Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1984, Blaðsíða 8
8 DV. ÞRIÐJUDAGUR3. JANUAR1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Sonurséra Moon fórst af stysfórum Sautján ára gamall sonur séra Sun Myung Moon, stofnanda Einingar- kirkju Krists, andaöist í gær í New York af meiöslum sem hann hlaut í bif- reiðaárekstri í síöasta mánuði. Heung Jin Moon og tveir táningar aörir úr söfnuöinum meiddust þegar bifreið þeirra lenti á vörubíl, sem snúist haföi þversum á veginum í fljúg- andi hálku. Hinir tveir eru sagöir á batavegi. Séra Moon býr ásamt eiginkonu sinni og tólf eftirlifandi bömum í Irvington í New York en hann rekur æfingastöð fyrir safnaöarfólk sitt í Tarrytown, skammt frá. I nóvember tapaði Moon áfrýjun á 18 ára fangelsisdómi, sem hann hlaut fyrir aö hafa ekki taliö nema 150.000 dollara tekjur fram til skatts. Séra Sun Moon: Á honum msddi mikið á síðasta ári. IACKSONí SÝRLANDI Jesse Jackson, mannréttinda- frömuöur blökkumanna í Bandaríkjun- um og framboösefni demókrata, er staddur í heimsókn í Sýrlandi og segist vongóður um aö fá þar leystan úr haldi bandaríska flugmanninn sem skotinn var niður yfir Líbanon í síðasta mán- uði. Fanginn virðist þó ekki alveg laus úr vörslu Sýrlendinga því að Jackson hefur tvívegis frestaö brottför sinni frá Sýrlandi til þess aö ganga fast eftir lausn flugmannsins. Blökkumannapresturinn segist hafa átt „hlýlegan og nytsaman fund” meö Hafez Al-Assad Sýrlandsforseta. Segir hann Sýrlandsforseta vera vel meðvit- aðan um þá vakningu sem sé í Banda- rikjunum fyrir brottkvaöningu friö- argæslusveitanna frá Líbanon. Grunnt hefur veriö á því góöa milli stjórna Bandaríkjanna og Sýrlands en Reaganstjórnin telur Al-Assad forseta hafa flestu spillt í friöarumleitunum í Austurlöndum nær. Jackson hefur verið gagnrýninn á stefnu Reaganstjórnarinnar í Austur- löndum nær. BLOÐUGAR ERJURITUNIS Verðhækkanir á brauði leiða til götuóeirða og verkfalla Um fimmtán manns munu hafa fall- iö og yfir sextíu særst í óeirðum sem staðiö hafa síðustu fimm daga í suður- og vesturhluta Túnis þar sem kjör manna eru sögö vera hvað bágust. Fréttir af þessu mannfalili hafa ekki veriö staöfestar af opinberum aöilum en fréttastofur bera heimildir innan verkalýðshreyfingar Túnis fyrir tíöindunum. Oeiröirnar brutust út í bæjunum Gafsa og Gabes eftir 110% veröhækk- anir á brauöi sem háö er verðlags- ákvæöum þess opinbera. Brauð er al- gengasti undirstöðumatur hjá þorra þjóðarinnar. Öryggissveitum var teflt fram í uppþotunum og er sagt aö lögregla og þjóövaröliö hafi gripiö til skotvopna í Gafsa sem er nærri landamærum Alsír. Sagt er að átta hafi látið lifið og f jörutíu særst þar. I strandbænum Gabes var herinn sendur á völlinn til þess aö koma á ró en sagt er aö þar hafi fjórir fallið í róst- um á laugardaginn. I Kassarine (norður af Gafsa) féllu þrír á sunnu- daginn. Allt mun hafa verið meö kyrrum kjörum í þessum þrem bæjum í gær- kvöldi en brynvagnar og hermenn héldu þar uppi eftirliti. Frést hefur af vinnustöövunum í Túnis, Sfax og öörum borgum lands- ins. Stjórnarandstööuflokkurinn fordæmt valdbeitinguna. hefur mmgm Jesse Jackson, eitt af framboösefnum demókrata, fór til Sýrlands í iítilli þökk Reaganstjórnarinnar. Byltingarstjóm- in mynduð í dag í Nígeríu Búist er viö því aö herforingjamir, sem byltu stjóm Shehu Shagari forseta Nígeríu á gamlársdag, myndi í dag nýja ríkisstjórn. 16 manna herforingjaráö var myndað á sunnudaginn og kemur þaö saman til síns fyrsta fundar í dag til aö skipa nýja ráðherra og herstjóra í öllum 19 fylkjum Nígeríu. — I forsæti ráösins er Mohammed Buhari hers- höfðingi sem var höfuðpaurinn í valda- ráninu. Buhari átti í gær fund meö ráðuneytisstjórunum og mun hafa sagt þeim aö herráöiö væri tilbúiö til aö hlusta á ráöleggingar þeirra en áminnti þá um að ráöið mundi jafn- framt láta sérhvern sæta ábyrgö af sinni embættisfærslu og hvergi þola mútuþægni' eöa misferli í meöferö opinberra f jármuna. Fjölmiðlar Nígeríu hafa flestir tekiö byltingunni vinsamlega en annars staöar í Afríku hefur hún mælst illa fyrir. I höfuðborginni Lagos hefur allt veriö meö kyrrum kjörum en fréttir þaðan sem annars staöar í landinu eru dræmar því aö skoriö hefur verið á nær allt fjarskiptasamband innanlands sem við útlönd. Verslanir og skrifstofur í Lagos voru opnaöar í gær, fyrsta starfsdag nýja ársins. Var orö á því haft aö höfuöborgarbúar, sem fundu hermenn við götutálma á nær öllum strætum, hafi lynt vel viö þá. Ekkert hefur frést af því hvaö um Shagarihafiorðið. Biskupabréf vekur umtal Miklar umræöur hafa vaknaö í Bandaríkjunum út af umdeildu bréfi kaþólskra biskupa sem dreift er til 2,5 milljóna kaþólikka í landinu, en þar í er birt áskorun um aö hætt veröi þróun, framleiðslu og tilraunum meö kjam- orkuvopn. — I Bandaríkjunum eru um 50 milljónir kaþólikka. — Bréfiö er í samræmi viö ályktun biskupastefnu í maí síðasta vor og hvetja biskupar til opinnar umræðu, fundahalda, fyrirlestra og umfjöllunar í skólum um vá kjamorkuvopnakapphlaupsins. Franskir fallhlífarhermenn á varðgöngu i Beirút. FRAKKAR FÆKKA í FRIÐARGÆSLU Frákklandsstjórn hefur boöaö aö hún muni kalla um fjórðung franska friðarga'sluliðsins burt frá Líbanon þar sem hún hefur um 2.000 dáta staö- setta,iBeirút. Samtímis hefur aukist rnjög þrýst- Útlönd Umsjón: Guðmundur Pétursson og Herdís Þorgeirsdóttir ingur á stjórnir Bandaríkjanna, Bret- lands og Italíu aö kalla burt friöar- gæsluliö þeirra sömuleiöis. Frá því i október hafa árásir aukist mjög sem gerðar hafa veriö á friðar- gæslusveitir þessara fjögurra landa. Italía hefur þegar hafið undirbúning aö brottflutningi hluta sins liös og fast er lagt aö Reaganstjórninni að gera slíkt hiösama. Alagiö á Frakklandsstjórn hefur aukist með þvi að hryðjuverkin úr Austurlöndum nær hafa veriö færð yfir á heimavettvang Frakka meö sprengjutilræðum í járnbrautarstöö í S-Frakklandi á gamlárskvöld. Sannaö þykir aö sömu aðilar hafi staöiö aö þeim og voru aö baki sprengingunni sem kostaði 82 franska dáta lífiö í Beirút 23. október.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.