Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1984, Blaðsíða 12
dv.taogárd'agur ‘i 1: februar i384: ÚTHAFSRÆKJA Þeir útgerðarmenn sem hug hafa á föstum viðskiptum á komandi sumri hafi samband við okkur sem fyrst i síma 95 - 5458 millikl. 19 og 21. Rækjuvinnslan Dögun hf., Sauðárkróki. LAUSSTAÐA Staöa fulltrúa á Skattstofunni í Vestmannaeyjum er laus til umsóknar. Æskilegt er aö umsækjendur hafi lokið prófi í lög- fræði eða viðskiptafræði. Umsækjendur með haldgóða bók- haldsþekkingu koma einnig til greina. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist skattstjóranum í Vestmannaeyjum fyrir 10. mars nk. Fjármálaráðuneytið, 8. febrúar 1984. BRONC01982 6 cyl.f beinskiptur, sem nýr. Þessi glæsivagn er til sýnis og sölu á Bílasölunni Skeifunni. Símar 84848 — 35035. Urval LEIKFÉLAG ÓLAFS- F JARBAR1LEIT AD MORSINGJA? Þad hvílir mikil leynd yfir starfsemi Leikfélags Ólafsfjardar þessa dagana. Bœjar- búar hafa vissulega haft spurnir af því að í Tjarnarborg kemur hópur fólks saman reglulega til aö œfa leikverk undir stjórn Audar Jónsdóttur. Flestir vita líka að Músagildran heitir það og Agatha Christie er höfundurinn en svo er það ekki meira. Allir eru sem lokuð bók þegar reynt er uð grafast fyrir um efni verksins. Morðgáta er þar ráðin en hver drap hvern og hvers vegna?Ekkert fœst upp gefið umþað nema fara á leikritið. Frumsýningin er um nœstu helgi. Ómar Aðalbjörnsson smiðar leikmyndina við Músagildruna. Leikfélag Olafsfjarðar var endur- vakiö meö þessu nafni áriö 1961 en áö- ur höfðu ýmsir hópar stundað leik- starfsemi í bænum. Síöan hefur veriö sýnt aö meöaltali eitt leikhúsverk á ári. Sveinn Stefánsson er núverandi for- maöur Leikfélags Olafsfjaröar. Hann var kosinn til þess embættis í fyiTa. Sveinn sagöi aö þetta félag byggi viö góöa aöstööu miöað við mörg svipuð fé- lög í nágrannasveitarfélögum. ,,Viðer- um sjálfum okkur nóg meö kastara og erum smám saman aö bæta viö annan tækjakost. I fyrra fengum viö ný leik- tjöldtildæmis.” I ekki stærri bæ en Olafsfiröi þýöir lítið fyrir leikfélag aö hafa margar sýningar. Sveinn sagöi aö 600 manns teldist hámarksaösókn heimamanna og félagsheimiliö Tjarnarborg tekur um 300 manns. Til að uppsetning gæti borið sig yröi því aö leita út fyrir byggöarlagiö. I þetta skiptiö væru uppi hugmyndir aö fara eitthvaö vestur fvr- ir, líklega í Skagafjöröinn. Sýningarn- ar á undanförnum árum hafa annars gengiö ágætlega og þaö leyndi sér ekki aö þar var leikstjóranum, Auöi Jóns- dóttur, þakkaö mikiö. Nú er þriöja áriö í röö sem hún kemur til aö sviðsetja fyrir Olafsfiröinga. Ariö 1982 færöi hún líf í Þorlák þreytta og í fyrra Karlinn í kassanum. Alls sáu um 1300 manns Þorlák þreytta og var þar slegið met. Þrir skálkar höföu haft metið með milli 800 og 900 manns. Þetta var í fyrsta skipti á æfingu sem handritinu var sleppt. Hvíslarinn var þvi auðvitað i stóru hlutverki, hann heitir Sigurlaug Hrafnsdóttir. I þetta skipti skoöar Leikfélag Olafs- fjaröar heim sakamálanna og sýnir Músagildruna eftir Agöthu Christie. Leikaramir eru 8 og hófust æfingar 15. janúar. Frumsýningin verður 18. febrúariTjamarborg. „Þaö hefur gengiö mjög vel aö fá fólk til aö taka þátt í þessu,” sagöi Sveinn Stefánsson. ,,Að vísu er þetta fámennt stykki en viö stefnum að því aö hafa fjölmennari sýningu næst. Viö erum sérstaklega ríkir af kvenfólki núna, tel ég, og áhuginn er yfirleitt mikill hjá fólki. Uti í bæ er okkur líka. sýndur vemlegur áhugi. Viö auglýst- um fyrir tveimur árum eftir fatnaöi og munum og höfum fengiö geysimikiö. Á því sviöi erum viö eiginlega oröin for- rík. I þessu stykki er til dæmis allur fatnaður fenginn á þennan hátt. ” Olafsfiröingar hafa sýnt leiklistinni áhuga á fleiri vegu. Fyrr í vetur stóö leikfélagiö fyrir námskeiöi í framsögn og leikrænni tjáningu. Þátttakendur voru ekki aðeins félagar í Leikfélagi Olafsfjarðar því námskeiðiö var aug- lýst fyrir almenning. Mikiö fjölmenni lét skrá sig og var kennt í tvennu lagi. Tókst þetta meö ágætum, sagöi Sveinn formaður og sum atriðin af námskeiö- inu voru notuð á kabarettsýningu sem leikfélagið og Iþróttafélagiö Leiftur stóöu sameiginlega að um jólin. Þaö fylgdi með aö fullur áhugi væri fyrir frekara námskeiöahaldi af þessu tagi til eflingar leiklistar í Olafsfiröi. Vafa- laust á mikið eftir aö leika í Tjamar- borg á komandi árum og ekki þarf aö kvarta undan kaffileysinu á æfingum. Hún Jóna Antonsdóttir hefur séö um kaffið síöan 1963 og það hefur ekki fall- iö niður eitt einasta ár. Ekki er aö sjá aö hún láti neinn bilbug á sér finna, skrítin væri líka kaffilaus leikæfing.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.