Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1983, Blaðsíða 26
34
DV. FÖSTUDAGUR12. AGUST1983.
Eirikur Ormsson rafvirkjameistari
lést 29. júli sl. Hann var fæddur 6. júli
1887 í Efri-Ey í Meðallandi. Voru
foreldrar hans Guðrún ölafsdóttir og
Ormur Sverrisson. Eiríkur lauk
sveinsnámi í trésmíði 1911. Árið 1922
stofnaði Eiríkur ásamt bróöur sínum
fyrirtækið Bræðurnir Ormsson. Frá
árinu 1932 rak Eiríkur síðan fyrirtækiö
með fjölskyldu sinni. Hann var kvænt-
ur Rannveigu Jónsdóttur, en hún lést
fyrir 10 árum. Eignuðust þau fjögur
börn. Utför Eiríks veröur gerö frá
Dómkirkjunni í dag kl. 13.30.
Skúll Pálsson lést 6. ágúst sl. Hann var
fæddur 9. febrúar 1914 í Garðinum,
sonur hjónanna Páls Pálssonar og
Guðrúnar Jónsdóttur. Skúli ól mestan
sinn aldur í Keflavík. Stundaði sjó-
mennsku allt til ársins 1946, en réðst þá
til Olíufélagsins hf. á Keflavíkurflug-
velli og starfaði þar æ síðan sem vakt-
stjóri. Eftirlifandi eiginkona hans er
Hallveig Þorsteinsdóttir. Þau eign-
uöust fimm börn. Utför Skúla verður
gerð frá Keflavíkurkirkju í dag kl. 14.
Þórunn Elísabet Sveinsdóttir leikkona,
Hátúni 8 Reykjavík, lést aö heimili
sínu miövikudaginn 10. ágúst sl.
Andlát
Um stefnuvotta í
Þingvallastræti 22
1 grein sem birtist í DV sl. miöviku-
dag og fjallaði um deilur íbúanna í hús-
inu að Þingvallastræti 22 á Akureyri
Bfllinn í lagi — beltin spennt
bömin í aftursæti.
GÓÐAFERÐ!
mátti skilja ummæli Sigurðar Eiríks-
sonar, fulltrúa fógetans á Akureyri, á
þann hátt að dómur Hæstaréttar, sem
kvað svo á um að íbúar miðhæðar
hússins skyldu rýma íbúð sína, hefði
ekki veriö rétt birtur, vantað hefði einn
stefnuvott og því skyldi málið athugað
áný.
Þaö er ekki alveg rétt. Hið rétta er
að Hæstiréttur ák\-að á þriðjudag að
bæjarfógetinn á Akureyri úrskurði um
það atriði, hvort dómurinn hafi veriö
rétt birtur. Það er því enn óljóst hvort
einn stefnuvott hafi vantað eins og kom
fram í fyrirsögn. En um það stendur
deilan eins og er.
Notum ljós
í auknum mæli
— í ryki, regni,þoku
og sól.
UMFERÐAR
RÁÐ
Smurbrauðstofan
BJÖRNINN
NjáUgötu 49 — Sími 15105
í gærkvöldi í gærkvöldi
Eitt útvarpslaust kvöld
Um það eru skiptar skoðanir
hvort mörg eða f á tækifæri til afþrey-
ingar í senn séu æskileg eða ei.
Stundum heyrist það sem afsökun
fyrir einhvers konar geðbilun aö þaö
sé svo margt sem glepji.
Og einnigtil að sams konar geðbil-
un sé afsökuð með því að ekkert sé
við að vera í fásinninu.
Að sínu leyti er það gott og blessað
að mennirnir eru eins misjafnir og
þeir eru margir.
Nema þá fyrir lækna, sem geta
sjálfsagt orðið þreyttir á aö hafa
aldrei f ast land undir fótum.
En hvað um það. Þetta er eigin-
lega óhjákvæmilegur formáli að
eftirfarandi frásögn fióttamanns:
Þegar mér varö ljóst við lestur
dagskrár útvarpsins í gærkvöld aö
þar var nákvæmlega ekkert sem kitl-
aði áhugann brá ég mér af bæ og
sinnti ööru.
Þess vegna hlustaði ég á útvarpið
einungis með öðru eyranu og af og tii
í bílnum á leið milli staða og ýmissa
áhugaverðra viðf angsefna.
Af þessum sökum vík ég ekki hér
að neinum lið í útvarpsdagskránni.
Enda mergurinn málsins sá að í
henni fann ég ekkert við mitt hæfi
þetta kvöld.
Nú hef ég iðulega ausiö útvarpið
lofi. En ekki eftir fimmtudagskvöld
nema til þess aö draga úr haröri
gagnrýni minni sárasta broddinn.
I gærkvöld kaus ég að pína mig
ekki við útvarpstækið sem ég vissi
fyrirfram að myndi ekki vekja mér
þá nautn eða gleði, sem hásumar-
skammdegið kallar á.
Og sem betur fer átti ég margra
annarra kosta völ. Af gamalli
reynslu veit ég að í fásinninu hefði ég
frekar kosið þögnina en þessa dag-
skrá.
Þannig er ég út af fyrir sig öldung-
is sáttur við eitt útvarpslaust kvöld í
viku eins og eitt sjónvarpslaust
kvöld.
Það er svo aftur til umhugsunar
hvers vegna þetta er eitt og sama
kvöldið.
Herbert Guðmundsson.
íngófur Þórðarson skipstjóri lést 4.
ágúst sl. Hann fæddist í Berufirði 19.
janúar 1921. Foreldrar hans voru Þórð-
ur Bergsveinsson og Matthildur
Bjarnadóttir. Ingólfur lauk farmanns-
prófi 1947 og stundaði síöan nám við
Stýrimannaskólann í Fanö í Dan-
mörku árið 1948 og síðar 1978. Hann hóf
kennslu við Stýrimannaskólann árið
1947 og var skipaöur fastur kennari
árið 1948. Hann lét af störfum við Stýri-
mannaskólann vorið 1982. Um árabil
var hann skipstjóri á hvalveiðiskipum
Hvals hf. á sumrin. Ingólfur var lengi í
forystusveit Slysavarnafélags Islands.
Hann var í aðalstjórn félagsins frá
árinu 1966 til 1982 og var jafnframt
gjaldkeri stjórnarinnar frá árinu 1973.
Þá var hann um árabil í stjórn slysa-
varnadeildarinnar Ingólfs í Reykjavík.
Ingólfur var kvæntur Friðrikku Jóns-
dóttur en hún lést fyrir nokkrum árum.
Þau eignuðust þrjú börn. Utför Ingólfs
verður gerð frá Fossvogskirkju í dag
kl. 13.30.
Guðmundur Vernharðsson, Neðstutröö
4, lést 10. þ.m.
Sigrún Hannesdóttir, Rjúpufelli 48, lést
þann 5. þ.m. Utförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Anna Jónsdóttir, Brimhólabraut 1
Vestmannaeyjum, verður jarðsungin
frá Landakirkju, Vestmannaeyjum,
laugardaginn 13. ágúst kl. 14.
Jón Jónsson frá Bæjarskerjum verður
jarðsettur frá Hvalsneskirkju, laugar-
daginn 13. ágúst kl. 13.30.
Friðrik Þórður Bjarnason tollvörður,
Baldursgarði 5 Keflavík, verður jarð-
sunginn frá Keflavíkurkirkju laugar-
daginn 13. ágústkl. 16.
Tónleikar
Tónleikar í Norræna húsinu
Næstkomandi laugardag kl. 17.00 stendur
Islandsdeild Ung Nordisk Musik samtakanna
fyrir tónleikum í Norræna húsinu: Arleg tón-
listarhátíð samtakanna verður haldin í Osló f
lok ágúst og gefur á laugardaginn að heyra
framlag Islands á henni, auk fleiri nýrra tón-
verka.
Tilgangur tónleikanna er að auki sá að afla
fjár til utanfarar íslensku þátttakendanna á
hátíðinni.
Flutt verða verk eftir Mist Þorkelsdóttur,
Lárus Halldór Grimsson, Kjartan Olafsson,
Hilmar Þórðarson, Hauk Tómasson, Guðna
Agústsson og Atla Ingólfsson.
Tilkynningar
Skipadeild
Sambandsins
HULL/GOOLE:
jan...................8/8,22/8,5/9,19/9
ROTTERDAM:
Jan...................9/8,23/8,6/9,20/9
AMTWERPEN:
Jan................10/8,24/8,7/9,21/9
HAMBORG:
Jan............... 12/8,26/8,9/9,23/9
HELSINKI:
HelgafeU.....................15/8,9/9
LARVlK:
HvassafeU.........19/8,29/8,12/9,26/9
GAUTABORG:
HvassafeU.........18/8,30/8,13/9,27/9
KAUPMANNAHÖFN:
HelgafeU.........................18/8
HvassafeU..............31/8,14/9,28/9
SVENDBORG:
HelgafeU.........................19/8
HvassafeU.................1/9,15/9,30/9
AARHUS:
HvassafeU..........15/8,1/9,15/9,30/9
GLOUCESTER:
JökulfeU...............10/8,19/8,17/9
HALIFAX, CANADA:
SkaftafeU...................20/8,19/9
Hjálpræðisherinn
Fimmtudagur kl. 20.30: Kvöldvaka, bergmál
; frá krossfaraferðinni, kapteinn Daníel og
Anna Gúrina stjóma og tala. Skuggamyndir,
happdrætti og veitingar. AUir velkomnir.
Samkeppni í gerð íslenskra
jólamuna
HeimUisiðnaðarfélag Islands er 70 ára i ár. I
tilefni afmælisins verður efnt til samkeppni í
gerð íslenskra jólamuna. Hugmyndin er að
nota íslensku ullina á einhvem hátt t.d. prjón-
að, heklað, saumað eða ofið, svo að eitthvað
sé nefnt. Nota má uUina óunna. Einnig koma
til greina munir úr tré t.d. renndir eða út-
skomir. Þrenn verðlaun verða í boði. 1. verð-
laun verða kr. 10.000,-. Félagið áskUursér for-
gang aö hugmyndunum hvort sem það verður
til sölu, birtingar eða kennslu.
Félagið hvetur aUa til þátttöku og er ágætt
að nýta sumarið tU íhugunar. Nánari upplýs-
ingar verða veittar i versluninni Islenskur
heimilisiðnaður í síma 11784.
Skilafrestur er til 1. október 1983. Geymið
tilkynninguna.
Nefndin.
Minningarspjöld
Hallgrímskirkju
fást á eftirtöldum stöðum: Hjá bókaútgáfunni
Iðunni Bræðraborgarstíg 16, Kirkjuhúsinu
Klapparstig 27, verslun HaUdóru Olafsdóttur
Grettisgötu 26, blómaversluninni í Domus
Medica, EgUsgötu 3, bókaútgáfunni Emi og
örlygi Síðumúla 11, afgreiðslu BibUufélagsins
í HaUgrímskirkju (kl. 13—15) og hjá kirkju-
verði.
Sögufélag Borgarfjarðar
Sögufélag Borgarfjarðar hefur sent frá sér
annað bindi af æviskrám Akumesinga og tek-.
ur það yfir æviskrár þeirra sem bera nöfn
með upphafsstöfunum G—I. Bókin er aUs 534
bls. að stærð. Þar af eru 757 myndir á 120 blað-
síðum. Bókin er prentuð í Prentverki Akra-
ness. Ritun æviskránna hefur annast Ari
Gíslason ættfræðingur á Akranesi. Fyrsta
bindi þessa mikla ritverks kom út nokkru
fyrir síðustu jól.
80 ára er í dag, 12. ágúst, Hermundur
Þórðarson, Norðurbraut 23 b í Hafnar-
firði. Hann ætlar að taka á móti gest-
um sínum á morgun, laugardag, milli
kl. 15 og 18 á veitingastaðnum Gafl-inn,
Dalshrauni.13 þar í bæ.
Bella
Það er næstum ómögulegt að
velja sér rétt föt þegar maður er
að fara á rokkkonsert með Jesper
og fara síðan á eftir heim tO hans
tO þess að hitta foreldra hans.