Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1983, Blaðsíða 12
12
DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. NOVEMBER1983.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁUS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
AðstoOarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjó^ar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON.
Ritstjóm: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 8MU. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA33. SÍMI 27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáaugtýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022.
Sími ritstjómar: 86611.
Setning, umbrot, mynda-og plótugerð: HILMIR HF„ SÍDUMÚLA 12. P rentun:
Árvakur hf., Skeifunni 19.
Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr.
Helgarblað 25 kr.
Nú þarf vel að grísja
Vestfirzkir sérfræðingar í smáfiskadrápi hafa lagt til,
að ekki verði á næsta ári veitt miklu meira en 400 þúsund
tonn af þorski. Þetta óráðshjal var sett fram á þingi far-
manna og fiskimanna fyrir helgina.
Einnig fyrir helgina reyndu fyrrverandi sjávarútvegs-
ráðherrar að kasta rýrð á fiskifræðinga okkar. Var þó fer-
ill þessara ráðherra slíkur, að þeir ættu sem minnst að
opna munninn, þegar sjávarútveg ber á góma.
Sömu dagana sögðu raunsæir útgerðarmenn á sínu
þingi, að tillögur Hafrannsóknastofnunarinnar um 200
þúsund tonna afla á næsta ári væru því miöur nálægt
raunveruleikanum. Raunar yrði varla hægt að skrapa
miklumeira.
Tímabært er orðið, að menn hætti að skeyta stirðu
skapi á fiskifræðingum og taki heldur til óspilltra mál-
anna við að reyna að mæta hruni flestra mikilvægustu
stofna nytjafiska við landið, — áður síldar og nú þorsks og
loðnu.
Forsenda gagnaðgerða er, að menn lyfti höfði upp úr
sandinum og opni augun, svo að þeir sjái, að ástandið er
vissulega hrikalega alvarlegt, hvað sem ráðherrarnir
Matthías Bjamason og Steingrímur Hermannsson segja.
Brýnasta verkefnið er að minnka sóknina og laga hana
að stærð fiskistofnanna. Það er virkasta aðferðin við að
minnka tilkostnaðinn niður að samræmi við aflamagn,
svo að fiskveiðar verði arðbærar á nýjan leik.
Stöðva þarf útgerð skipanna, sem grínistar hafa á
undanförnum árum látiö ríkið gefa sér. Fiskveiðasjóður á
að viðurkenna, að lánsféð er að mestu glatað. Hann á að
taka þessi gjaldþrota skip upp í skuldir.
Um leið þarf að tryggja, að skipunum verði raunveru-
lega lagt eða öðrum skipum í þeirra stað. Ekki er nóg að
skipta um útgeröaraðila, heldur þarf að taka skip úr sam-
keppni um hinn litla afla, sem verður á næstu árum.
Jafnframt þarf ríkið að verja nokkrum fjármunum til
að hjálpa útgerðarmönnum við að leggja úreltum skip-
um, sem helzt virðast gerö út, af því að á þeim hvíla
skuldir. Þetta mundi hjálpa til við að grisja hinn of stóra
flota.
I þriðja lagi er hugsanlegt, að losna megi við sum skip
með því að selja þau úr landi. Styðja þarf við bakið á sölu-
mennsku á því sviði með vinsamlegri meðhöndlun
skulda. Það munar um hvert skip, sem fer úr samkeppn-
inni.
Að svo miklu leyti sem þessar aðgerðir duga ekki til að
laga sóknina að aflanum þarf að auka kerfi skrapdaga
eða koma á kvótum, þótt hvorugt sé fýsilegt. Slíkar leiðir
eru verri en grisjun, en geta samt verið nauðsynlegar.
Munurinn felst í, að minnkun flotans eykur arðsemi
hans, en skömmtunarkerfið dregur hins vegar úr henni.
En um leið vitum við, að skömmtunin verður ofaná, af því
að pólitíska kerfið skortir kjark til nægilegrar grisjunar.
Til viðbótar við grisjun og skömmtun þurfa ráðamenn
þjóðarinnar að gæta þess, að gengi krónunnar sé jafnan
svo lágt skráð, að arðbær sé útgerð vel rekinna fiskiskipa,
sem ekki eru upp fyrir haus í erlendum skuldum.
Sumri útgerð getur ekki einu sinni lágt gengi krónunnar
bjargað. En slíkri útgerð getur ekkert bjargað. Við þurf-
um sem fyrst að losna viö hana, svo að betra svigrúm
verði um þann hluta útgerðar, sem bezt er settur.
Á sh'kri útgerð getum við byggt okkar framtíö.
Jónas Krist jánsson
DV
SJÓRÉTTUR
ÚTAFKOLUM
Jörðvaralhvítumalltland, aðég
hygg um þessa helgi, en þótt komið
sé fram í fimmtu viku vetrar og und-
ir þríhelgar, mátti á nokkrum stöð-
um sjá sumarblómin gægjast upp úr
snjónum, og sumstaðar í bænum eru
enn iauf á trjám og runnum, þrátt
fyrir örðugt tíöarfar, kulda og vot-
viðri.
Ekki veit ég hvort þetta eru sér-
stök kraftaverk, eða bara eitthvaö,
sem maður hefur ekki komið auga á
áður, nema þá helst síöla vetrar, eft-
ir að það fór að verða til siðs í betri
húsum, að setja útsprungin blóm
varlega niður í vorið, en þess konar
blóm koma úr vermireitum, eöa úr
gróðurhúsum, þar sem menn geta
stýrt árstíðunum með Danfoss og
Osram, meðan útijurtir og
landróöarbátar verða að treysta á al-
mættiö, sem hef ur vont veður.
Annars var veður hið fegursta á
laugardag og þá vont að tala um þá
miklu kreppu er nú virðist hafin, og
mun peningalegt útlit á Islandi
aldrei hafa veriö eins dökkt.
Fiskisto&iar hafa gengiö af land-
grunninu, og greina má hljóða skelf-
ingu í andliti þjóðarinnar, og þá eink-
um hjá þeim, er lifðu fyrri kreppur
þessarar aldar, styrjaldarárin fyrri
og heimskreppuna, sem geisaði á ár-
unum 1930—1940 en þá gengu hræði-
legir tímar yfir heiminn og fór landiö
ekki varhluta af þeim.
Þótt enn séu menn ekki byrjaðir
að bera stjórnargrjót eða að sjóða
opinberlega súpur handa fátækum,
:þá nota menn þó þetta orð, kreppa,
yfir fjármálatíðindin. Og í rauninni
má seg ja aö allir séu nú ráðþrota,: en
ekki fyrst og fremst ríkisstjómin og
eigendur launavinnumanna, ASI og
BSRB, eöa hvaö það nú allt heitir,
sem vill heldur sólstöðusamninga en
vetrarkvíða., Og mitt í þessum hrolli
svimar almenningur og biður fyrir;
verðbólgunni sem þrátt fyrir allt var
þó skárri fyrir heimilin en alvaran.
Ef beturér að gáð, virðist þó ríkis-
stjórnin enn eiga miklu fylgi að
fagna, þótt nú sé komin upp sú staða
er Jónas frá Hriflu skýrði svo vel er
hann lýsti muninum á tveim kaup-
félagsstjórum á kreppuárunum,
þeim Jóni Ivarssyni, er stýröi kaup-
félaginu á Höfn og Guðbrandi
Magnússyni, sem var kaupfélags-
stjóri á Hallgeirsey: — Guðbrandur
drap kaupfélagiö, en Jón drap karl-
ana, sagði Jónas.
Um helgina var mikið rætt um
siöbreytinguna í Sjálfstæðisflokkn-
um, eða formannskjörið, sem undan
fama daga hafði þó aöallega, að þvi
er virtist heyrt undir framsóknar-
menn og kommúnista, svona á yfir-
borðinu aö minnsta kosti. Þá var
töluvert rætt um sjóslysin; en sorgin
hefur farið hús úr húsi, undanfamar
vikur, ef svo má orða það. Hvert sjó-
slysið hefur rekið annað, og eru þó
örðugustu mánuðirnir, eða örðug-
asta árstíðin á sjónum ekki komin,
en hún er talin standa frá jólaföstu,
fram yfir páska. Skútuúthöldin vora
þó enn skemmri, því tryggingafélög-
in settu þegar á leið, hertar reglur
um vetrarferðir, eða upphaf vertíöa,
og var hætt aö miöa þær við áramót.
Vertíðarskútur létu þá úr höfn
3—15. febrúar, en lok vom eftir sem
áður 11. maí, og mun það eitthvað
hafa dregið úr mannskaða á þilskip-
unum, þótt íþróttir á opnum skipum
hafi haldist upp á gamla mátann,
meðan þær voru stundaðar og menn
voru reiöubúnir til að drukkna svo til
hvar sem var.
Þaö sem vakti óneitanlega athygli
við sjóslysin undanfarið, er það
hversu miklar framfarir hafa þrátt
fyrir allt orðið í björgun úr sjávar-
háska á allra síöustu árum.
Byggingarmagn
eða gæðibyggðar
Um miöjan september siðastliðinn
voru samþykktar í borgarstjórn
tillögur að breyttri notkun og aukinn
nýtingu lóða í Skuggahverfi í
Reykjavík. Var ákveðið að þar
skyldi risa íbúöabyggö í stað
iðnaöarsvæðis eins og ráðgert haföi
verið. Flestir munu vera sammála
um að bæta megi byggð i Skugga-
hverfi og að breytt notkun á lóðum
þar gæti verið liður í þéttingu íbúöa-
byggðar í Reykjavik. Hins vegar
greinir menn á um með hvaða hætti
slík endurnýjun eigi að vera.
Hér er ekki um nýbyggingar á
óbyggðu svæði að ræða heldur í
gamalgrónu hverfi og því vandinn
allur annar. I tillögunum, sem sam-
þykktar voru, virðist hins vegar ekki
vera tekið nokkurt mið af byggöinni
sem fyrir er. Er þar gert ráð fyrir að
stór og vel nothæf hús verði látin
víkja fyrir háhýsum sem muni gnæfa
yfir grannbyggðina og byrgja þaöan
útsýn alla. Er hér horf ið aftur til þess
tíma þegar endumýjun gamalla
borgarhverfa þýddi gerbreytingu á
yfirbragði staöar. Þaö sem koma
skyldi var talið betra en það sem fyr-
ir var. Gamalgróin byggð var látin
vikja fyrir stöðluöum nýbyggingum.
Aukið byggingarmagn hefur þó ekki
tryggt manninum betra umhverfi.
Oft hefur árangurinn orðið sá að
gamiir miðbæir hafa verið rúnir öliu
h'fi. Tengsl milli fortíðar, nútíðar og
framtíðar hafa verið rofin. Því er
mönnum að skiljast að fara verður
mýkri höndum um gamla byggð en
gert hefur verið.
Fjölbreytni — einhæfni
I gömlum borgarhverfum skynjar
maður timans rás. Hvert skeið ber
Júlíana
Gottskálksdóttir
sinn svip. Hvarvetna má lesa söguna
í húsunum. Fá gömul hús em til í
sinni upphaflegu mynd. Eðlilegt er
að hús, sem lifað hafa margar kyn-
slóðir, ef ekki aldir, taki breytingum.
I byggð, þar sem breytingar hafa
vaxið hver af annarri, gætir fjöl-
breytni og samræmis í mynd sem í
mannlífi. I þeim gömlu hverfum,
sem nýbyggingaraldan hefur gengið
yfir á áratugunum eftir síöari heims-
styrjöld, vill hins vegar gæta ein-
hæfni, en misræmis þrátt fyrir yfir-
byggð torg og göngugötur. Þar er
neyslan látin sitja í fyrirrúmi,
stærðarhlutföll em ofurmannleg en
ekkert rúm fyrir raddir.
Hér á landi em bæir ungir en þau
hverfi sem við köllum gömul bera
svip nokkurra kynslóða. Þau bera
það með sér að hafa váxið fyrir daga
skipulags hér á landi. Þar má yfir-
leitt sjá hvernig land liggur. Götur
fylgja oft gamalli slóö niður aö sjó,
upp á holt eða út á nes. Þar standa
einstök hús á ská viö götu. Bakhús
em víða og stígar á milli húsa. Þar
skynjar maður visst rými sem nýju
-
i