Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1984, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1984, Síða 10
10 DV ÞRIÐJUDAGUR10. JANUAR1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd _______________Umsjón: Herdís Þorgeirsdóttir__ Hve margir englar geta dansað á nálaroddi? nauösynþess að stórveldin snúi afturað samningaborðinu og mögulegar leiðir Þeir eru ófáir sem nú velta því fyrir sér innan ríkisstjórnar Banda- ríkjanna, meöal bandamanna þeirra og víöar hver sé hugsanlega besta leiöin til aö fá stórveldin tvö aftur aö samningaboröinu til aö ræöa strategísk eöa langdræg kjarnorku- vopn sem og meðaldræg kjarnorku- vopn eftir aö öllum slíkum viöræðum hefur veriö hætt í bili. Blaöið International Herald Tri- bune skýröi nýlega frá skoöunum þriggja sérfræöinga á sviöi afvopn- unarmála á mögulegum leiöum í þessu sambandi, þeirra Gerard C. Smith, sem var yfirmaður banda- rísku sendinefndarinnar í SALT 1 viöræöunum, Paul C. Warnke, sem var yfir sendinefndinni í SALT 2 viö- ræöunum, og John B. Rhinelander, sem var ráögjafi Bandaríkjamanna í SALT 1 viðræöunum. Umræddir aðilar voru inntir eftir því hvar þeir teldu aö hundurinn lægi grafinn varöandi árangursleysi eöa tregöu stórveldanna til aö ná samkomulagi. Telja umræddir aö þörf sé á nýjum samningaaðferðum og aö stórveldin bæði þurfi aö leggja sig talsvert meira fram, m.a. endurskoöa þær ályktanir sem þau hafa dregiö af mistökum í undangengnum samn- ingaviðræðum. Reynslan á aö hafa kennt Bandaríkjamönnum aö samn- ingaviöræður viö Sovétmenn geti aöeins orðið árangursríkar ef tak- markanir á einu stigi geti leitt til enn meiri takmarkana á því næsta. Því ættu Bandaríkjamenn aö taka upp smáskrefakennda aöferö í samn- ingaviðræðunum. Sérfræðingarnir segja að þaö sé gott og blessaö aö Reagan Banda- ríkjaforseti vilji ná samkomulagi viö Moskvu en þeir draga í efa aö Reagan skilji hvers sé krafist af báöum aöilum til að árangur náist. Benda þeir á aö enginn samningur sem snerti strategísk vopn hafi veriö undirritaöur í meira en áratug. Tveir samningar um bann viö kjarnorku- vopnatilraunum hafa verið ræddir en ekki samþykktir sem og SALT 2 samningurinn. Bandarísk stjórnvöld hafa dregiö sig út úr viðræðum um allsherjar- bann viö tilraunum meö kjarnorku- vopn og þau hafa ekki svarað tilraun Sovétmanna um aö opna aö nýju viöræöur um kjarnorkuvopn úti í geimnum. Þá segja sérfræöingar þessir aö „stjörnustríös” áhugi Reagans forseta sé ógnandi og geri lítið úr ABM samningnum um gagn- eldflaugakerfi sem er merkasti samningur sem náöst hefur á þessu sviði. Að mati umræddra aöila ættu bæöi stórveldin aö stuðla aö því að viö- ræöur um meðaldræg kjarnorkuvopn yrðu ekki aðskildar frá viöræöum um langdræg kjarnorkuvopn — því ef þessar tvær tegundir vopnakerfa yrðu settar undir einn hatt, telja þeir aö vandinn varöandi bresku og frönsku kjarnorkuvopnakerfin yröi leystur. Þeir segja aö aöskilnaöur á milli umræddra vopnakerfa sé yfir- boröslegur og það sé nauösynlegt aö leysa vandann varöandi meöaldræg kjamorkuvopn í víötækara sam- hengi. Þaö sem mestu varðar, aö mati umræddra sérfræðinga, er aö hvor aðili fyrir sig reyni að meta hvað skipti mestu máli fyrir hinn. Benda þeir á aö Sovétríkin hafi í START viöræðunum gert þau mistök aö sýna engan lit í þá átt aö þau væru tilbúin aö ræða fækkun á SS-18 langdrægum eldflaugum. Þá hafi öll tilboð Reaganstjórnarinnar í START viö- rasðunum krafist mikillar fækkunar á landföstum eldflaugum Sovét- manna án þess aö takmarka fyrir- hugaöa uppsetningu MX eldflaug- anna og Trident-2. Telja þessir aöilar aö Bandaríkin eigi enn eftir aö gera tilboö sem takmarki verulega sprengjuflugvélar sem beri stýri- flaugar — en þar hafi Bandaríkja- menn verulega yfirburöi. Niöurstaöa sérfræðinganna er sú aö sérhvert samkomulagsatriði veröi aö þjóna hagsmunum beggja stórveldanna. Þeir benda á aö í START viðræðun- um hafi Sovétmenn komiö meö tilboö sem byggt var á SALT 2 samn- ingnum sem ýtti undir meiri niöur- skurö en kveðið var á um í SALT 2. Þeir segja aö þetta tilboð sé ekki boölegt í núverandi formi en þó eigi stjórnvöld í Washington aö reyna á vilja Kremlverjanna meö því að sýna vilja í þá átt aö fækka stýri- jflaugum, sprengjuflugvélum og kaf- bátum og í staö þess dragi Sovét- menn úr fjölda landfastra langdrægra eldflauga. i Segja sérfræðingarnir aö Reagan forseti eigi núna aö senda sinn hæf- asta mann meö fullum stuöningi beint til Moskvu til aö hefja samn- ingaumleitanir. Benda þeir á fyrr- verandi varnarmálaráöherra Richard Nixons, Melvin R. Laird. Segjast þeir minnast vonbrigöanna í kjölfar áralangra viöræöna um tak- markað bann á tilraunum með kjarnorkuvopn en þá hafi bandarísk stjórnvöld áriö 1963, sent Averall Harriman sem haföi verið sendi- herra Bandaríkjanna í Moskvu á stríðsárunum. Eftir tveggja vikna dvöl í Moskvu, þar sem Harriman beitti þekkingu, innsæi og dipló- matískum hæfileikum sínum, náöist samkomulag. Meö von um raunveru- legan árangur í afvopnunarmálum mætti reyna þetta aftur, segja þeir Smith, Warnke og Rhinelander. „Hve margir englar geta dansað á nálaroddi án þess aö stjaka hver viö öörum?” spuröi Isaac D’Israeli áriö 1823 og var þá aö umskrifa setningu eftir heilagan Tomas Aquinas frá 13. öld. Þessi setning er vel viö hæfi enn með tilliti til allra friöarumleitana án árangurs. „Enginn meö réttu ráöi,” sagöi Winston Churchill haustiö 1948, „getur staöiö í þeirri trú aö viö höfum ótakmarkaðan tíma framund- an. Viö veröum að setja málin á oddinn og gera út um þau í eitt skipti fyrir öll. Viö megum ekki veltast áfram fyrirhyggjulaus og óhæf, bíöandi eftir því aö eitthvaö gerist,” sagöi Churchill. Bandarísk stjórnvöld hafa lýst því yfir aö Rússar eigi næsta leik varð- andi nálgun aö samningaviðræðum. Einnig hefur boriö á því aö lítill efi viröist ríkja meöal bandarískra stjórnvalda um aö Sovétmenn snúi aftur aö samningaborðinu. Rétt fyrir áramót sagöi Reagan forseti í spjalli viö blaðamenn aö hann væri bjart- sýnn á samskipti stórveldanna tveggja. Sagöi forsetinn að honum fyndust samskiptin ekki einkennast af spennu vegna styrks Banda- ríkjanna og bandamanna þeirra. „Eg tel aö ástandið hafi veriö miklu óöruggara þegar við leyföum okkur aö veikja stöðu okkar að því marki aö viö lágum vel viö höggi,” sagði Bandaríkjaforseti. „Þetta er sama gamla flækjan,” segir einn greinarhöfunda hjá bandaríska stórblaðinu The New York Times. „Þeir geta ekki hist án þess aö vilja hafa eitthvaö upp úr því — en þeir hafa ekkert upp úr krafs- inu án þess aö hittast.” Vonir eru því bundnar við þaö nú aö leiðir finnist aö samningaboröi stórveldanna aö nýju — því fyrr því betra, ekki eingöngu meö tUliti til slökunar spennu heldur einnig meö tilliti til þess aö bráöum hefst undir- búningur kosningabaráttu í Banda- ríkjunum og það gæti haft áhrif á samningaumleitanir sem aö öllum líkindum eru betur settar án slíkra áhrifa. Enginn samníngur sem snertír strategísk eða langdræg kjamorkuvopn hefur veríð undírritaður imeira en áratug. Bent er á Mehrin R. Laird, fyrrum vamarmálaráðherra Nixons, sem einn hæfasta einstakling sem Reagan- stjórnin gmtí sent ti! Moskvu tíl að ná árangri varðandi samningaumleitanir. „Enginn með ráttu ráði," sogOi Churchill haustíO 1948, „getur staðið i þeirri trú að við höfum ótak- markaðan tíma..."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.