Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1984, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1984, Blaðsíða 31
DV'. í>RIÐ JUÐAGUR-3 r JAMUAR-1984-. • ■ 31 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Aldrei aftur verkföll? Það hefur verið útbreidd skoðun að með taumlausum afborgunarkaupum almenn- ings á alls konar varningi og lystisemdum hafi fótunum í raun verið kippt undan verk- föilum í landinu. Fólk hafi það almennt fest sig í skulda- fargani fram í tímann að það brcsti áhuga og kjark til þess að hætta að selja vinnu sína fyrir ótryggan ávinning í verkföilum. Nú segja ýmsir að hafi þetta átt stoð í veruleikanum sé það nú pottþétt eftir að kreditkortaæðið greip um sig. Svigrúm til verkfalla sé orðið nákvæmlega ekki ncitt. Sumir segja meira að segja að það geti orðið aðalverkefni verkalýðsfélaga áður cn varir að bjarga almennhigi' frá því að lenda í skuldafang- elsi vegna botnlausrar fyrir- frameyðslu á tekjum sínum. Askur á Laugavegi seldur Nokkrar breytingar standa nú fyrir dyrum á veitinga- húsinu Aski á Laugavegi. Batteri Péturs Sveinbjarnar- sonar hcfur fyrir nokkru selt staðinn. Kaupandi er Hjá kokknum hf. en fyrir því félagi standa ung hjón, Arn- grúnur Friðgcirsson frá Raufarhöfn og Sigurlaug Sveinsdóttir. Þcgar breytt hefur verið hverfur Asks- nafnið og staðurinn verður þá nefndur eftir hlutafélagí eigendanna, semsé Hjá kokknum. Fleú-a af batteríi Péturs og félaga hans hefur verið til sölu, ísbúð, samlokugerð og vcitingabílar, að því er fregnir herma. Jafnframt hefur Veitiugamaðurinn hf. verið að færast í aukana með stórmatarsölu til mötu- neyta, klúbba og i vcislur. Grænmetið frjálst! Ákveðið hefur vcrið að halda fund á Hótel Esju 21. janúar um grænmetisverslun í landinu. Vcrslunarráðið, Neytendasamtökin, Mann- eldisfélagið og Húsmæðra- félag Reykjavíkur hafa krunkað saman um þessi mál undanfarið og standa að þessum fundi. Ætlunin mun vera sú að móta sameiginlegar tillögur um umbætur í grænmetis- verslun og að kjarni þeirra verði sá að innflutningur á grænmeti eigi að vera frjáls þegar innlend framleiðsla svarar ekki til eftirspurnar. Suðurnesjamcnn eru blóð- ríkari en aðrir menn hér um slóðir, ef marka má síendur- tckúi met þeirra í blóðgjöf til Blóðbaukans. Síðasta blóð- gjöf þeirra, scm raunar var jólagjöf, svaraði til rúmlega vikunota Blóðbankans. 187 gáfu blóð á einum og sama dcgmum og var það auðvitað nýtt íslandsmet. Það gamla áttu þeir sjálfir, 179 blóð- gjafar á eúium degi. Metaregnið er raunar þræl- skípulagt. Yfirskipuleggjari er Árni V. Arnason í Keflavik. Starfsfólk Blóðbankans klíp- ur út blóðsýni og tappar af, Björgunarsvcitin Stakkur smalar blóðgjöfunum, Kefla- vikurdeild Rauða krossins hellir upp á könnuna og bakar. Loks leggur Skáta- félagið Hciðabúar til hús- næði. Suðumesjamenn, og þá væntanleqa pinkum Kefí- vikingar. aig.i I tlandsmet i blóðgjöf — tappað af 187 blóðgjöfum á einum og sama deginum. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Martin Grey (Jacques Pennot) drepur her þýskan hermann i hefndarskyni. Regnboginn—Ég lifi: ÖRLÖG GYÐINGA í GETTÓINU í VARSJÁ Heiti: Eg lifi (For Those I Loved). Leikstjóri: Robert Enrico. Handrit: Robert Enrico og Tony Sheer. Kvikmyndun: Francois Catonne. Tónlist: Maurice Jarre. Aðalleikendur: Michael Yori, Jaques Penot, Brigitte Fossey og Jean Bouise. Endurminnmgar Martins Grey eru mikil örlagasaga og lýsir hún lífinu í gettómu í Varsjá í Póllandi í síðari heimsstyrjöldinni og þeún hörmung- um sem dundu yfir hann þegar hann að stríðúiu loknu var loks búinn aö ná fótfestu í lífinu. Eftir lestur bók- arinnar finnst manni ótrúlegt hvaö lagt hefur verið á einn mann og að hann skyldi komast heill frá öllu saman. S Þessi dramatíska saga er eins og sköpuö til kvikmyndagerðar og er ég mest hissa á að hún skuli ekki hafa veriö kvikmynduð fyrr. En nú hafa Frakkar og Kanadamenn í sameúi- ingu kvikmyndað Eg lifi og kemur hún glæný til okkar. Þegar myndin hefst er Martúi Grey 14 ára og gettóiö er að veröa aö raunveruleika. Lífiö þar er martröð og Martin kemst fljótt upp á lag með að smygla matvörum úin í gettóið með h jálp utanaökomandi manna. En Þjóðverjum nægir ekki að smala gyöingum saman í einn borg- arhluta. Utrýmúigarbúðum er komið fyrir og hver lestúi af annarri fer með gyðinga til Treblinka til slátrunar. Martin, móðú hans og tveir bræður eru send til búðanna og þar horfir Martúi upp á það að þeún er slátrað í gasklefunum. En lífs- viljúin er mikill og honum tekst að sleppa úr fangabúðunum og komast aftur til Varsjár þar sem gyðingar eiga í blóðugum átökum viö Þjóðverja. Þar hittir hann fööur sinn og berjast þeir þar hliö við hlið gegn nasistum, vonlausri baráttu sem endar með því að flestir gyðúigamir eru drepnir og er faðir Martins þar á meðal. Martin nær að flýja einu sinni enn og gengur til liös við Rauöa herinn og er meö í sigurgöngu hersrns til Berhnar og endalokum nasismans. En hann er ekki ánægöur með veru súia í Rauöa hernum og strýkur þaöan og heldur til Bandaríkjanna. 1 New York hittú hann ömmu sína og býr upp frá því þar og gengur vel. Hann giftist þar og eignast meö eiginkonu sinni, Dúiu, f jögur böm og hamingjan virðist brosa við honum en forlögin ætla honum annaö. Kona hans og börnúi fjögur farast í skógarbruna í Frakklandi. Þetta er eins og áöur sagði mikil örlaga- og harmsaga og virðist mér í fljótu bragöi myndúi fara í einu og öllu eftú bókmni, að vísu eru nokkur ár síðan ég las bókina. Þaö er helst að hlaupið er nokkuð fljótt yfú sögu hvernig Grey tókst að koma fótunum undir sig í viðskiptalífinu, en það skiptir kannski minnstu máli. Myndúi er löng, rúmlega tveir og hálfur klukkutími, enda frá miklu að segja og hefur nokkuð vel tekis( að koma efnúiu til skila þótt hrylhngur- inn nái ekki þeún tökum á manni sem hann gerir í nákvæmri lýsingu í bókinni. Það er helst í atriðunum sem gerast eiga í Treblinka, þeim frægu útrýmingarbúðum, sem hryllingur- inn kemst vel til skila. Þau atriði eru virkilega vel gerð og ótrúlegri grimmd Þjóðverja vel lýst. Lifinu í gettóinu er eúinig gerö ágæt skil þótt nokkuð finnist mér vanta á að fátæktinni og hungrinu, sem gyðing- arnir urðu að þola þar, sé komið sannfærandi til skila. Hryllingnum með eiginkonu Martrns og bömunum fjórum er gerð góð skil í stuttu og áhrifamiklu atriöi. Leikarar eru yfirleitt sannfærandi. Miehael York er í tveimur hlut- verkum, sem Martin Grey 40 ára og eldri og faöir Martins í gettóinu. Þrátt fyrir að hann sé ágætur leikari fmnst mér hann ekki passa í þessi hlutverk. Það reynir aftur á móti mest á ungan leikara, Jacques Penot, en hann leikur Martúi Grey ungan og kemst hann vel frá sínum hlut, sýnú okkur ungan dreng sem neitar að gefast upp þótt aðstæður séu yfirleitt vonlausar. Það eru margir Islendingar er hafa lesið Eg lifi og þrátt fyrir að bókúi verði að teljast áhrifameiri ætti myndin ekki aö valda neúium vonbrigðum. Hilmar Karlsson. IMauðungaruppboð sem auglýst var í 19., 24. og 27. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Bröttukinn 33, 1. hæð, Hafnarfirði, þingl. eign Steinunnar Olafsdóttur, fer fram eftir kröfu Innheimtu rikissjóðs, Veðdeildar Landsbanka íslands og Lífeyrissjóðs verzlunarmanna á eigninni sjálfri f östudagiun 6. janúar 1984 kl. 13.30. Bæjarfógetinn í Hafnarf irði. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Strandj/.öui <7, 3. hæð, Hafnarfirði, þingl. eign Helga Sigurðssonar, fer fram a eigninni sjálfri föstudaginn 6. janúar 1984 kl. 14.00. Bæjarfógetinn i Hafnarf irði. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eignmni Hverfisgö u 24, Hafnarfirði, þingl. eign Einöru Sigurðardóttur, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 6. janúar 1984 kl. 14.15. Bæjarfógetinn í Hafnarf irði. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Ne.bala :4, Scltjarnarnesi, þingl. eign Þórunnar Steinarsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 6. janúar 1984 kl. 15.30. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 123. og 127. 1982 og 4. tölublaði Lögbútmgablaösms 1983 á eigninni Arnartanga:;5, Mosfellshreppi, þingl. eign Gísla Árna- sonar, fer fram eftir kröfu Landsbanka íslands, Sparisjóðs Reykja- víkur og nágr., og Tryggingastofnunar ríkisins á eigninni sjálfri föstu- daginn 6. janúar 1984 kl. 16.15. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Esjugrund 27, Kjalarneshreppi, þingl. eign Birgis Arnars Harðarsonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 6. janúar 1984, kl. 16.45. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. • „ M— — „ r Urval l : é Fæst á næsta blaðsölustað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.