Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1984, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1984, Blaðsíða 30
DV. ÞRIÐJUDÁGUR 3. JAl'íÚAR 1904.' Viðskipti Viðskipti 30 Viðskipti Viðskipti Svíar að drukkna í ónýttum tölvum: Önnur hver einka- tölva stendur ónotuð — kaupendur vissu ekki hvað þeir þurftu og seljendur höfðu engan áhuga á að vita til hvers tölvan átti að notast Sænsk smáfyrirtæki súpa nú seyöiö af því aö hafa tölvuvæðst af meira kappi en forsjá síðustu árin. Onnur hver einkatölva í eigu sænskra fyrir- tækja stendur nú ónotuð og safnar ryki — engum til gagns. Þetta kemur fram í síðasta Frétta- bréfi Verkfræðingafélags Islands og er þar haft eftir Stig Holmberg, sænskum tölvuráögjafa, í viötali við hann í tima- ritinuNýteknik. Stig Holmberg hefur þann fyrirvara á ofangreindri fullyrðingu aö vísinda- legar rannsóknir liggi ekki aö baki henni heldur sé um aö ræöa ágiskun sem byggö sé á reynslu og samskiptum viö fjölda smáfyrirtækja sem hafa fest kaup á tölvum en nota þær ekki. „Kaupendur hafa oft á tíðum gert sér óraunverulegar hugmyndir um tölvumar. Þeir hafa látiö blekkjast af því aö verðið virtist vera lágt og ekki haft fyrir því aö athuga máliö nánar. Þeir vita ekki hvað þeir þurfa — hvorki varöandi forrit né aukabúnaö — og margir seljendur hafa ekki haft nokk- urn áhuga á því aö komast aö því til hvers ætti aö nota viðkomandi tölvu,” segir Stig Holmberg. Hann sagöi ennfremur aö fyrst heföi hann taliö aö 10- 20% allra einkatölva lægju ónotuö en eftir aö hafa borið sig saman viö aðra kunnátíumenn á þessu sviði hefði hann sannfærst að ui 5C% væri nær raunveruleikanum. Trulegt Viðskipti Gissur Sigurðsson Ólaf ur Geirsson Víxlaskráin hættir um áramótin Akveðiö hefur veriö aö upplýs- ingaskrifstofa Verslunarráðs Is- lands hætti aö gefa út skrá yfir afsagða vixla frá og meö áramót- unum. Er þetta gert vegna þess aö snemma árs 1982 tóku lánastofn- anir upp notkun vixla meö áritun — án afsagnar — þannig aö stór- lega hefur dregiö úr afsögnum víxla hjá fógetaembættum. Þar meö var að mestu tekið fyrir opin- berar upplýsingar um fyrirtæki sem lentu í vanskiium meö víxla. Nú mun svo komið að verulegur hluti afsagðra víxla er vegna er- lendra viöskipta. Skrá yfir van- skilavíxla gefur því takmarkaðar upplýsingar um skilvísi fyrir- tækja almennt og þjónar því litl- um tilgangi lengur. Verslunarráö Islands hefur skipað néfnd til að leita hug- mynda og koma með tillögur um hvaö gæti leyst víxlaskrána af hólmi. væri aö kaupendur smátölva væru bet- aö þessu, en ef sama sagan endurtæki væöast, yrði margt fólk fyrir miklum ur undir bunir nú en veriö heföi fram sig nú, þegar heimilin færu aö tölvu- vonbrigðumá næstu árum. Flugleiðahótel endurbætt Miklar breytingar standa nú yfirá hótelum Flugleiöa í Reykjavík. A Hótel Loftleiöum hófust breytingar á herbergjum fyrir rúmu einu ári og eru nú vel á veg komnar. Aætlað er aö hinn 1. maí næstkomandi veröi helmingur gistiþerbergja hótelsins kominn í nýtísku horf. Flugfarþegar, sem koma og fara frá landinu, fara mjög margir, ef ekki flestir, um gestamóttökuna á Hótel Loftleiðum. Veröur þar þvi oft þröng á þingi þegar mest er um að vera. Veriö er að vinna aö fram- kvæmdum sem minnka eiga álagiö á gestamóttöku hótelsins.Byggð veröa skilrúm og settir upp blómakassar sem aöskilja eiga flugafgreiösluna frá móttöku hótelsins. Ennfremur veröa sett upp ný sæti fyrir gesti sem þurfa aðbíöa. I Hótel Loftleiðum er eins og áöur sundlaug og heilsurækt. Þá hefur veriö bætt viö nýjum borðtennissal. I vetur verður starfrækt skíðaleiga og hjólaleiga fyrir gesti. A Hótel Esju er ætlunin að breyta og endurbæta sextíu gistiherbergi fyrir komandi vor. Eftir breyting- una á plássiö í herbergjunum aö nýt- ast betur en áöur og þau aö virðast stærri þó ekki veröi um beina stækk- un aö ræða. Nokkuö mun hafa boriö á því aö erlendir gestir ættu erfitt meö aö sofa á nóttunni þegar bjartast er. Ný gluggatjöld, sem einangra betur en þau eldri, veröa sett upp í herbergj- um. Hótel Esja hefur 134 gistiherbergi. Eftir breytinguna veröa í hótelinu 80—90 hjónaherbergi, sextíu eins til tveggja manna herbergi og þar aö auki nokkrar íbúöir — svítur. Alls geta 260 manns gist á Hótel Esju. Aö sögn hótelstjórans þá er ný símstöö næst á óskalistanum yfir nauösynlegar breytingar. Gamla símstööin væri orörn til trafala á eðli- legristarfsemi. Jónas Bjarnason framkvæmdastjóri FÍB Jónas Bjarnason hefur tekiö viö starfi framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiöaeig- enda. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Islands áriö 1975. Jónas stundaöi nám viö Háskóla Islands um nokkra hríö en stofnaöi síöan eigiö fyrirtæki, Hljóötækni, sem hann rak til ársins 1980, þegar hann tók viö starfi framkvæmdastjóra Félags far- stöðvaeigenda. Jónas Bjama- son er þrítugur. Bragi Ragnarsson framkvæmdastjóri Hafskips í Rotterdam Bragi Ragnarsson er um þessar mundir aö taka viö starfi framkvæmdastjóra áætlanaflutningadeilda svæöis- skrifstofu Hafskips hf., sem er aö taka til starfa í Rotterdam. Bragi er 41 árs Isfiröingur og lauk prófi frá Samvinnuskólan- um áriö 1962. Hann hefur m.a. verið framkvæmdastjóri Sand- fells hf. á Isafiröi 1965-1967, framkvæmdastjóri Kristjáns O. Skagfjörð hf. 1971-1978. Hann rak eigið fyrirtæki, Hand- íö 1978—1980 og var ráögjafi í þróunarstörfum í Tansaníu frá 1981 ogframá 1983. Wim Van derAa framkvæmdastjóri Hafskips í Rotterdam Wún Van der Aa, hollenskur ríkisborgari, er um þessar mundir aö taka viö starfi fram- kvæmdastjóra Evrópuviö- skipta á svæðisskrifstofu Haf- skips hf. í Rotterdam. Wún Van der Aa er 42 ára gamall og hef- ur tveggja áratuga reynslu í flutningamiölun. Hann starfaði m.a. um árabil hjá Frans Maas B.V. í Rotterdam, alþjóölegu flutningamiölunarfyrirtæki. Þar kynntist hann íslenskum aöstæöumnáiö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.