Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1984, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1984, Blaðsíða 36
 LOKI Hann mætti kannski keyra happdrættisbílinn i staðinn. Náttfari 776 seldur Stofnað hefur verið sameignarfélag um stóðhestinn Náttfara 776 frá Ytra- Dalsgerði. Það eru nokkrir áhuga- menn á Suöurlandi um Náttfara sem gerðu kaup við Sigurbjörn Eiríksson sem mun eiga áfram einn fimmta hlut í hestinum. Hina fjóra hlutina eiga Gunnar M. Friðþjófsson, Selfossi, Símon Grétarsson, Selfossi, Jón Sigurðsson, Skollagróf Hrunamanna- hreppi, og þau hjónin Freyja Hilmars- dóttir og Albert Jónsson. Ekki hefur verið ákveðið /hvar hesturinn muni veröa notaður, utan næsta sumar, en þá verður Náttfari notaður í Hrunamannahreppi fyrri hluta sumars, en Hrossaræktarsam- band Suðurlands hefur tekið hann á leigu síöari hluta sumars. Heyrst hefur að kaupverðið sé hátt, allt að fimm hundruð þúsund krónur. Sigurbjöm Eiríksson hefur nú seit þá feöga Náttfara 776 og Sörla 653 meö skömmu millibili en Sörli var seldur Hrossaræktarfélagi Skagfirðinga í vetur. E.J. Arnarflug innanlandsflug: Öllu starfs- fólki sagt upp Arnarflug sagði upp öllu starfsfólki, sem starfar við innanlandsflug, um áramótin. Starfsmennirnir, sem um ræðir, eru ellefu talsins. í frétt frá Amarflugi segir að þrátt fyrir nokkurn bata í rekstri félagsins á árinu 1983 sé sýnt að grípa verði til víðtækra ráðstafana sem leiði til skipu- lagsbreytinga til aö tryggja áframhald innanlandsflug Arnarflugs. Ætlunin sé að þessi endurskoðun fari fram í sam- ráði við fulltrúa starfsfólks. Því telji félagið óhjákvæmilegt að vera óbundið af ráðningarsamningum starfsfólks þegar niðurstöður liggi fyrir. -JSS Slæmtveður áNorðurlandi Versta veður var um allt norðanvert landiö í morgun og vegir ófærir. Vega- geröin ráðgerir ekki mokstur fyrr en lægir en samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar á veður að ganga nið- ur þegar líöur á daginn. I kvöld verður éljagangur á Noröurlandi en síðan á hann aðsnúast í suðaustanátt. I morgun áttu Akurcvringar í nokkrum erfiðleikum með að komast til vinnu vegna ófærðar, sérstaklega efst i bænum og í Glerárþorpi. Snjó- ruðningstæki sáu þó um að halda aðal- leiðum opnum. JBH/Akureyri ÞRIÐJUDAGUR 3. JANUAR. Skákmótið í Groningen: Björgvin miðdrymbis Næstsíðasta umferö Evrópumeist- aramóts unglinga í skák var tefld í gærkvöldi og að henni lokinni er Salov frá Sovétríkjunum efstur meö 9,5 v. af 12, en Agdestein frá Noregi er 2. með 9,0 v. Biðskákir rugla stöðu næstu manna. Okkar maöurá mótinu, Björg- vin Jónsson, er rétt fyrir ofan miðju með 6 v. Hann lagði Smith frá Wales mjög örugglega í gærkvöldi. Síðasta umferð mótsins veröur tefld í kvöld og teflir þá Björgvin væntanlega við Lutz frá V -Þýskalandi. LUKKUDAGAR k 1. janúar33555 Datsun Micra 2. /anúar24015 Hljómplata 3. janúar33504 Tafl Vinningshafar hringi í síma 20068 KLETTA kjúklingur í KVÖLDMATINN HEILDSÖLUSÍMI21194 Dorriét Kavannah látin Dorriét Kavannah sópransöngkona lést í sjúkrahúsi í Bonn á gamlársdag eftir alllangt og erfitt sjúkdómsstríð. Hún var hálffertug aðaldri. Dorriét Kavannah var fædd í Barce- lona á Spáni. Þar ólst hún upp en flutt- ist síðan með móður sinni til Bandaríkjanna og síðar til Italíu. Hún stundaði leiklistarnám framan af en Iagði síöan stund á söngnám. Hafði hún náö miklum vinsældum sem sópran- söngkona er hún lést. Hún kom fyrst hingað til lands 1980, ásamt eiginmanni sínum, Kristjáni Jóhannssyni óperusöngvara. Söng hún hér á mörgum tónleikum, hinum síð- ustu í Austurbæjarbíói fyrir rúmum mánuöi. Dorriét Ka vannah verður jarðsungin á Akureyri. Okumaður sjúkra- bflsins kærður „Málið er það að maðurinn var kærður fyrir það að vera áhitmun og við höfum unnið við þetta mál eins og önnur,” sagöi Pétur Sveinsson, lög- regluvarðstjóri á Patreksfirði, í samtali við DV í morgun vegna orð- róms um þaöaö lögreglan á Patreks- firði hefði haft afskipti af ökumanni sjúkrabifreiðarinnará staðnum. Kæran á hendur ökumanni sjúkra- bílsins gengur út á það að hann sé réttindalaus á sjúkrabílinn þar sem hann hafi ekki meiraprófið svokall- aða. Er þar stuöst viö 27. grein um- ferðarlaga vegna aksturs leigubif- reiða. Að sögn lögreglustjórans hefur ökumaður sjúkrabílsins verið kvadd- ur tvisvar til yfirheyrslu vegna þessa máls. Þar af var hann í annað skiptið stoppaður á s júkrabílnum. Hann var ráðinn á sjúkrabílinn 1. nóvember í forföllum annars manns sem veiktist. Það er sjúkrahúsið á Patreksfirði sem annast rekstur sjúkrabUsins en Rauði krossinn á hann. „Við höfum óskað eftir því við framkvæmdastjóra sjúkrahússins að annar verði fenginn til að aka bilnum á meðan verið er aö rannsaka málið og það er fyrir dóms- stólum,” sagði Ulfar Thoroddsen, formaður sjúkrahússtjórnar á Patreksfirði, vegna þessa máls i morgun. En hvað segir ökumaður sjúkra- bUsins sem deilan stendur um, Gunn- arR. Pétursson? „Eg er enn á bílnum og hlýt að aka honum á meðan ég hef ekki verið úrskurðaður af honum. Eg fór fram á það við sýslumanninn aö hann úr- skuraði mig af bUnum en hann vUdi þaðekki.” — Hvaða próf eru með? „Gamla prófið, gefiö út 1959 með réttindi á vörubíi og 16 manna rútu án gjalds. En ég er ekki með meiraprófið.” , J2g vil aö þaö komi fram að á ár- unum ’65 til ’73 var ég héraðslög- reglumaður og ok þa sjukrabilnum af og til. Og veit ekki annaö en yfir- lögregluþjónniun. Pctur Svcinsson, hafi verið í sjúkraflutningum áöur enhanntókmeiraprófið.” -jgh Símahappdrættisbíllinn: Ekki af hentur fyrr en sættir hafa tekist „Svona mál hefur aldrei komiö upp hjá okkur áður,” sagði Sigurður * Magnússon, framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, er við spurðum hann um deUuna um happdrættisvinninginn í símahapp- drættinu sem sagt var frá í blaðinu í gær. Símahappdrættið er á vegum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra en ekki á vegum Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, og er hver miði sendur út á nafn og simanúmer þess sem skráður er fyrir símanum. Stúlka sem skrifuð er fyrir síma i Keflavik gerir kröfu til að fá vinning- ínn sem upp kom á símanúmer henn- ar, en sú sem nú leigir ibúðina sem síminn er í og greiddi miðann krefst einnig vinningsins sem er glæsUeg bifreið. „Það liggja fyrir kröfur hjá okkur frá tveim aðUum um aö fá sama bíl- inn,” sagði Sigurður. „Við höfum ekkert gert í málinu og bíðum meö að fá úr þvi skorið hver rétturinn er. Þetta er mjög óvenjulegt mál og svona lagaö hefur aldrei komið upp hjá okkur áður," sagði hann. „Eg hef eindregið hvatt þær tU að sættast í þessu máli en ég veit ekki hvort það tekst. A meðan svo er ekki verður bíllinn ekki afhentur. ” -klp- 27022 AUGLYSINGAR SÍOUMÚLA 33 SMAAUGLYSINGAR AFGREIÐSLA SKRÉFSTOFUR ÞVERHOLT111 gjcci 1 ^*^JÓRN I SÍÐUMÚLA12-14 TALSTÖÐVAR- BÍLAR UM ALLA BORGINA SÍMI 8-50-60. ÞROSTUR SÍÐUMÚLA10 DV-mynd GVA. Happdrættisvinningurinn, bifreið af gerðinni Fiat-Uno, verður ekki afhentur fyrr en lausn hefur fengist á þvi hvort stúlkan sem borgaði miðann eða sú sem skrifuð er fyrir simanum á að fá hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.