Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1984, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1984, Page 12
DV. ÞRIÐJUDAGUR 3. JANUAR1984. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLLfN HF. Stjómarformaðurogútgáfustjúri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoóarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjó'ar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SIDUMULA 12—14. SÍMI 86M1. Auglýsingar: SÍDUMULA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglysingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda og plótugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. P rentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð í láusasölu 22 kr. Helqarblað 25 kr. Átök eru framundan Við þessi áramót eins og jafnan áður birtu flokks- málgögnin yfirlitsgreinar stjórnmálaforingja sinna, og auk þess hlýddum við á ávörp forseta íslands og forsætis- ráöherra í Ríkisútvarpinu. Af skrifum forystumanna stjórnarandstööunnar má ráða að áhyggjur þeirra eru miklar af efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar og þeir kvíða framtíðinni. Þeir gera lítið úr árangrinum í verðbólgu- slagnum þótt allir hafi þeir hinsvegar verið sammála því fyrr á árinu og í kosningabaráttunni í vor, að verðbólgan væri það böl, sem kveða þyrfti niður. Sannast hér sem fyrr að stjórnmálaumræðan er á afar lágu stigi, þegar andstæöingurinn má aldrei njóta sannmælis í neinu sem gert er. Vissulega má deila um þær aðferöir, sem notaðar hafa verið í baráttunni gegn verðbólgunni og vissulega hefur launafólk mátt þola verulega kjaraskerðingu. En því verður heldur ekki á móti mælt, að verðbólguþróunin hefur tekið aðra og betri stefnu á hinu liðna ári, sem hver ábyrgur stjórnmálamaður hlýtur að fagna. Ef menn vilja rýna inn í framtíðina og spá í atburði nýja ársins, er marktækast að lesa greinar forystumanna stjórnarflokkanna. Forsætisráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins tók hvergi af skarið um ákveðnar aðgerðir, en er þó eins og fleiri uggandi um atvinnuleysi og erfitt ár. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er miklum mun afdráttarlausari í yfirlýsingum sínum um næstu framtíð. I grein hans kemur ótvírætt fram að þær efnahagsþrengingar, sem við höfum mátt þola á hinu liðna ári, séu aðeins toppurinn á ísjakanum. Þorsteinn hafnar algjörlega möguleikum á kaup- hækkunum umfram forsendur fjárlaganna, en þær eru 2 til 4% launahækkun og 5% gengisbreyting. Ef farið verður út fyrir þann ramma, hlýtur pólitískt upplausnar- ástand að sigla í kjölfarið, segir Þorsteinn. „Sjálfstæðis- flokkurinn getur að minnsta kosti ekki beygt sig undir. það, að aðilar vinnumarkaðarins brjóti stjórnarstefnuna á bak aftur,” Þetta þýðir einfaldlega, að formaður Sjálf- stæðisflokksins vill rjúfa þing og efna til nýrra kosninga, ef kjarasamningar á næsta ári hljóða upp á meira en4% í beinum kauphækkunum. Ef þessi víglína er dregin af Sjálfstæðisflokknum og ríkisstjórninni er ljóst að hér verður átakapunkturinn, ekki síst í ljósi þeirrar herkvaðningar, sem fram kemur hjá Svavari Gestssyni, formanni Alþýðubandalagsins, til verkalýðshreyfingarinnar um að rétta hlut sinn stórum meir en ríkisstjórnin hefur ljáð máls á. En átök verða um fleira. Þorsteinn segir áfram: „I sambandi við rekstarfor- sendur útgerðarinnar er rétt að menn átti sig á því strax, aö útilokað er að tryggja öllum flotanum viðunandi skil- yrði til áframhaldandi rekstrar. Einhver hluti flotans hlýtur að fara úr umferð. Undan þessu verður ekki vikist.” Auðvitað er þetta rétt hjá Þorsteini Pálssyni. Gallinn. verður hinsvegar sá að ekki er víst að allir séu reiðubúnir til að horfast í augu við þann napra sannleik. Byggða- sjónarmið, atvinnumál og pólitískar ástæður munu valda því að hrikaleg átök eiga sér stað þegar að því kemur að veiöiskipum skal lagt. Því er hér með spáð að þær ákvarðanir verði ríkisstjórninni þungar í skauti. Reynist henni jafnvel um megn. Af öllu þessu er ljóst að mikilla pólitískra tíðinda er að vænta á þessu ári og ekki öll af hinu góða. Áramótahelgin fauk innyfir Suður- láglendið meö öfugum úrsynningi fyrst, eins og það heitir á tungu þeirra er áður reru opnum skipum. Svo meö suðvestan stormi, renningi og ofankomu. Og í verstu hrinunum sást ekki milli húsa í þorpinu. Að- faranótt laugardags var svo ljósa- gangur og rafmagnið fór af húsunum og margir urðu að hátta viö flöktandi kertaljós. Kalt myrkrið faðmaði fjöllin, brimið æfði sig á orgelið í skerjagarðinum. Og þegar stærstu hafsjóirnir skullu á hrauninu, skalf landiö og þaö glamraöi í leirtaui í húsunum næst sjónum, en þaö ber víst oft viö í aftökum. Dagurinn opnaöi því augun seint á Samlagssvæðinu, eftir hina erfiöu nótt. En þrátt fyrir rysjótta tíð, gekk Jónas Guðmundsson ] Þarna er sumsé verið aö stofna formlega — og athugasemdalaust, enn eitt einræöisríkið. — Og enginn mótmælir. Um helgina var hinsvegar talsvert rætt um úrsögn Bandaríkjanna úr UNESCO, eða Menningar- og vísindastofnun Sameinuöu þjóðanna, sem kom ýmsum í opna skjöldu, en Bandarikjamenn hafa til þessa greitt 25% af rekstrargjöldum UNHSCO. Meöal þeirra sem eru þar enn á launaskrá, eru þrír rússneskir njósnarar, eða KGB menn sem franska lýðveldið vísaöi úr landi í Frakklandi fyrir njósnir, en UN- ESCO hefur aöalstöðvar sínar í París. Eru launin nú send til Rúss- lands, en meira en njósnaglæpi þarf nú til aö falla af launaskrá menningarstofnana af þessu tagi, ÁRAMÓT í ÚRSYNNINGI lífið í þorpinu sinn vanagang. Börn og unglingar höfðu dögum saman efnaö í brennu. Bálkestir þykja sjálf- sagðir á gamlárskvöld. Þá geta menn brennt sitt gamla ár um leið og þeir taka við nýju. Og á gamlársdag og daginn fyrir, berst unga fólkinu oft liðsauki úr ýmsum áttum, því margir nota tækifærið til þess aö losa sig viö eitt og annað, sem að þeim hefur safnast gegnum tíðina og leggja það á bálköst eilífðarinnar á gamlárskvöld. Þá var Stalínverðlaunum Ríkisút- varpsins úthlutað að venju á gamlársdag. Hlaut þau að þessu sinni Svava Jakobsdóttir, eða þaö kom með öörum oröum í hennar hlut að þessu sinni að verða nú „aldeilis hissa”, eins og þaö heitir á því hátíðamáli, sem notað er þegar þessi þykjast bókmenntaverölaun eru út- greidd Alþýðubandalaginu í húsa- kynnum Þjóðminjasafnsins á gamlársdag. Hér áöur voru verðlaun þessi oft marktæk, því þá skipuöu þeir sem verðlaunin hlutu árið áður, næsta verðlaunahafa. En þar sem svoleiðis kerfi var auðvitað ekki nógu tryggt fyrir rétta lífsskoðun og flokkinn þá gripu kommúnistar til þess er þeir fóru með völd að búa til nýja reglu, sem útilokar meira en heflt skálda og rithöfunda frá þessari viöur- kenningu. Rithöfundafélögin í landinu eru tvö, og álíka stór, en aöeins annað félagið á aðild að þessum verðlaun- um. Ekkert er samt verið að fela, því formaður úthlutunarnefndarinnar, lýsti því yfir í ræðunni, að farið væri aö fyrirmælum, og þaö væri skýring- in á því hvers vegna menn eins og Tómas Guðmundsson, Gunnar Gunnarsson og Halldór Laxness, heföu aldrei komið til greina, svo hans dæmi séu nefnd. Þetta er nefni- lega innanfélagsmót. Þessum starfsreglum ber alþingi að breyta, eða binda meö öðrum hætti enda á þennan leikaraskap með útvarpið og Þjóðminjasafnið, því þjóöin heldur nefnilega að þarna sé um alvöru bókmenntaverölaun aö ræöa, en ekki ránsfeng, sem kommúnistar ýmist skipta í bróðerni, eða með áflogum, eftir því hvernig á stendur á kærleiksheimil- inu í það og það skiptiö. Um helgina voru mörg mál á dag- skrá, því áramótum fylgir oft tals- verð heimspeki. Menn staldra við og þeir virða fyrir sér draugalega heimsmyndina. Og meðan fjöl- skyldumenn reyna að sjá út hentuga staði til aö skjóta upp rakettum frá Hjálparsveit skáta og KR hafa Sovétmenn þegar komiö fyrir sínum SS 20 flaugum, SS 24 flaugunum lika og þeir hafa boöaö hina miklu mótvægisflaug SSNX 20, sem skjóta má úr kafbátum, eða öörum stöðum allt að 9000 kílómetra vegalengd, hvernig sem stormkertum kirkj- unnar vegnaöi um jólin. Allar bera þessar flaugar kjamaodda, sumar fleirien einn. Og hvernig sem lífsskoöun okkar annars líöur, þá kemst enginn hjá því aö greina það, að vaxandi harka er að færast í samskipti þjóöanna; enda svo komið að lýðræði fer að heyra undir sérvisku, fremur en þjóöfélagsform. Sem dæmi um þetta, þá greindi útvarpið athugasemda- laust frá því að Brunei hefði „fengið sjálfstæði”, en þetta er ríki á Borneo, sem áður var bresk nýlenda. Sjálf- stæði þess litla, og indæla lands ber þó að meö þeim hætti, aö þar ríkir nú soldán, sem skipar þingið og ráð- herrana, en þjóðin er múhameös- trúar og nýtur engra gamaldags lýö- réttinda. Það er því soldáninn, sem sjálfstæðiðhlýtur. sem þar á ofan greiöir hæst laun allra stofnana Sameinuöu þjóðanna. Auðvitað vissu allir að UNESCO var dæmigerð dellustofnun, sem hefur m.a. síöan 1976 einbeitt sér aðallega að því að hindra fr jálsa fjöl- miölun í þriðja heiminum svonefnda. Og á Islandi kemur það Þjóöviljanum og Andra Isakssyni mest á óvart að Bandaríkin skuli hafa sagt sig úr menningarfélaginu, en Andri er nú fulltrúi Norðurland- anna hjá UNESCO, og stundar þar m.a. þá listgrein er „fól í sér ýmiss konar ábendingar til f jölmiðla um að þeir ættu aö skýra frá atburðum í öðrum ríkjum meö öörum hætti en tíðkast hefði til þessa...” að því er haft er eftir í Þjóðviljanum. Ekki veit ég gjörla hvað þarna er átt við, þótt fyrir komi aö undirritaö- ur byrji oft fyrst að skilja hlutina, þegar Þjóðviljinn hættir að skilja þá — og öfugt. UNESCO mun mæta þessum nýja vanda með sparnaði, aö sögn, þótt hart sé nú ef það er ekki lengur hægt að greiða KGB njósnurum kaup hjá UNESCO. A gamlárskvöld skiptust á skin og skúrir. Alveg eins og í þjóðh'finu á liönu ári. Dimm sigldu élin eins og svartar skýrslur inn yfir landið, og svorofaði tilámilli. I útvarpinu auglýstu þeir kredit- kortaþjónustu fyrir þá sem vildu kaupa eldflaugar, eöa flugelda upp á krít. Þá borga menn síðar. Og meö einkennilegum hætti minnir þetta á eldflaugaviðskipti stórveldanna. Maöur hefur það á tilfinningunni, að einnig þar borgi menn síöar. — Og aö gjaldfresturinn sé ef til vUl skemmri en menn halda. GleðUegt ár! Jónas Guðmundsson rithöfundur. -ebs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.