Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1984, Blaðsíða 2
DV. LAUGARDAGUR11. FEBRUAR1984. Skólabillinn, lítill Merzedes Bens-kálfur, niðri í EHiðavatni. / biinum voru eiiefu krakkar og bílstjóri. Enginn slasaðist alvarlega. Þykir það ótrúleg mildi. D V-m ynd S. SKÓLABÍLL MEÐ ELLEFU KRÖKKUM ÍSTEYPTIST OFAN íELUÐAVATN Skólabíll með ellefu krökkum og bílstjóra valt ofan í Elliðavatn upp úr hádegi í gær. Enginn meiddist alvar- lega og veröur það að teljast sérstök mildi miðaö við aðstæöur. Bíllinn, sem er af gerðinni Mercedes Benz, var áð koma úr Ar- bæjarskólanum og var á leiðinni að Elliðavatnsbænum. Við brú rétt hjá bænum kom mikil vindhviða og skipti engum togum aö bíllinn fauk út í vatnið. Vatnið var ísilagt þar sem þetta gerðist og skall bíllinn harkalega á hliðina á ísinn. Geysileg hræðsla greip um sig í bílnum sem skiljanlegt er. Eftir því sem DV kemst næst tókst öllum krökkunum aö komast af sjálfsdáðum upp úr bilnum. Þau voru öll mjög köld, blaut og hrakin er sjúkralið og lögreglu dreif að. Þótt ótrúlegt kunni að virðast reyndist aðeins einn krakkanna meiddur. Tönn hafði losnað og sprungiö fyrir á vörinni. Flestir krakkanna eiga heima á bæjum og húsum í nágrenni Elliða- vatnsins. Þeir eru allir í Árbæjar- skólanum. -JGH ENDARNIR NA EKKISAMAN — ársútgjöld vísitöluf jölskyldunnar 690 þúsund, árstekjurnar aðeins 515 þúsund Vísitöluf jölskyldan á ekki sjö dag- ana sæla. Miöað við að útgjöld henn- ar séu sambærileg og 1979—1980 eru þauíallt 57.500 krónur á mánuði. En Fullfermi í súginn íjanúar Hin geysilega loðnuveiði undan- farna daga gefur tilefni til að ætla aö útgerðir loðnubátanna séu að gera þaö gott. Ef síðustu dagar eru skoö- aöir einir og sér er útkoman mjög góð. Hins vegar héldu margir bátanna til veiöa fyrstu daga janúarmánaöar og fengu ekkert allan þann mánuö þrátt fyrir miklar tilraunir. Þessi hrota nú byrjaði ekki fyrr en í þess- um mánuði og laun sjómanna miðast við mánuð í senn. Því voru þeir allir á kauptryggingu hjá útgeröunum all- an janúarmánuð. Af viðtölum við útgerðarmenn í gær áætla þeir aö beinn útlagður kostnaður í janúar í aðeins olíu og mannalaun nemi 600 til 700 þúsund krónum á hvem stærri loönubát án þess að bein hafi fengist úr sjó. Lauslega áætlaö er það eitt fullfermi sams konarbáts. -GS tekjumar eru ekki nema 42.900 krón- ur á mánuði, samkvæmt formúlum Þjóðhagsstofnunar. 34% vantar upp á að tekj ur nægi f yrir útg jöldum. Líklegt er þó, aö flestra mati, að fjölskyldan hafi tekið upp æöi stífan sparnað undanfarna mánuði og aö útgjöld hennar séu því ekki jafnmikil og þau vom þegar Hagstofan kann- aði neysluna 1979—1980. Þó þykir þaö með ólíkindum ef hún getur sparað þriðjung útgjaldanna. Og sé svo ekki þarf hún annaðhvort að leggja á sig meiri vinnu en áður, sé hana aö fá, ganga á eignir ellegar safna skuldum. Ársútgjöld vísitölufjölskyldunnar, hjóna í launþegastéttum með tvö böm, reiknuö 3,66 manneskjur, eru 592 þúsund krónur i neyslu, sé hún sambærileg og kom fram í áður- nefndri könnun Hagstofunnar, og þar að auki skattar. Eftir á greiddir skattar hjóna munu vera á bilinu 15—18% af tekjum og þá er milliveg- urinn 98 þúsund í skatta á árinu. Alls eru því útgjöldin 690 þúsund krónur á heilu ári á núgildandi verðlagi. Samkvæmt úrtaki Þjóöhagsstofn- unar um tekjur hjóna árið 1982 og framreikningi á þeim eftir þeim for- múlum sem stofnunin notar um stöðu launþega nú ættu árstekjur vísitölufjölskyldunnar í ár að vera í kringum 515 þúsund krónur, á verð- lagi þessa mánaðar. HERB Fiskverðið hækkaði um fjögur prósent í gær: Skopleg niðurstaða — segirformaður Sjómannasambandsins — sjómenn íhuga aðgerðir Yfimefnd Verðlagsráðs sjávarút- vegsins ákvaö 4 prósent meðalhækkun fiskverðstil31.maínk. Varþettasam- þykkt með atkvæöum kaupenda og oddamanns, en fulltrúar sjómanna og útgerðarmanna lögðust gegn svo lítilli hækkun. Oskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambandsins, lét m.a. bóka eft- irsér: „Þegar þorskafli minnkar niö- ur í 220 þúsund tonn verður afkomu- brestur hjá sjómannastéttinni. Þaö vekur furðu og verður að teljast skop- legt að vísindaleg markaðsviðmiðun skuli gefa sömu niðurstöðu og launa- rammi ríkisstjómarinnar. ” Annars voru nefndarmenn sam- mála um þær breytingar á verðhlut- föllum sem breikka bil á milli fyrsta og annars flokks, og á milli slægðs og óslægðs fisks, lækkun á karfa- og ufsauppbót en verðuppbætur á annan fisk. Sjómenn létu i veðri vaka að fisk- verð hefði þurft að hækka mun meira þar sem þeir hefðu dregist svo aftur úr öðrum í launum og að ef þaö yrði ekki nema fjögur prósent væri óhjákvæmi- legt að grípa til aðgerða til að rétta hlutsinn. ■GS. r „Avallt óvissa við leiðtogaskipti í einræðisríkjum” — segirGeir Hallgríms- son utanríkisráðherra „Eg tel fráfall Andropovs auðvitað áfall fyrir Sovétríkin,” sagöi Geir Hall- grímsson utanríkisráðherra er DV kannaöi viðbrögð hans við fráfalli for- seta Sovétríkjanna. „Það er ávallt óvissa bundin við leiðtogaskipti i einræðisríkjum og von- ir stóöu til í upphafi valdaferils Andropovs að leið opnaðist til betri samskipta austurs og vesturs. En á síðari hluta hins stutta valdaferils hans seig fremur á ógæfuhliðina. Það verður þó ef til vill ekki skrifað á reikn- ing Andropovs þar sem ekki er vitað hve miklu hann réð um stefnu Sovétríkj- anna er hann var svo alvarlega veikur að hann lét ekki sjá sig á alfaraleiö. En við skulum vona að Sovétríkjunum auðnist aö fá þann leiðtoga sem snýr sér með opnum hug að því að bæta samskipti austurs og vesturs,” sagði Geir Hallgrímsson. -GAJ. © , AUT*fiaAN°,, ^yjlMIM3K Smids TsltSo* 83722 o suzuki BHiASYNING OPIÐ í DAG FRÁ KL. 10-17 IMÝR SUZUKISA 310 É " M

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.