Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1984, Blaðsíða 13
DV. ÞRIÐJUD AGUR 3. JANUAR1984. 13 Flestum ætti nú aö vera orðið ljóst aö útgerð í nútímaformi hefur sungið sitt síðasta vers ef marka má gerðir, samþykktir og yfirlýsingar félaga- samtaka útgerðarmanna og fiski- spekúlanta sem þingað hafa nú á undanförnum vikum og mánuöum. Allt fariö til andskotans og meira en það. LIU hélt aðalfund og einu lausnir útgerðarmanna á vandamálum sínum voru að banna flottroll þ.e. bátaeigendur bönnuöu flottroll hjá togurum og saman fundu þeir lausn- ina fyrir alla, að binda skipin. Síðan klöppuöu þeir hver fyrir öörum. Af- greitt. Hvort þetta var smáþrýsting- ur á gengisfellingu eöa bara uppgjöf veit maöur ekki en einhver grunur læöist samt að manni aö sjálfsögðu. Undirritaöur hefur veriö viðriðinn sjósókn, með hvíldum þó, síöan 1948. Fyrst á bátum en síöan á togurum siðustu 14 árm og þykist því hafa nokkra yfirsýn yfir sjósókn okkar Islendinga a.m.k. meiri reynslu en flestir fjölmiölamenn sem á undan- förnum mánuðum hafa látið gamminn geisa sem mest og jafn- vel ekki mátt ræða við kerlingar um „kunstbroderi” án þess að spyrja um álit þeirra á fiskveiðum, smá- fiskadrápi og síðast en ekki síst síð- „ Tonnafjöldakapphlaup það sem þessir vesalings menn hafa stundað gegnum árin hefur beinlinis stuðlað að verra hráefni og verri út- flutningsvöru." Um„ útgerð í uppgjöf’ asta þorskinn og vart mátt vatni halda yfir hásetahlut úr hinum ýmsu veiðiferðum. Þó er eitt víst að oft höf- um við stundað veiðar af fádæma hálfvitaskap og mun ég reyna að fara í saumana á því máli þó i bili taka út úr togveiðar, fiskvinnslu og svokallaða stjórnun fiskveiða m.a. Togaramönnum að kenna Islendingar eiga nú um 103 togara, ca 18 svokallaða stóra og ca 85 svo- kallaða af minni gerðinni. Sumir þeirra minni eru allt aö því stórir en aðrir nánast bátar. Og nú eru þessi 100 skip talin vera að útrýma hinum ýmsu fisktegundum við landiö. Samtímis eru þó aldrei fleiri en 70 þeirra í einu að veiöum umhverfis landið. Nú er aflaleysi og gæftaleysi og fjölmiðlamenn hafa krufið orsakir þessa aflabrests á þægilegan og ein- faldan hátt. „Togaramönnum um aö kenna — basta”! I gegnum aldirnar hefur það oft skeð að landsmenn hafi hruniö niöur úr sulti vegna aflaleys- is. Löngu áður en togarar komu til sögunnar. Hvað skyldi hafa orsakaö aflaleysið þá? Áöur en við færðum út landhelgi okkar í 200 mílur voru mörg hundruð erlendir togarar samtímis að veiðum við landið. Margir ekki verri skip en okkar togarar eru í dag. Þá veiddu Bretar hér „Baby Cod” í stórum stíl og þýskir verksmiðjutogarar með klæddar vörpur. Þeir þýsku tóku fyrst fisk til mjölvinnslu því að skip- stjórar þeirra fengu aukahlut úr mjölinu. Rússar veiddu hér með stórum flotum é þann skipulegasta hátt sem undirritaöur hefur séð. Eins og akur er plægður. Svo færðum við út lögsöguna og eftir talsvert þóf hurfu svo þessir flotar til síns heima og við sátum að mestu einir að krásunum. I fyrstu fór afh vaxandi og síöan kom aflabrestur eins og svo oft áður. Ofveiði eða lítil sókn Fjölmiðlar kenndu íslenskum togarasjómönnum um þótt talsvert sé um þversagnir í málflutningi þeirra. Að mati f jölmiðla eru togara- sjómenn búnir að vera að veiöa síð- ustu eða síðasta þorskinn í ansi mörg ár og eiga að hafa stundað geigvæn- legt smáfiskadráp undanfarið. Væri þorskurinn upp urinn væri allur þessi smáfiskur ekki til. Ariö 1978, að mig minnir, birtist hin svokallaöa svarta skýrsla og samkvæmt henni mátti þá aðeins veiða 250.000 tonn af þorski. Þáverandi sjávarútvegsráðherra hækkaöi þá tölu verulega og aUt ætlaði af göflunum aö ganga en næsta ár kom bara ljósgrá skýrsla frá Hafrannsóknastofnuninni. Enn jókst afUnn og það í metveiði. Svo fór afli aftur minnkandi. Hvort þaö orsakaðist af ofveiöi eða of lítilli sókn vitum við bara ekkert um. Þótt merkilegt sé er alveg óhemju magn af smáum þorski á uppeldisstöðum þetta ár og að sögn reyndustu sjó- manna lofar það góöu þegar Isa- fjarðardjúpiðl fyllist af seiðum sem skeði nú í haust. Undanfarin 3 ár hefur sjórinn fyrir vestan og noröan veriö kaldari en menn muna. Þó er hann aftur hlýnandi áriö 1983. Fiskifræðmgar telja að kuldi sjávar hafi hægt á vaxtarhraða nytjafiska svo muni, jafnvel um 15%, þ.e. aö 50 cm þorskur væri undir venjulegum kringumstæðum 58 cm langur. Fyrir nokkrum árum voru uppi áætlanir fiskifræöinga um veiði á 1,5 millj. lesta af loðnu á ári a.m.k. og varaði undirritaöur þá við því í Dag- blaðinu. Aflabrestur varð þó á loðnu fyrirvaralaust svo ekki kom til DAVÍÐ HARALDSSON SJÓMAÐUR Á BJÖRGÚLFI EA 312. • „í gegnum aldirnar hefur það oft skeð að landsmenn hafi hrunið niður úr sulti vegna aflaleysis. Löngu áður en togarar komu til sögunnar.” þessarar gegndarlausu veiöi. Af hverju hvarf loönan um tíma? (Togarar? — Nei!) Svo skeði það síðla vors ’83 að óhemju þorskgengd varð við Færeyjar. Islenskir togarar urðu varir viö talsverðan þorsk djúpt á Sléttugrunni á hraðferð austur. Eitthvað var veitt úr göngu þessari og henni fylgt eftir austur fyrir Langanes. Þá sveigði hún til suðaust- urs og hvarf. Skömmu síðar brast á óhemju veiöi viö Færeyjar og staö- hæfðu Færeyingar að þessi fiskur væri kominn norðvestan úr hafi. Fiskurinn sem veiddist úr þessari göngu hér við land var horaöur og maginn tómur svo að ekki er ólíklegt að um ætisleit hafi verið að ræða. Jón Jónsson fiskifræðingur var spurður í fjölmiðlum hvort þetta gæti veriö rétt en hann aftók þaö meö öllu, umsvifalaust. Snöggur að afgreiða málið, karlinn sá. Hann gæti kannski svaraö því aö bragði vegna hvers allt í einu eftir langvarandi ördeyðu í Barentshafi hafi á siðastliönu ári allt í einu orðið þar uppgripaafli? Við ' fáum göngur hingað úr grænlenskri lögsögu. Gæti hugsast að þorskurinn okkar ferðaðist norðaustur í Bar- entshaf? Grísjun Færeyingar urðu líka varir við umtalsvert magn af þorski viö mið- línu snemma í haust. Eg spurði hér að framan _ hvort við veiddum kannski of lítið af smáum þorski og þá aöeins vegna þess aö upp í hugann kom að nú eru bændur aö átta sig á að of margir fiskar í veiðivatni þýðir sama sem aö þeir hætta að vaxa vegna ætisleysis eöa þrengsla. Bændur eru nú farnir að grisja vötnin með glæsilegum árangri og gera silungsveiði að arðbærri auka- búgrein. Þetta voru nú aöeins vanga- veltur um smáþorskinn en því ekki? Þaö er skrítiö með síldarstofnmn okkar sem stækkað hefur stórlega á undanförnum árum. En hvers vegna var svo lítið um stórsíld síðastliðna vertíð? Stærsta sildin „Demantur- inn” veiddist í Isafjarðardjúpi en ekki fyriraustan. Selurinn er hér viö land eins og víðar, t.d. viö Noreg að koma okkur á kaldan klaka. Það er ekki nóg með aö hann í samkeppni við manninn éti langt yfir 100.000 tonn af þorski árlega heldur er hann jafnvel að sýkja restina af þorskinum meö hringormi og ekki bara þorskstofn- inn heldur alla aöra fiskstofna. Eg veit aö fólk gerir sér enga grein fyrir hve alvarlegt mál það er. Norðmenn skipuleggja nú veiðar á sel en hér spyrna forsvarsmenn selsins við fótum honum til bjargar, jafnvel á þeirri forsendu að hann hafi svo falleg augu. Já, Islendingar eru ekki í vandræðum með ástæðurnar fyrir vitleysunni ef út í það er fariö! Það þyrfti að nota sjónvarpið til að sýna hve geigvænlegur hringormurinn er og hve kostnaöarsamt og tímafrekt er að hreinsa hann úr fiskflökunum. Nóg um þetta í bili. Tonnafjölda- kapphlaupið Eg sagði aö viö hefðum hingað til of oft veitt eins og hálfvitar og skal sú kenning nú útskýrð: Hingað til höfum við komið okkur upp svokölluöum aflakóngum. Þeir hafa mokaö upp fiski en i of mörgum tilfellum hugsað minna um tilkostn- að viö veiöamar og ástand aflans. Tonnafjöldakapphlaup það sem þessir vesalings menn hafa stundað gegnum árin hefur beúihnis stuðlað að verra hráefni og verri útflutnings- vöru. Síðan, eftir að þetta lélega hráefni kemur í land, tekur svo og svo langan túna að vúina það. I sumum frystihúsum er aðeins unnúi dagvinna og aflinn treindur til aö halda uppi fullri vinnu og stöðugri. Þegar þessi afli hefur verið orðinn svo gamall í húsunum að þurft hefur nefklemmur á starfsfólkiö þá er hann fluttur í salthúsiö til flatningar og eöa hengdur upp í skreiö. Þá sorgarsögu hefur fólk séö í sjónvarpi nýlega ásamt einum af forráða- mönnum skreiðarframleiöenda sem sjálfur er útgerðar- og fiskverkandi. Málflutningur þessa manns var væg- ast sagt til háborinnar skammar og þegar 2 góðir fréttamenn voru búnir að teygja hann og láta hann snúa upp á sig margoft í tilraunum sínum til að bera í bætifláka fyrú- landráða- hunda þá sem um var rætt þá var harla lítið eftir af þessum annars mjög svo kjaftagleiða manni. Von- andi hefur hann náð ofan af sér törnunum um jólin. „Blessuö sé minning hans”. Sem betur fer eru til aðrar hliðar á' fiskvúinslunni. Eg held að Aust- firðingar og Vestfirðúigar skari þar' fram úr í ýmsu. Mér skilst að há- marks útivistartími togara á þessum svæðum sé 7 sólarhringar og a.m.k. á Isafiröi veit fólkið hvaðan aurarnir koma og vinna þeir aflann eúis hratt og kostur er. •Þetta er líka reynt hjá Utgerðar- félagi Akureyringa en þar kemur á móti að á aðalvertíðartimanum norðanlands, þ.e. á sumrin, er skellt á yfirvúinu- og helgarvinnubanni og hefur það oft orsakaö eyðileggingu á afla sem þurft hefur að bíða vinnslu. Þetta hefur veriö rætt við forráða- menn Verkalýösfélagsins Einingar en hingað til án árangurs en þetta lagast vonandi. Svona er þetta því miður víðar. Innan 12 mílna Lesi maður togarasöguna þá kemur í ljós að flestar gömlu hefö- bundnu togslóðirnar sem gömlu skip- stjórarnir veiddu stórþorsk á eru rnnan 12 mílna markanna, nema þá Haúnn, Hornbankinn, Stranda- grunnið og örfáar aörar slóðú-. Þá fóru þeir aðeúis út úr neyð á Kögur- grunn og núverandi togslóðir norðan Vestfjarða og stönsuðu stutt að manni skilst vegna of smávaxins fisks En þá höföu þeir margar holurnar allt upp að 3 mílum. Nú er öldin önnur. Nú halda þeir sem stjórna að stærri fiskurinn sé utan tólf míúia en smái fyrir innan. Togurum er att á svæði þar sem meiri möguleikar eru á smáfiski, meðan snurvoðarbátar i Faxafióa eru sagöir henda stórþorski þvi aö þorskur í afla þeirra má ekki fara yfir 15% af afla, ella missa þeir veiðileyfin. Eg man vel meðan þorsknót var leyfð í Þistilfiröi að í nótina inni í firðinum fengu þeir vel af stórþorski meðan togskip voru í smærri fiski utan við lmuna. Eg held bara að svona aðferðir gangi ekki upp. Víöa eru ónýtt kolamið innan 12 mílnanna. Þar er koúnn víða í svo rikum mæli aö bann er hæt’.ur aö þrífast, þ.e. hlutfaú milli fisk oe ætiseroröiðöfugt. ‘ Kvótaskipting Á þessum svæðum hefur aús ekki mátt toga mörg undanfarin ár en núverandi sjávarútvegsráðhcrra viröist hafa skUning á þessu og vissu- lega ýmsu öðru. Það þarf aðeins aö draga tennumar úr nokkrum ljónum í vegi hans til að laga ýmsa hluti. Nú er ráðherra meökvótaskiptingu á prjónunum. Ymsir hafa samþykkt liann, þ.á m. skeði þaö á einum fundi að bátaeigendur samþykktu eúiróma kvótaskiptingu sem þeir fyrir einhvern misskilning héldu aö ætti bara að ná yfir togarana en fengu heldur sjokkið eftir samþykktina. Kvóti er neyðarúrræði en ætti að geta orðiö tU góðs ef rétt er á haldið og á annaö borð um ofveiöi aö ræða. En að setja kvóta með viðmiðun á afla skips síðastliðin 3 ár er út í blá- inn. Skipstjóraskipti hafa víða oröið á þessum tíma. Ný skip hafa komiö á þessum tima og nú tvö skipin sem gleymdust, fljótlega. Vænlegra væri að miöa kvóta við skipstjórana og þó aðeúis við þann 1. fl. afla sem þeir hafa komið með sl 3 ár!!! Þ.e. verð- mætamat en ekki tonnaf jölda! Hér ætti ráðherra að taka vendi- punktúin. Ef ráðherra ber nú gæfu til að framkvæma þetta á þennan hátt er því við aö bæta að til þess að geta tekið þennan afla á sem hagkvæm- astan hátt þýðir ekkert að halda áfram uppteknum hætti meö skyndilokunarkerfið sem vafasamt er að nokkur maður geti sýnt fram á að hafi skúað nokkrum sköpuðum hlut gegn um árin, t.d. miöað viö möskvastækkamr Matthiasar Bjamá- sonar. Heldur aö leyfa að afú sé tek- inn þar sem fiskur er bestur á hverj- um tíma, innan eða utan 12 mílnanna sem í raun eru aöeúis 12 mílur á viðmiðunarpunktum og svo mörgum sinnum þaö þar á milli. 100% nýting sjávarafla um borö í togurum hlýtur að vera stefnan sem við verðum að taka. (Önnur grein Davíðs Haraldssonar um sjávarútvegsmál, mun birtast í DV á næstunni.)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.