Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1984, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1984, Blaðsíða 20
20 DV. ÞRIÐJUDAGUR 3. JANUAR1984. - DÆGRADVÖL DÆGRADVOL DÆGRADVÖL DÆGF Hollendingurinn Jereon de Rijk leikur um þessar mundir með Mezzo- forte. Miklar líkur eru á að hann gangi i hljómsveitina. Hann spilar á ýmiss konar ásláttarhljóðfæri. DV-myndir Bjarnieifur. Hljómborðsleikari Mezzoforte og annar af helstu lagahöfundum sveitarinnar, Eyþór Gunnarsson. „Þen eru góðir og fyndnir, Bretarnir." D V-m ynd Bjarnleifur. „Liverpool er mitt uppáhaldslið” „Snýst allt um það sem við erum að gera” — segir Jóhann Ásmundsson, bassaleikari Mezzoforte — segir höfundur lagsins Garden Party, EyþórGunnarsson „Ætli ég geti bara ekki sagt aö at- vinnan sé jafnframt hobbíiö. Eg geri yfirleitt ekki annaö en æfa mig og slappa síöan af meö fjölskyldunni og þá hlusta ég gjarnan á tónlist,” sagði Eyþór Gunnarsson, hljómborðsleikari Mezzoforte. Eiginkona Eyþórs er Ellen Krist- jánsdóttirsöngkona. Þau eiga dóttur á þriöja ári, Sigríði. Fjölskyldan býr í bænum Upminster sem er skammt frá Hornchurch þar sem flestir hinna í hljómsveitinni búa. Við spurðum Eyþór hvort hann væri eitthvað í trimminu? „Nei, það er lítið um þaö. Ég tók mig þó til og byrjaði aö skokka. Fór út um áttaleytið á morgnana og hljóp en þetta entist ekki lengi og ég hætti eftir um svona tíu daga.” Eyþór sagðist horfa talsvert á sjón- varpið breska og var ánægður meö það semþar varaösjá. „Þeirerugóöirog fyndnir Bretarnir. ” En talandi um skokk og sjónvarp. — Hvert er uppáhaldsliðiö í enska bolt- anum? „Liverpool er mitt uppáhalds- lið. Eg hélt áður með Arsenal en færð- ist smám saman yfir á Liverpool.” -JGH „Eg er nú mest heimavið í fristund- unum og slappa af meöfjölskyldunni,” sagöi Jóhann Asmundsson, bassaleik- ari í Mezzoforte. Faðir Jóhanns er Asmundur Jó- hannsson arkitekt. Hann er einn þriggja arkitekta á Teiknistofunni Arkó, og það var fyrir hans tilstuölan að Mezzoforte lék í „baðstofu” þeirra Arkó-manna við Laugaveginn þetta kvöld. Eiginkona Jóhanns heitir Sigrún Kristjánsdóttir og þau eiga eina dótt- ur, Auöi. Húnernítjánmánaðagömui. Um það hvort hann horfði mikið á hiö annálaða breska sjónvarp sagði hann svo vera. „Eg glápi talsvert á það en oft fer það líka forgörðum því að lifiö úti snýst alveg um það sem hljómsveitin er aðgera.” Skemmtilegt atvik henti er Jóhann flutti inn í íbúðina sem þau leigja í Homchureh. Hann fann þar gamlan hjólgarm sem auðvitað var tekinn í notkunmeöþaösama. „Hanngafstnú fljótlega upp, blessaður, en ég kem honum í lag aftur.” Þegar Jóhann var heima eins og þaö er kallað var hann mikill bíóáhuga- maður. Og enn er skroppið stöku sinn- um á bíó. „En það er þó ekki eins mik- iðogég hefði viljað.” Við óskum Jóhanni og félögum í Mezzo alls hins besta í þeim verkefn- um sem bíða þeirra er aftur verður snúið til Englands. -JGH <—...... ................«K Jóhann Ásmundsson tekur hér bassasóló af mikilli inniifun eins og sjá má. „Hef alltaf verið mikiii bióá- hugamaður." D V-mynd Bjarnieifur. Dægradvöl Mezzo■ manna Gleðilegt ár, félagar og vinir góðir. Og við bætum „komiði sælir” við ávarpið. Já, Dvölin er söm við sig í byrjun ársins enda búin aö jafna sig eftir áramótin. Við hefjum árið aö þessu sinni með mönnunum í Mezzoforte. Lítum inn til þeirra þar sem þeir leika við hvern sinn fingur í litlu risherbergi við Lauga- veginn. Félagarnir eru með sannar „baðstofuballööur” inn- an um vini og venslamenn í þessu húsnæði Teiknistof- unnar Arkó. Undirtektir viðstaddra eru líka eftir því. Dvölin er þó fyrst og fremst mætt til að rabba við þá félaga um frístundimar í landi Engilsaxa, en þar eru þeir Mezzomenn nú búsettir. Um leið og við skellum viðtölunum „á fóninn” óskum við Mezzoforte velgengniá nýbyrjuðu ári. Verði ’84 þeirra ár og okkar hinna. Texti: lón G. Hauksson Myndir: Bjarnleif ur Bjamleif sson i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.