Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1984, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1984, Qupperneq 21
DV. ÞRIÐJUDAGUR10. JANUAR1984. 21 DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL Guðrún Sigríður Fríðbjörnsdóttir söngkona. Hún er, það sem kaiiað er i fagmáii, dramatiskur sópran. Hún stendur hér við grænmetiskvörnina. Guðrún ieggur mikla áherslu á hoiian mat en i söngskólanum sem hún var i i London var kennt að þreyta væri ekki til og efhún myndaðist væriþað vegna rangs mataræðis og skakkra lífsvenja. BLÓÐBERGSSÚPA ■ sérstök uppskrift Guðrúnar fyrir Dægradvölina Blóðbergssúpa, sérstaklega gerö fyrirDægradvölina. Uppskrift: 1 væn rauðrófa, jafnþyngd af hráum kartöflum, litill laukur, væn smjörklípa (ekki smjörlíki), kjúklingasoð (búið til úr kjúklinga- teningi), vænn kvistur af blóðbergi (timjan gæti komið í staðinn en þaö er þó miklurammara), nýmalaður pipar, sýröur rjómi. Aðferð: Rauðrófurnar og kartöflurnar afhýddar og brytjaðar í pott ásamt lauknum. Látið sjóða í smjörinu við hægan hita i 5 mínútur. Þá er kjúkl- ingasoðið sett út í. Síðan soðið í eina klukkustund viö hægan hita. Því næst þrýst eða hrært í gegnum fínt sigti eða sett í grænmetiskvörn. Sett aftur í pottinn, suðan látin koma upp. Potturinn tekinn af. Blóðbergið látið út í og látið standa þannig í 10 mínútur (undir hlemmi). Nú má ekki sjóða súpuna, þá verður blóöbergið rammt. Súpunni ausiö upp á diska og svart- ur pipar malaður yfir diskana. Matskeið af sýrðum rjóma sett yfir súpuna á hvern disk. Utkoman er faliega blóðrauö og holl súpa. -JGH „HUGSA MIKIÐ UM ÚTUT MATARINS” — segir Guðrún Sigríður Friðbjörnsdóttir söngkona sem fékk áhuga á matargerð er hún bjó erlendis „Fyrir utan sönginn, sem er at- vinnan mín en ekki tómstundagaman, þá er matreiöslan eitt aðalhobbiið,” sagði Guörún Sigríður Friðbjörns- dóttir söngkona er við hringdum í hana. Tilgangurinn var jú að forvitn- ast um dægradvöl hennar. Þetta var nóg fyrir Dægradvölina. Við báðúm um viðtal. Það var sam- þykkt með þaö sama. Og eftir nokkrar minútur vorum við komnir heim til hennar aö Neshaga 10, í eldhúsið auð- vitað. „Ahuginn á matargerö byrjaöi þegar ég var erlendis. Eg var þá oft peningalítil þannig aö ef ég átti von á gestum neyddist ég oft til að búa til eitthvað gottúrlitlu. Þetta varð til þess að ég fór aö hugsa talsvert um matargerð, nota hugmyndaflugið og prófa mig áfram,” svaraði Guörún spurningu okkar um það hvernig áhuginn á matreiðsiu hefði vaknaö. Guðrún er 39 ára að aldri. Hún er söngkennari hjá Þjóðkirkjunni. Sjálf hefur hún langt nám að baki í söng. Hún er það sem kallaö er á fagmáli dramatískur sópran. Eftir að hafa lokiö stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík hélt Guðrún til Danmerkur, Kaupmanna- hafnar. „Eg fór í sálarfræöi og leikhúsfræði í Kaupmannahöfn. Eg ákvað að læra þetta svona meira til að víkka sjón- deildarhringinn, eins og sagt er, frekar en að ég ætlaði að leggja þetta fyrir mig.” Aö loknu fjögurra ára námi í Kaupmannahöfn og Lundi í Svíþjóö kom Guörún heim til Islands. „Eg haföi samband viö Guðmundu Elíasdóttur og sagði henni aö mig lang- aði til aö fá nokkra söngtíma hjá henni. Eg fór i söngtíma til hennar og Guðmunda örvaði mig strax til að fara út í frekara söngnám. Eg var hálftreg aö leggja þetta fyrir mig, enda ætlaði ég í þá daga að verða rithöfundur. Það fór samt svo aö ég hélt áfram hjá Guömundu og var að bræða það með mér hvort ég ætti að fara utan til söngnáms. Þrítug ákvaö ég síðan að fara út í þetta fyrir alvöru og hóf nám á Guild- hall Sehool of Music and Drama í London. Þar var ég í fimm ár og lauk einsöngvaraprófi.” Stundaði söngnám í Þýska- landi En Guðrún var ekki alveg hætt í söngnáminu. Hún hélt frá London til Stokkhólms og stundaði þar frekara nám. A meöan hún var þar fékk hún þýskan styrk til náms í Þýskalandi svo að þangaö lá leiöin næst. Svo við víkjum talinu aftur aö mat- argerðinni, þá kemur í ljós að fleiri í fjölskyldunni hafa haft áhuga á matar- gerð, eða kannski öliu heldur hrá- efnunum í matinn. Langamma hennar var nefnilega Þórunn Gisladóttir, Grasa-Þórunn svokaliaða. Og amma íiennar var GuörÚJi Filippusdóttir. Þá má geta þess að frænka hennar er Asta Erlings- dóttir, Grasa-Asta. „Eg vandist því strax sem barn að tína grös fyrir ömmu. Hún notaði þau þó fyrst og fremst í meðul og smyrsl eins og þær hinar. Þetta varö til þess aö ég kynntist grösunum og hvað mörg þeirra geta verið góð sem matur eöa jafnvelkrydd. Guðrún segir okkur að hún hugsi mikiö um liti og útlit matarins og láti augaö leiða sig þegar hún eldar. „Þaö er miklu skemmtilegra að borða falleganmat.” — En hver er svo uppáhalds- maturinn? „Ja, ég á mér i rauninni engan uppáhaldsmat, nema þá kannski hvers konar fisk, ef ég á að nefna eitthvað. Eg nota gjarnan árstíðabundinn mat þegar ég elda. Til dæmis núna í janúar og febrúar nota ég mikið af fiski, hrognum og lifur. Þá borða ég mikiðaf grænmeti og kaloríulitlum mat.” Grænmetiö sem ég nota á þessum árstima er til dæmis cellerírót og rauð- rófur en það er ekki á markaðnum nema núna. En allt þetta má matreiöa á marga vegu og er mjög skemmtilegt hráefni. Því má svo skjóta hér að í lokin að Guðrún hefur mikið verið með sinar eigin uppskriftir og látum við eina fljóta hér með, sælkerum til sæluvímu. -JGH. Við pianóið. Guðrún slær á léttar „nótur" enda engir strengir á nótnaborð- inu. DV-myndir Bjarnleifur. Ha, ha, ha, við bregðum á leik. ■ . . sa, sa, sa, nú eigið þið leik. DV-myndir Bjarnleifur. Hér er veríð að sjóða hafragrautinn kjarnmikla. Það er Ería sem sér um að hræra i grautnum. Það þarf að hræra vel svo að grauturinn verði góður. Kiddi, (Kristmundur) biður eftir þvi að fá að elda næst, þvi að hann má til með að prófa nýju eld- húsgræjurnar. Hott-hott á hesti. . .,, Við eltumst við bófa og ræningja. Vá, þeir eru þrjátíu, við erum tveir. Snúum við, þá enginn deyr." Þeir Roy Rogers og Lone Ranger hér á gæðingum sinum. Ari, til vinstri og Örn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.