Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1983, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1983, Side 30
38 DV. FÖSTUDAGUR18. NOVEMBER1983. Laus staða Staða deildarstjóra í þjóðdeild Landsbókasafns Islands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsreynslu skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu fyrir 15. desember næstkomandi. Menntamálaráðuneytiö, 15. nóvember 1983. MILLIVEGGJA ■ ■ PLOTUR stærðr 50x50x 5 50x50x 7 VANDAÐAR PL 50x50x10 VIÐRAÐANLEGT VERÐ B.M.VALLÁ Fáanlegar úr gjalli eða vikri PANTANIR: Bíldshöfða 3, sími: 91-85833 og hjá Iðnverk h/f Nóatúni 17, 105 Rvk. Símar: 91-25930 og 91-25945 Við leigjum út glæsilegan veitingasal að Trönuhrauni 8 Hafnarfirði. Hentar við öll tækifæri, s.s. árshátíðir afmælis- brúðkaups- og fermingarveislur, jólatrésskemmtanir, fundi og hvers kyns aðra mannfagnaði. öll veitingaaðstaða fyrir hendi. Upplýsingar og pantanir í sima 51845. Fulltrúi menntamálaráðuneytis um öldungadeild MH: „Átti ekki að koma á óvart” „Þaö gerist á hverju ári aö allt fer í bál og brand einhvers staöar í skólakerfinu, vegna þess aö ekki hef- ur verið rætt viö alla aðila. Viö höf- um í þessu tilviki að sjálfsögöu haft samband við stéttarfélag kennara, svo og aðra viðkomandi aöila, þann- ig aö þeim átti ekki að koma þetta á óvart,” sagði Leifur Eysteinsson, fulltrúi í menntamálaráöuneytinu, er DV ræddi viö hann um ákvarðanir ráðuneytisins viökomandi öldunga- deildinni í Hamrahlíö. Eins og blaöiö skýröi frá fyrir síö- ustu helgi er nú mikil ólga meðal kennara í MH vegna ákvarðana ráöuneytisins. Snúast þær um heimavinnugreiöslur til kennara, svo og uppsögn ráöningarsamnings viö deildarstjóra í deildinni, miöaö viö næstu annaskipti. Á f undi kennara í MH, sem hald- inn var í kjölfar tilkynninga ráöu- neytisins, var samþykkt haröorö ályktun, þar sem m.a. er mótmælt „síendurteknum gerræðislegum til- kynningum ráðuneytisins um atriði, sem f jallaö erumá ótvíræðan hátt í gildandi kjarasamningum”. Þá haföi blaöiö þau ummæli eftir einum kennaranna, Gunnlaugi Ástgeirssyni, aö héldi ráöuneytið þessari stefnu sinni til streitu, myndi öldungadeild- in, sem nú eru í 800 manns, leggjast niður eftir áramótin. „I fyrra tilvikinu er verið aö sam- ræma reglur um heimavinnu í öldungadeild og dagskóla,” sagöi Leifur. „Mérskilstaö yfirstandandi viöræöur milli fjármálaráöuneytis og kennara vegna þessa máls hafi verið mjög lauslegar og mér var ekki kunnugt um aö meö þeim væri stefnt aö neinum samningum. ’ ’ Leifur sagöi aö leitaö heföi veriö álits hjá samtökum kennara um þessar fyrirhuguöu reglur, meö bréfi dagsettu í ágúst, en þaðan hefði ekk- ert svar borist enn. Hins vegar heföu þeir boriö máliö upp á samstarfs- nefndarfundi í launadeild fjármála- ráöuneytisins. Þar heföi því hins vegar verið lýst yfir aö ekki væri hægt aö hefja greiöslur fyrr en reglur heföu verið settar. Þegar þaö heföi verið búið að dragast í tvo mán- uöi heföi menntamálaráöuneytiö ekki séö sér annaö fært en aö setja ákveönar, samræmdar reglur um þetta atriði. „Mér heyröist á deildar- stjóra launamáladeildar aö deildin væri búin aö gefa þetta mál frá sér,” sagöi Leifur. „Þessi regla mennta- málaráðuneytisins snýr ekki að kjarasamningi gagnvart einstökum kennara, heldur eingöngu um heUdarstundafjölda sem skólanum er heimilt aö ráöstafa vegna þessara heimaverkefna.” Varöandi breytingar á deildar- stjórn, sagöi Leifur aö í dagskóla hefðu veriö í gildi reglur um, aö þar mætti ráöstafa sem næst 3% viö viðbótar viö kennslustundafjölda til deildastjórnar. Engar reglur heföu verið um þetta í öldungadeildum. En samkvæmt greiðsluskýrslum frá skólanum hefði um 12% til viðbótar kennslumagni í öldungadeild veriö ætlaö til deildarstjórnar. „Við töldum aö þama væri um aö ræöa ofgreiöslu”, sagöi Leifur. „Viö ósk- uðum því eftir því að frá og meö næstu önn yröi greitt jafnmikið fyrir sambærileg störf í dagskóla og öldungadeild.” -JSS Gullaugað á ísafirðl: Sérverslun með glerauguoggull Frá Vali Jónatanssyni, fréttaritara SV á Isafiröi. Isfiröingar eignuðust fyrstu gler- augnaverslun sína sl. föstudag þegar verslunin Gullaugaö var opnuð viö Silfurgötu. Þar er einnig verslaö meö gull og g jafavöru. Eigandi Gullaugans er ung ísfirsk stúlka, Dýrfinna Torfadóttir, sem hef- ur nýlokið námi í gullsmíöi og optik. Gullsmíðina læröi hún hjá Sigtryggi og Pétri á Akureyri, en optikina lærði hún í Noregi. Isfiröingar munu ugglaust fagna þessari nýju þjónustu því aö auk þess sem þetta er fyrsta gleraugnaþjónust- an á Vestfjörðum, hefur gullsmiöur ekkiveriðhérífjöldaára. -GB Dýrfinna Torfadóttir I nýrri verslun sinni á ísafirði, Gullauganu, þar sem verslað er meO gleraugu, gull og gjafavöru. DV-mynd Valur Jónatansson. 13 HMIt Fsés*á 0^ölus«ð- MEÐAL EFNIS í ÞESSARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.