Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1984, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1984, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGURU. FEBRUAR1984. 7 Menning Menning Menning Menning Jónas Tómasson. Atli Helmlr Sveinsson. Mist Þorkelsdóttir. Snorri S. Blrgisson. CAR RENTAL SERVICE — 75 FAST VERÐ - EKKERT KÍLÓMETRAGJALD SÖLUSKATTUR INNIFALINN í VERÐI NBd MITSUBISHI COLT MITSUBISHI CALANT MITSUBISHI GALANT STATION BÍLDSHÖFÐA 16. SÍMI 81530 - 83104. Leitið upplýsinga. SMIÐJUVECI 44 D ■ KÓPAVOCI - ICELAND AÐALSÍMI: 75 400 & 78 660 KVÖLD OG HELGARSÍMI: 43 631 & 46 211 TELEX 2271 IÐN IS MYRKIR MÚSÍKDAGAR UM HELGINA NOTAÐIR BILAR Opið í dag, laugardag, kl. 10—16. KOMDU OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ ogláttu verðið á notuðu SAAB-bílunum koma þér þægilega á óvart. TÖGGUR HF. SAAB UMBOÐIÐ Myrkir músíkdagar veröa haldnir aö tilhlutan Tónskáldafélags Islands að Kjarvalsstöðum nú um helgina. Hefjast þeir í dag, laugardag, og verða allir tónleikamir haldnir að Kjarvals- stöðum. Fyrstu tónleikamir hefjast kl. 17 í dag og verða þar flutt verk eftir Askel Másson, Atla Heimi Sveinsson og Þor- kel Sigurbjömsson, en þau vora öll frumflutt á tónleikum Musica Nova í nóvemberlok á síðasta ári. Þá verður einnig frumflutt á tónleikunum verk eftir Jónas Tómasson. Heitir verkið Vetrartré og leikur Hlíf Sigurjónsdótt- ir fiðluleikari það. A sunnudag kl. 17 haida síðan Oskar Ingólfsson, Nora Komblueh og Snorri Sigfús Birgisson tónleika. Þar verða flutt verk eftir Guðmund Hafsteinsson, Karl-Birger Blomdahn og Atla Heimi Sveinsson. Þá verða frumflutt þar verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson og Snorra S.Birgisson. Mánudaginn 13. febrúar kl. 21 held- ur svo Hamrahliöarkórinn tónleika undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Þar syngur kórinn verk eftir Hallgrím Helgason, Skúla Haildórsson, Jón Ás- geirsson, Pál Isólfsson og Jón Leifs. Auk þess frumflytur kórinn Haustvís- ur til Maríu eftir Atla Heimi Sveinsson og Scissors eftir Misti Þorkelsdóttur. Eins og áður sagði verða allir tón- leikarnir haldnir að Kjarvaisstöðum. BARA BLOKK- FLAUTA? Tónleikar Musica Nova í Bústaðakirkju 6. febrúar. Flytjendur: Winener Blockflötenensemble. Efnisskró: Kaaimierz Serocki: Arrangements; Luciano Berio: Gesti; Mauricio Kagol: Atem ftlr einon Blösor; Eirich Urbanner: NachtstUck; Luna Alcalay: In tre conditioni; Rainer Bischof: Musík fyrir sex blokkflautur; Eric Stokes: Eldey Island; Otto M. Zykan: Pars pro toto. Viö skildum þar við Wiener Block- flötenensemble að þeir léku sem aukalag á tónleikum sínum fyrir Musica Antiqua, Marsinn litla úr ,4Clukkunni,” Haydnsinfóníunni sem Tónlist EyjóKur Melsted allir þekkja. Kannski er það dálítið undarlegt aö enda renaissance tón- leika með aukalagi frá klassiskum tíma. En með því mynduðust eins konar tengsl við verkefnaskrá tón- leikanna hjá Musica Nova, auk þess sem blessuð Klukkan hefur varla hljómað svo ljúft í mínum eyrum fyrr og þurfti töluvert til. Flest þau furðulegheit Það kvaö heldur betur viö annan tón þegar blásturinn hófst undir merkjum Musica Nova. Þegar í ,,Arrangements” Kasimierz Serockis fengu áheyrendur að kynn- ast yfirblæstri, glissandotækni og yfirleitt flestum þeim furðulegheit- um sem tiökast i nútímalegum blokkflautublæstrí í ríkum mæli. Síðan komu hin þekktu „Gesti” Berios frábærlega blásin af Ulrike Groier og ekki var þaö síðra stykkið sem á eftir fylgdi, ,,Atem fiir einen Blaser” fyrir blokkflautur og tón- band. Nachtstúck Urbanners var makalaust spennandi stykki sem lýsti flestum þeim atburöum sem aö næturlagi gerast, þar á meöal martröð. Andstæður Verk Lunu Alcalay stakk innilega í stúf við þrælbundna seríalmúsík Rainers Bischofs og þar fengu menn ljóslifandi dæmi um þær miklu and- stæður sem geta vel falist i þvi sem heitir gott og gilt i músik nútímans. Við samleik af þremur tónböndum lék Hans M. Kneighs hið magn- þrungna verk Eldey Island. Formáli þess er tekinn úr náttúmfarslýsing- um og annálum og segir frá náttúru- hamförum er eyddu fuglabyggð á Geirfuglaskeri og drápi síðustu geir- fuglanna í Eldey. Músíkin er aftur symbólsk og hvetur menn til að hugsa um þaö hversu auöveldlega mannskepnan getur áður en varir staðið í sömu sporum og geirfuglinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.