Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1984, Blaðsíða 3
DV. ÞRlÐjllDAGUft'3.' jÁNUAft Í984. 3 „Mannfallið er óhugnanlegast” — segir Magnús ísfjeld Magnússon sem búsettur eríBagdad, höf uðborg íraks Þeir eru ekki margir Islendingarnir sem eru búsettir á átakasvæðunum fyrir botni Miðjarðarhafsins. Við hitt- um einn á dögunum og heitir hann Magnús Isfjeld Magnússon og er bú- settur í Bagdad, höfuðborg Iraks. Mun hann vera eini Islendingurinn sem er búsettur í þvísa landi. „Það er ágætt að búa þama, mun betra en að búa í Saudi Arabíu og Kuwait,” segir Magnús en hann hefur einnig búið í síðamefndu löndunum. Það sem gerir gæfumuninn, að sögn Magnúsar, er að Bagdad er stórborg meö evrópskst y firbragð þar sem er að finna ýmis þau þægindi sem Evrópubúar eru vanir, en því er aftur á móti ekki aö heilsa í borgum hinna tveggjalandanna. Magnús hefur verið búsettur í Bagdad á þriðja ár og starfar þar sem framkvæmdastjóri þýsks fyrirtækis sem vinnur að uppsetningu verk- smiðja, sem framleiða meðal annars byggingarefni úr sandi, sandkalk- steina. Allan tímann sem Magnús hefur dvalið í Bagdad hefur stríð geisað milli Iraka og trana. „1 Bagdag verður maöur frekar lítið var við styrjöldina,” segir Magnús, „en hins vegar var ein verksmiðjan okkar alnálægt átakasvæðunum einu sinni í suðurhluta landsins en sú hætta er nú liðin hjá að minnsta kosti í bili.” Magnús fór einmitt að kynna sér aðstæður á þessu svæði á meðan átökin stóöu enn yfir í nágrenninu. ,,Það heyrðust ógurlegar drunur og læti og bjarmi yfir öllu”, segir hann. „Þaö er eiginlega undarlegt aö maður skyldi ekki hafa orðið hræddur, en sem Islendingur gerir maður sér kannski ekki grein fyrir hvað er raunverulega um að vera,” bætir hann við. Ahrifa stríösins gætir mun meira óbeint, til dæmis á efnahagssviðinu og nefnir Magnús sem dæmi að fyrir- tæki hans hafi átt í erfiðleikum með aö fá greiðslur inntar af hendi fyrir verk- smiðjubyggmgar. Stríðið kostar Iraka geysilegar fjár- upphæðir og tapið sem landið hefur orðið fyrir vegna samdráttar í olíu- framleiöslu er geysilegt. Hefur þetta leitt til verðbólgu sem Magnús tclur vera á bilinu 120 til 150 prósent, en kaup hefur ekki hækkaö neitt að sama skapi. Stærsta tap Iraka álítur Magnús þó vera mannslífin en mannfall mun vera óhugnanlega mikiðá báða bóga. Kór Öldutúnsskóla í Hafnarfirði prýðir forsíðu Sveitarstjórnarmála að þessu sinni. Sveitarstjórnarmál komin út Sjötta tölublaö 43. árgangs Sveitar- stjórnarmála, tímarits Sambands íslenskra sveitarfélaga, er nýkomið út. Ritiö er um 80 blaðsíður aö stærð og kennir þar margra grasa. Þar er m.a. grein eftir Margréti Margeirsdóttur, deildarstjóra í félagsmálaráöuneyt- inu, um ný lög um málefni fatlaðra sem tóku gildi um áramótin. Greinar um tónlistarmál setja nokk- urn svip á Sveitarstjórnarmál að þessu sinni. Egill Friðleifsson skrifar um kór Öldutúnsskóla, Jón Hlöðver Askelsson skrifar um álitsgerð tónfræðslunefndar og hugleiöingar um hana og Stefán Edelstein skrifar um gildi og tilgang tónlistaruppeldis. Af öðru efni má nefna grein Jóns Sigurðssonar, forstjóra Þjóðhagsstoúi- unar, um fjárhag sveitarfélaga og þjóðhagshorfur, grein um gatnakerfiö í bæjarskipulaginu eftir Einar B. Pálsson prófessor og frásögn af 11. þingi Landssambands slökkviliðs- manna. Ritstjóri Sveitarstjórnarmála er Unnar Stefánsson. -GB „Maður verður frekar litið var við sjálfa styrjöldina í Bagdad en myndir af víg- völlunum eru óhugnanlegar”, segir Magnús ísfjeld Magnússon sem starfar sem framkvæmdastjóri þýsks fyrirtækis í Bagdad. ÐV-mynd EÓ. „Þaö sem kannski er óhugnanlegast við þetta er aö það er alltaf að lækka aldurinn á þeim, sem eru kvaddir til herþjónustu og þetta verður alltaf erfiðara og erfiðara eftir því sem fleiri falla frá,” segir Magnús Isfjeld Magnússon. -SþS. Fyrirtækið Véltak hf. HEFUR SMÍÐI FRYSTIGÁMA í BÁTA OG TOGARA Fyrirtækið Véltak hf. mun í næsta mánuöi hefja framleiðslu frysti- gáma í togara og báta. Aö sögn Guð- bjarts Einarssonar framkvæmda- stjóra hefur fyrirtækið látiö gera út- reikninga sem sýna fram á umtals- verða aukningu á aflaverðmæti með tilkomu gámanna. Einar sagði að fyrst hefði verið farið að huga að framleiðslu þessari í október síöastliðnum. Hefði verið fyrirhugað að hefja hana nú um , áramót en það heföi dregist vegna tafa á efni sem keypt er frá Englandi. Gámarnir væru einkum ætlaöir fyrir togara, trollbáta, rækjubáta o. fl. „1 fyrstunni vorum við aö huga að meltutækjum í báta”, sagöi Einar, „en við útreikninga kom í ljós að frystitækin reyndust miklum mun hagkvæmari fyrir útgerðina og því ákváðum við að fara þessa leiðina. Varðandi aukningu aflaverðmætis getum viö nefnt sem dæmi togara sem frystir 200 tonn á ári af fiski sem ekki fengist alltof hátt verð fyrir í landi. Með tilkomu frystitækjanna mætti gera ráð fyrir aö aukning afla- verömætis hjá honum næmi ríflega 8 milljónum króna. Frystitækin sjálf myndu kosta á bilinu 800 þúsund til einnar milljónar króna ’ ’. Framleiöslu Véltaks veröur þannig háttað að gámarnir verða smiðaöir eftir máli í hvert skip fyrir sig. Sagði Einar að slíkt fyrirkomu- lag reyndist best því þá gætu kaup- endur pantað þá stærö sem hentaði viðkomandi skipi. Það yrði því ekki um staðlaða framleiðslu að ræða. Frystivélarnar fyrir gámana sagði Einar vera innfluttar svo og plötu- frystitækin sem frystu sjálfan fiskinn. -JSS OKKAR ÁRLEGA HOFST í MORGUN ^^^^biktoria v vw V” emifirtUCfli 12 dansskólinn DANSNYJUNG Skilaboð! Halló krakkar og adrir! Erum nýkomnar frá London med allt Iffi það nýjasta (og vid eigum viö það allra nýjasta), t.d. kennum vid lotu úr W Cats og einnig hinum nýja Dancing, og fullt af frábærum dönsum. ATH: Nemendur sem voru fgrir jól tilkynni sig sem fyrst vegna mikillar adsóknar. Klukkan 10-12 Hlökkum til að sjá ykkur.J) j^ær fcvefija INNRITUNARSÍMAR- 09 ^ 1 ‘ 'Y. s, 46219 - 78108 sjáumst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.