Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1983, Blaðsíða 14
14
DV. FÖSTUDAGUR12. ÁGUST1983.
Spurningin
Hvenær fórst þú
síðast til Reykjavíkur?
(Spurt ó Húsavfk).
Pálml Jakobsson kennari: Það má
eiginlega segja að þaö séu fimm ár, ég
hef hér allt og þarf ekkert suöur að
sækja.
Þórir Garðarsson bilstjóratcknir: Cg
fór fyrir tíu dögum.
Evert Kr. Evertsson bakarameistari:;
28. júlí, vegna jarðarfarar. Annars fer
ég oft vegna starfs mins, það þarf of
margt að sækja til Reykjavíkur.
Þórólfur Jónasson bóndl, Syðri-Skál,|
Kinn: Cg fór síöast i apríl 1982. Þaö er
allt í lagi að koma þangað ef maöurj
þarfekkiaðstoppalengi. [
HelglSigurgeirssonhúsvörður: Fyrstuj
dagana i febrúar. Cg var á leið til
Brasilíu, um Frankfurt, og þar fór ég
um borð í Maxim Gorki.
Sigrún Ingvarsdóttir, aðstoðarstúlka
tannlæknis: Cg kom viö i Reykjavík i
byrjun júní, á leið frá Vestmannaeyj-
um, stoppaði þá aðeins í hálfan sólar-
hring og fannst það nóg. Annars finnst
mér ávallt gaman að koma til Reykja-
vikur og hitta ættingja og vini, en gott
að koma heim aftur.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
SPARIFÉ HVERS?
Hvaðan kemur féð í nýbyggingu Seðlabankans?
Árni Þ. Sigurðsson, stud. oecon., Osló,
skrifar:
Jóhannes Nordal seðlabankastjóri
var að því spurður í sjónvarpsfréttum
mánudaginn 8. ágúst sl. hvort Seðla-
bankabyggingin væri ekki tímaskekkja
á þessum síöustu og verstu tímum þeg-
ar fólki flestu væri gert að bora fleiri
göt á mittisólina. Auðvitað svaraði
hann ekki spumingunni sem slíkri, en
j ekki skal ég núa honum því um nasir
þessu sinni enda ýmislegt athyglis-
verðara sem meistari Nordal lét út úr
sér í þessu makalausa viðtali. Það sem
seðlabankastjóranum virtist mest um
vert var að koma því inn hjá almenn-
ingi í landinu að byggingin væri nú
ekki kostuð af almannafé; engir skatt-
ar væru lagöir á almenning til að
standa straum af kostnaði við bygging-
una. Byggingarkostnaðurinn væri tek-
inn af sparifé bankans. I yfir tuttugu
ár hefði Seðlabankinn veriö að spara
fyrir byggingunni sagði Seðlabanka-
stjóri. Þaö er nú það. Við svo búið lét
fréttamaður sitja. Og sannaðist enn
hvursu afleitir sumir íslenskir frétta-
menn eru. Ráöamenn fá nefnilega oft-
ast að komast upp með hvaða kjaftæði
sem er í fjölmiðlum. Það væri t.a.m.
áhugavert að vita hvaðan „sparifé”
Seðlabankans kemur? Og hver ráð-
stafar „sparifénu”? Nei, það þarf ekki
nema meðalskussa til að sjá að
„sparifé” Seölabankans kemur auövit-
aö frá fólkinu í landinu. Og þessu
„sparifé” ráðstafar meistari Nordal
eftir eigin geðþótta eða svo gott sem.
Reyndar er bundiö í lögum um Seðla-
bankannn að af tekjuafgangi skuli
greiddur aröur af stofnfé, eilítið skuli
renna til vísindasjóös en því sem þá er
eftir skuli bankaráð ráðstafa til vara-
sjóöa og annarra verkefna eftir tillögu
bankastjórnar (les: Jóhannesar Nor-
dal). Eða hver ákveður „ýmsan
rekstrarkostnað” bankans? Auðvitað
væri eðlilegast að tekjuafgangur
Seðlabankans rynni í ríkissjóð og hon-
um ráðstafað af ríkisstjórninni. Þann-
ig er málum t.d. háttaö í Finnlandi þar
sem tekjuafgangur finnska seðlabank-
ans rennur í ríkissjóð og honum ráð-
stafað þaöan. En allt um það.
Mér þætti fróðlegt að sjá útskýring-
ar Jóhannesar Nordal á því hvemig
„sparifé” Seðiabankans verður til og
hverra eign það í raunmni er. Mig
minnti að Seölabankinn væri stofnun í
eigu ríkisins — eöa hvað?
Svæðið milli Skúlagötu og Arnarhóls (likan). Fyrirhuguð seðlabankabygging er fremst tii bægri, ónúmeruð.
Það verður aldrei aftur tekið ef þið valdið slysi.
Munið 30 kflómetra
hámarkshraðann á
vesturbæjarsvæðinu
Margrét í vesturbænum hringdi:
Eg varö óskaplega fegin þegar ég sá í
blöðunum að hámarkshraði bíla verð-
ur nú lækkaðuir í 30 kílómetra í hverf-
inu okkar. Mér finnst alveg ægilegt
þegar ég sé bílstjóra á ofsahraða um
þessar gömlu þröngu götur okkar. Og
ekki breikka þær þegar bílum er lagt í
þéttri röð meðfram annarri gangstétt-
innieða báðum.
Mér sýnist að það séu ungnpiltamir
sem hraðast aka og beini þeim tilmæl-
um til þeirra að muna vel eftir 30 kíló-
metra hámarkinu. Ungu menn, akið
gætilega því aö það verður aldrei aftur
tekið ef þið valdið slysi. Það veldur
ykkur sorg í hjarta alla ævi.
Ræstingakona leggur orð í belg þegar
námsmenn bera sig illa
64 ára gömul skúringakona skrifar:
Nýlega birtuð þið lesendabréf frá
námsmanni, BaldurRagnarsson hét
hann víst, þar sem hann kvartar yfir
því að enginn fitni af námslánum.
Hann tekur sem dæmi að þau séu mið-
uð við að framfærslukostnaður náms-
manns sé 10.700 krónur eða aðeins heil-
um 200 krónum meiri en lágmarkslaun
ræstingakvenna.
Eg kemst alveg sæmilega af meö
mínar „ræstingatekjur.” En ég get
ekki skilið hvernig ungir og fullfrískir
menn geta látið út úr sér svona staö-
reyndir án þess að fölna og roðna. Veit
pilturinn ekki að f jölmargar ræstinga-
konur þurfa að framfleyta heimilum
sínum með þessum tekjum? Margar
eru einstæðar mæöur, margar eiga
menn sem orðnir eru sjúklingar af
striti og ofvinnu. Og ég þekki yngri
konur sem meö ræstingum eru að berj-
ast við aö hjálpa börnum sínum gegn-
um framhaldsskóla til þess að þau geti
komist í aðstöðu til að verða aðnjót-
andi þessara hræðilegu lágu náms-
lána, sem þó gefa þeim meiri tekjur en
mæðrunum.
Mestu máli skiptir þó að skúringa-
konan sér ekki fram á annað en heilsu-
tjón af basli sinu (ég er sjálf sæmilega
hress, en ég er líka af Vestfjörðum og
ódrepandi) meðan námsmaöurinn hef-
ur sæmilega von um aö komast í létta
skrifborðsvinnu, þaðan sem hann úr
mjúkum hægindastól getur horft með
sigurbrosi á vör á mig og mína h'ka.
PS: Eg gleymdi aö segja að fíl-
hraustur pilturinn fær afslátt eða
ókeypis aðgang að sundlaugum bæjar-
ins meðan við þurfum að greiða heilsu-|
bótina fullu verði af tekjunum sem við
vinnum okkur fyrir meö súrum svita.
Þökk fyrir birtinguna og afsakið að
ég skuli legg ja orð i belg.
Með skúringum reyna margar konur
að koma börnum sínum gegnum fram-
haldsskóla svo að þau eigi kost á betri
kjörum en þær sjálfar, sumsé náms-
lánum.
DV-mynd: EinarÓlason