Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1983, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1983, Blaðsíða 28
36 DV. FÖSTUDAGUR12. ÁGUST1983. SMÁ- AUGLÝSINGAR AFGREIÐSLA SKR1FST0FUR ÞVERHOLT111 SIMI 27022 PT3 MIÐSUMARS— KVARTMÍLUKEPPNI Þriðja kvartmílukeppni sumarsins, sem gefur stig tH ísiands- meistaratitiis, verður haldin á morgun, laugardaginn 13. ágúst og hefst keppnin kl. 14.00. Keppendurþurfa að vera mættir með bilana iskoðunkl. 11.00. Keppt verður iöllum flokkum. Mikill fjöldi skemmtilegra og kraftmikilla bila. Komið og sjáið spennandi keppni. KVARTMÍLUKLÚBBURINN »wt\ er ekki sérrit heldur fjölbreytt og víðlesið heimilisblað býður ódýrasta auglýsingaverð allra íslenskra tímarita. — Nú býður VIKAN nýja þjónustu fyrir auglýsendur: samn- inga um birtingu heil- eða hálfsiðu i lit eða svarthvitu, — í hverri VIKU eða annarri hverri VIKU. Hér eru rökin fyrir birtingu auglýsinga í VIKUNNI. i h nœr til allra stétta og allra aldursstiga. Auglýsing í 1 á Vikunni nær því til fjöldans en ekki aöeins U&Z takmarkaðra starfs- eða áhugahópa. L3 m35 hefur komið út í hverri viku í meira en 40 ár og jafnan tekið breytingum í takt við tímann, bœði hvað snertir efni og útlit. Þess vegna er VIKAN svona fjölbreytt og jjess vegna er lesendahópurinn svona stór og fjölbreyttur. l wm selst jafnt og þétt, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Þess I i vegna geta auglýsendur treyst því, að auglýsing i VIKUNNI skilar sér. Menning Menning Menning Helga Ingólfsdóttir og Mlchael Shelton Sumartónleikar í Skálhoitskirkju 6. ágúst. Flytjendur Helga Ingótfsdóttir og Michael Shehon. Efnisskré: Verk fyrir barokfiðlu og sembal eftir Johann Sebastian Bach: Sónata nr. VI I G-dúr, BMW 1019; Sónata ( h-moU, BMW 1014; Sónata nr. III í E-dúr, BWV 1016. Níunda sumarið í röð eru haldnir sumartónleikar í Skálholtsdóm- kirkju og fyrir löngu hafa tónleikar þessir unnið sér þann sess að þykja með hinum bestu sem hér eru Quttir. Verk meistara Bachs og ný ís- lensk sérsamin verk hafa verið rauði þráðurinn í efnisskrám sumar- tónleikanna og er ekki brugðið venju á þessu sumri. Reyndar voru tvennir fyrstu tónleikar sumarsins helgaðir Bach. Hinir fyrstu, sem undirritaður náði því miður ekki að hlýða á, með sembalverkum og aðrir tónleikarnir með sónötum fyrir fiðlu og sembal. Að undanförnu höfum við fengið að fylgjast með þeirri ánægjulegu þróun sem orðið hefur hérlendis í flutningi eldri tónlistar. Á ég þar við hina ýmsu listamenn sem leita hins upprunalega forms og þá sérstak- lega þá hljóðfæraleikara sem leika á eftirgerðir hljóðfæra þess tíma sem músíkmerfrá. Helga og Michael hafa áöur leikið saman með ágætum árangri á vegum Musica Antiqua. En prýðis- góð frammistaða þeirra á fyrri tónleikum bliknar hjá þeim snilldar- leik sem þau sýndu í Skálholti. Þar var svo sannarlega um að ræða tónlistarflutning í heimsklassa. EM BACHISKALHOLTI NEMENDAHUÓMSVEITIN Á KJARVALSSTÖDUM Tónleikar Strengjasveitar Tónlistarskólans í ReykjavBc á Kjarvalsstöðum 8. ágúst. Stjórnandi: Mark Reedman. Einleikarar: Auflur Hafsteinsdóttir og Svava Bemharðsdóttir. Efnisskrá: Henry Purcell: Chacony I g-moll; Johann Sebastian Bach: Fifllukonsert í a-moll; Edvard Gríeg: Holberg svita op. 40; Paul Hinde- mith: Trauermusik fyrír lágfiðki og strengi; Ottorino Respighi: Antiche Danze ed Arie. Það hefur víst fram hjá fáum farið, sem á annað borð fylgjast með íslenskum tónlistarmálum, hversu góðum árangri strengleikarar Tónlistarskólans í Reykjavík hafa náð að undanfömu. Er skemmst að minnast frægðarfarar þeirra til Júgóslavíu í fyrrahaust. Frammi- staða þeirra þar hefur að líkindum orðið til þess að þeim var boðið til tónlistarhátíðar ungmenna í Aber- deen. Og áður en lagt var upp í Skot- landsför léku þau tónleika í vestur- sal Kjarvalsstaða. Með, en ekki móti Cachony eftir Purcell hafa þau, að mig minnir, spreytt sig á áður og tekist vel upp. Hún er líka einstak- lega hentugt stykki til að spila hóp- inn saman á í byrjun tónleika. Svo var komið að fyrirliða hljóms\’eitar- innar, þetta kvöldið, að leika einleik- inn í a-moll konsert Bachs. Auður lék eins og sönnum fyrirliða sæmir með Tónlist Eyjólfur Melsted liðsmönnum sínum, og í samvinnu við þá, en ekki eins og suma hendir í samkeppni við þá. Ungur fiðluleik- ari, eins og Auður, sem getur farið svo vel með andante kaflann í a-moll konsertinum á örugglega eftir aö ná langt í list sinni. — Sömu sögu er að segja af frammistöðu Svövu í Trauermusik. Fylling og mýkt tóns- ins og örugg tónmyndun fengu notið sin til fulls í tregamúsík Hindemiths. Fleygir ungar Nemendahljóms\reitir eru galla- gripir að því leyti að þar stoppa menn stutt við og því verður jafnan að vera til nægur efniviður til að fylla í skörðin. . , , K]arm sa sem myndað hefur nemendahljómsveit Tónlistar- skólans áö undanförnu virðist nú að mestu tilbúinn að fljúga úr hreiðrinu. Saman hafa þau, undir handleiöslu Mark Reedman, náð lengra en nokkur annar flokkur ungra hljóðfæraleikara í okkar stuttu tónlistarsögu. Mér er að vísu lítt skiljanlegt hvemig Mark Reedman fer að framkalla skýran og þróttmik- inn leik með slyttingslegu og oft fálmkenndu handapati sínu, en aðferðin ber góöan árangur, um það er ekki að villast. Mér fannst vanta snerpu í leikinn, sérstaklega var það áberandi í Holbergsvítunni. En tónn- inn og blærinn er heillandi í mýkt sinni og þéttleika og botninn er með þeim þéttari sem um getur í ung- mennahljómsveitum. Þessi dugmikU ungmennahópur hefur hlotið laun síns erfiðis og uppskeran er mikU og góð. EM Norrænir tónlistardagar: Hlutur íslands aldrei meiri er ekki sérrit. Enginn efnisflokkur er henni óvið- komandi. Þess vegna er VIKAN svo vinsæl og víðlesin sem raun ber vitni. veitir auglýsendum góða þjónustu á skynsamlegu verði og hver auglýsing nær til allra lesenda VIKUNNAR. hefur sína eigin verðskrá yfir auglýsingar. Upplýsingar um auglýsingaverð VIKUNNAR eiga við hana eina og þær fást hjá AUGLÝSINGADEILD VIKUNNAR ísíma 85320 (beinn sími) eða 27022 Verk eftir íslensk tónskáld veröa í fyrirrúmi á Norrænum tónlistardög- um; stærstu tónUstarhátíð Norður- landa er haldin verður næst í Kaup- mannahöfn haustið 1984. „Hlýtur niðurstaöan að teljast mikUl sigur fyrir íslensk tónskáld,” sagði Guðmundur EmUsson hljómsveitar- stjóri, fulltrúi Tónskáldafélags Islands í yfirdómnefnd Norrænna tónlistar- daga. Verkin sem flutt verða eru: You wiU hear thunder eftir HafUða HaUgríms- son; Gloria, verk fyrir blandaðan kór eftir Hjálmar H. Ragnarsson; Sónans eftir Karólínu Eiríksdóttur; T\’isöngur fýrir fiðlu, lágfiðlu og strengjas\’eit, eftir Jón Nordal; Klarinettukonsert eftir Pál P. Pálsson; Obókonsert eftir Sagðist Guðmundur telja að hlutur Leif Þórarinsson og SiUíitromman, Islands hefði aldrei verið meiri ó ópera Atla Heimis Sveinssonar. þessumnorrænavettvangi. -FG. Bíllinn í lagi — beltin spennt bömin í aftursæti. GÓÐAFERÐ! RÁÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.