Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1984, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR11. FEBRUAR198' Álviðræðurnar í Ziirich: Skiptust á skoðunum Gögn vegna endurskoðunar samn- ings ríkisins og Alusuisse um Isal og vegna samnings um tvöföldun álvers- ins voru til umræðu í Ziirich í Sviss í gær og fyrradag. Samninganefnd ríkis- ins og fulltrúar Alusuisse, svo og full- trúi Landsvirkjunar skiptust á skoðun- um. Ekki dró til samninga um neitt samningsatríðanna. Rætt var um breytingar á ramma- samningi aðila og verðtryggingu orku- verðs til álversins, samkeppnisstöðu Isals á álmarkaönum, stækkun álvers- ins og skattakerfi. Fram aö næsta fundi, í mars, munu sérfræðingar fjalla sérstaklega um viðmiðun vegna orkuverös og um skattamál. HERB Ríkisútvarpið: MÁLFAR í MOLUM Utvarpsráð hefur skipað nefnd til að hressa upp á málfar í útvarpinu. „Okkur er öllum ljóst að þessi mál eru ekki í nógu góðu lagi og eru nokkrir okkar á þvi að um þverbak keyri á rás 2 á köflum,” sagði Eiður Guðnason, alþingismaður og fulltrúi í útvarps- ráði, í samtali við DV. „Þetta verður að laga og að þvi vinnum við.” Hluti útvarpsráðsmanna er iðinn við að hlusta á dagskrá rásar 2 og hefur af henni miklar áhyggjur en Arni Bjömsson, fulltrúi Alþýðubandalags- ins í ráðinu, segir hina nýju móður- málsnefnd eiga ekki síður að snúa sér að málfarinu á rás 1: „Það er skoðun mín að engan eigi að ráða til starfa við útvarpið nema sá hinn sami geti sannað hæfiii sína í mæltu og skrífuðu máli. Skólapróf ein duga ekki, Ríkisút- varpið verður sjálft að prófa sitt fólk.” Að sögn Þorgeirs Ástvaldssonar, stöðvarstjóra á rás 2, liggja ekki fyrir neinar sannanir um að málfar í bein- um útsendingum hjá sjónvarpi eða á rás 1 sé eitthvað betra en hjá sinu fólki. „Vissulega höfum viö orðiö vör við ýmsa vankanta, ambögur og dellur og það verður leiðrétt. Hjá okkur hafa unnið um 30 manns við þáttagerð á aldrínum 18 ára til fertugs. Þetta er allt fólk sem hefur gengið í gegnum islenska skólakerfið i lengri eða skemmrí tíma og tali þetta fólk jafn- óvandað mál og sumir vilja vera láta þá segir það meira um stöðu íslenskrar tungu í dag en fólkið sjálft.” -Em. Grásleppuhrogna- framleidendur: Ein sam- tök á ný? Samtök grásleppuhrognaframleið- enda halda aöalfund sinn í dag i húsi Slysavarnafélagsins á Grandagarði og hefst hann klukkan 14. A fundin- um mun verða gerð tilraun til að sam- eina alla grásleppuhrognaframleiö- endur á landinu á ný i ein heildarsam- tök en samtökin klofnuöu sem kunn- ugt er f yrir rúmu ári. öllum grásleppuhrognaframleið- endum er því boðið á fundinn í dag því það er talið öllum aðilum til hagsbóta að hafa ein stór samtök frekar en mörg smá. -SÞS 25200 Stór- BÍLASÝNING LAUGARDAG og SUNNUDAG KL. 2-5 Sýnum framhjóladrifs - og fjórhjóladrifs bíla Bíla sem láta ekki að sér hœða í ófœrðinni IMISSAN MICRA „Fisléttur, frískur bensínspari, sem leynir á sér“ sagði Ómar Ragnarsson í yfirskrift á grein sinni í DV 29/12 sl. í greininni segir m.a. „en mér fannst bíllinn betri, en ég átti von á, þægilegri og skemmtilegri, en vonir stóðu til, og það virtist vera erfitt að fá hann til að eyða bensíni svo nokkru næmi, þótt frísklega væri ekið.“ NISSAN MICRA GL kr. 259.000.- NISSAN MICRA DX kr. 249.000.- NISSAN CHERRY Einn vinsælasti og þrautreyndasti fjölskyldubíllinn á íslandi í meira en 10 ár. Fáðu þér NISSAN CHERRY nákvæmlega eins og þú hefur óskað þér hann, þ.e. 4ra gíra, 5 gíra eða sjálfskiptan. Þú getur valið milli þriggja vélastærða - þriggja eða 5 dyra og ótal lita. NISSAN CHERRY 1000 DX kr. 261.200.- NISSAN CHERRY 1500 GL sjálfsk. kr. 319.500.- subaru Highroof Van, fjórhjóladrifinn: Þeir hjá Subaru eru þeirrar skoðunar að gróf torfærutæki eigi engan einkarétt á fjórhjóladrifi. Subaru Highroof 4WD er sparneytin, rúmgóð og þrælsterk sendibifreið. En hún ber leynivopn innan klæða. Það er fjórhjóladrifið. Með einu handtaki breytist þessi auðmjúki þjónn í ófærujötun sem gera má enn sterkari með því að skipta í lága gírinn. Subaru Highroof Van 4WD kr. 225.000.- subaru Hatchback, fjórhjóladrifinn: Það kemur sér illa fyrir marga að komast ekki til vinnu þegar færð er slæm. Ert þú kannski einn þeirra? Eða ert þú einn af þeim sem hafa gaman af að takast á við ófærðina og bjóða henni byrginn? Þú þarft ekki tröllvaxinn jeppa. Subaru Hatch- back er svarið. Hann gerir ófærðina að spennandi leik og þjónar þér þess á milli eins og viljugur og skemmtilegur gæðingur. Subaru Hatchback, beinskiptur með vökvastýri kr. 396.000.- Loksins, loksins, loksins er komin ný sending af Trabant árg. ’84 og nú er hinn sívinsæli Trabant með ýmsum endurbótum eins og t.d. höfuðpúðum, sportlegri felgum, 12 volta pottþéttu rafkerfi, betri hljóð- einangrun o.fl. Trabant Station kr. 102.000.- Trabant fólksbíll kr. 99.000.- Tökum flestar gerðir eldri bíla upp í nýja. VERIÐ VELKOMIN OG AUÐVITAÐ VERÐUR HEITT Á KÖNNUNNI Ingvar Helgason h/f. SÝNINGARSALURINN/RAUÐAGERÐI ®33560

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.