Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1983, Blaðsíða 2
2 DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. NOVEMBER1983. Með 18 mánaða gamla dóttur sína í fanginu — kynnti Valgerður Sverrisdóttir ályktunina um sérf ramboð f ramsóknarkvenna til Alþingis Frá Ingibjörgu Magnúsdóttur, írétta- ritara DV á Húsavík: Þaö hefur vakiö mikla athygli þing Landssambands framsóknarkvenna sem haldið var hér á Húsavík helgina 28. til 30. október. Margar konur sóttu þingiö og voru samþykktar margar til- lögur og ályktanir frá starfshópum. Eins og gefur að skilja kom ályktunin frá starfshópnum um konur og stjómmál mest á óvart en þar var rætt um þátttöku framsóknarkvenna í flokksstarfinu, meðal annars sérstakt framboðtilþings. Það var hreint stórkostiegt að sjá hana Valgerði Sverrisdóttur frá Lóma- tjörn stíga í ræðustól og kynna ályktun- ina af skörungsskap með 18 mánaða gamla dóttur sina í fanginu. Þingið þótti takast vel og voru gestirnir hinir ánægðustu með viður- gerninginn á Hótel Húsavík, sérstak- lega kvöldverðarboðið á laugardegin- um. En þar var boriö fram hið ljúffenga Ladó-lamb frá kjötiðju Kaupfélags Þingeyinga. -JGH Átján mánaða slagur um einbýlishús — deilt um uppboð og vexti og útburðar kraf ist Lyklavöldm afhent I gær afhenti Geir Hallgrimsson nýkjömum formanni Sjálfstæöis- flokksins, Þorsteini Pálssyni, lykla- völdin að flokksskrifstofum Sjálfstæðisflokksins í Valhöll og að einkaskrifstofu formannsins þar. Þar með er formlegmn valdaskipt- um í flokknum lokið. Þorsteinn Pálsson er fæddur á Sel- fossi 29. október 1947 og er því nýorð- inn 36 ára gamall. Hann lauk stúdentsprófi frá Versiunarskóla íslands 1968 og lögfræðiprófi frá Háskóla Islands 1974. Hann starfaði sem blaðamaður við Morgunblaðið og var síðan ráðinn ritstjóri Vísis árið 1975. Því starfi gegndi hann þar til hann tók við starfi framkvæmda- stjóra Vinnuveitendasambandsins árið 1980. Þorsteinn var kjörinn alþingismaöur fyrir Suðuriandskjör- dæmi í síöustu þingkosningum. Þorsteinn Pálsson er yngsti maður sem tekið hefur viö formennsku í Sjálfstæðisflokknum og annar yngstur þeirra sem tekið hafa við formennsku stjómmálaflokks á Islandi. Ragnar Arnalds var aðeins þrítugur er hann tók við formennsku Alþýðubandalagsins árið 1968. ÖEF Valgerður með 18 mánaða gamla dóttur sina I ræOustól a þingi fram- sóknarkvenna á Húsavik. Þingið þóttí takst mjög vel. DV-mynd: Ingibjörg Magnúsdóttír. fram kröfu í fógetarétti um útburö uppboðsþola. Er krafan komin til úr- skurðar, að sögn Þorsteins Thoraren- sen, fulltrúa borgarfógeta, og úrskurðar að vænta í næstu viku. Vaxtadeilan snýst að sjálfsögðu um verulega upphæð. Allir bankar landsins, ýmsir sjóðir og fleiri munu eiga kröfur í söluandvirði hússins og heimta vexti til greiösludags. Uppboðsþolandi vill ekki greiða þá og mun telja fráleitt að kaupandi bæði hreppi virðisauka hússins frá uppboð- inu og sieppi við vaxtagreiöslur, enda hafi hann ekki greitt nema 400 þúsund af 2,4 milljónum á réttum tima. Kaupandi telur hins vegar allan drátt á ábyrgð uppboðsþolanda. Ekki er ólíklegt að meðferð afsais- málsins i Hæstarétti taki ár í viðbót. Það fer hins vegar eftir úrskurði fógeta í útburðarmáiinu, hvort íbúa- skipti verða í þessu umdeilda húsi fyrr eða síðar. HERB I átján mánuöi hefur staöiö mikill slagur í réttarsölum út af einbýlishúsi í Reykjavík, sem selt var á nauðungar- uppboði í apríl 1982. Uppboðsþoli situr enn í seldu húsinu og kaupandinn býr í þriöja leiguhúsnæöinu siðan hann ætlaöi aö flytja inn og krefst nú útburðar á uppboðsþolanum fyrir fógetarétti. Hús þetta er í einu af nýjustu einbýlishúsahverfunum í austurborg Reykjavíkur. A uppboðinu var það slegið á 2,4 milljónir og gekk læknir nokkur inn í kaupin. Greiddi hann strax400þúsund. Uppboðsþoli greip nú til þess ráðs að áfrýja uppboðinu til Hæstaréttar vegna formgalla. Hætti þá læknirinn að greiða eins og til haföi staöið þar sem hann gat ekki fengiö afsal og eign- inaafhenta. Hæstiréttur staöfesti uppboðiö núna í júni en með naumasta meirihluta; 3:2. Og komu fram athugasemdir við fram- kvæmd fógeta á uppboöinu sem hafa leitt til kerfisbreytingar á nauðungar- uppboðum fasteigna. I framhaldi af staöfestingu Hæsta- réttar gaf borgarfógeti út uppboösaf- sai til læknisins gegn þvi að hann greiddi að fullu kaupverðið, en án vaxta. Um vextina er risin ný deiia og uppboðsþoli hefur nú áfrýjað uppboös- afsalinu til Hæstaréttar. Læknirinn hefur á hinn bóginn lagt Geir efstur á mið- stjórnarkjöri I frétt DV í gær um miðstjómar- kjör í Sjálfstæðisflokknum urðu þau mistök aö nöfn þriggja miðstjómar- meðlima féllu niður í vinnslu blaðs- ins. Við birtum því aftur nöfn þeirra 11 meðlima miðstjómar sem kosnir voru af f ulltrúum á landsf undi ásamt með atkvæðatöium. Geir Hallgrímsson hlaut flest atkvæði eða 902, Björn Þórhallsson 774 atkvæði, Davíð Oddsson 744 at- kvæði, Einar K. Guðfinnsson 651 at- kvæði, Davíð Scheving Thorsteins- son 629 atkvæði, Jónas Haralz 527 at- kvæði, Oðinn Sigþórsson 483 atkvæði, Katrín Fjeldsted 421 atkvæði, Jón Magnússon 407 atkvæði, Jónína Michaelsdóttir 407 atkvæði og Björg Einarsdóttir 406 atkvæði. Sigurlaug Bjarnadóttir og Gísli Jónsson, sem áður sátu í miöstjóm, gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Jón Asbergsson féll. Þorsteinn Páls- son, sem einnig átti sæti í miöstjórn, er nú sjálfkjörinn formaður mið- stjórnar sem formaður Sjálfstæðis- flokksins og Friðrik Sophusson sjálf- kjörinn varaformaður miðstjórnar. Alls greiddu 1009 atkvæði, 4 seðlar voru auðir og ógildir. Að auki kusu þingmenn 5 fulltrúa úr sínum hópi til setu í miðstjóm. Albert Guðmundsson, Matthías Bjarnason, Matthías Á. Mathiesen og Salome Þorkelsdóttir vora öll endurkjörin en Pétur Sigurðsson var kjörinn í stað Steinþórs Gestssonar semlátiðhefuraf þingstörfum. ÖEF Geysileg sfldveiði á Lónsbugt ífyrrinótt: Mörg netin sukku undan þunganum Reknetabátar settu svo rækilega í síld á Lónsbugt í fyrrinótt að margir urðu að skera hluta netanna frá og skilja þau eftir. Sögðu sjómenn aö þama hefði jafnvel verið meiri síld á ferð en var í Berufirðinum í fyrra, sem frægt varð. Reynt verður að slæða netin upp síðar. Eðlilega vildu flestir bátanna landa á Höfn, sem er skemmst undan, en stöðvamar þar gátu ekki tekið við öllu og urðu sumir bátarnir að sigla á Austfjarðahafnir. Fiskimjölsverksmiðjan tók við þúsund tunnum í gær þar sem tunnu- samsláttur kom í veg fyrir að óhætt væri að taka meira. Þar hefur nú verið saltað í liðlega 14 þús. tunnur en þær urðu ails 12.700 alla vertiðina ífyrra. Stemma tók við 2.300 tunnum í gær og i gærkvöldi hafði stöðin saltaö i sex þúsund tunnur en í fyrra urðu þæralls 5.300. Allur þessi afli hefur borist á land á örfáum dögum og hafa allir sem vettlingi geta valdið unnið í sild á Höfn að undanfórnu. Er þetta kær- komin síld því fyrir liölega viku voru Hafnarbúar orðnir hnípnir og vonlitl- ir um nokkur uppgrip. -Júlía/-GS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.