, inn á höfuöstól
eöa vexti.
Haraldur Blöndal.
VERKAFÖL
tit dtbn M i
H< ' & M í
tC M ’>« ||
til, ef ríkisvaldiö reynir að krukka í
geröa samninga meö einum eða
öörum hætti, svo sem meö laga-
boðum um kjaraskerðingar.
Endalaust þóf
Kjarasamningagerð síðustu ára og
jafnvel áratuga hefur einkennst af
þófi — margra vikna og stundum
margra mánaöa þófi. Atvinnurek-
endur re}Tia auðvitað alltaf að draga
samninga á langinn með alls kyns út-
úrsnúningi og skrípaleik. Það versta
er aö ASl-forystan hefur verið alltof
fús til aö leika sitt hlutverk í skrípa-
leiknum.
Það er athyglisvert að vaxandi
áhrif ríkissáttasemjara á samnings-
geröina hefur ekki dregið úr þófinu
— fremur aukið á það. Það læðist að
manni sá grunur aö einmitt þetta sé
hlutverk þessa háa embættis. Leyfa
samningageröinni aö þæfast áfram
sem lengst en koma í veg fyrir að
verkalýðshreyfingin beiti afli og
þrýstingi í beinum aögerðum. Mér
finnst álitamál hvort ekki beri aö
leggja niður embætti ríkissáttasemj-
ara. I þess stað mætti hafa til taks
sáttanefndir á vegum sveitarfé-
laga, en meginreglan ætti aö vera
beinir samningar án afskipta opin-
berra aðila. Ég er viss um aö ríkis-
sáttasemjaraembættið á líka sinn
þátt í því hve miöstýrð samnings-
gerðin er oröin og hve beint henni er
stýrt af ríkisvaldinu og þar meö
stjórnmálaflokkunum.
Leynimakk
Annaö sem einkennt hefur samn-
ingsgeröina er leynimakkið. Full-
trúar launafólks telja sig bundna af
þagnarskyldu um það sem gerist á
samningafundum. Þessi trúnaöur
viö atvinnurekendur er gjörsamlega
óþolandi fyrir vinnandi fólk. Ættu
fulltrúar launafólks ekki aö vera enn
bundnari skyldum sínum gagnvart
launafólkinu? Þarna er verið aö
fjalla um mikilvægustu hagsmuna-
mál vinnandi fólks, en það er eins og
tala við vegginn ef foringjarnir, sem
taka þátt í samningsgerðinni, eru
spuröir um hvaö sé þar aö gerast.
Þessu verður aö gjörbreyta. Fólkiö á
heimtingu á aö fá tíðar og greina-
góðar upplýsingar um allt sem gerist
á samningafundum.
raunhækkun, en ekki hækkun í verð-
bólgukrónum. Ágætt ráö til að ná
þessu væri aö þurrka út úr launa-
stigum alla láglaunataxta — svona
10 til 15 taxta á ári næstu árin. Sá
launastigi sem út úr því kæmi væri
áreiðanlega réttlátari en sá frum-
skógur sem nú er viö lýöi í launa-
málum. Eg álít að viö ættum aö geta
náö því marki á nokkrum árum að
lægstu laun veröi svo há að óþarft sé
að hafa meiri mun á hæstu og lægstu
launum en sem nemur 2 á móti 1.
Vinnuþrælkunin
Flestir munu sammála um aö fólk
vinni hér á landi alltof langan vinnu-
dag. Þessi langi vinnudagur hefur
ýmis neikvæð áhrif. Til dæmis munu
lágir launataxtar hér eiga sér þá
skýringu aö hluta. Hinn langi vinnu-
Guömundur Sæmundsson,
Akureyri.
Jafnlaunastefna
Verkalýðsforystan hefur oft á oröi
aö hún vflji stuðla aö sem jöfnustum
launum og að hún beri kjör láglauna-
fólks mjög fyrir brjósti. Aðferð
hennar til að bæta úr þessu hefur
verið aö halda launum hinna allra
lægstu óbreyttum, eöa því sem næst,
en lækka laun allra þar fyrir ofan. Er
þetta verjandi stefna fyrir samtök
sem eiga aö berjast fyrir bættum
kjörum vinnandi fólks. Og mikill
meirihluti vinnandi fólks er lág-
launafólk. Láglaunafólk kalla ég alla
sem ekki geta séö fyrir meðalstórri
fjölskyldu með dagvinnulaunum
sínum. Hér verður aö fara aöra leið
til launajafnréttis. Og sú leið er í
sjálfu sér einföld — halda hæstu
laununum óbreyttum, en hækka þau
sem lægri eru og þau lægstu mest. Og
þegar ég tala um hækkun á ég viö
mðúf á
íóm%¥'
rkíolW.
dagur hefur ekki síður sín áhrif á
þátttöku fólks í baráttunni. Loks má
nefna að hinn langi vinnudagur, sem
einkum er bundinn viö karla, stendur
mjög í vegi fyrir auknu jafnrétti
kynjanna, t.d. jafnari verkaskipt-
ingu þeirra á heimilunum. Þessi
síðasti galli mun hafa átt sinn þátt í
því aö konur á þingi Verkamanna-
sambands Islands árið 1981 stóðu að
og studdu eindregið tillögu sem mið-
aöi aö því aö stytta vinnutíma fólks
án skeröingar á launum. Sú tillaga
féll þó naumlega á þinginu, einkum
vegna rangfærslna og útúrsnúnings
karlforystunnar í Verkamannasam-
bandinu. Þessa kröfu ættu sem allra
flest verkalýösfélög að taka til um-
fjöllunar og ræöa því að ég er viss
um aö hún er þaö sem koma skal.
• „Mér finnst álitamál hvort ekki beri að
leggja niður embætti ríkissáttasemjara. í
stað þess mætti hafa til taks sáttanefndir á
vegum sveitarfélaganna, en meginreglan ætti
að vera beinir samningar án afskipta opin-
berra aðila.”