Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1983, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1983, Page 37
DV, ÞRIÐJUDAGUR 8. NOVEMBER1983. 37 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Bannað að leggja... Það hefur löngum verið haft fyrir satt að Sovétmenn virði engin lög, síst af öllu í samskiptum þjóða. Alþjóðalög eru þeim dauður bókstafur. Þessi mynd er einmitt þvi til staðfestingar og gott inniegg í Rússagrýluna. Hún sýnir yfir- gangssemi Sovótmanna betur en nokkur mynd af sovósku fíug- vélinni Birninum getur gert, en slíkar myndir eru gjarnan birtar i ónafngreindum fjölmiðli þegar líða tekur að kosningum. Þessi mynd sýnir sovóska rannsóknarskipið Moldavia þar sem það hefur verið bundið við festar i Reykjavikurhöfn — beint fyrir framan skiltisem segir að bannað sé að leggja eða stöðva. Br virðingarleysi kommúnista gagnvart lögunum engin takmörk sett? DV-mynd EÓ. lít að borða í farþegaþotu Farþegaþotan á myndinni flýgur líklega aldrei framar. Þess í stað þjónar hún því hlutverki að vera veitingastaður í bænum Boulder í Colorado-fylki í Bandaríkj unum. Flugmaður og arkitekt keyptu þotuna í sameiningu og smíðuðu undir hana hús. Þeir greiddu innan við eitt hundrað þúsund krónur ís- lenskar fyrir skrokk Convair 990-þot- unnar. Þessi óvenjulegi veitingastaður sló í gegn þegar hann var opnaður. Staðurinn er á tveimur hæðum. Þotan er efri hæðin. Jesús minn, eru þessir þingmenn aliir svona leiðinlegir?" er það virkilega þetta hlutskipti sem ég hef valið mér?" Orðumaukið Eg held ég fari nú bara í kaffi eins og hinir." fj 1 * 1 m 1 flH 5 ' É M atmuái n'nrJ fl lln. ' í r ■ aOh Halldór Ingi Andrósson glaðhlakkalegur i nýju versluninni. DV-mynd Bj. Bj. Nýplötubúd með velvild Alberts A þessum ströngu aöhaldstímum eru bjartsýnismenn enn finnanlegir. Einn þeirra er Halldór Ingi Andrés- son, sem nýverið opnaði hljómplötu- verslun aö Laugavegi 28, á sama tíma og eigendur hljómplötuversl- ana kvörtuðu hvað sárast undan samdrættinum. Albert fjórmála- róðherra umbunaði honum reyndar fýrir bjartsýnina með því að fella niður 30% vörugjald af hljómplötum í tilefni af opnuninni, — eða svo virt- ist að minnsta kosti vera. Markmið Halldórs er að vera með nýjar plötur fyrr á boöstólum en aðr- ir og því hyggst hann ná með því að skipta við bandaríska umboösaðila. Þá býöur hann viðskiptavinum sínum upp á sérpöntunarþjónustu ó plötum, músikbókmenntum og músíkmyndböndum og er þegar kominn langur listi yfir slíkar pantanir. Einnig er ætlunin að hafa til sölu ensk músikblöð. Yfir þessu öllu ættu poppáhugamenn að kætast. En ekki verður látið þar við sitja þvi þar að auki verður boðið upp ó áskrift að öllum nýjungum á banda- riska vinsældalistanum með flugi í viku hverri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.