Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1983, Blaðsíða 6
6 DV. FÖSTUDAGUR12. AGUST1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Nefnd bandarískra presta, sem ný- komin er frá Kína, segir aö kirkjusókn hafi aukist og prestvígslum fjölgaö við stjórnarskrárbreytingar. Nefndina skipuöu fjórir prestar sem fóru í mán- aðarferð um Kína í síðasta mánuði. Þeir sögðu að prestaskólum hefði f jölg- að nokkuð og kirkjum hefði fjölgað um 100 frá því 1981 er svipuð sendinefnd heimsótti Kína síðast. Nefndarmenn sögðu blaðamönnum aö þeir hefðu fengið að ferðast eins og þeir vildu, sótt messur og talað við mótmælendur, kaþólikka, taóista, múslimi og búddatrúarmenn. „öllum prestunum bar saman um að þeir væru ánægðir með það sem var að gerast,” sagði einn nefndarmannanna. Þá sögöu ferðalangamir að allar messur hefðu verið vel sóttar og að alls staöar hefði messuform veriö á einhvem hátt sérstak, í samræmi við kröfur yfir- valda í Peking um að enginn söfnuður megi beygja sig undir erlent yfirvald. Bretland: Deilur um kafanir að gömlu flaki undan Orkneyjum árið 1916 og fómst með því meir en 600 manns, meðal þeirra stríösmálaráðherra Breta, Kitchener lávarður og hershöföingi, sem var á leið í opinbera heimsókn til Rússlands. Kafararnir hafa komið með upp á yfirboröiö um þaö bil 30 hluti, m.a. skrúfu skipsins og sprengj- urúrþví. Talsmaður flotans sagði að ætlast væri til að þessum hlutum yrði skilað aftur í sjóinn yfir flakinu, meö tilheyr- andi virðingu. Sagt er aö ástæðan fyrir afstöðu flotans sé sú, aö fjögur skip sukku í Falklandseyjastríðinu og meö þeim fjöldi manna, og óttist yfirmenn flotans aö köfunin undan Orkneyjum gæti reynst fordæmi fyrir köfunum við Falklandseyjar. Talsmenn breska flotans hafa kraf- ist þess aö flokkur skoskra og þýskra neðansjávarkvikmyndatökumanna kasti í sjóinn ýmsum hlutum sem þeir hafa fundið úr herskipinu Hampshire sem samkvæmt reglum flotans er skil- greint sem stríðsgröf. Herskipið Hampshire sökk skammt Það átti að ræna Svía- Lindbergh-málið enn þvælt fyrir rétti Ekkja mannsins, sem 1936 var tek- inn af lífi fyrir að hafa rænt og myrt kornungan son flugkappans Charles Lindhergh, hefur tapað máli sem hún höfðaði til þess að fá mann sinn sýkn- aðan. Dómarinn úrskurðaði að hinni 83 ára gömlu Önnu Hauptmann heföi ekki tekist að færa sönnur á að brotinn heföi verið réttur á eiginmanni hennar í réttarhöldunum yfir honum. Frú Hauptmann, sem höföaöi málið 1981, haföi einnig krafist 100 milljón doUara skaðabóta. Hún hélt því fram aö saksóknarinn hefði á sínum tíma brotiö stjórnar- skrárréttindi Hauptmanns, en enn- fremur hefði líkið sem fannst af bam- inu ekki verið af syni Lindberghs-hjón- anna. Beinin hefðu reynst 85 cm löng en sonur Lindberghs hefði verið 73,6 cm hár þegar honum var rænt. Hún sagði aö saksóknarinn hefði leitt fram falsvitni gegn Hauptmann og gert samning við blaðaútgáfu Hearst, sem hefði spUlt möguleikum Hauptmanns tU þess að fá hlutlausa dómsmeðferð. Ránið á barni flugkappans Lindberghi er enn að þvælast fyrir rétti, en ekkji mannsins, sem dæmdur var fyrir rán ið, reyndi að fá nafn mannsini hreinsað. Pólland: Pólitískum föngum gefnar upp sakir Óeirðirá N-írlandi Á þriðjudag blossuðu upp óeirðir á N-írlandi að nýju á tólf ára afmœli laga sem heimiluðu fangelsun án undan- gengins dóms. Enginn var myrtur í þessum átökum en fjöldi húsa og bifreiða brann og götuvígi voru reist. Hér sést flak eins bílsins að morgni. konungi Leynilögregla Svía hefur sett sér- stakan vörö um Karl Gústaf Svíakon- ung eftir ábendingu um að armensku hryðjuverkasamtökin ASALA hygðust ræna honum. Einnig gætir lögreglan sérstaklega Anitu Gradin, innflytj- endaráöherra og dægurlagasöngkon- unnar Carolu Haeggkvist. Lögreglan segir aðmaður sem snúið hafi baki við fyrri félögum sínum í ASAI^A hafi ljóstrað þessum áætlunum upp viö lögregluna. Armensku hryðjuverkaöflin ætluðu að ræna þess- um þremenningum til þess að knýja fram lausn nokkurra félaga úr „skó- smiðs” smyglhópnum. Smyglhópurinn situr í fangelsum í Svíþjóð fyrir smygl á eiturlyfjum en talið er að smyglhagnaðurinn hafi runnið til ASALA. Hafa alls um 6000 manns notið góðs af henni, þar sem styttar hafa verið refsi- vistir sem lengri voru en þrjú ár, fallið frá ákærum og mönnum sleppt, sem voru í bráðabirgðavarðhaldi. Karl Gústaf Svíakonungur. — Armenskir hryðjuverkamenn ætluðu að ræna honum. Pólsk yfirvöld hafa látið lausa 400 menn sem ýmist höfðu verið dæmdir eða biðu dóms fyrir brot á herlaga- ákvæðum. Einnig var sleppt35 venju- legum afbrotamönnum. Þetta er liður í alsherjar eftirgjöf saka sem hófst um leið og herlögin voru numin úr gildi fyrir þrem vikum. Kirkju sókn eykst í Kína Útlönd Argentína hættir refsiaðgerð- um gegn breskum fyrirtækjum Stjórnvöld í Argentínu hafa látið af efnahagslegum refsiaðgerðum gegn breskum fyrirtækjum sem voru teknar upp í upphafi Falklandseyjastríösins, að sögn breskra bankastarfsmanna. Þó er búist við því að breskir bankar bíði enn átekta og áþreifanlegra sann- ana fy rir þessu, áður en falhst verður á breska þátttöku í 1,5 milljarða dollara láni sem ýmsir bankar hafa boðið Argentínumönnum til þess að endur- skipuleggja megi greiðslur erlendra lána þar í landi. Breskir bankar voru beönir aö taka þátt í þessu láni en þeir voru ófúsir til þess meöan refsiaögerðimar voru enn í gildi, einkum lög sem kváðu á um frystingu breskra bankainnistæðna í landinu. Að vísu geta breskir bankar' veitt slíkt lán án leyfis ríkisstjómar- innar, en þó er talið ólíklegt að það verði gert nú heldur beöiö eftir jáyrði ríkisstjórnarinnar. Guðmundur Pétursson og Ólafur B. Guðnason Pólska fréttastofan PAP segir að 60 manns hafi notfært sér að þeim yrðu gefnar upp sakir ef þeir gæfu sig sjálfir fram og játuðu brot sín. — Ekki var sagt hve margir þeirra hafa farið huldu höfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.