Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1984, Blaðsíða 10
DV.LÁÚGÁRDÁGUR ÍLFEBRUAR1984. r r 10 MOTOROLA Altcrnatorar Haukur og Ólafur Ármúla 32 - Sími 37700. SOTHYS býdur einnig upp á: 1) Linu sem viðheldur raka húóarinnar og inniheldur elastín, SUPER VISAGE. 2) Línu fyrir rauða húð og háræðaslit, GRAND AIR. 3) Línu með „collage", FORM EQUILIBRANTE. ' 4) Línu fyrir þurra húð, PEAUX SECHES. 5) Línu fyrir normal léttblandaða húð, FONDAMENTAL. 6) BODY - lína. Eitthvad vid allra hœfi. Útsölustaðir: Reykjavík: Topptískan, Aðalstræti 9. Sól og snyrtistofan, Skeifunni 3 C. Snyrtistofan Gyðjan, Glæsibæ. Snyrtistofa Gróu, Vesturgötu. Snyrtistofan Asýnd, Garöastræti 4. Garðsapótek, Sogavegi. Kópavogur: Heilsuræktin, Þinghólsbraut. Keflavik: SnyrtistofanDana.Túngötu 12. Grindavik: Snyrtistofa Hildar, Efstahrauni 26. Vestmannaeyjar: Apótekið, Vestmannabraut. Hveragerði: Olfusapótek, Breiðumörk. Þorlákshöfn: Snyrtistofan Birna, Klébergi 17. Akranes: Snyrtistofa Lilju, Hjarðarholti 13. Akureyri: Snyrtistofan Eva, Tryggvabraut. Neskaupstaður: Snyrtistofa Lilju Báru. Þiljuvöllum 31. Seyðisfjörður: Snyrtistofa Hjördísar, Austurvegi 13 B. Grundarfjörður: Snyrtistofan Hulda, Sæbóli 29. Einkaumboð á íslandi: heildsata- Reykjavegi 82 — Mosfellssveit, sími 66543. Snyrtivörur feitu húd- arinnar — óskalína unglinganna. Það besta í snyrtivör- um frá landi þar sem snyrtivörurnar eru bestar. JÖtÁWJ PARIS Vandræðahúð á ekki lengur að þurfa að vera til vandræða. SOTHYS þekkir þau likamlegu óþægindi og félagslegu vandamál sem oft fylgja óhreinni, bólðttri húð (acne) gelgjuskeiðsins. Með húðvandamál unglinganna i huga hefur SOTHYS byggt upp áhrifa rníkla linu fegrun arlyfja úr lifrænum efnum; hreinsi vökvar og kúrar, krem og maskar. Húðin á ekki lengur að þurfa að vera unglingavandamál. Hér sést nýi sjúkrabillinn þeirra Dýrfirðinga. Hjé honum standa Kristján Gunnarsson, bilstjóri og stjórnar- maður i Rauðakrossdeiid Dýrafjarðarþings, sr. Torfi Stefánsson, Lárus Karisson iæknir og Davíð Krist- jánsson, stjórnarmaður Rauðakrossdeildarinnar. DV-mynd SV. Dýrfirðingar fá sjúkrabíl „Við fengum bílinn rétt fyrir jólin og við getum sagt að hann hafi verið góö jólagjöf til Dýrfirðinga.” Þaö er sr. Torfi Stefánsson, sóknarprestur á Þingeyri og formaður Rauðakross- deildarinnar þar sem segir frá komu sjúkrabíls til staðarins. Hann sagði aö deildin hefði keypt hann af Rauða- krossdeildinni í Reykjavík og fengið til þess styrk úr sérverkefnasjóði Rauða krossins, en sérverkefnasjóður fær sitt féúrspilakössum. En hvað á svona lítið byggðarlag að gera með eigin sjúkrabíl? Því svarar Lárus Karlsson læknir. „Þörfin skapast af landfræðilegri legu. Við hér tókum þátt í söfnun fyrir nýja sjúkrabílnum á Isafirði, en hann nýtist okkur sáralítið á veturna vegna þess að þá eru vegimir á milli miklu oftar lokaðir heldur en opnir. Þess vegna þurfum viö aö hafa bíl hér til að flytja sjúklinga í sjúkraskýlið eöa út á flugvöll í veg fyrir sjúkraflugvélar. Þetta var talsvert vandamál áöur þegar við þurftum að koma sjúkling- um með erfiðismunum inn í sendi- ferðabíla við misjafnar aðstæður og aðbúnaö. Þegar vegimir em færir getum viö flutt sjúklinga á móti nýja fullkomna sjúkrabílnum á Isafirði eöa alla leið ef svo ber undir og jafnvel gripið inn í sjúkraflutninga víðar á Vestf jörðum ef þörf krefur. ” Þess má geta að síðan bíllinn kom til Þingeyrar hefur aðeins verið bílfært til Isafjarðar í tvo daga. Báða þá daga fór bíllinn í s júkraflutninga þangað. -SV. KÚTTERSÍLD FRAM- LEIDD Á HÚSAVÍK Einbeitnin leynir sér ekki i svipnum við framleiðslu á kúttersíldinni. Enda mun varan vera eftirþvígóð. DV-mynd Ingibjörg Magnúsdóttir. Fiskiðjusamlag Húsavíkur hefur_ keypt vörumerkið Kúttersíld af Islenskum sjávarréttum í Kópavogi og hafið niðuriagningu síldar. Framleiddar eru 7 tegundir af síld í sósum, marinemð síld og tvær teg- undir salats. Kryddilmur barst á móti mér er ég kom aö dyrum rækjuvinnslunnar en þar verður hin ágætasta aðstaða fyrir síldarframleiðsluna. Daníel Ámason framleiðslustjóri sagði aö nú ynnu 8—10 manns við síldina og færi það eftir viðtökum hvort f jölga þyrfti starfsliði. Framleiöslunni hefur verið mjög vel tekið og verður hún seld um allt land. Aðspurður sagði Daniel að út- flutningur væri ekki fyrirhugaður að svo stöddu og færi þaö eftir því hvort markaðurfyndist. Ekki er ósennilegt að fleiri síldaraf- urðir verði framleiddar og sagði Daníel að vonir stæðu til að framleiðslan ykist á næstu árum. Glatt var á hjalla í kaffistofunni er ég leit þama inn og lét starfsliðið vel af að vinna þarna enda alltaf eitthvað sérstakt andrúmsloft í kringum síld. En eins og konan sagði: Eini gallinn við þessa vöra er sá að hún er svo góð að þýðir ekkert að bjóða fólki hana, hún er borðuð um leið. -IMHúsavík. Brunabótaf élag íslands: Veðurfræðingur, myndhöggvari og tónskáld hlutu heiðurslaun Jón Ásgeirsson tónskáld, Ragnhildur Stefánsdóttir myndhöggvari og Sig- urður Þorsteinsson veðurfræðingur hlutu heiðurslaun Brunabótafélags Islands árið 1984. Jón hlaut laun í sex mánuði til aö gera óperu um Galdra-Loft. Ragnhildur hlaut laun í þrjá mánuði til að gera höggmyndir og lágmyndir I Listasmiðju Glits. Sigurður hlaut heiðurslaun í þrjá mánuöi til að vinna að rannsóknum á áhrifum f jalllendis á veðurfar. Stjórn Brunabótafélagsins sam- þykkti fyrir tveimur árum að stofna eitt stöðugildi til að gefa einstaklingum kost á að sinna sérstökum verkefnum, sem til hags og heilla horfa fyrir ís- lenskt samfélag, hvort sem það er á sviði lista, vísinda, menningar, íþrótta eðaatvinnulífs. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.