Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1984, Síða 16
16
DV. ÞRIÐJUDAGUR10. JANUAR1984.
Spurningin
Ætlar þú á
útsölu?
Magnús B. Sveinsson lagermaður:
Nei, ég hef ekki efni á því svona stuttu
eftir jólin og áramótin. Annars legg ég
mig lítið fram við að komast á útsölur.
Hálfdán Guðmundsson sjómaður: Nei,
ég hef nú ekki hugsað til þess. En ég
reikna með aö konan fari á útsölur. Eg
hef lítið fariö á útsölur.
Elín Sigurgeirsdóttir húsmóðir: Eg fer
helst ekki á útsölur, það er of margt
fólk þar og því erfitt að velja úr. Eg
greip nú samt tækifærið núna og fór og
keypti buxurá soninn á útsölu.
Jóhanna Jóhannsdóttir þýðandi: Það
væri vel þess virði. Meginhluti þjóöar-
tekna fer í gegnum húsmæðurnar og
útkoman fer því eftir fyrirhyggju
þeirra. Eg reyni að fara á útsölur, þar
er hægt að gera góð kaup.
Jódís Ölafsdóttir húsmóðir: Maður|
slæðist alltaf inn á eina og eina. En ég.
eltist ekki við þær. Maður hefur hvort
sem er ekki efni á því að fara á þær
eftir jólin, það væri betra ef þær væru
haldnarfyrir jólin.
Erna Þórarinsdóttir matvöru-
kaupmaður: Já, þar finnur maður
ódýrari vöru. Eg reyni að sækja þær,
ég hef oft gert góð kaup á útsölum.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Snjóruðningur vandamál
Walter Hjaltested hringdi:
Það væri gaman að fá svör við því
hvernig snjómokstri í borginni sé
háttaö. Borgaryfirvöld stæra sig af
því aö hafa 30 stórvirk tæki til snjó-
ruðnings. Hvar eru þessi tæki?
Hvaða götur ganga fyrir og hverjar
eru síðast mokaðar? Það er illfært
litlum bilum á ruddum götum vegna
þess að á miðri götunni liggur snjó-
hryggur sem auðveldlega væri hægt
aðryðja burt.
Ögmundur Einarsson, forstjóri
vélamiðstöövar, sagði að strætis-
vagnaleiðir og aðkomur að sjúkra-
húsum ásamt aðalumferðaræðum
hefðu forgang hvað varðar snjóruðn-
ing. Síöan væri tekið til við húsagöt-
ur. Tæki þau sem þeir heföu til
umráða væru ekki staðsett í neinum
sérstökum hverfum heldur væru þau
alls staðar á ferðinni þar sem þörfin
væri mest. Það fer því eftir aðstæð-
um og mati yfirverkstjóra hvar
tækin eru hver ju sinni.
Ogmundur sagði að það væri sér-
staklega mikið vandamál með snjó-
hryggina þegar hitastig færi upp
fyrir frostmark. Þá myndast is og
það verður illviðráðanlegt að brjóta
hryggina upp, þaö þarf aö gera meö
sérstaklega þungum vinnuvélum.
Þannig verður þessi hitabreyting
mikið vandamál hjá snjóruðnings-
mönnum.
,,Við gerum okkur fulla grein fyrir
því aö við mörg vandamál er aö
eiga,” sagði ögmundur og benti á að
mikið vinnuálag væri á starfsmönn-
um þegar sh'k ófærö skapaöist eins
og gerðist á dögunum. Reynt væri að
halda vinnuálagi innan skaplegra
marka, þó ynnu flestir 12 tíma vinnu-
dag og sumir jafnvel lengur.
Snjóruöningstæki á fuiiri ferö i ófœrðinni.
I
i
SAMSTARF VIÐ NEYTENDUR
Þama er mjólkin unnln og kemst bún i hendur neytenda án þess að mannleg hönd
komi þar við. En mjólkin á eftir að fara langa leið áður en það gerist.
Agnar Guðnason, blaðafulltrúi bænda-
samtakanna, vildi koma eftirfarandi á
framfæri:
I DV 2. janúar sl. birtist pistill frá
nafnnr. 5912-4005 um mjólkina og mUU-
Uöina, einnig var þar minnst á Bænda-
höUina. Þar sem verulegur misskUn-
ingur kemur fram hjá greinarhöfundi
þá tel ég rétt að svara spumingu hans
og leiðrétta það, sem rangt er farið
meö. Varðandi stækkun Bændahallar-
innar er rétt að benda á að það hefur
ekkert með mUUIiöakostnaö að gera.
Þessi framkvæmd sem nú er unniö að
er ekki fjármögnuð meö álagi á
afurðaverð eöa með skatti á framleið-
endur. Það eru tekin lán tU að standa
undir byggingarkostnaði og þess er svo
vænst að reksturinn geti staðið undir
afborgunum og vöxtum af þeim
lánum.
Þá er það m jólkurverðið. Samkvæmt
verölagsgrundveUi landbúnaöar-
afuröa eiga mjólkurframleiðendur aö
fá kr. 13,78 fyrir hvern mjólkurlítra
sem þeir leggja inn í mjólkursamlag.
Frá þessu verði dragast ýmis sjóða-
gjöld (3,3%). Heildsöluverð á mjólk í
lausu máli væri nú kr. 18,79 á Utra ef
hún væri ekki niðurgreidd en niður-
greiðslur nema kr. 4,51 á Utra.
Kaupmaöurinn eða kaupfélagið
greiöir kr. 15,54 fyrir hvern lítra
mjólkur í umbúöum í staðinn fyrir kr.
20,05, sem er hið raunverulega heUd-
söluverð. Síöast þegar verð á mjólk
var ákveðiö af 6-mannanefndinn var
gert ráð fyrir að mjólkursamlögin
þyrftu að fá kr. 6,27 á hvern lítra
mjólkur fyrir umbúöir, pökkun, dreif-
ingu til smásalans og vinnslukostnað
sem leggst á alla móttekna mjólk. Af
þessari upphæð fá samlögin greitt úr
rík Lssjóöi eins og áöur segir kr. 4,51 á
Utra en neytandinn greiðir beint af
þessum kostnaði kr. 1,76. Þá fær smá-
saUnn kr. 1,56 fyrir aö afgreiða hvern
Utra mjólkur tU neytenda.
Það var spurt hver fær niðurgreiðsl-
urnar? Þetta hélt ég að allir vissu sem
komnir eru til vits og ára. Auðvitað fá
neytendur niðurgreiðslurnar, þeir fá
þær með lækkuöu vöruverði. Ef
mjólkurverðið væri ekki niðurgreitt
yrðu neytendur að greiða kr. 4,51
meira fyrir hvern lítra en þeU gera í
dag.
Það mætti einnig spyrja hver borgar
þessar krónur sem variö er til niður-
greiðslna. Svariö er; það gera skatt-
greiðendur til sjávar og sveita.
Þá er rétt aö benda á að afurðasölu-
félög bænda byggja ekki yfir sína
starfsemi að ástæöulausu. Hvort sem
þaö er gert í Borgarnesi eöa á Bitru-
hálsi er ekki ráðist í byggingarfram-
kvæmdir nema að vel athugðu máU og
þær framkvæmdir miðast að því að
bæta þjónustu við neytendur og auka
hagræöingu í rekstri sem kemur fram-
leiðendur einnig til góða.
Við biðjum fyrir kveöju tU 5912-4005
með þeirri ósk aö sá eða sú sem á
númeriö átti sig sem allra fyrst á því
að bændur og starfsmenn þeirra vilja
sem best samstarf við neytendur og að
með traustum afuröasölufélögum er
hag bænda og neytenda best borgið.
EF LÖGREGLAN YNNIFRÁ 9 TIL 4?
Vaktavinnumaður skrifar:
Eg var að lesa DV í dag (5. jan.) og
þar var spuming dagsins um það hvort
fólki fyndist að lengja ætti opnunar-
tíma verslana og banka. Sýndist þar
sitt hverjum en einhverjir töluðu um
að það ætti aö stytta vinnutíma fólks í
þessum störfum.
Eg ætla ekki að gera það aö
umfjöUunarefni heldur væri gaman að
vita hvað þetta örþreytta fólk í áður-
töldum störfum geröi ef aUir ynnu
sama vinnutíma og þaö sjálft. Hvernig
væri ef strætisvagnar og önnur al-
menningsfarartæki væru einungis i
ferðum milli kl. níu og fjögur? Ætli
þetta fólk talaði ekki um lélega þjón-
ustu? Ættum við ekki að láta alla vinna
frá níu til fjögur, hvort sem þeir eru
lögregluþjónar, læknar á slysavöktum
eöa slökkvihðsmenn?
Ekki má gera fólki mishátt undir
höfði. Stundum getur maður haldið þaö
að einu stéttirnar sem vinna séu
starfsmenn í verslunum og bönkum.
Þetta fólk ætti aö hugsa sinn gang áður
en þaö hrópar um það í blööum aö það
vinni of langan vinnudag.
Þetta fólk vinnur þjónustustörf og
ætti því að leggja sig fram um aö sú
þjónusta sem það veitir sé góð og öllum
til hagsbóta. Hvernig væri ef flugmenn
ynnu bara frá kl. níu til fimm eöa ef
bíó og skemmtistaðir væru bara opin á
fyrrgreindum tíma ?
Já, verslunar- og bankastarfsmenn,
hugsið ykkur tvisvar um áður en þiö
kvartiö næst, það eru fleiri en þiö sem
vinna í þjónustustörfum.
Þessir knáu sveinar sinna þjónustustörfum sinum hvenær sóiarhrings sem er. Þaö væri þokkalegt ef þeir
stimpiuöu sig út kiukkan fjögur á föstudögum og mættu svo aftur klukkan níu á mánudagsmorgnum.