Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1983, Blaðsíða 13
X8ei aaaMavOtf ðHUOAaux.aifl'j .va DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. NOVEMBER1983. St 13 Björgunarsveitir og sjómenn hafa unnið mikil afrek, þótt eigi tækist að bjarga öllum. Þyrlur eru nú notaðar í vaxandi mæli, en þær hafa sannað ágæti sitt hér, sem og á öðrum stöð- um og hefur þetta, þrátt fyrir alla þessa sorg, aukið öryggi sæfara við Island. Á hinn bóginn blöskrar manni doði yfirvalda, sem hafa þá skyldu að rannsaka sjóslys. A það hefur verið minnst hér að þaðhefur viðgengistaðskip „landa” í bókstaflegum skilningi mönnum er látist hafa af slysförum um borð. Sjó- próf fara svo fram þegar betur hent- ar. Gott dæmi um hirðuleysi stjórn- valda, er sú réttarfarslega aðferð, er viðhöfð var, þegarþýska búlkaskipið M/S Kampen, sem var leiguskip Eimskipafélagsins, sökk 1. nóvem- ber síðastliðinn. Sjö menn fórust, sex var bjargað. Reyndar tókst aö ná öll- um mönnunum, sex náöust um borð í. Hópsnes GK, þrír í Skarf RE, tveir um borð í Kóp og einn um borð í Dala-Rafn VE. Þama var mikið afrek unnið í stormi og stórsjó, aö ná öllum þess- um mönnum úr sjónum. Tveir munu hafa verið látnir er þeir fundust, þrír létust síðar úr vosbúð en óvíst var um tvo, hvort þeir voru lífs, eða liðn- ir, er þeir náðust. Ekki tókst að bjarga öllum frá vosbúð, enda þótt sjúkraliðar létu sig síga niður úr þyrlum, um borö í fiskibát, þrátt fyrir gífurlegan háska. Bátarnir sigldu svo í vestan hvassviðri og ölduróti til Vest- mannaeyja, þar sem skipbrotsmönn- Eftir helgina Jónas Guðmundsson umn var komið í sjúkrahús. Áhöfnin var þýsk, nema hvað einn skipverja mun hafa verið frá Ghana. M/S Kampen vai stórt skip á islenskan mæUkvarða, en burðargeta þess var rúmlega 6000 tonn. Var skipið á leið tU landsins með 5.300 tonna kolafarm fyrir Sementsverksmiöjuna á Akranesi. Skipið var nýtt, ekki ársgamalt, þegar þaö sökk. Samkvæmt upplýsingum, sem ég hef afiað mér, sökk Kampen 10—12 sjómUur út af Alviðru, eða innan íslenskrar efnahagslögsögu og mengunarlögsögJ. Og það er vægt til orða tekið, að örlög þessa skips eru í meira lagi grunsamleg. Svo virðist, sem skipið hafi fengið á sig 15° slag- síðu (Lfclega viö Færeyjar) og kl. 18.30 1. nóv. hafði Slysavamafélagið fyrst samband við skipið. Hjálpar- beiðni hafði þó engin borist frá skip- inu sjálfu, heldur sögöu menn í Þýskalandi, að ef tU vUl ætti þetta skip í einhverjum örðugleikum viö strendurlslands. Skipstjórinn á M/S Kampen viður- kennir þá í samtaU við fram- kvæmdastjóra Slysavarnafélagsins, að sjór hafi komist í skipið, og hann kunni aö þurfa á dælum úr landi að halda, en að öðru leyti er þá aUt í lagi um borð. Einnig kemur fram, að Kampen er þá meö 15° slagsíðu. Aðeins 40 mínútum síöar, sendir skipiö út neyðarkall, og heyrist það m.a. í Vestmannaeyjum, en þá eru skipverjar að yfirgefa sökkvandi skipið. EftirleUcinn þekkja menn síðan, nema ef það væru réttarhöldin, sem aldrei fóru fram. Það vakti einnig nokkra athygli, aö þeir sem af kom- ust, vörðust allra frétta um afdrif skipsins, sem er fremur óvenjulegt, sögðu fréttamönnum að þeir myndu greina frá staðreyndum við sjópróf- in. Það næsta sem fréttist er síöan það að Þjóðverjarnir mættu ekki við sjóprófin. Svo einfalt er þaö nú á Is- landi, að þrátt fyrir að sjö sjómenn lægju á líkbörunum eftir sjóslys við strendur landsins, og hugsanlegt að mannslífum hefði verið fórnað með gáleysi, gerir ákæruvaldið enga at- hugasemd, og ræður maður af blaða- fregnum aö einungis hafi átt aö ræða um kol í réttinum, en þetta voru þó ■5300 tonn. Og kolaréttarhöldin fóm fram, því í Morgunblaðinu 4. nóvem- ber gat þetta að lesa í baksíðuf rétt: „Sjóprófum vegna Kampen-slyss- ins á þriðjudagskvöldið var frestað þegar þau áttu að hefjast í gærmorg- un þegar i ljós kom að skipverjamir og útgerðarfyrirtækið Giinther- Schulz ætluðu ekki að mæta. Stein- grímur Gautur Kristjánsson, borg- ardómari, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins aö Þjóðverjarnir hefðu kosið að gefa skýrslur sínar í Þýskalandi. „Endurrit prófanna í Þýskalandi verða send hingað og því var niðurstaðan sú, að prófunum skyldi frestaö,” sagði Steingrímur Gautur. Ennfremur segir blaöið: „Þegar sjóréttur hafði verið settur í gærmorgun kom fram, að út- gerðin óskaði eftir að sjóréttur yrði í Þýskalandi og féllust Almennar tryggingar hf. á þaö, enda fengi félagið að fylgjast með málinu þar. Kom þeim, sem mættir vom til sjó- prófsins í gærmorgun, afstaða út- gerðarfélagsins nokkur á óvart, enda höfðu aðilar talið, aö engir hnökrar yröuá sjóprófinuhér. Því hefur enn ekkert það komið fram hérlendis, sem gæti varpað skýrara ljósi á orsök slyssins. Reiknað er með að nokkrar vikur líði þar til sjórétti veröur lokið ytra en skv. þýskum lögum á að halda sjó- próf þar innan þriggja mánaða. Skipbrotsmennirnir sex halda utan fyrir hádegi i dag í fylgd meö stjórnarformanni útgerðarfélagsins og fulltrúa hans sem komu til lands- ins í fyrradag. Lík sjómanna sjö, sem f órust, voru flutt til Reykjavíkur i gær. Þau verða flutt flugleiðis til Þýskaland um helgina.” Svo mörg vom þau orð, og maöur hlýtur að spyrja sig, ráða þýskir út- gerðarmenn því alfarið hvort dular- full sjóslys og mannskaðar hljóti rannsókn fyrir löglegum dómi á Is- landi. Og eiga svona réttarhöld að snúast um kol, fremur en mannslíf ? Ekki ætlar sá sem þessar línur rit- ar þó að fella neina dóma um þetta dularfulla slys og það líftjón, sem af því hlaust. En vegna þeirra er nú liggja kaldir og geta ekki varið sig sjálfir, og eins vegna aðstandenda þeirra, heföi ég talið, að þetta slys, er varð í íslenskri lögsögu, hefði átt að rannsaka út í hörgul hér. Og þá með allri virðingu fyrir þýska dóms- kerfinu, sem telur rétt aö halda sjó- próf innan þriggja mánaða. Það er líka góðra gjalda vert, aö eigendur kola á hafsbotni, muni fá að fylgjast með sjóprófum, þegar þar að kemur, en gleymum ekki því, að vitneskjan í þessu máli, er að veru- leguleytiálslandi. Sjóréttur lífgar því miður ekki þá við, sem dánir era, en mál af þessu tagi kann að snúast um skaðabóta- kröfur og um þá sem eftir lifa með sorginni og ef til vill ómegðinni, þó í Þýskalandi sé. Einnig geta þau hindraö endurtekningu svipaðra atburða. Jónas Guðmundsson, ritböfundur. hverfin skortir, enda götur þar beinar og hús í línu við þær. I þessi hverfi hafa víða verið höggvin mörg skörö og stór. Gömul hús hafa verið látin víkja fyrir nýjum. Við nýbygg- ingu hefur sjaldan verið tekið mið af heildarsvip umhverfisins. Einungis er hugsað um að byggja sem stærst, enda miðast nýting svæöis við byggingarmagn en ekki gæði byggð- ar. Ekki rís þó alltaf nýtt hús þar sem áður stóð gamalt. Því eru marg- ar lóðir auðar, þaktar bílum og lítið augnayndi. I slíkum hverfum er oft erfitt að greina það sem einkennt hefur byggðina og er kjarni hennar. Menn eiga leið þangaö í leit að bíla- stæðum og s já fátt annað. Hverfi sem sést ekki Skuggahverfi er eitt þeirra hverfa sem menn sjá ekki. Það er norðan- megin í bænum, niðri við sjó. Þar bjuggu tómthúsmenn áöur í torfbæj- um. Þar risu síðar nokkrir steinbæir og timburhús. Einlyft, tvílyft og portbyggð hús, sum með brotnu þaki, mörg með inngönguskúr og við- byggingu, engin hús eins en með áþekku yfirbragði. Efst í hverfinu er íbúðarbyggð, nyrst stórar byggingar sem athafnamenn síns tíma létu reisa yfir starfsemi sína. Sjá má að hverf- ið hefur lifað nokkrar kynslóðir. Sum hús eru horfin, önnur hrörleg, nokkram hefur verið breytt eða við þau byggt. Ný hús era þar nokkur og falla misjafnlega að byggðinni sem fyrir var. Skuggahverfi ber mörg einkenni gamallar bæjarbyggðar á Islandi. Slík byggö lætur ekki mikið yfir sér en hún getur sagt okkur sögu genginna kynslóða og okkar sjálfra, ef við kærum okkur um aö læra staf- róf hennar. Að henni ber að hlúa í stað þess að „styrkja” hana með því að tæta hana sundur og kæfa. Við Skúlagötu standa byggingar Völundar og Kveldúlfs, nú Eimskips. Miðað við aörar byggingar á svæðinu era þær stórar. Þær era þó ekki stærri en svo að augað nemur ekki staðar við þær heldur leitar áfram um byggðina, upp á holt. Ljóst er aö eigendum Kveldúlfs og Völundar hefur verið annt um útlit bygginga sinna ekki síður en verksmiðju- eigendum erlendum á öldinni sem leið. Á framhlið Kveldúlfsskála má finna ákveðna hrynjandi í staðsetn- ingu glugga og dyra. Á milli þeirra era lóöréttir háfletir sem vega upp á móti mikilli lengd hússins og gera það reisulegra en ella heföi virst. Eigandi Kveldúlfs mun hafa sýnt byggingarlist áhuga eins og sjá má í húsi hans að Fríkirkjuvegi 11. Komið hefur til tals aö flytja skrifstofur borgarstjóra þangað og færi vel á því. Væri því við hæfi að nota bygg- ingar Kveldúlfs í þágu borgarbúa í stað þess að brjóta þær niður. Á horni Klapparstígs og Skúlagötu stendur hús Völundar, hornsneitt og prýtt einum þokkafyllsta tumi sem hér ber við himin. Slíkir hornturnar prýða, eöa prýddu, nokkur stórhýsi sem reist voru um aldamótin síð- ustu, þegar timburhúsamenningin reis hæst á IslandL Á þeim tima var Völundur stofnaöur og markaði tímamót í íslenskri húsagerð. Hús hans er góður vitnisburður um ís- lensk timburhúsamenningu og er ekki að sjá að þaö sé að falli komiö. I húsinu er mikill reykháfur og ber hleðsla hans aldagamalli verk- menningu vitni. Nokkrir steinar hafa hranið úr honum og væri nær að fella nýja inn í þeirra stað í stað þess að fella reykháfinn allan. Byrgð fjallasýn I þeim tillögum, sem samþykktar hafa verið, er gert ráð fyrir að reisa megi háhýsi á lóðum Völundar og Kveldúlfs. Sýnt er að slíkar bygging- ar muni byrgja alla f jallasýn sem og útsýn til lands. Þar mun augað ekki leita inn í rúm byggðar heldur lenda á vegg sem er líklegur til að hrinda því frá sér. Þar er gert ráð fyrir að menn vilji búa. Byggingarmagn veröur mikið, en það tryggir ekki lif- andi byggð. Oft vill gleymast að maðurinn á það til að vilja ekki það sem að honum er rétt. Oft verður hann að taka við því og velur þá að umgangast það úr fjarlægö. I tillögum Borgarskipulags Reykjavíkur að notkun og nýtingu lóða á svæöinu er gert ráö fyrir aö hús Völundar og Kveldúlfs standi áfram en notkun þeirra verði breytt enda fyrirtækin þar á föram. Þær tillögur munu vera byggðar á könnunum sem stofnunin hefur gert á undanförnum áram á stóram hluta miðbæjarins, en ekki aðeins á þessu tiltekna svæði. Þar er varað við háhýsabyggð, sem hvergi hefur gefið góða raun, en lagt til að nýta það sem fyrir er á staðnum og fella nýtt að þvi. Er sú leiö í samræmi við þá tíma sem við lifum á, þegar mönnum er orðið ljóst að auölindimar era ekki ótæmandi. Endumotkun er ekkert nýtt fyrir- bæri og ætti ekki að vera Islending- um framandi. Skortur á varanlegu byggingarefni setti um aldir svip sinn á húsakost Islendinga öðra fremur. Sömu húsaviðirnir voru notaöir aftur og aftur og hlúð var að veggjum eða þeir hlaðnir að nýju. Þar liföi byggingarhefðin efnið hverju sinni. Nú er byggt úr varan- legra efni en hefðin ekki lengur við lýði. Nú skal ekki hlúö að og endur- bætt heldurrifið niður og byggt nýtt, ef nokkuð. Ný hús eiga þó helst aö líta út fyrir að vera eitthvað annað en ný. Menn forðast nú alþjóölega nútímastílinn sem boðaður var fyrir hálfri öld og þróaðist í alþjóðlega svipleysu þegar tæknin og auðvaldið tóku yfirhöndina. Byggingariðnaöur- inn efldist en listin varð útundan. Menn rífa gömul hús til að byggja ný sem þó eiga helst ekki að líta út fyrir að vera ný, því mörgum þykja ný hús ljót. Eða er það vegna þess að fortíð- in er ekki bara liðin tíö heldur á hún það til aö flækjast fyrir okkur í nútíð- inni og teygja sig inn í framtíðarsýn okkar? Hví ekki aö leyfa gamalli og nýrri byggð að dafna hlið við hlið án undirgefni eða yfirgangs? Það er vandasamt en vænlegt til árangurs. Júlíana Gottskálksdóttir listfræðingur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.