Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1984, Blaðsíða 4
DV. LAUGARDAGUR11. FEBRUAR1984. FJALLFOSSSLYSIÐ: Fundust sex metra frá bryggjumú, Fjórir froskmenn, tveir frá Land- helgisgæslunni og tveir frá björgun- arsveitinni Hjálpinni á Akranesi, köfuöu viö höfnina á Grundartanga í gær. Þeir heita Þorvaldur Axelsson, Hjalti Sæmundsson, Baldur Gísiason og Kristinn Einarsson. Samkvæmt frásögn Þorvalds Axelssonar, sem er skipherra hjá Landhelgisgæslunni, hófu þeir köfun f ljótlega eftir aö þyrlan haföi flutt þá á Grundartanga eða um klukkan 13.30. Þeir köfuöu þar sem liklegast var talið aö mennimir heföu fariö niöur, þar sem landgangurinn hafði veriö og leiöari sást utan á skipinu. Viö kláruðum fyrst úr einum kút. I annarri atrennu fundum viö tvo menn,” sagöi Þorvaldur. Froskmennimir fundu mennina um klukkan 14 á botninum um sex metra frá bryggjunni undir skipinu. Þar var 14 tii 15 metra dýpi. Land- gangurinn lá þar skammt frá. 1 þriðju köfuninni fundust hinir tveir skipverjamir. Þeir vora aöeins fjær bryggjunni. Þeir náöust upp um klukkan 16. ,,Þaö var lítiö skyggni í sjónum, um eins metra skyggni. Svo þyrlaö- ist upp þannig aö skyggni varð næstum ekki neitt,” sagöi Þorvald- ur. -KMÚ. Pétur Baldursson: „Allar lúgur voru iokaðar og enginn landgangur. Pétur Baldursson lét krana hífa sig um borð: SÁ ÞRJÚ PÖR AF SKÓM Á DEKKINU Pétur Baldursson, flutningastjóri á Grundartanga, var fyrsti maöurinn sem fór um borö í Fjalifoss um morguninn eftir aö slysið haföi oröiö. ,JEg fór niöur á bryggju klukkan korter fyrir átta. Þá vora allar lúgur lokaöar og enginn landgangur. Eng- inn maður var sjáanlegur,” sagöi Pétur. ,^g byrjaöi aö flauta með bíl- flautu. Ég fékk ekkert svar. Eg lét svo krana hífa mig um borð. Eg var í krabbanum. Eg var búinn að leita um skipið í tvær til þrjár mínútur þegar 1. vél- stjórinn birtist. Eg spuröi hann hvar mannskapurinn væri. En hann var fámáll. Eg fékk ekkert upp úr hon- um. Hann vissi ekki neitt. Hann virt- ist vera nývaknaður. Eg gekk enn frekar um skipið. Vélstjórinn kom svo með mér. Að lokum taldi ég mig búinn aö kanna allt skipið. Mér fannst þetta mjög undarlegt. Eg varö hálfreiöur og fúll meðsjálfummér. Eg fór í land og hringdi heim til Garðars Þorsteinssonar hjá Eimskip í Reykjavík. Hann var þá ekki heima en á leið í vinnuna. Nokkru siðar hringdi ég i Eimskipafélagiö en þá var Garðar ekki kominn. Eg fékk þá samband við Valtý Hákonarson. Eg tilkynnti hqnum aö þaö væri álit mitt aö eitthvað óvenjulegt hefði skeð, jafnvel slys. Valtýr sagöi mér aö hann og Garðar heföu ákveðið að koma hingaö uppeftir. Þeir áttu hingaö erindi vegna samninga við fyrirtækiö. Ég fór svo aftur niöur aö skipi til að kanna aðstæður nánar. Þá var þarna staddur annar tveggja starfs- manna minna sem tekið höföu á móti skipinu kvöldiö áöur, klukkan hálf- tíu. Hann sagði mér nánar hvemig skilið hefði verið við skipiö þegar þeir fóru heim. Hann nefndi land- ganginn. Eg sagöi honum frá því að land- gangurinn væri ekki sjáanlegur og baö hann um að sýna mér hvar hann heföi verið. Við fóram þangað og sá- um þá tvö pör af skóm liggjandi á dekkinu ásamt kveikjara. Þá þóttist ég sjá aö þarna hefði orðiö slys. Ég fór í símann og hringdi í Eim- skip. Valtýr og Garðar vora þá farnir af staö áleiðis til Grandartanga. Eg fór aftur um borð og talaði nánar viö vélstjórann. Eg sagði honum hvert álit mitt væri og spurði hvort hann vissi nokkuö. Þá kom ég auga á þriðja pariö af skóm. Eftir þetta fór ég í land, hringdi í Magnús Kristjánsson, tollvörð á Akranesi, og tilkynnti honum hvað ég héldi að hefði gerst. Hann hringdi í Borgameslögregluna. Hún kom um klukkan tíu.” sagði Pétur Baldursson. -KMU. Erlendur Hauksson bryti á Fjallfossi: „Allt í stakasta lagi um borð þegar við fórum í land” Síðustu skráningarí leiðarbók skipsins „Eg get ekki með nokkra móti gert mér í hugalund hvað gerðist hér um borð í nótt. Það eina sem ég veit er að ég hef misst fjóra frábæra félaga í þessum harmleik,” sagði Erlendur Hauksson, bryti á Fjall- fossi, er við töluðum við hann um borð í skipinu á Grandartanga í gær. „Við komum aö bryggju héma seint í gærkvöldi og viö vorum þrír af skipshöfninni sem fengum að fara heim um miönætti. Auk min voru þaö Guömundur Ingvar Lúöviksson háseti og Trausti Pétursson 2. vélstjóri. Þegar við fóram í land var allt í stakasta lagi um borð. Skipið var vel bundiö og allt eins og þáð átti að vera, enda Þorbjöm skipstjóri mjög gætinn maður og öraggur í alia staðL Eg var svo heima hjá mér um nóttina en í morgun hringdi ég til aö athuga um skipið og þá var mér sagt aö enginn heföi veriö um þorö þegar átti aö opna lestarnar á þvL Eg trúöi þessu nú varla, enda þekkti ég alla þessa menn af öðra en aö standa ekki við sin störf. Mér datt samt ekki i hug aö neitt heföi komið fyrir þá fyrr en ég kom hingað sjálfur upp á Grundartanga og frétti hvaö hafði gerst. Þetta vora allt samvaldir góðir menn sem ég er búinn aö sigla með í langan tima á örðum skipum félags- ins og ég trúi því varla ennþá að þeir skuli allir vera horfnir,” sagði Erlendur. Erlendur Hauksson bryti. Leiðarbókin, sem skipstjórinn skráir allt í er gerist um borð, lá opin á borði í brúnni í Fjallfossi er við komum þangað inn. Þar haföi Þorbjörn skipstjóri skráö vandlega allt sem geröist um borö eftir að hann tók við í Þýska- landi fyrir liðlega þremur vikum og sigldi því til Englands og síðan til Islands. Síðustu færslumar sem hann skráði í leiðarbókina vora þessar: Kl. 21.45: Tolleftirlit — skipið afgreitt. Kl. 22.33: Við bryggju í Grund- artanga. Kl. 23.10: Tollafgreiöslu lokið. Ekkert er fært inn í leiöarbókina eftir þaö. -klp- UD LEITARMANNA Fimmtán manna flokkur frá björgunarsveitinni Hjálpinni á Akra- nesi kom til leitar á Grundartanga upp úr hádegi í gær. 1 hópnum voru tveir froskmenn. Sveitin kom meö slöngubát. Björgunarskipið Gísli J. Johnsen kom með flokk frá Ingólfi í Reykja- vík um klukkan 16. Þyrla Land- helgisgæslunnar kom klukkan 13.30 og með henni komu tveir froskmenn. Þessu liði stjórnaði yfirlögreglu- þjónninn í Borgarnesi, Þóröur Sig- urðsson, við leitina aö skipverjunum fjórúm. Auk þess voru á staðnum þrír rannsóknarlögreglumenn. -KMU. undir skipinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.