Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1984, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1984, Blaðsíða 33
Um nokkrar athyglis- verðar kvikmyndir sem ekki hafa enn náð til íslands „Er þessi kvikmynd í samræmi viö veruleikann?” er spurning ársins sem leið — 1983. Einkennandi fyrir þaö ár sem var aö líða í aldanna skaut, þ.e.' kvikmyndir þess árs var leitin aö raun- veruleikanum — tilraun til kvik- myndageröar sem byggði á staöreynd- um lifsins en ekki vísindaskáldskapur kvikmyndanna sem einkennt hafa árin þar á undan, samanber E.T. og Stjömustríð svo dæmi séu nefnd. Af kvikmyndum ársins 1983 aö dæma lítur út fyrir aö kvikmyndagerð- armenn og leikstjórar hafi verið orönir leiöir á vísindaskáldskapnum eöa taliö áhorfendur vera orðna leiða á honum. Lítum aðeins á hvaöa kvikmyndir hefur borið hæst á síöastliönu ári þótt langfæstar hafi veriö sýndar hérlendis því miöur. En nokkrar þeirra stór- mynda sem vinsælar urðu 1983 náöu einnig aö vera sýndar í Reykjavík á því herrans ári. Má þar fyrst nefna kvikmyndina „Gandhi” — stórmynd á alla enda og kanta sem sópaöi til sín óskarsverölaunum þótt þaö sé ekki endilega raunhæfur mælikvaröi á gæöi. En efnið var gott — og þótt leik- stjórinn Richard Attenborough hafi veriö aö undirbúa þessa kvikmynd í áratug var þaö óneitanlega sérstæö til- viljun aö hún skyldi einmitt nást aö frumsýnast á „friöarárinu” mikla 1983. Þótt boðskapur hins stórkostlega indverska leiðtoga eigi alltaf erindi féll hann í óvenju góöan jarðveg meðal kvikmyndagesta á þessu ári. Onnur athyglisverö stórmynd á ár- inu er eftir meistarann sænska Ingmar Bergman, „Fanny og Alexander”. Myndin var frumsýnd í New York sl. sumar og vakti feikna athygli — þótt borið hafi á aö Skandinavar sem sáu myndina í kvikmyndahúsum á Man- hattan hafi hlegiö meira eöa veriö opinmynntari en Ameríkanamir t.d. Myndina segja margir uppgjör meist- ara Bergmans viö æsku sína og upp- vöxt. Börnin eru klædd í matrósaföt og móöir syngur sálma á sviöi í jóla- leikriti rétt eins og á sígildum sam- komum sem menn þekkja hér á noröurhjara veraldar og hvergi ann- ars staðar. Ingmar Bergman fer á kostum í þessari mynd — sem er stór- mynd í alla staöi og mikið til vandað. I síöari hluta myndarinnar bregöur þó fyrir „fantasíublæ” og reynir meira á greiningarhæfni kvikmyndahúsagesta — því þar er Bergman aö lýsa púrítönsku uppeldi sínu og guösótta — sem birtist í ótta Alexanders litla viö stjúpfööur sinn, prestinn, sem móöir hans giftist eftir fráfall fööur hans. Myndin endar vel — og Alexander og fjölskylda losna undan ægivaldi prests. Önnur athyglisverð mynd er frönsk stórmynd, „Le Retour de Martin Guerre” — þegar Martin Guerre snýr aftur. Myndin fjallar um sögulegt at- vik sem átti sér stað á miðöldum og er mjög skemmtileg. Segir þar frá Martin nokkrum Guerre sem yfirgef- ur fjölskyldu sína, foreldra, komunga brúöur og son. Tíu árum síðar snýr hann aftur heim til héraðsins og er tek- inn í sátt. Hafði hann „lagst í víking” og tekið þátt í bardögum víðs vegar. Söguþráður er í stuttu máli aö upp Martin Guerre snýr aftur — og allir fagna því og mest „eiginkona" hans sem þó veit að þetta er ekki Martin Guerre — „sem betur fer"! Stöðumælar eru sem kunnugt er stöðugir. Undantekningin sannar þó regluna eins og þessi mynd ber með sér. Gamli maðurinn var allavega búinn að standa lengi og styðja þennan stöðumæli í Pósthússtræti. Þegar hann sleppti takinu datt..... maðurinn. DV-mynd GVA. Alexander litli „Bergman" ásamt systur sinni, fanny, i matrósarfötunum vinsælu — alla vega hór á norðlægum slóðum — þótt aðeins yfirstéttar- börn hafi klæðst þeim i Mið-Evrópu og sunnar. kemst um síðir aö hér er ekki um hinn eina og sanna Martin Guerre aö ræða heldur allt annan mann og haföi „eiginkonan” vitaö þaö frá upphafi en látið sér vel líka. Franski leikarinn Gérard Depardieu fer á kostum í þess- arimynd. Woody Allen ásamt nýjustu heitmey sinni, Miu Farrow, kom fram með „heimildarkvikmyndina” Zelig á ár- inu, þar sem hann og Mia voru í aðal- hlutverkum. Zelig segir frá Leonard Zelig (sem varö aö visu til í heila All- ens en ekki í Bronx, New York á 4. áratugnum). Zelig er gæddur þeim eiginleika sem félagsfræöingar hafa mikið stúderaö en veröur viöfangsefni geölækna í mynd Allens, þ.e. aö vera hinn fullkomni taglhnýtingur — sem var þýöing á heiti myndar Bernardos Bertoluccis, „II Conformista”. Zelig hans Woody Allens er þeim galla eöa kosti eöa eiginleika gæddur aö þurfa alltaf aö taka á sig ímynd, gervi eöa eiginleika þess er hann umgengst. Aumingja Zelig — ræði hann viö box- ara er hann sjálfur Múhameð Ali — eöa kínverskur kokkur eöa geölæknir þegar hann er loks settur í meöferð. Myndin er í svarthvítu og í formi „heimildarmyndar”. Til dæmis notar Allen alvörufólk í myndinni, þ.e. alvöru geölækna, þekkta, sem tala um Zelig eins og hann heföi í raun og veru verið til á sama hátt og Waren Beatty lét „alvörufólk” koma fram í „Reds”. Vonandi verða þessar umræddu myndir fljótlega sýndar hér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.