Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1984, Blaðsíða 9
DV.ÞRltí jÚDAGUR 3. J'ANUAR1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Arafat valtur i leiðtogasessi Yasser Arafat var harðlega gagn- rýndur af ellefu manna miðstjórn A1 Fatah-skæruliðasamtaka hans fyrir að ákveða upp á sitt eindæmi aö eiga fundi með Hosni Mubarak Egypta- landsforseta á flótta sínum sjóðleiðina frá Trípolí. Miöstjórnin hefur undanfama daga verið á fundum í Túnis en þangað kom Arafat frá Norður-Jemen þar sem hann hefur fengið hæli fyrir sig og um rúmlega 3 þúsund skæruliða sína. Umræöur á fundunum eru sagöar hafa snúist um framtíð samtaka Pal- BÍLAUMFERD TAK- MÖRKUÐ í AÞENU VEGNA MENGUNAR Ohollt mengunarský, sem grúft hefur yfir Aþenu, hefur knúiö stjórn- völd til þess aö láta draga úr iön- rekstri í höfuðborg Grikklands, minnka hitun opinberra bygginga og banna sumar bifreiðategundir frá borginni. Mengunarmóða þessi stafar af iðnaðarúrgangi og útblæstri bifreiöa og er orðin svo fastur þáttur í lands- laginu og útsýninu að naumast sést nokkurn tíma til himins í ^þenu eöa hafnarborg hennar, Piraeus. Það þykir sannað að nokkur hundruð manns hafi veikst af meng- uninni. Um þrjár milljónir manna búa í Aþenu (eða þriðjungur þjóðarinnar) og um helmingur alls iðnaðar lands- ins er þar niðursettur. Hefur mönn- um lengi verið ljós vandinn af meng- uninni frá verksmiöjum og bílum því að fornminjar þessa fæðingarstaöar evrópskar menningar eru famar að láta stórlega á sjá maf völdum mengunarinnar. Skipulags- og umhverfisráöuneyt- ið hefur gert verksmiðjum og iðju- verum aö minnka reksturinn um 30%. Draga á úr húshitun og í dag gengur í gildi akstursbann á helming ökutækja í Aþenu. 1 tvo daga mega bílar, sem hafa skrásetningamúmer er endar á jafnri tölu ekki vera á ferli, en síðan tekur viö tveggja daga bann á hina, sem eru með oddatölu. Og svo koll af kolli. Heiður himinn sést ekki lengur í Aþenu vegna loftmengunar og mjög sér á fornminjum af sömu orsökum. estínuaraba og hafa miðstjórnarmenn lítið viljað út á þær gefa annað en að þær hafi verið erfiðar. En kvisast hef- ur að Araf at hafi mjög veriö gagnrýnd- ur í leiðtogahlutverkinu. Þær raddir heyrast sem halda því fram að Arafat hljóti að falla úr leiö- togasætinu. Oánægjan með Arafat, óráöþægni hans og sólóleik í ýmsum ákvörðunum, val hans á mönnum í foringjastöður meðal skæruliöa í stríðinu í Líbanon og margt fleira, hefur valdið klofningi meöal skæmliða PLO sem lauk með bræðravígum og innbyrðis vopnaviö- skiptum skæmliða. Sýrlandsstuddir skæmliöar PLO hröktu loks Arafat og stuðningsmenn hans frá Líbanon. Staða Arafats innan samtakanna mun naumast skýrast fyrr en á fundi fjórtán manna framkvæmdaráðs PLO sem ráðgerður er innan tíðar sömuleið- isíTúnis. Það þótti söguleg stund, þegar Arafat leiðtogi PLO átti fund með Mubarak Egyptalandsforseta en Palestínu- arabar hafa engin samskipti haft við Egypta síðan Sadat hóf f riðarsamning- ana við ísrael. — Þykir Arafat hafa teygt umboð sitt langt að hitta Mubarak án samráðs fyrst við með- stjórnendur innan PLO. Byltingar ekki eins algengar og ætlað er Mikil m i Leningrad Verstu flóð sem komiö hafa í mörg ár hafa valdiö spjöllum á stóru svæði við Leníngrad, næststærstu borg Sovétríkjanna. Um 35 ferkílómetrar af borgúini fóru undir vatn þegar áin Neva óx svo að vatnsmagni að yfir- boröið fór 2,25 m upp fyrir venjuleg flóðamörk. Tass-fréttastofan segir að engin slys hafi orðið á fólki en lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir hafa þó orðiö að koma mörgum til aðstoðar. í Leníngrad hefur flætt 265 sinnum á þeim 280 árum síðan hún var stofnuð sem Pétursborg af Pétri mikla keisara. Sovéska sjónvarpið segir að vatnið í Neva sé í rénum en það hefur sýnt myndir af strætum borgarinnar á kafi. Nú er í byggingu 25 km langur flóðgaröur meðfram Nevu til að draga úr flóöahættu í Leníngrad þar sem búa um fimm milljónir manna. Mikið hvassviðri hefur gengið yfir Eistland. Tré hafa slitnað upp með Það er rangt sem margir hafa haldiö fram að breytt ríkisvald sé oftar afleiðing byltingar en aö ný yfirvöld veröi til með hefðbundnum eða lögleg- um hætti eða í gegnum kosningar. Þetta .kemur fram í skýrslu byggöri á rannsókn frá Yale háskólanum sem gerð var á árabilinu 1948 til 1977 og þar birtist sú „ótrúlega” niðurstaða að í 238 tiifellum af 1883 hefur nýtt fram- kvæmdavald verið afurð byltingar eöa ofbeldis í 136 löndum sem rannsökuð voru. Val á forseta, forsætisráðherra og öðrum þjóðarleiðtogum var sem sé í 1645 tilvikum eftir lagalegum, stjórnarskrárlegum ellegar hefðbundnum leiðum. Þaö kom ennfremur í ljós við þessa rannsókn aö í 69 löndum sem athugun var gerð á hafði engin bylting átt sér stað í þrjá áratugi. En til að koma í veg fyrir misskilning ber ekki aö túlka niðurstöður þessar á þeim grundvelli aö friðsamleg skipti á framkvæmda- valdinu séu alltaf eftir lýðræöislegum leiðum — því langflest ríki heims eru ekki grundvölluö á lýöræðislegum rótum og húsþök fokiö en í höfninni í hugmyndum, eins og þær eru túlkaðar Tallinn hefur skipum hvolft. i vestrænum ríkjum. Það kann að hljóma mjög ankanna- lega en aðeins í 36 löndum sem Yale- rannsóknin tók til er um opið pólitískt kerfi að ræða. Opið stjórnkerfi er það kerfi, þar sem meirihluti þegnanna hefur tækifæri til aö k jósa. Kókaín fyrir 353 milljónir Spænska lögreglan hefur hand- tekið sex manns í samstarfi við frönsku lögregluna eftir að fannst kókaínsmyglfarmur í farangurs- geymslu járnbrautarstöðvar í Bayonne í S-Frakklandi. 24,5 kg voru þar í tösku sem skilin haföi verið eftir, en spænska lögreglan fann 7,5 kg til viöbótar í Madrid. Einn Spánverji, þrír Kólombíu- menn, ein kona frá Venezúela og ein frá Ástralíu voru handtekin og fannst lykill að töskugeymslu- hólfinu í Ba.vonne á einum Kólómbíumanninum sem talinn er foringi hópsins. Það er ætlað að kókainið hafi átt aö fara á markað á Spáni. Svarta- markaðsverð þessara 32 kg af kókaíni er talið nema tveim millj- öröum peseta (eða 353 milljónum ísl. kr.). HRESSINGARLEIKFIMI KVENNA OG KARLA VETRARNÁMSKEIÐ HEFJAST 9. JANÚAR NK. Kennslustaðir: Leikfimisalur Laugarnesskólans og íþróttahús Sel tjarnarness. GET BÆTT VIÐ ÖRFÁUM KONUM í BYRJENDAFLOKK. Fjölbreyttar æfingar - músík - slökun. Uppl. i sima 33290 kl. 9-14 daglega. Ástbjörg S. Gunnarsdóttir íþróttakennari. SAMHJÁLP KVENNA 6 vikna námskeið hefst 9. janúar nk. Ef næg þátttaka fæst mun Ástbjörg S. Gunnarsdóttir íþróttakennari gefa kost á hressingarleikfimi fyrir konur er gengist hafa undir brjóstaaðgerð. Kennslustaður: iþróttahús Seltjarnarness. Innritun og nánari uppl. i síma 33290 kl. 9-14daglega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.