Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1983, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1983, Síða 22
10» ■:i 'ú cc a Bcrjrj/ v DV. ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER1983. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur MEÐFERD TÍV0UB0MBA Þaö er mikilvœgt ad adgát sé höfö í meöferd tívolí- bomba. Á markaðinum nú í ár munu vera tvœr stœröir. Fgrir minni geröina er nœgilegt að nota þar til geröa plasthólka en fgrir stœrri geröina er taliö nauösgnlegt aö nota sérstaka stálhólka. Þeir veröa aö vera úr 3ja tommu vatnsröri, rafsoðnu á plötu. Hæö röranna veröur að vera 40—50 cm. Athugiö aö bgssupúöur Igftir bombunni upp og bakslagiö veröur því mikiö. Þess vegna er nauösgnlegt að rörin séu stööug. APH Járnhólkurinn á að standa sem næst lóðréttur og öruggast er að setja sand 1/3 af hæð hans til að tryggja stöðugleika hans. Tivoli- bomban er látín siga niður i rörið og áriðandi er að hún snúi eins og sýnt er á myndinni. Hafið kveikjuþráðinn eins og myndin sýnir. Dragið öryggishettuna af, kveikið i kveiknum og vikið hið skjótasta frá. Sé skotíð fíeiri en einni bombu úr sama hólki skal aðgæta að ekki leynist glóð i hólknum áður en næsta bomba er látín siga niður. Sé glóð getur kviknað i bombunni á niðurleið. % Só tivolibombunni skotíð úrpappahólk er nauðsynlegt að setja sand 2/3 af hæð hólksins tí! öryggis. Fréttastjóri DV, Jónas Haraldsson, heldur hér á islensku handblysi — sem hann var ánægður með. Við leggjum tileins oghann að fólk farigætilega með„skotfærin"um áramótín. DV-mynd E.Ó. AÐGÁT SKAL HÖFÐ í NÆRVERU FLUGELDA —■ lesið vel allar leiðbeiningar Þaö veröur víst aldrei of oft minnt á aö gæta þarf ítrustu varkárni í meðhöndlun á flugeldum. Ef hennar er ekki nægilega gætt er auövelt aö breyta ánægjustund í sorg, því muna verður aö slys geta auðveldlega oröiö vegna flugelda. Mikilvægast er aö sjálfsögöu aö lesa nákvæmlega þær leiðbeiningar sem fylgja eiga öllum flugeldum, stórum sem smáum, og fara eftir þeim. Geymsla Þaö fyrsta sem þarf aö muna í sambandi viö geymslu flugelda er að geyma þá á staö þar sem börn ná ekki til þeirra. Flugelda má ekki geyma ná- lægt varmagjöfum, svo sem miðstöðvarofnum, þar sem hætta er á aö púörið ofþorni. Slíkt getur valdið sjálfsíkveikju. Og til að hindra eyði- leggingu sjálfra flugeldanna fer vel á því aðgeyma þá í rakalausu lofti. Notkun Alla flugelda á að nota utandyra, jafnt stjörnuljós sem rakettur. Og notkun jjeirra á aö fara fram þar sem eldhætta er lítil. Rakettur Þeim má einungis skjóta úr stööugri undirstöðu og á stööum þar sem ekkert getur hindraö flug þeirra. Besta undir- staöan er rör sem bundiö er viö staur eöa sem er á góöum fæti. Gæta þarf þess aö hafa röriö nægilega rúmt. Einnig á ekki að skjóta þeim úr lausum flöskum. Þaö veröur alltaf að skoröa þær vel af. Eftir aö kveikt hefur verið á rakettunni veröur aö víkja strax frá. Börn eiga ekki aö kveikja á flug- eldunum þvi þaö getur veriö bæði hættulegt og vandasamt verk. Þaö er mikilvægt aö sá sem kveikir sé í réttri skotstööu. Þá á ekki aö beygja sig yfir flugeldinn þegar kveikt er á honum. (Sjámyndir.) Standblys Þaö eru til margar gerðir stand- blysa. Það er nauðsynlegt að skoröa blysin vel þannig aö þau haldist stööug. Víkiö strax frá eftir aö kveikt hefur veriö á þeim og munið aö standa þannig aö vindur beri ekki neista i föt ykkar eöa annaö sem eldfimt er. Handblys Þegar um handblys er aö ræöa er mikilvægt aö þeim sé haldið vel frá lík- amanum og aö blysinu sé ekki beint aö öörum nærstöddum. En varast ber aö halda á blysum sem ekki eru sér- staklega ætluö til þess. Sólir Svokallaöar snúningssólir fylgja venjulega meö í öllum fjölskyldu- pökkum. Þær eru f estar upp meö nagla og snúast síðan í hringi eftir aö kveikt hefur veriö á þeim. Varast ber aö festa þæráeldfimefni. Tívolíbombur Nú eru á markaðinum hér nokkrar tegundir af svokölluðum tívolí- bombum. Áhrifum þeirra svipar til flugelda en aðferðin viö aö skjóta þeim upp er frábrugðin hinum heföbundnu flugeldum. KR er t.d. meö tvær stæröir af þessum bombum. Fyrir stærri bomb- umar hafa þeir látið útbúa sérstakan járnhólk sem nota á þegar bombunum er skotiö upp. Þaö er áríðandi aö fariö sé eftir leiöbeiningunum sem fylgja (sjá myndir). Hólkurinn veröur aö standa á staö þar sem hann er stööug- ur og lóðréttur. Aldrei á aö hafa and- litiö yfir rörinu. Áöur en næstu bombu er skotið upp er mikilvægt aö athugaö sé vel hvort einhver glóö hafi oröiö eftir þegar þeirri fyrri var skotiö upp, því annars er hætt viö aö kvikni í þeirri seinni strax á niðurleiö niður í röriö. Minni bombunum, sem seldar eru 6 saman í pakka, fylgir plasthólkur sem hægt er aö nota til aö skjóta þeim upp. En muna þarf að skoröa hann vel af þannig að hann sé stööugur. Skipulag Þegar flugeldunum er skotiö upp fer vel á því aö einn fulloröinn stjómi aðgerðinni og hafi yfirumsjón meö því að allt fari fram eftir settum reglum. Einnig er gott aö vera búinn aö undir- búa allt sem til þarf áöur en athöfnin hefst. Það á heldur aldrei að ærslast með flugelda og þeir sem meöhöndla þá þurfa aö vera allsgáðir. Brunasár Til aö forðast brunasár er hægt aö nota ullar- eöa skinnhanska til hliföar. Ef hins vegar fer svo illa aö einhver brenni sig veröur aö bregðast skjótt viö og kæla sáriö með köldu vatni. Og ef um alvarlegt brunasár eða meiðsli er aö ræöa veröur aö leita læknis- hjálpar. En kjöroröiö er: Verið varkár og varist slysin. -APH. KÆLIÐ BRUNASÁR! Skorðið blysið ▼el, Kveikið a kveiknum og víkið vel fra. Standið þannig, að vindur beri ekkl neista í föt ykkar. NOTIÐ ULLAR- EÐA SKINNHANSKA! ÆRSLIST ALDREI MEÐ SKOTELDA!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.