Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1984, Blaðsíða 5
DV. ÞRIÐJDDAGOR íi.JANUAR 1984. 5 Uráramótagreinum stjórnmálamanna: „Ekki unnt að semja upp á gengislækkun” „Sjálfstæöisflokkurinn getur aö minnsta kosti ekki beygt sig undir þaö að aðilar vinnumarkaöarins brjóti stjórnarstefnuna á bak aftur. Það er meö öörum orðum ekki unnt aö semja upp á gengislækkun. . sagöi Þor- steinn Pálsson, formaður' Sjálfstæðis- flokksins, í áramótagrein í Morgun- blaöinu um helgina. „Vegna aflabrests er einsýnt, aö viö þurfum á næsta ári aö horfast í augu viö eitthvert atvinnu- leysi. .. Fyrir þá sök er nú mikilvæg- ast, aö ríkisstjómin kalli aöila vinnu- markaöarins til samstarfs í atvinnu- málanefnd, er fjalli um atvinnuupp- byggingu, skipulag og stjórnun at- vinnumála og fjárfestingar.” Þor- steinn telur, aö haldi aöilar vinnu- markaöarins vinnufriö á þeim grund- velli, sem ríkisstjórnin leggur, megi ræða opinberar tilfærslur í þágu lág- launafólks. Steingrímur Hermannsson forsætis- ráöherra sagöi í áramótagrein í Tím- anum, að ekki sé gert ráö fyrir hækkun á veröi opinberrar þjónustu á þessu ári. Erfiöleikar fari vaxandi í sjávar- útvegi og þjóðartekjur lækki þriöja áriö í röö. ,,Af þessari ástæðu hefur ríkisstjórnin ekki taliö fært aö gera ráö fyrir svo föstu gengi á næsta ári sem verið hefur undanfarna mánuði,” sagöi Steingrímur. En gengi skuli þó ekki breytast meira en sem nemur 5% á árinu. Steingrímur ræddi einnig um stofnun atvinnumálanefndar. Svavar Gestsson, formaöur Alþýöubandalagsins, sagöi í áramóta- grein í Þjóöviljanum, aö ríkisstjómin hygöist breyta íslensku þjóöfélagi í grundvallaratriðum. Launafólk geti nú ekki þolað áfram stórfellda kjara- skeröingu. Rétt sé aö benda á, án þess aö í slíku felist nokkur hótun, aö landinu hafi aldrei verið stjórnaö gegn verkalýöshreyfingunni. Tilraun núver- andi ríkisstjórnar til þess muni einnig mistakast. — Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýöuflokksins, sagði í ára- mótagrein í Alþýöublaöinu, aö sá árangur í veröbólgumálum, sem menn eygðu um þessar mundir, kynni aö veröa aö engu vegna þess að nú séu óbærilegar þrautir lagðar á mörg heimili í landinu. ,,Og þynging skatt- byrðarinnar þrýstir á um þaö aö hagur manna sé réttur meö öðrum hætti,” sagði Kjartan. -HH. ATTA FYRIRTÆKI KOMA TIL GREINA — sem eignaraðilar að Kísilmálmverksmiðjunni Um miðjan þennan mánuö ætti að veröa ljóst hvort erlendir aöilar hafa áhuga á að gerast eignaraöilar aö Kísilmálmverksmiöjunni sem fyrir- hugaö er aö reisa á Reyöarfiröi. Samstarfsnefnd sem skipuö er full- trúum úr stjórn Kísilmálmvinnslunnar og stóriðjunefnd hefur átt viöræöur viö 8 erlend fyrirtæki sem hugsanlega gætu haft áhuga á aö gerast eignar- aöilar aö verksmiðjunni. Hér hefur eingöngu verið um kynningarviöræöur að ræöa en fleiri aöilum hefur veriö kynnt málið bréflega. Þessi 8 fyrir- tæki, sem helst eru talin koma til greina, eru bæði framleiðendur og kaupendur kísilmálms. Um er aö ræöa fyrirtæki í Japan, Vestur-Þýskalandi, Bandaríkjunum og Noregi. Búist er viö aö þau muni svara um miðjan þennan mánuö hvort þau óski eftir frekari viöræöum um eignaraöild aö verk- smiðjunni. Samkvæmt heimildum DV hefur sá möguleiki veriö ræddur aö verk- smiöjan veröi alfarið í eigu nokkurra erlendra fyrirtækja. Ríkisstjórnin mun þó eiga eftir að taka afstööu til þess en þaö veröur gert þegar ljóst er hvaða fyrirtæki hafa áhuga á eignaraðild og meö hvaöa skilmálum, enda hefur enn ekki verið tekin ákvöröun um aö hefjast handa viö byggingu verk- smiöjunnar. -OEF. Listamaðurínn við tvö verka sinna. Guðmundur Thoroddsen Phiiippe Moreau, verslunarfulltrúi franska sendiráðsins, afhendir Kára Eliassyni farseðilinn til Frakklands. Með á myndinni er Guðjón Sigurðsson, deildarstjóri búsáhaldadeildar Sambandsins. Ungur skíðaþjálfari: Á NÁMSKEIÐI í FRÖNSKU ÖLPUNUM Skiöadeild KR barst fyrir skömmu boö frá búsáhaldadeild Sambandsins um aö tilnefna þátttakanda í 4 vikna náms- og þjálfunarferð til Frakklands í boöi franska viöskipta- ráöuneytisins og fyrirtækisins Trappeur sem framleiöir skíðaskó með sama nafni. Astæöur fyrir boöi þessu er stóraukin sala á Trappeur skíöaskóm. Skíöadeild KR valdi Kára Elías- son skiöaþjálfara til fararinnar. Námskeiðin veröa haldin vítt og breitt um frönsku Alpana. Auk skíöa- iökunar veröur þátttakendum boöið aö skoöa verksmiðjur skíðavöru- framleiöanda og einnig veröa fluttir fyrirlestrar um einstaka þætti skíða- iþróttarinnar. Stjórn skíöadeildar KR þakkar aö- standendum þessa námskeiös rausnarlegt boö sem vafalaust á eftir aö veröa fólki hvatning til að stunda skíðaiþróttina. -öþ. Nú hefiir Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis enn aufuð þjónustu við viðskiptavini sína. Sparisjóðurinn fiejur opnað umboðjyrir HAPPDRÆTTI HASKÓLA ISLANDS í útiBúi sínu á Sdtjamamesi Viðskiptamönnum sparisjóðsins stendur tií fooða að það se tekið út af reikningum fpeixra við endurnyjun happdrcettismiðanna. synir i Nýlistasaf ninu Guömundur Thoroddsen opnar málverkasýningu í Nýlistasafninu viö Vatnsstíg á föstudaginn klukkan 20. Guömundur stundaöi myndlistarnám í Myndlistarskóla Reykjavíkur hjá Hringi Jóhannessyni veturna 1974 og 1975. Síðan hélt hann til Frakklands þar sem hann var viö myndlistardeild Parísarháskóla og Beaux-Arts aka- demíuna 1976 til 1978. Frá haustinu 1981 hefur hann veriö viö Ríkisaka- demíuna í Amsterdam. Þetta er önnur einkasýning Guömundar hér á landi en hann hefur einnig tekið þátt í nokkrum sam- sýningum í Danmörku, Hollandi og hér heima. Verkin eru flest unnin á síöasta ári og eru öll til sölu. Sýningin er opin daglega frá klukkan 16 til 20 og 16 til 22 um helgar til 15. janúar. -óm., ... Já, fað er iárt að skipta við sparisjóðinn. SPARISJÓÐUR REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS Skólavörðustíg 11 • Reykjavík • Sími 27766 Austurströnd 3 • Seltjarnarnesi • Sími 25966

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.