Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1984, Blaðsíða 4
DV.'ÞRIÐJUDAGUR 3. JANUATt I984f 64 ÍSLENDINGAR LÉTUST í SLYSUM — umferðin tók stærsta tollinn AUs fórust 64 Islendingar í slysum áriö 1983, einum fleiri en áriö áður. Níu útlendingar létust af völdum slysa hér- lendis. Umferöarslysin tóku stærsta tollinn eöa tuttugu mannslíf, sem er sex færra en áriö áöur. Sjö vegfarendur létust er þeir uröu fyrir bíl, sex viö árekstur bíla, tveir viö bílveltu og f jórir viö útaf- akstur. Enginn lést i reiöhjólaslysi. Sautján banaslys eru flokkuö undir sjóslys og drukknanir. Niu manns létust með skipum sem fórust, fjórir drukknuöu í höfnum og tveir drukkn- uðu í ám og vötnum. Þá fórust sjö út- lendingar með þýska skipinu Kampen. I flugslysum fórust sjö Islendingar. Tveir fórust meö TF-FLD, sem hrapaði í Hvalfjörö, einn gekk á skrúfu flugvélar og fjórir fórust meö þyrlunni TF-RAN. Ennfremur lét bandarísk kona lífið viö fallhlífarstökk í Grímsey. I öörum slysum létustu tuttugu. I vinnuslysum á sjó létust tveir. Af byltu, hrapi eöa falli létust fjórir. Af bruna, reyk eöa eitrun létust fimm. Af völdum líkamsárásar létust tveir. I snjóflóði eöa undir ööru fargi létust fimm Islendingar. Enginn lést í vinnu- slysi í landi. -KMU. Gamla bíó við Ingólfsstræti. í húsið vantar neyðarlýsingu og slár á hurðir tH að brunavarsla verði óþörf. Neyðarbúnað vantar í Gamla bíó — til að leysa brunavörð af holmi Islenska óperan verður aö fara aö greiða borgarsjóöi skuld vegna brunavörslu. Annars má búast við aö lokað veröi á óperusýningar í Gamla bíói. Viö hverja óperusýningu verður aö hafa brunavörö í húsinu þar sem þaö uppfyllir ekki brunamálareglu- gerö. Borgarsjóöi hefur gengið illa aö fá greiöslu fyrir brunavörsluna. Skuldin er nú röskar eitt hundraö þúsund krónur. Litlar breytingar þarf aö gera á Gamla bíói til aö brunavörður sé óþarfur. Aöeins þarf aö koma upp neyðarlýsingu og setja slár á hurðir til að auðveldara veröi að opna neyðarútganga. Slökkviliösstjóri hefur veriö aö þrýsta á þessar breytingar. „Þaö kemur ekki til að það verði lokaö hjá okkur. Þaö er þegar byrjað aö gera breytingar á húsinu,” sagöi María Siguröardóttir, rekstrarstjóri Islensku óperunnar. Hún sagöi aö forráöamenn óperunnar hefðu vonast til aö bruna- vörsluskuldin yröi gefin eftir og kæmi þannig sem styrkur. Því heföi borgarstjóri hafnaö. -KMU. Sigurður Sigurjónsson og Tinna Gunnlaugsdóttir í hlutverkum sínum í gamanleiknum Skvaldri sem syndur verður á miðnætursýningum í Þjóðleikhúsinu. MIÐNÆTURSÝNINGAR í Þ1ÓÐLEIKHÚSINU — komið til móts við nátthraf nana „Það hefur komiö í ljós aö þaö er greinileg eftirspum eftir miönætur- sýningum hjá leikhúsgestum og þess vegna ætlum viö aö gera tilraunir með miðnætursýningar á Skvaldri,” sagöi Gísli Alfreösson þjóðleikhússtjóri í viðtali viö DV, en næstkomandi laugar- dagskvöld veröur fyrsta miðnætur- sýningin á vegum Þjóöleikhússins. Hefst sýningin á gamanleiknum Skvaldri klukkan hálftólf. Gísli sagöi aö sýningar á Skvaldri heföu gengiö mjög vel fram aö þessu og hér væri ekki um þaö aö ræöa aö leikurinn myndi ganga betur en hins vegar næðist kannski meö þessu tU fólks sem færi sjaldnar í leikhús. Skvaldur er eftir breska leikrita- höfundinn, skáldsagnahöfundinn og heimspekinginn Michael Frayn, sem er frægur höfundur í sínu heimalandi og hafa leikrit hans fjórum sinnum veriö kjörin bestu gamanleikrit ársins þar í landi af gagnrýnendum. Leikstjóri sýningarinnar er Jilí Brooke Árnason en leikendur eru Gunnar Eyjólfsson, Þóra Friöriks- dóttir, Sigríður Þorvaldsdóttir, Bessi Bjarnason, Rúrik Haraldsson, Sig- urður Sigurjónsson, Tinna Gunnlaugs- dóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Þórhallur Sigurðsson. Nátthrafnar í Reykjavík hafa nú fengiö aö minnsta kosti eina fram- bærilega afsökun fyrir því aö halda á- fram næturgöltri sínu eftir að venjulegt fólk er fariö aö sofa og eflaust munu þeir fagna því. -óbg. Breiðadalsvík: Félagsheimilið endurbætt Frá Sigursteini Melsteð, fréttaritara DV á Brciðdalsvík. Lokiö var viö endurbætur á félags- heimilinu Staöarborg fyrir jól. Viögeröir á húsinu hafa staðiö yfir síðan í haust og var m.a. skipt um glugga og gólfiö var endurbætt. Félagsheimiliö var tekiö i notkun í ágúst 1946 og kostaöi þaö fullkláraö rúmar 260 þúsund krónur. Viðgeröin nú mun hafa kostað um 300 þúsund krónur. Fyrsta skemmtunin eftir endur- bætumar var jólaball á vegum kven- félagsins og var þaö haldiö fimmtu- dáginn 29. desember. -GB. jdagmællr Dagfari__________Idagmælir Dagfari í dagmælir Dagfari Miðstýrðar varphænur Eggjabændur gerast nú herskárri með hverjum deginum. Þeir hafa klofið sín eigin samtök í herðar niður, og maður þakkar fyrir hvem dag meðan ekki berast fregnir af götubardögum og mannvígum af þeim vettvangi. En ef mönnum finn- ast eggjabændur láta ófriðlega þá er til þess að líta að mikið er í húfi. Svo- kallað Framleiðsluráð lands- búnaðarins, sem hefur það fyrir stafni að vemda landbúnaðarfram- leiðslu, sem ekki sclst, hefur haft áhyggjur af þeirri uggvænlegu þróun að egg séu framleidd fyrir neytendur og seljist. Eins og allir vita gengur það þvert á stefnu framleiðsluráðs- ins. Sú stefna er byggð á hag fram- leiöenda en ekki neytenda og er í því fólgin að egg eigi að seljast í magni og verði sem hentar framleiðendum. Neytandanum er sú stefna óviðkom- andi og er raunar hennar versti óvinur. Framleiðsluráðið hefur sett reglu- gcrð til vcrndar skjólstæðingum sínum. Nú má enginn verpa eggi, nema gagga í takt viö framleiðsluráöið og nú má helst enginn éta egg, nema með sérstökum stimpli frá hinu almáttuga ráði. Hænur eiga hér eftir að vera lög- giltar varphænur, framleiddar sam- kvæmt formúlum miðstjórnarvalds- ins í bændahöllinni, og er sjálfsagt ekki langt í það að hænurnar verði sjálfar að sækja leyfi sín í þessa höli. Síðan verður cflaust gerð fimm ára áætlun um eggjaframleiðslu sem tckur mið af kvótaskiptingu, byggðri á lífsreynslu varphæna og kyngetu hananna. Þegar dreifingarstöö og miðstýring er komin í eðlilegt horf að mati framleiðsluráðsins verður sennilega búið að kveða neytendur í kútinn og venja þá af þeim ósið að éta egg, nema þegar framleiðslu- ráöið segir þeim að éta egg. Meö þessari stefnu má miöstýra þvi nokkuð nákvæmlcga hversu mörg egg skuli sett á markaðinn, til að halda verðlagi nægilega háu, til að hænsnabúin beri sig. Slík hænsna- bú standa á gömlum merg, hafa verið rekin mann fram af manni í sveitum landsins og bóndakonur hafa getað ávarpað hænur sínar með nafni eins og önnur húsdýr. Þau hafa verið rekin til heimabrúks en ekki markaðar annars staðar og satt að segja er það mciriháttar frekja hjá óviðkomandi fólki, þegar það vill hafa afskipti af framleiðslu og verð- lagi á svo selectívri vöru. Ef bændur mega ekki setja upp sína prísa eins og áður, fer best á því að sexmanna- nefnd i bændahöllinni annist það vandasama verk. Markaðnum er að minnsta kosti ekki treystandi til þess. Þannig verður það sömuleiðis tryggt að hin gamalgróna og frum- stæða bændamennbig mun áfram blómgast upp um allar sveitir í anda þeirrar ihaldsscmi og átthagaástar sem best er lýst í Sjálfstæðu fólki. Fjöldaframleiðsla í ómanneskju- legum, sérhæfðum eggjabúum verður aldrei hornsteinn þeirrar dreifingarstöðvar og eggjanotkunar, sem miðstýring framleiðsluráðsins felur í sér. Enginn skal rjúfa skarð í varnarvegg einyrkjans og kotbónd- ans sem hefur þekkt sínar hænukyn- sióðir um tíðina, alið þær og fætt, sjálfum sér til gleði og þjóðarbúinu til blessunar. Eina breytingin er sú, að nú skal hokrinu miðstýrt, nú skal gamla hænsnahúsið lögverndað. Og hvers eiga líka hænur að gjalda, þegar þess er gætt að bæði kýr og kindur hafa uotið handlciðslu fram- leiðsluráðsins um íangan aldur? Eitt skal yfir aiia ganga. Hænur eiga rétt á miðstýringu eins og önnur húsdýr. Satt að segja fer að verða spurning um neytcndur. Getur ckki fram- leiðsluráðið fundið það út fljótlega aö þeir séu líka húsdýr? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.