Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1983, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1983, Page 3
DV. MÁNUDAGUR10. OKTÓBER1983. 3 Norðurland: MARGIR SVEITASÍMAR VERDA SJÁLFVIRKIR A umdæmissvæði Pósts og síma á Akureyri hefur i sumar verið unniö fyrir um 20 milljónir við lagningu sjálfvirks síma í sveitinni. Svæðið nær frá Hrútafirði til Langaness. Samkvæmt upplýsingum Ársæls Magnússonar umdæmisstjóra eru helstu framkvæmdir þessar: Af tæpum 800 handvirkum símum í um- dæminu verða 350 sjálfvirkir i haust. Á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatns- sýslu verða símar tengdir við Hammstanga. Þá verður Húna- vatnssýslan alsjálfvirk að undan- skyldum 8 bæjum á Skaganum sem tengdir verða 1985. I Lýtings- staöahreppi í Skagafirði hafa simar þegar verið tengdir og unnið er að tengingu í Akrahreppi. Þessir simar eru tengdir til Varmahlíðar. Saurbæjarhreppur í Eyjafirði tengist til Hrafnagils. Verður því verki lokið i haust eða fyrripart vetrar. Eyjafjörður, framan Akur- eyrar, verður þá allur kominn með sjálfvirkan síma. I Eyjafjarðarsýslu eru þá eftir öxnadalur og Hörgár- dalur sem koma inn á næsta ári. 1 Þingeyjarsýslu var tekinn seinni hluti Ljósavatnshrepps og tengdur til Breiöumýrar. Þar er þá eftir Bárðardalurinn sem kemur 1984 og Fnjóskadalur 1985. Þessa dagana er verið að tengja alla bæi í Mývatnssveit til Reykjahlíöar og einnig Grímsstaði á Fjöllum og Fjallahrepp. Samhliöa þessum framkvæmd- um, sem Ársæll sagöi að hefðu gengiö mjög vel og menn væru ánægðir með, hefur verið byggt inn í sjálfvirka kerfið tónvalskerfi. Það flýtir mjög fyrir bæði notendum og stöðvunum að afgreiða fyrir tækin sem hafa tónvalsmöguleika. Tónval þýðir að valið gerist mun fljótara en með gömlu skifuaðferðinni en til að nýta þaö þarf takkasíma. Símnot- endum sem nú eru að skipta úr hand- virku í sjálfvirkt er boðið að fá tón- vaissíma með því að greiða mismun á verði þeirra og venjulegra sima. Langlinum við nokkrar sím- stöðvar hefur veriö fjölgaö mikið í sumar. Má þar nefna Breiðumýri, Staöarhól og Reykjahlíð í Þingeyjar- sýslu, Varmahlíð og Hvammstanga. Fjölsímakerfiö til Dalvíkur hefur einnig verið stækkað mikið en þar hefur ríkt vandræöaástand á undan- fömum árum vegna línuskorts. Hríseyingar fá á þessu hausti nýtt radíóf jölsímakerfi og eykst rekstrar- öryggið þar allt að 100%, að sögn Ársæls Magnússonar, og eyja- skeggjar fá miklu betra og öruggara samband en þeir hafa haft. Radíó- f jölsiminn sem nú er þama er háður rafmagni en verið er að setja upp nýjan búnaö sem gengur á rafgeym- um stöðvanna. Lögin um sjálfvirkni í sveitum frá 1981 gerðu ráð fyrir aö allt landið hefði sjálfvirkan síma árið 1986. Að sögn umdæmisstjóra Pósts og síma á Akureyri hefur verið staðið við þau hingað til og því útlit fyrir að þetta takist. -JBH/Akureyri. Endurbygging eftir frystihúsbrunann á Kellissandi: Frystihúsið fer sjóleið- inatilRifs ístak hf. bauð lægst i að byggja og gera fokhelt nýtt frystihús viö Rifshöfn í stað frystihússins, sem brann að mestu á Hellissandi í haust. Húsið verður byggt úr stein- steyptum einingum og verða þær allar ásamt súlum steyptar í Reykjavík og fluttar sjóleiöis til Rifs. Heimamenn munu sjá um jarðvinnu og að steypa plötu sem er mjög auövelt verk á fyrirhug- uöum stað. Framkvæmdir við það munu hef jast næstu daga en lstak er byrjað að steypa einingar enda ætlar fyrirtækið aö skila húsinu fokheldu fyrir miðjan desember. Aö sögn Rögnvalds ölafssonar frystihússtjóra verður þá tekið til við frágang innanhúss og vél- væðingu og á húsiö að vera fuilbúið einhvem tíma á næsta ári. Húsið mun skiptast í fiskmóttöku, vinnslusal og frystigeymslu. Afkastageta nýja hússins veröur heldur meiri en þess gamla en það verður allt rýmra og haganlegra. -GS. Slæmt atvinnuástand í ðlafsvík: Togararseldir eðabilaðirog bátarnirásíld Mjög slæmt atvinnuástand er nú hjá fiskvinnslufólki í Olafsvík og verður ekki séð að úr rætist alveg á næstunni. Nýlega var skuttogarinn Lárus Sveinsson seldur til Vestmannaeyja og sömu leið fór togskipið Guðlaugur Guð- mundsson. Eini togarinn sem þá er eftir heitir Már SH og liggur hann með bilaða vél í Reykjavíkurhöfn. Margir bátanna eru svo á síld og- landa eystra og lítill afli er hjá þeim heimabátum sem landa heima. 1 sumar voru nokkrir bátanna á rækju- veiðum og lönduöu á Isafirði, svo að vonum er hljóðið heldur dræmt í Olsur- um þessa dagana. -GS. Adfaranótt laugardags var þessum bíl ekið norð- ur Nesveginn. Nokkur hálka var á veginum og missti ökumaður bifreið- arinnar stjórn á bílnum með þeim afleiðingum sem sjá má á myndinni. í bílnum voru þrír far- þegar auk ökumannsins og sluppu allir ómeiddir. Bifreiðin er töluvert mikið skemmd svo og skýlið. Skömmu áður en þetta varð var hópur unglinga í skýlinu að bíða eftir strœtisvagni. Sem betur fer var vagninn kominn og farinn. -ÞÞ Patreksfjörður: FJÓRÐUNGUR VINNANDI FÓLKS MISSIR ATVINNUNA Hraðfrystihúsíð á Patreksfirði hefur hætt starfsemi sinni og sagt upp öllu starfsfólki. Alls eru það um 100 manns sem missa atvinnuna vegna þessa. Sumar uppsagnirnar hafa þeg- ar tekið gildi en flestir munu hafa vinnu út þessa viku. Þetta eru að sjálf- sögðu mjög váleg tíðindi fyrir at- vinnulif bæjarins enda hraðfrystihúsið stærsti atvinnurekandinn á staönum. Því fer nærri að um einn fjórði hluti vinnandi fólks á Patreksfirði missi at- vinnuna við lokun frystihússins. Hjörleifur Guömundsson, oddviti og formaður verkalýðsfélagsins, orðar þetta þannig: „Þetta snertir hvert einasta heimili í bænum. ” Astæöan fyrir lokun frystihússins eru gífurlegar skuldir fyrirtækisins en það er að mestu byggt fyrir lánsfé. I gegnum árin hefur fyrirtækiö átt í f jár- hagserfiðleikum og nú er svo komið að greiðslubyrðin er svo mikil að forráða- menn þess treysta sér ekki til aö halda rekstrinum áfram. Síðastliðnar tvær vikur hefur fyrir- tækiö ekki getað greitt starfsfólkinu laun og munu ógreidd laun, þegar með er reiknuð sú vika er fer í hönd, vera í kringum hálf milljón króna. Forráða- menn fyrirtækisins hafa gefið vilyrði fyrir því að þessi laun muni verða greidd útnúí vikunni. Hvað nú tekur við á Patreksfirði er óvíst. Bátur frystihússins liggur bundinn við bryggju og togari fyrir- tækisins er i slipp í Bretlandi. Hug- myndir munu uppi um að koma skipunum á veiðar á meðan framtíð hraðfrystihússins ræðst. Það sem nú mun bjarga mörgum heimilum á Patreksfirði er að yfir stendur sláturtiö og þar af leiöandi meira um atvinnu en yfirleitt. Slátur- tíðin stendur hins vegar ekki yfir nema í nokkrar vikur og þá gæti farið að syrta í álinn hjá allmörgum Pat- reksfirðingum. -SþS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.