Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1984, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1984, Blaðsíða 22
22 DV. LAUGARDAGUR11. FEBRUAR1984. VIKTOR KORTSNOJ TEKIM í SÁTT — vard langef st ur ásamt Beljavsky ú stármótinu í Wijk aan Zee Sovétmenn hafa nú loks tekiö áskorandann landflótta, Viktor Kortsnoj, í sátt og mæta nú til leiks þótt hann sé aö finna á þátttak- endalistanum. Kortsnoj stökk vestur fyrir jámtjald áriö 1976 og síðan hefur hann ekki teflt á skákmóti meö Sovétþegnum, utan einu sinni. Þaö var á opna mótinu í Lone Pine í Kalifomíu fyrir þremur árum en þá kom Kortsnoj sovésku keppendunum Geller og Jusupov algjöriega í opna skjöldu. Birtist í bænum um morgun- inn er mótiö átti aö hefjast, öllum aö óvörum, og þá var of seint fyrir Sovétmennina aö snúa heim. Þetta var eitt þeirra skilyröa sem Kortsnoj setti, er hann gaf Kasparov kost á öðru einvigi, eftir að sá síðar- nefndi mætti ekki til Pasadena. Sovétmenn stóðu viö orö sín og sendu Beljavsky og Tukmakov til höfuös Kortsnoj á stórmótiö í Wijk aan Zee. Og þar deildu þeir sigrinum bróöur- lega, Beljavsky og Kortsnoj, langt fyrir ofan aðra keppendur. Rifjum upp lokastöðuna: I.-.2. Kortsnoj (Sviss) og Beljavsky (Sovétríkin) 10 v. af 13 mögulegum! 3. P. Nikolic (Júgóslavia) 7 1/2 v. 4. Ulf Anders- son (Svíþjóö) 7 v. 5.-9. Adorjan (Ungverjaland), Húbner (V.Þýska- land), Miles (England), Tukmakov (Sovétrikin) og van der Wiel (Hol- land) 61/2 v. 10. Sosonko (Holland) 6 v. 11. Ree (Holland) 51/2 v. 12. Torre (Fillippseyjar) 5 v. 13. Ligterink (Holland) 4 v. og 14. van der Sterren (Holland) 31/2 v. Til marks um glæsilegan árangur sigurvegaranna má geta þess, að til aö ná stórmeistaraáfanga þurfti 7 1/2 v. Hvorugur þeirra tapaöi skák á mótinu, hvor um sig vann 7 og geröi 6 jafntefli. Þeir voru sem sagt í algjör- um sérflokki. Næsti maður kom á óvart meö frammistööu sinni, Predrag Nikolic, sem er ungur aö ár- um, rétt Uölega tvítugur. Þar eiga Júgóslavar efnilegan skákmann og sumir tala um arftaka Ljubojevic. Ulf Andersson varö í 4. sæti — jafn- tefliskóngur með 10 jafntefU. Nú væri rétt að Hta á handbragð sigurvegaranna og má búast við aö lesendur verði hvildinni fegnir frá „Búnaöarbankaheilaþvottinum”. Fyrst lætur Beljavsky ljós sitt skina. „Teóríuhestamir” ættu að taka vel eftir þessarí skák, því aö nýjung hans í byrjuninni er afar athyglis- verö. Beljavsky er eimnitt einn af þessum samviskusömu skákmönn- um, sem eyöa degi og nótt í rann- sóknir. Skák af þessu tagi er einmitt einkennandi afrakstur slikrar heimavinnu. Kannski kom lokastað- an upp á eldhúsborðinu, hver veit? Hvitt: Miles Svart: Beljavsky Drottningarbragð. 1. c4 e6 2. Rc3 d5 3. d4 Rf6 4. Rf3 Be7 5. Bf4 04) 6. e3 c5 7. dxc5 Bxc5 8. Dc2 Rc6 9. a3 Da5 10. Hdl Be7 11. Hd2. Glöggir lesendur ættu aö kannast viö þetta afbrígði frá einu einvígi Kortsnojs viö Karpov. Síöasti leikur hvíts er nýjasta tilraun hans, leikið fyrst af ungverska stórmeistaranum Lajos Portisch. Beljavsky hefur náttúrlega kynnt sér þetta vel og hristir nú óvænt leik fram úr erm- inni. 11. —Re4!? Þetta hefur engum hugkvæmst fyrr, enda missir svartur peö. 12. Rxe4 dxe413. Dxe4 Hd814. Dc2 Peðsrán i byrjuninni kosta ávallt dýrmætan tima og nú er hvítur orð- inn á eftir meö Uösskipan. Það er rökrétt aö hörfa meö drottninguna til þess að fá aukið vald á hrókinn. Drottningin gæti einnig lent i vanda á miðborðinu. Ef t.d. 14. Bd3?? þá 14.—f5! og hún á sér ekki undankomu auðið. 14,—e515. Bg3 e4! Aftur fórnar hann peöi á þessum sama reit! 16. Dxe4 Bf5 17. Df4 Hxd2 18. Rxd2 Hd819. e4 Bg4! Nýjung svarts í byrjuninni hefur svo sannarlega borið ávöxt. Hvitur er í stórkostlegum vanda. Hótun svartserm.a. 20. — Bg5! o.s.frv. 20. c5Rb4! 21. f3 Ef 21. axb4, þá náttúrlega 21. — Dal+og mátar. 21. —g5! 22. axb4 Hann verður að gefa drottninguna, en tafliö er tapaö. 22. — Dal+ 23. Ke2 gxf4 24. Bxf4 Be6 25. Be5 Dcl 26. Bc3 Bg5! Og hvítur gafst upp. Kortsnoj geröi jafntefli viö báöa sovéska andstæöinga sína, Beljavsky og Tukmakov. Vann NikoUc, Miles, van der Wiel Sosonko, Torre, Ligterink og van der Sterren. Hér er skák hans viö NikoUc, sem er sérlega vel tefld af Kortsnojs hálf u. Hvítt: NikoUc Svart: Kortsnoj Drottningarindversk vöm. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3 Bb7 5. Bg2 Bg2 Bb4+ 6. Bd2 c5! ? Þessi hugmynd á ættir aö rekja til hins hugmyndaríka lettneska skák- manns VitoUnsh. Reyndar úr ann- arri stööu: 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bd4+ 4. Bd2 c5!? o.s.frv. Eftir 7. Bxb4 cxb4 fær svartur tvípeð og missir peð af miöboröinu. Leikurinn er því svo sannarlega ekki í anda A ' Ferðamálaráð íslands Feröamálaráð Islands hefur ákveðið að efna til samkeppni um slagorð er verði rauði þráðurinn í átaki til að vekja athygli Islendinga og erlendra ferðamanna á mikilvægi þess að virða og vernda viðkvæma náttúru Iandsins. Slagorðin eiga að minna á einfaldan og skýran hátt á þennan megintilgang átaksins. Textinn verður að vera stuttur og hnit- miðaður og auðvelt að snúa honum yfir á önnur tungumál. Samkeppnin stendur til 1. mars nk. og verða veitt þrenn verðlaun: 1. verðlaun eru ierð til Parísar fyrir tvo, hótel og morgun- matur í viku. 2. verðlaun eru terð til Amsterdam fyrir tvo, hótel og morgunmatur í viku. 3. verðlaun eru ferð til Akureyrar fyrir tvo, hótel og morgunmatur í viku. Aðrar góðar hugmyndir verða keyptar fyrir 5.000 kr. hver. Dómnefnd metur hugmyndimar og áskilur sér eignarrétt á þeim sem hún verðlaunar og kaupir. Tillögur skal senda undir dulnefni á skrifstofu Feröamálaráðs Islands, Laugavegi 3, 101 Reykjavík, merktar; „Atak ’84”. Rétt nöfn eiga að fylgja í sérstöku umslagi. Ferðamálaráð Islands. r^^^lSAMVINNU LTnJtryggingar ÁRMÚLA3 SÍMI81411 Tilboö óskast í eftirtaldar bif- reiðar sem skemmst hafa í um- ferðaróhöppum. Daihatsu Runabout árg. ’81 Peugeotst.dísil árg. 75 NissanSunny árg. ’83 Dodge Colt árg. 76 Wartburg st. árg. ’82 Volvo 144 árg. 71 Fiat125 P árg. ’80 Datsun 120Y árg. 75 Saab96 árg. 74 Saab900 árg. ’81 Suzuki Alto árg. ’82 Bifreiðaraar verða til sýnis að Skemmuvegi 26, Kópa- vogi, mánudaginn 13. febr. ’84, kl. 12—17. Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga fyrir kl. 17 þriðjudaginn 14. febr. ’84. Tígullegan munadi fjórum slögum Um næstu helgi spila fjórar sveitir til úrsUta um Reykjavikurmeistara- titúinn í sveitakeppnL BMW 5281 automatic árg. 1982 BMW 520i automatic árg. 1983 BMW 520i automatic árg. 1982 BMW 520i árg. 1982 BMW 520 árg. 1981 BMW 520 árg. 1980 BMW 518 árg. 1982 BMW 518 árg. 1981 BMW 518 árg. 1980 BMW 323i árg. 1982 BMW 323í árg. 1981 BMW 320 automatic árg. 1982 BMW 320 árg. 1982 BMW 320 árg. 1981 BMW 320 árg. 1979 BMW 318i árg. 1982 BMW 318í árg. 1981 Sveitir Urvais, Samvinnuferða, Olafs Lárussonar og Þórarins Sigþórs- sonar mtrnu spila aUar við allar. BMW 318 automatic árg. 1979 BMW 316 árg. 1983 BMW 316 árg. 1982 BMW 316 árg. 1981 BMW 315 árg. 1982 BMW 315 árg. 1981 Renautt 20 TL árg. 1979 RenauK 20 TL árg. 1978 Renault 20 GTL árg. 1979 Renauit 18 TS árg. 1982 Renauh 18 GTL árg. 1980 Renault 18TS árg. 1980 Renault 18 TL árg. 1979 RenauH 12 TL árg. 1977 Renault 5 GTL árg. 1980 Renauh 4 TL árg. 1980 Renault 4 Van F6 áig. 1979 Renauh 4 Van F6 árg. 1982 Renauh Traffic 800 kg, árg. 1982 Mhsubishi Coh árg. 1981. I undankeppninni skildu sveitir Ur- vals og Olafs Lárussonar jafnar þrátt fyrir eftirfarandi spil. Austur gefur/alUr á hættu. Norhuh A 75 D53 O ÁD865 + 1083 V í . IIH AD103 C 10862 0 K *DG642 SUPUK * KG9 ÁKG97 0 109432 *- 1 opna salnum sátu n-s Hermann og Olafur Lárussynir, en a-v Ásmundur Pálsson og Karl Siguriijartarson. Bræöumir höfðu betur: Austur Suður Vestur Norður 1 S 2 H 2 S 3 H 4 S 5 H dobl pass pass pass Karl spilaöi út litlum spaða, Ásmundur drap með ás og prófaöi laufaás. Olafur tók sér góöan tima áður en hann trompaði — hefur sjálf- sagt veriö aö leggja saman hve marga niður hann yröi ef tigulkóngurinn lægi valdaöur hjá ÁsmundL Hann trompaði síöan, tók spaða- kóng og trompaði spaöa. Síöan kom fjórum sinnum tromp og aftur staldr- ,aöi Olafur við áður en hann spilaöi tíglinum. Svo kom litill tíguU, kóngurinn frá vestri og Olafur lagöi upp — fimm unnir doblaðir meö yfir- slag. 1 lokaöa salnum sátu n-s Hjalti EUasson og öm Arnþórsson, en a-v Jónas P. Erlingsson og Hrólfur Hjalta- son. Örn tók annan pól í hæöina: Austur Suður Vestur Norður 1 S 2 H 2 S 3 H 4S dobl pass pass pass Öra spiiaöi út hjartaás og siöan hjartakóng. Sagnhafi trompaöi og spilaði Utlu trompi. örn drap á kóng og hélt áfram meö hjarta. SpiUö er nú tapað þvi sagnhafi þoldi ekki styttinginn. Einn niður og 200 í viðbót viö 1050 gerðu 15 impa til sveitar Olafs. KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20. SIMI 86633 Lausstaða Vegna opnunar langlegudeildar við Sjúkrahús Suðurlands auglýsist hér með laus til umsóknar hálf staða sérfræðings í almennum lyflækningum eða lyf- og öldrunarlækningum. Umsóknir, sem tilgreini menntun og fyrri störf, sendist stjóm Sjúkrahúss Suðurlands fyrir 12. mars nk. Stjómin. Au>tur * Á8642 <?4 O G4 * AK975

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.