Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1983, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1983, Síða 36
DV. ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER1983. 36 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Upplýsingar: Myndin var tekin kl. 23.15 föstudaginn 2. og beri það síðan saman við rétta svarið sem birt desember er til átaka kom í miðborg Reykjavíkur. Þeir verður i Sviðsljósi D V 27. júní á næsta ári. sem geta ráðið gátuna geymi svarið með sjálfum sér DV-mynd GVA Johnny Cash ekki lengur i takt. Johnny Cash timbraður Þjóðlagasöngvarinn Johnny Cash, sem nú er 51 árs, hefur verið lagður inn á sjúkrahús og á að gera tilraun með að venja hann af neyslu verkjastillandi lyfja. Umboðsmaður hans segir að Cash hafi orðið háður lyfjunum er hann tók þau um skeið vegna blóöeitrunar í fingri. Annars eru lyf og ofnotkun þeirra ekki nýr þáttur í lífi Johnny Cash, hann lýsti því yfir í sjónvarpsviötali fyrir skömmu að hann hefði verið vanur að gleypa minnst 100 pillur á dag af öllum gerðum og stærðum þegar hann var hvað dýpst sokkinn fyrir u.þ.b. 20 árum. Sjúkrahús það sem Johnny Cash dvelur nú á er kennt við Betty Ford, eiginkonu Geralds Ford, fyrrum Bandaríkjaforseta, og sérhæfir sig í meðferö drykkjumanna og eiturlyfja- neytenda. Betty Ford var sem kunnugt er alkóhólisti. Úr kvikmyndinni „Piaying for time" þar sem Vanessa Redgrave fór með hiutverk Goldstein. Goldstein látin — lifði af fangavist f Auschwitz með því að syngja og leika Franska konan, Fania Fenelon Goldstein, sem lifði af áralanga vist í fangabúöum nasista í Auschwitz með því að hlýönast skipunum og leika á hljóðfæri og syngja til að yfir- gnæfa skelfingaróp meðfanga sinna, er nú látin, 75 ára gömul. Goldstein varð heimsfræg þegar sjónvarps- mynd byggð á reynslu hennar var sýnd víða um heim. Þar var í aðal- hlutverki breska leikkonan Vanessa Redgrave sem þekkt er fyrir stuðning sinn við frelsissamtök Palestínuaraba. Olli sú skipan mála miklum úlfaþyt og mótmælum frá bæði Goldstein sjáifri og samtökum gyðinga í Evrópu og Bandaríkjunum en Redgrave hélt hlutverki sínu. Goldstein var hneppt í fangabúðir 1944 og gegndi þar því ömurlega hlut- verki að leika á hljóðfæri og syngja í kór á meðan félagar hennar voru leiddir í aftökuklefana. aðblístra. Þeir fóllu fiatir og svo var brunað afstað. . . Systir mín heitir Úrsúla Blómasölukonan sem hér sést á myndinni og hefur þann starfa að selja jurtir á götuhomi í Sviss er ekki öll þar sem hún er séð. Hún heitir Erika Andress og er systir leikkon- unnar frægu Ursúlu Andress. Erika er 52 ára, elst sex systkina í Andress fjölskyldunni. Um systur sína, leik- konuna, segir hún: ,,Eg vildi bara óska aö Ursúla hefði orðið aðnjótandi helmings þeirrar hamingju sem mér hefur fallið í skaut hér á blómahorn- inu mínu og í þrjátíu ára hjóna- bandi.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.