Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1984, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR11. FEBRÚAR1984.
Dómur kveðinn upp í máli
Vaxtarræktarinnar hf.
Boxáhöld fyrir
240 þús-
und brennd
— „Kæri þá alla sippubandaeigendur í
landinu,” segir Guðni Gunnarsson,
eigandi Vaxtarræktarinnar
„Saksóknari tilkynnti mér í morgun
að vörur sem ég á að verðmæti 240
þúsund krónur yrðu hreint út sagt
brenndar,” sagði Guðni Gunnarsson,
eigandi Vaxtarræktarinnar hf.
Svo sem DV greindi frá á sínum
tíma gerði tollstjóraembættið í
Reykjavik upptæk likamsræktartæki
sem Vaxtarræktin hf. hafði pantað
eriendis frá. Hafði fyrirtækið auglýst
tækin sem boxáhöld en hnefaleikar eru
sem kunnugt er bannaðir meö lögum
hér á landi. Sakadómur hefur nú
kveðið upp dóm í málinu þar sem
Guðna er boðin dómsátt, fallist hann á
að greiða „hæfiiega sekt, auk sakar-
kostnaðar, og sæti auk þess upptöku
eftirtaiinna hnefaleikaáhalda: 21
knattar, 50 dropa, 9 púða, einna
hanska, 24 loftfestinga, 9 dropa-
festinga. . . ”.
Guöni kvaöst ekki hafa i hyggju að
taka neinni dómsátt. Hann heföi beðið
viðkomandi yfirvöld afsökunar á aug-
lýsingunni en hvorki afsökunarbeiðnin
né rök hans heföu verið tekin til greina.
„Þetta er hreint og beint
bjánalegt,” sagði hann. ,,Fyrir það
fyrsta var ég alls ekki að flytja inn
boxáhöld heldur æfingaáhöld til alhliöa
líkamsræktar. Þeir eru að skrumskæla
þetta og nú er mér skapi næst að kæra
hvem einasta sippubandaeiganda í
landinu. Sippuband nær nefnilega til
600 vöðva í skrokknum og þegar menn
eru komnir meö 600 vel þjálfaða vöðva
geta þeir kýlt niður og stórskaðaö fólk.
Þaö verður einnig aö banna innflutning
á öllum striga og canvas þar sem
stóriiætta er á aö fólk geti búið til
boxpoka úr því.
Þá er mér skapi næst að kæra lög-
reglustjórann i Reykjavík. Hann er jú
með tvær hendur sem hann getur
auðveldiega notaðtil hnefaleika.”
Guðni sagðist hafa farið fram á að
fá að endursenda tækin. Það heföi ekki
fengist. Hann yrði sjálfsagt sóttur til
saka vegna þessa máls þar sem hann
hefði ekki þegiö dómsátt.
-JSS.
Tíu ára drengur týndur
I gærkvöldi var leitaö að tíu ára
dreng í Reykjavík sem ekkert hafði
heyrst til frá hádegi. Hann heitir Sigur-
geir Pétursson, tíu ára og nemandi í
Breiðagerðisskóla. Sigurgeir er ljós-
hærður, burstaklipptur, klæddur
brúnni úlpu, brúnum buxum og brún-
um skóm. Sigurgeir er fremur lágvax-
inn. Þegar blaöið fór i prentun laust
eftir kvöldmat í gærkvöldi var hann
ófundinn og biður lögreglan alla, sem
eitthvað kunna að vita um ferðir hans,
aðlátasig vita.
GS.
Rádstafanir hins opinbera til aðstoðar
útgerðinni:
Vanskilum og
lausaskuldum
breytt í lán
— mega nema 90 prósentum af
vátryggingarupphæð skips
I tengslum við nýja fiskverðið í gær
kynnti sjávarútvegsráöuneytið ráð-
stafanir til að bæta afkomu og fjár-
hagslegt skipulag sjávarútvegsins.
Þar eru skuldbreytingar efst á blaði:
„Ahvílandi skuldum, hvort sem þær
eru í skilum eða vanskilum, allt aö 90
prósentum af vátryggingarverðmætum
skipanna verði breytt í lán, sem hefur
jafnlangan lánstima og upphaflegu
stofnlánin.” Síðar segir: „Auk þess
verði lausaskuldum útvegsins breytt í
lengri lán innan vissa marka.”
Þá eiga áhafnir að fá tvö prósent af
kostnaöarhlutdeild utan skipta. Virðist
það vera örlítil launauppbót. Almenna
deild Aflatryggingasjóðs á að greiða
bætur inn á reikning hvers skips hjá
Stofnfjársjóöi fiskiskipa vegna hins al-
menna alvarlega afiabrests.
Ahafnadeild Aflatryggingasjóðs fái
ríkisframlag til sjóösins, auk venju-
legra tekjustofna, til þess að deildin
geti aukið greiðslur fæðispeninga og
geti greitt úr fjárhagsöröugleikum sjó-
manna sem upp kunna að koma vegna
þess aö útgerð skipa stöðvast í kjölfar
alfabrests og hinna nýju reglna um
stjórnun botnfiskveiða í ár. Loks er svo
útflutningsgjaldi af saltfiski breytt til
að létta eitthvað á erfiðleikum greinar-
innar. -GS.
BETRA VERÐ
EN AÐUR HEFUR
B0ÐIST
Rúm með náttborðum,
Ijós askur, kr. 8.200,-
<--------------------------
Allt í unglingaherbergi
á ótrúlega lágu verði,
t.d. skrifborð á aðeins kr. 4.500,-
Opið laugardag kl. 10-12 og 14-17.
HUSGAGNA
SUNNUDAG
wm
TM-HUSGOGN
Síðumula 30 - sími 86822
Síðumúla 4 — sími 31900
EV- SALURINN
Á 3. HÆÐ í FIATHÚSINU
800 FERMETRA SÝNINGARSALUR
NOTAÐIR BÍLAR.
E—V SÉRKJÖR.
VIÐ LÁNUM í 3,6,9 EÐA
JAFNVEL12 MÁNUÐI.
VIÐ BJÓÐUM EINNIG
ÓDÝRA BÍLA
ÁN ÚTBORGUNAR.
SÍFELLD BÍLASALA - SÍFELLD ÞJÓNUSTA
OPIÐ FRÁ KL. 10-16 í DAG.
notodir bílor
EGILL * eigu umbodssins
VILHJÁLMSSON HF
Smiðjuvegi 4c — Kópavogi — Sími 79944