Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1983, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1983, Blaðsíða 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. NOVEMBER1983. Neytendur Neytendur Fæðingarorlof er nokkuð misjafnt milli landa. Hér á landl elga mæður rétt á 3ja mánaða orlofi. Fæðingarorlof í nokkrum löndum borið saman Við rákumst á grein í norska tíma- ritinu Folkevett þar sem gerður er samanburður á fyrirkomulagi fæðing- arorlofs smábarnaforeldra í 16 löndum. Island skipar áttunda sæti ásamt Noregi og Danmörku, hvað lengd orlofsins snertir. Þessi þrjú lönd eru m.a. slegin út af Kína, Austur- Þýskalandi og Sovétríkjunum. Finn- land og Svíþjóð skipa tvö efstu sætin. Finnland Finnskar konur eiga rétt á 12 mánaða orlofi á iaunum í sambandi við fæðingar. Fyrri helming þess tímabils fá þær 80 prósent af fullum launum og þann seinni 70 prósent. Seinni hluta ’orlofsins getur móðirin eða faðirinn tekið, þó svo að algengast sé að móðir- in taki það. Á seinasta ári voru 7|i prósent feðra sem notfærðu sér þessi réttindi. Svíþjóö 1 Svíþjóð eiga mæður eða feður rétt á 9 mánaöa orlofi þegar þau eignast i bam. Sá sem notfærir sér þessi réttindi fær greidd 90 prósent af fyrri launum. Einnig eiga foreldrar rétt á 3 mánuð- um til viðbótar en þá er um lægri upp- hæð að ræða. Hægt er að taka 3 af þess- um 9 mánuðum hvenær sem er þar til barnið hefur náð 8 ára aldri. Austur-Þýskaland, Holland og Kína I Hollandi og Austur-Þýskalandi eiga konur rétt á 6 mánaða fæðingar- orlofi á fullum launum. Og eftir fyrsta barn eiga austur-þýskar mæðurrétt á ársorlofi á 70 prósent launum, fyrir hvert barn. Þetta fyrirkomulag er vegna þess að Austur-þjóðverjar óska eftir f jölgun landsmanna. I Kína er foreldnun ráðlagt að eiga ekki fleiri en eitt bam og allt er gert til að spoma við því að fleiri börn komi. En foreldrar njóta góöra réttinda við fyrsta barn. Mæður geta tekið orlof allt aö hálft ár á fullum launum og fá að auki greiddan bónus í mörg ár á eftir. En eignist þær fleiri börn fá þær ein- ungis 56 daga orlof og bónusinn fellur niöur. Sovétríkin, Danmörk og Noregur Sovétríkin skipa sjötta sætið og mseður þar í landi eiga rétt á 5 mánaða fæðingarorlofi á f ullum launum. Þar næst koma svo Noregur og Dan- mörk. I Danmörku er fæðingarorlof frá 14 vikum til 20 vikna og 18 vikur í Noregi. Þá er átt viö það tímabil sem greitt er með f ullum launum. ísland Á Islandi er f æðingarorlof 3 mánuðir og möguleiki á fjórða mánuöi ef um veikindi móöur eða barns er aö ræða. Um þennan fjóröa mánuö þarf að sækja sérstaklega og framvísa læknis- vottorði. Mæður er hafa unniö 1032 dagvinnustundir eöa meira undan- farna 12 mánuöi fá greidda fulla greiðslu, sem er nú 14.114 kr. á mán- uði. Þær sem hafa unniö minna en þessar dagvinnustundir fá 2/3 af þess- ari upphæð og þær sem hafa unnið færri en 515 dagvinnustundir sl. 12 mánuði fá einungis 1/3 þessarar upp- hæðar. Islenskir feður hafa möguleika á að taka sér frí frá vinnu í 1 af þessum mánuöum. En fram að þessu hafa sárafáir feöur notfært sér þessi rétt- indi. Astæðan mun vera sú að þeir telji upphæðina sem greidd er vera of litla. Frakkland, Vestur-Þýskaland og Kúba I Frakklandi er orlofið 16 vikur á fullum launum og réttur á tveggja ára fríi án launa. Vestur-Þýskaland hefur 14 vikna orlof á fullum launum. Á Kúbu er 3 mánaöa fæðingarorlof á fullum launum. En þar þarf móðirin einungis aö hafa verið í starfi 75 daga fyrir fæðingu. Bretland og Bandaríkin Mæður í Bretlandi eiga rétt á 6 vikna fæðingarorlofi á launum. En þá veröa þær að hafa starfað í minnst 2 ár hjá sama atvinnurekanda fyrir fæðing- una. I Bandaríkjunum eru engar ákveðn- ar reglur sem gilda í þessum málum. Einungis er talað um „réttlátt orlof” sem atvinnurekandi og launþegi verða að koma sér saman um hvað sé langur tími. Er þetta dýrt fyrir þjóðfélagið? Fæðingarorlofsgreiðslur kostuðu finnska ríkiö um 330 milljónir á sl. ári. Sumum kann að þykja þetta miklir peningar en framtíðin mun leiða í ljós hvort þetta hefur verið rétt f járfesting. Félagsfræðingar og sálfræðingar eru yfirleitt ekki í vafa um að þetta sé rétt stefna. Því óöryggi á uppvaxtaár- unum og skortur á umhyggju getur komið fram seinna á lifsskeiöinu og kostað þjóðfélagið margfalt meira. L5WMV ÞAÐ GERIST EITTHVAÐ NÝTT I HVERRIVIKU ÁSKRIFTARSÍMINN ER 27022 Sviss er fyrir skíðafólk það sem skíðin eru fyrir skíðaskóna: Rétti staðurinn að vera á. Og áfangastaður skíðaferða Arnarflugs til Sviss er engu líkur. Wallis-dalur- inn er gjarnan nefndur Kalifornía Svisslendinga vegna einstakrar veðursæld- ar, og Anzére er skíðabær sem skíðasnillingarnir svissnesku sækja sjálfir óspart í. (búðir farþega Arnarflugs eru nýjar og glæsilegar og í Anzére hefur verið hugsað fyrir öllum hugsanlegum þægindum til handa gestunum - skíða- brekkurnar eru rétt við dyrnar og engar biðraðir við lyfturnar. Þar eru skíðaskólar fyrir byrjendur og lengra komna, barnapössun, glæsileg heilsu- rækt, sundlaugar - og ótal veitingahús og fjörugir næturklúbbar. VERDFR4KR.16.599 (miðað við 4 í stúdíóíbúð) Innifalið: Flug þriðjudagsmorgna frá Keflavík til Genfar um Amsterdam, rútuferð til Anzére, íbúðagisting í 13 nætur, þrif á íbúð, fararstjórn og ferðin heim aftur. SKELLLM OKKIJR í „SVISSNESKAt’ SKIDs^TIÓPINN Flugfélag með ferskan blæ A n ]\!A D E'T T Leitið til söluskrifstofu Arnarflugs, V/lili Í/LJ vJ umboðsmanna eða ferðaskrifstofanna. * Lágmúla 7, sími 84477

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.