Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1984, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1984, Page 12
mí HAtmAi M HUOAQULQIHfI ,VQ 12 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. Stjórnarformaöur og Otgáfusfjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. FramkvænKlastjóri og útgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON. Rítstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoöarrítstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SIDUMULA 12—14. SÍMI 86A11. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plótugerö: HILMIR HF., SÍOUMÚLA 12. P rentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverðá mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað 25 kr. Þúsundglötuð störf Um áramótin voru 1.868 konur og 1.490 karlar at- vinnulaus hér á landi. Samtals eru þetta 3.358 manns eöa um 3% af öllum mannaflanum. Þetta eru mun hærri tölur en sézt hafa í mörg undanfarin ár og fela í aðvörun. í samanburöi við útlönd er 3% ekki há tala. En hún er ekki í okkar stíl. Hún er ekki í samræmi við stefnu fullrar atvinnu, sem hefur verið einn af hornsteinum stjórnmála- flokka og ríkisstjórna á íslandi um langt skeið. Hlutfall, sem var 2% í fyrra og er 3% um þessar mundir, getur verið komið upp í 4% eftir ár. Senn getur liðiö að því, að hér myndist stétt, jafnvel ættgeng stétt at- vinnuleysingja, utangátta í þjóðfélaginu og án umtals- verðrar vinnuvonar. Slíkt ástand þurfum við umfram allt að forðast. Viö sjáum í öðrum löndum, hvílík breiðfylking félagslegra vandamála fylgir kerfislægu atvinnuleysi, einkum hjá ungu fólki, sem aldrei hefur haft vinnu og hefur enga von um hana. Upp að vissu marki eru tölur um atvinnuleysi mark- litlar. Á móti þeim vega mörg laus störf, sem ekki er hægt að fylla, einkum í nútímalegum atvinnugreinum, þar sem sérþekkingar er krafizt. Atvinnuauglýsingar blaðanna sýna þetta. Misræmið er eðlileg afleiðing sífelldra breytinga á at- vinnuháttum landsmanna. Aðlögunin tekur alltaf tíma. Þess vegna er fólk atvinnulaust á einu sviði á sama tíma og starfskrafta vantar á öðrum sviðum. Aukna atvinnuleysið hér á landi stafar nær eingöngu af minnkun fiskistofna og tilheyrandi aflabresti. Sennilega hafa um þúsund störf glatast af þessari ástæðu og kemur það afar þungt niður á mörgum sjávarplássum. Nú er verið að reyna aö skipuleggja sjávarútveginn að nýju. En kvótakerfi eða eitthvert annað kerfi breytir ekki aflabrestinum. Hann er staðreynd, sem mun fylgja okkur næstu árin, því að langan tíma tekur að vinna stofnana upp að nýju. Þjóðfélagið þarf því að finna um þúsund ný og arðbær störf í stað þeirra, sem glatazt hafa í sjávarútvegi. Og þetta er hrein viðbót viö þau tvö þúsund störf, sem finnast þurfa á ári hverju til að mæta aukningu mannafla. Það gerist ekki í landbúnaði. Verulegur hluti hans, kinda- og kúabúskapurinn, er ekkert annaö en dulbúið at- vinnuleysi, sem ríkið rekur með margfalt meiri til- kostnaði en það mundi hafa af tilsvarandi atvinnuleysis- bótum. Aukningin þarf að vera í iðnaði og margvíslegri þjónustu, sem óhjákvæmilega fylgir iðnþróun. Þar er von okkar um, að full atvinna verði í framtíðinni eins og hún var til skamms tíma. Þar er nýgræðingurinn, sem þjóðin þarf að hlúa að. Gengislækkunin í fyrrasumar og endurteknar kjara- skerðingar valda bættri samkeppnisaðstöðu íslenzks iðnaðar á innlendum og erlendum vettvangi og auknu bol- magni hans til að f járfesta í nýjum atvinnutækifærum. Ef fyrirtæki hagnast, hvort sem það stafar af kjara- skerðingu eða öðru, getur það aukið fjárfestingu sína í vélum, tækjum og öðrum búnaði, sem skapar nýja at- vinnu. Þetta er jákvæöa hliðin á annars neikvæðri kjara- skerðingu. Við verðum að vona, að það, sem þegar hefur harka- lega verið gert, dugi til að tryggja að fullu nýja atvinnu og bægja frá okkur vandamálum atvinnuleysis, sem við sjáum við sjóndeildarhringinn. Þá munu lífskjörin smám saman batna af sjálfu sér á nýjan leik. Jónas Kristjánsson. __________DV. ÞRIÐJUDAGUR10. JANPAR1984. ORDSINS VEGNA Þá eru blessuð jólin um garð gengin, þrettándinn og Knútsdagur eru að baki. Geisladagur verður nú í vikunni, en þá er almennt taliö aö menn geti án mælitækja greint aö svartasta skamm- degið sé gengið yfir. Þá birtir um það bil 12 mínútum fyrr á morgnana og myrkriö leggst á húsin hálftíma síðar en meöan svartast var. Og í næstu viku verður miöur vetur, en þá byrjar þorr- inn með súrmat, sviðum, kýrhraunum og hrossablóðmör, eða hvað þetta nú allt heitir sem haft er í hrútspungum þeim er við nefnum nú þorramat, en var nefndur íslenskur matur áöur en Þjóöviljinn, Vikan og önnur ragúblöö fóru að steikja ket og marinera, eða hvað þessi munaöur á síöum blaöanna heitir, er aflagði soðninguna og ketsúp- una, ásamt hinum trausta islenska mat, sem áður var um getiö. Þetta voru stutt jól hjá launavinnu- mönnum, eiginlega aðeins venjuleg helgi í bónusnum. En þó örðug hjá mörgum eftir að almættið og ríkis- stjórnin misstu heyrnina. Um helgina var mest rætt um veður- far, en hér rak á kisur, eins og þeir nefna það norður í Olafsfirði, þegar hafiö ber landið svo í andlitið aö tennur brotna og báta rekur á land. Raflínur slitna og síminn fer í sundur, svo ekki sé talaö um annað tjón, sem metið er í milljónumkróna. Eftir helgina JÓNAS GUÐMUNDSSON RITHÖFUNDUR Það er þó bót í máli, að ekki er vitað um mannskaða, enn að minnsta kosti, samt voru á annað hundrað skip á sjó þó vetrarvertíð hefjist ekki fyren eftir mánaðamót, eða sú forna vertíð er fór með lóðir og sjóferðabænir úr hinum ruddu vörum á tjörguöum skipum til aö sækja fyrstu björgina og nýmetiö er úr sjó var dregið ár hvert. Þá sóttu menn úr flestum lands- fjóröungum vetrarvertíö á suðurlág- lendið, eftir að hafa brotist í stórviðr- um yfir heiöarvegi, vaðiö jökulvötn upp í háls eða lent í öðrum svaðilför- um. Og einmitt svoleiðis bál gekk nú yfir Suðurland og reyndar allt landið um miðja seinustu viku. Tölvur í Ameríku og á Englandi voru sammála um þetta illviðri er brast á eins og hendi væri veifað — á réttum tíma, svo jafnvel gamaldags barómetersmenn hefðu ekki gjört betur. A hinn bóginn leiðir þetta hugann að mörgu öðru er varöar öryggi borgar- anna, báta í höfnum og landsins. I ljós kemur, að sjóvarnargörðum hefur t.d. ekki verið haldið viö í áratugi, þar sem vertíðarmenn höfðu þó öldum saman faömað kalt grjótið og borið á réttan staö aftur eftir að brim hafði hróflað viö görðunum. Svo hafði til dæmis ver- iö gjört lengi á Suðurnesjum og víst einkum eftir Básendaflóðið 1798, er Bássanda tók af, eins og það var nefnt í annálaskrift, en þá hreif sjávarflóð með sér mörg hús. Mannskaði varð en flestir eða margir björguðust við illan leik og horfðu svo á hafið gleypa heimilin og önnur hús. Og þegar út fjaraöi var verstööin horfin. — Og ■ Islendingar standa nú í samningum viö erlend fyrirtæki bæði vegna álvers- ins í Straumsvík og járnblendiverk- smiðjunnar á Grundartanga. Hinir pólitísku hugmyndafræöingar hafa haft þessi samningamál mjög að leik- soppi, þó öfgar og ranghugmyndir um þessi mál geti skaðað okkur mjög þegar til lengri tíma er litið. Virðist auðvelt aö villa íslenskum almenningi sýn þegar mótaðilinn er erlent stór- fyrú-tæki. Talað er um auðhringa sem flytji úr landi arð íslenskra auölinda. Sjálfstæöi okkar sé í hættu og viö stefnum á aö veröa fátækt vinnuafl á valdi erlendra auöjöfra, smátannhjól í stóriðjubákni heimsbyggðarinnar sem eítri og eyði umhverfi og sálum þræla þeirra er henni þjóna. ÖU hefur þessi umræða meira einkennst af því hvað höföar mest tU tilfinninga manna, en ekki af skilningi á hinum efnahagslegu staöreyndum. Minningar um ok er- lendrar verslunareinokunar á þjóð sem barðist viö náttúruöfUn, hungruð á mörkum þess aö deyja út, hafa gert okkur hrædda við útlendinga og fyUt okkur vanmáttarkennd. Þjóðin er því mjög móttækileg fyrir öllu sem bendir til að útlendingar hlunnfari okkur á einn eða annan hátt. Það er eins og óttinn við að út- lendingar geti hagnast á fjárfestingum hér á landi sé aUs yfirráðandi og þá sé aukaatriði þó við högnumst sjálfir kannski miklu meira á þessari sömu fjárfestingu. Bergsteinn Gizurarson VERKFRÆÐINGUR, STARFAR HJÁ VITA- OG HAFNAR- MÁLASKRIFSTOFUNNI landi. Nú er komin nokkur reynsla á hvort tveggja, leiðina aö semja viö erlent stóriðjufyrirtæki án áhættu og taka áhættu með meirihlutaeign í öðru. Að vísu með erlendan eiganda í minnihluta. Hver hefur reynslan orðið? I samningunum við ISAL var engin áhætta tekin. Islendingar byggðu virkjanir með erlendum lánum sem orkusalan tU álversins stóð undir. Einnig var byggð höfn fyrir erlend lán sem álverið greiðir niður. Virkjanir og höfn verða hrein eign Islendinga að vissum tima liðnum. Samiö var um fast verð á raforkunni til ISAL eins og tíðkast á þeim tíma er samnmgurinn var geröur. Þróun mála hefur orðið sú að verðbólgan í heúninum hefur ruglað þetta dæmi nokkuð. Niöurstaðan orðiö að verð raforkunnar hefur veriö hækkað með tilliti tU hækkaðs virkjun- arkostnaöar vegna veröbólgu. Hærri vextir á erlendum lánamörkuðum hafa þó hækkað verð raforku frá nýjum virkjunum enn meira, eða um helming. • „Það er eins og óttinn við að útlendingar geti hagnast á fjárfestingum hér á landi sé alls yfirráðandi og þá sé aukaatriði þó við högnumst sjálfir kannski miklu meira á þessari sömu fjárfestingu.” Að eiga eða eiga ekki, hver er reynslan? Eðlileg viöbrögð við þeim ótta, aö fjárfesting útlendúiga hér yrði þeim arðsöm, og þar með aö þeir flyttu úr landi afrakstur íslenskra auölinda, eru kenningar um aö Islendingar skuli eiga sín stóriðjufyrirtæki sjálfir. Þá taka Islendingar áhættuna við f jár- festinguna á sínar herðar og geta notiö hagnaðarins óskipts án þess aö þurfa að horfa upp á að hann sé fluttur úr Tekjur af fjárfestúigu í upphaflegri virkjun vegna álversins hafa þrefald- ast í dollurum, en útgjöld hækkaö miklu minna. Islendúigar hafa í þessu dæmi því hagnast verulega án þess aö taka nokkra áhættu. Því má ekki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.