Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1984, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1984, Blaðsíða 7
DV. ÞRIÐJUDÁGÍIR 3. J ÁNtJA'R Í984. VJ Neytendur Neytendur Neytendur Dráttarvextir og greiöslukort Upplýsingaseóill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? VinsamleRa sendiö okkur þennan svarseöil. Þannig eruð þcr oröinn virkur þátttak- andi í upplVsingamiðlun meöal almennings um hvert sé meöaltal heimiliskostnaöar fjölskvIdu af sömu stærð og yöar. Þar aö auki eigið þér v.on um að fá nytsamt heimilis- tæki. Nafn áskrifanda Heimili Þaö viröist vera einhver misskiln- ingur á ferðinni um þaö hvernig drátt- arvextir falla þegar greiöslukorthafar standa ekki í skilum. Þaö má segja að reglur þær sem gilda um greiðslukort séu þær sömu og gilda um víxla, varö- andi dráttarvexti. I einu dagblaðanna mátti fyrir skömmu lesa sögu eins korthafa sem ekki gat greitt á tilskild- um tíma. Korthafi þessi haföi sam- band viö greiðslukortafyrirtæki sitt og baö um greiðslufrest fram aö næstu mánaðamótum. Þegar að greiðslunum kom brá honum heldur í brún því þá var honum gert skylt aö greiöa tvö- falda dráttarvexti. Þykir honum þetta nokkuð óréttlátar reglur. En svona eru þessar reglur þó og verður líklega ekki breytt. Sömu reglur gilda í þessum málum hjá báðum greiöslukortafyrirtækjun- um sem starfa hér á landi. Munurinn er einungis sá aö um mismunandi greiðsludaga er aö ræöa. Ef viö tökum þær reglur er gilda hjá Kreditkortum til aö varpa ljósi á hvernig þessu er variö er seinasti greiöslufrestur korthafa 5. hvers mánaöar. Ef greiöslan er ekki innt af hendi fyrir þann tíma falla dráttar- Matarsóti drepur bæði lykt og bakteriur sem leynast i kæliskápnum. Raddir neytenda Hreinsið kæli- skápinn með matarsóta Fyrir nokkru birtum viö nokkur ráð varðandi umhiröu kæliskápa. Ráö þessi voru fengin aö láni úr dönsku neytendablaði. Þar var m.a. sagt aö þvo ætti kæliskápa upp úr sápuvatni. Til okkar hringdi kona ein sem sagöi aö þaö ætti ekki aö nota sápuvatn þeg- ar kæliskápurinn væri hreinsaöur, ekki nema í þeim tilfellum þegar um ein- hverja fasta bletti væri aö ræöa. Hún sagðist hafa notað mjög góöa aöferö til að hreinsa kæliskápa í mörg ár. Aðferð þessi er fólgin í því aö nota matarsóta við þvottinn. Um 2 msk. er blandað út í litla fötu af vatni og skápurinn þveginn hátt og lágt. Og á eftir þurrkaöur meö þurrum klúti. Matarsótúin hefur þau áhrif aö hann drepur allar bakteríur. Einnig er hægt aö nota matarsótann til aö eyöa matarlykt í skápnum. Ein tsk. matarsóti er látin í lítiö glas meö vatni í. Glasið er látið standa í skápn- um og skipt um blöndu mánaðarlega. Meö þessu móti hverfur öll óæskileg matarlykt sem kann aökoma upp. Einnig sagöi þessi ráöagóöa kona að nauðsynlegt væri aö ryksuga mótor- inn mánaöarlega en ekki árlega eins og sagt var í greininni. Ennfremur væri mjög mikilvægt aö þrífa afísingarskúffuna undir frysti- hólfinu því aö þar söfnuðust mjög fljótt bakteríur fyrir. Þess væri þörf aö minnsta kosti einu sinni í mánuði. -APH vextir sem nú eru 3,25%, á alla úttekt- arupphæð þess tímabils sem korthafi átti aö greiöa sem er frá 21. til 20. fyrri mánaöar. Næst falla svo dráttarvextir þegar næsta úttektartímabil rennur út, þ.e. 20. sama mánaðar. I dæminu hér aö ofan heföi því korthafi átt aö fá greiöslufrest framaö20., meöþví hefði hann sloppiö viö að greiöa dráttarvexti tvisvar. Þessar reglur viröast vera í samræmi viö þær reglur er gilda um vanskil á víxlagreiöslum. Ef víxill fell- ur í gjalddaga 1. dag mánaöar gefst mönnum frestur til aö greiöa hann á þriöja degi eftir gjalddaga. Eftir þaö falla dráttarvextir á upphæðina. Greiðsluhafi fær í raun greiöslufrest fram aö næstu mánaðamótum án þess aö upphæðin hækki. En dráttarvextir falla á ööru sinni 1. næsta mánaðar og þá er enginn greiöslufrestur eins og í fyrra skiptiö. APH Sími Fjöldi heimilisfólks---- Kostnaður í desember 1983. Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö kr. Alls kr. H3 I I i f i I I MÁLASKÓLI ■26908* • Danska, sænska, enska, þýska, franska, íta/ska, spænska og íslenska fyrír útlendinga. • Innrítun daglega kl. 13—19. • Kennsla hefst 16. janúar. • Skírteini afhent 13. janúar (föstudag) kl. 16—19. • Umboð fyrir málaskóla: EUROCE/MTRES, SA MPERE o. fl. í helstu borgum Evrópu, svo og í New York. 26908- HALLDÓRS 05 (5 Það er mjög gagnlegt að færa minnisbók. Sama í hvaða starfi þú ert. Með því sleppur þú við áhyggjur og ótta, auk margvíslegra leiðinda og jafnvel hárra aukaútgjalda. Auk þess eru minnisbækur gagnlegar til uppsláttar síðar meir. í Pennanum er eitt mesta úrval dagbóka við hæfi allra. Nýttu vel tímann þinn, notaðu minnisbók. Hallarmúla 2, Laugavegi 84, Hafnarstræti 18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.