Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1983, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1983, Blaðsíða 17
-S88X HSHMavOM .81 HUOACIUT80H .VO DV. FÖSTUDAGUR18. NOVEMBER1983. „Hundurinn hefur ætíð verið haldinn sem hjáipardýr og félagi, ekki iþeim tilgangi að éta hann," segir „klárhestur" m.a. i bréfi sinu til varnar hundum. Meðeðaá móti hundum? Klárhestur skrifar: Á móti, hundanna vegna. Þetta sagöi DV í fyrirsögn þegar birt voru úrslit skoðanakönnunar um hundahald. Hvaö skyldi fólk hugsa þegar þaö boröar egg, drekkur mjólk eöa étur kjöt sem er annaðhvort af kindum eöa kúm, svínum eða kjúklingum. Hvar er þá meðaumkunin í garö dýranna? Kindur og kýr eru lokaöar inni meginpart ársins og svín og kjúklingar fá aldrei aö sjá dagsins ljós. Varp- hænur eru lokaðar inni í búrum sem eru á stærö viö skókassa og þegar þær hafa gefist upp á aö verpa einu til tveimur eggjum á dag er þeim lógaö og þær seldar sem unghænur. Dálagleg dýravernd þaö. Það viröist einu gilda hvernig fariö er meö dýrin svo lengi sem hægt er aö hafa eitthvað upp úr þeim. Viö klárhestar vitum að viö eigum langa ferð fyrir höndum. Eftir aö við höfum gegnt hlutverki okkar erum viö slegnir af og saltaðir í tunnu. Þá erum viö sendir til Noregs en það er kær- komin tilbreyting frá hinum ofbeittu högum á landinu bláa. En dvölin veröur stundum skammvinn vegna þess hve þráir viö erum og því sendir aftur heim og skellt þar í pylsur. Gerum okkur grein fyrir því að hundurinn er fyrsta húsdýr sem maðurinn tók aö sér. Hann hefur ætíö veriö haldinn sem hjálpardýr og félagi, ekki í þeim tilgangi aö éta hann. Hundurinn hefur fylgt manninum hvernig sem búskaparhættir og búseta hafa breyst og trygglyndi hans er enn hið sama. En sumir menn vilja svíkja þessa tryggu skepnu vegna þess aö ekki er hægt aö hafa fjárhagslegan ávinning af henni lengur. Þaö hljómar því falskt þegar þeir sem banna vilja hundahald viija gefa undanþágu fyrir björgunar- og leitarhunda. Eru þaö eitthvað ööruvísi eða betri hundar en þeir sem bara eru vinir mannsins? Spyr sá sem ekki veit. Hjónavígsla ásatrúarmannsins: Undarlegt athæfi Þjóðkirkjumaður skrifar: Eg hef sjaldan orðið ems undrandi og þegar ég las í DV á dögunum að Borgardómur Reykjavíkur hefði neit- aö aö ógilda hjónavígslu sem forstöðu- maður ásatrúarsafnaðarins hér á landi framkvæmdi úti á Austurvelli. Mér skilst aö unga fólkiö sem hér á í hlut hafi verið aö koma út af skemmti- staö þegar atburöurinn gerðist. Allt. bendir því til þess aö vín hafi verið haft um hönd og þaö veit hver sem þaö vill vita að menn taka upp á ýmsu þegar Bakkus er meö í gerðum. Sumir þeir hlutir eru best gleymdir og grafnir. Og svo var auövitaö um þessa hjóna- vígslu. En auövitaö vill kerfiö ekki viöur- kenna þaö. Mér segir þó svo hugur aö1 mönnum hafi kannski fyrirgefist ýmis- legt verra hafi það veriö framkvæmt í ölvímu. Þetta leiöir hugann líka að ööru. Hvers vegna eiga svona sérvitringa- söfnuöir að hafa rétt til aö framkvæma vígslur sem þessa? Mér finnst aö rétt yfirvöld ættu aö líta aöeins betur á þaö mál í ljósi þessara síðustu atburöa. ÞOKK SE SJON- VARPSÞÝÐENDUM Gunna skrifar: Er ég sit fyrir framan sjónvarps- tækið mitt og fylgist með kvikmynd eöa ööru erlendu efni verður mér oft hugsaö til þess hversu gagnmerkir ein- staklingar starfa við Ríkisútvarpið okkar. Þaö viröist ekki skipta neinu máli á hvaöa tungumáli viökomandi texti er: sænsku, pólsku, rússnesku, ítölsku og svo framvegis, á öllum' tungumálum hafa þýöendur sjón- MUJREVRINGAR'- GEWST ÁSKRJFENDO^ £R 25013. - VIÐ FÆRUM YKKUR ASKWFTARSÍNHNN kl 11-13. — I ATHUGIÐ! „v á Akur- stað- . er 26613, Vinnusinu han heimasínu 26385^ DAGLEGA (ÞEGAR VEÐUR LEYFIR) Afgreiðsla — ritstjórn, Skipagötu 13 — Akureyri. FÖSTUDAGSKVÖLD í JI5 HÚSINUI í JI5 HÚSINU OPIÐ í ÖLLUM DEILDUM TIL KL. 10 í KVÖLD Ný verslun Flatey 2. hæð. Réttur dagsins: NÝJUNG • Bækur Reyktur lambahryggur. JL grillið Grillréttir allan daginn • Leikföng Verð aðeins 95 krónur. Réttur dagsins • Búsáhöld. Opið á Verslunartíma Húsgagnaúrval á tveimur hæðum. varpsinstök. I minni sveit, þar sem ég ólst upp,, heföi slík menntun þótt merkileg. Þar voru aöeins tveir menn sem kunnu hrafl í dönsku. Síðan þá hefur menntun þjóðarinnar tekiö miklum framförum og ég held aö starf þýöenda sjónvarps- ins sé eitt gleggsta dæmiö þar um. Sjónvarpsþýöendur, hafiö þökk fyrir! Munið okkar hagstæðu greiðslu- skilmála OPIÐ LAUGARDAG KL.9- Matvörur. Fatnaður. Húsgögn. RAFTÆKI RAFLJÓS REIÐHJÓL /A A A A A A Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 uau'ju c lj uanuuuHiivliiiih Sími 10600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.