Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1984, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1984, Blaðsíða 19
wi >tí' iví rw'fv i» rv iz'.fi.nu -A\y. ta.t \rn 19 Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndahátíð — Fljótandi himinn Nýbylgjupönk og FFH Fljótandi himinn (Liquid Sky). Bandarikin 1983. Leikstjórn: Slava Tsukerman. Handrit: Slava Tsukerman, Anne Carlisle, Nina Kerova. Aöalhlutverk: Anne Carlisle, Paula Sheppard o.fl. Tónlist: Slava Tsukerman, Carl Orff o.fl. Fljótandi himinn er frumlegasta myndin á kvikmyndahátíðinni. Hún er bandarísk. En þaö þurfti Rússa til aö gera hana. Fljótandi himinn er nýbylgja. Pönk. Kúl. Fljótandi himinn er slanguryrði yfir heróín og um þaö snýst myndin öörum þræöi, beint og óbeint. Hún snýst líka um kynlif, pönk, FFH og ameriska drauminn. Viö samfarablossa myndar manns- heilinn sérstakt efni sem er í ætt viö ópíum og afleidd efni svo sem heróin og morfín. Geimverur þrifast á þessu efni og til að afla þess lenda þær á þaki íbúöar nýbylgjusýningarstúlkunnar Margrétar. Efninu ná geimverurnar síðan með því að hrifsa til sín rekkju- nauta stúlkunnar þegar hápunktinum er náö. Þeir leysast upp og veröa aö engu fyrir augum hennar. Þetta er meginuppistaöa sögunnar auk lýsinga á svallsömu lífemi pönkliösins. Einnig kemur viö sögu þýskur stjarneölisfræðingur sem er aö rannsaka geimverur meö tilliti til nýjustu vísindaniðurstaða. A bak viö þennan fjarstæðukennda söguþráð leynist ansi dökk lýsing á bandarísku stórborgarlífi þar sem allt er aö fara fjandans til í dópi og djöf- ulgangi. Ameríski draumurinn viröist aðeins geta endað á einn veg, meö algerri eyöingu. Margrét er gott dæmi um þaö. Heima var þaö æösti draumur foreldr- anna aö hún giftist lögfræðingi. Henni fannst þaö fúlt og fór til stórborgarinn- Kvikmyndahátíð: Teiknarinn Falleg ar. Þar var henni talin trú um aö ham- ingjan fælist i því aö kynnast góðum umboösmanni og komast í kvik- myndir, þó svo aö hún þyrfti aö bíöa til fimmtugs. Undir lokin er þaö svo draumur hennar aö láta geimverurnar taka sig, verða aö engu. En til aö svo megi veröa þarf hún aö fylla sig af dópi þar sem hún gat ekki náö samfara- blossanum. Þaö sem einkennir Fljótandi himin öðru fremur er ótakmörkuð sköpunar- gleöi og myndin er uppfgll af skemmti- legum uppátækjum í töku og annarri efnismeðferö. Eins og hæfir sannri ný- bylgjumynd er litadýrðin mikil og litimir fallegir. Nýbylgjutónlist setur mikinn svip á myndina og gerir hana jafnáhrifamikla og raun ber vitni. Ekki veit ég hvaö Slava Tsukerman hefur gert af kvikmyndum en ef marka má þessa þá er þetta maöur sem hefur kollinn i lagi. Guðlaugur Bergmundsson. Anna Carlisle og Paula Sheppard í hlutverkum sinum í hinni áhrifamiklu mynd Slava Tsukerman Fljótandi himni. Heiti: Banvænt sumar (L'Éto meurtrier). Leikstjóri: Jean Becker Japrosot. Kvikmyndun: Etienne Becker. Tónlist: Georges Delerue. Aðalhlutverk: Isabelle Adjani, Alain Souchon, Suzanne Flon og Michel Galabru. Kvikmynd Jean Becker, Banvænt sumar, er ein af þessum kvikmyndum sem byrja mjög vel en daprast nokkuö þegar á líöur, aöallega vegna þess að handrit býöur ekki upp á góöa úr- vinnslu úr þeim dramatisku átökum sem eru í myndinni, en þrátt fyrir þennan veikleika er Banvænt sumar mynd sem gaman er aö horf a á. Myndin segir frá Elene, tuttugu ára gamalli stúlku, sem fær hjartað til aö slá hraðar í ungum mönnum í þorpinu sem hún býr í. En bak viö léttúöuga framkomu hennar leynist önnur manneskja. Hún haföi verið getin þegar þrír ókunnugir menn nauðguðu móöur hennar og hún hefur svarið þess dýran eið að hefna sín meö því að drepa þá alla. Hún heldur aö hún sé komin á sporiö og í því skyni giftist hún syni eins þeirra. Elene hefur ávallt verið hrifin af Kvikmyndahátíð — Banvænt sumar FJÖLSKYLDUDRAMA Gleðin í brúðkaupinu snýst fljótlega upp í harmleik. fósturfööur sinum, en þrátt fyrir þaö varö hún þess valdandi að hann er bundinn viö hjólastól þaö sem eftir er . ævinnar, og þrátt f yrir hrifningu sína á honum hefur hún ekki getaö fyrirgefið honum aö hann geröi ekkert til aö hefna fyrir meöferöina á konu sinni. En annað á eftir aö koma í ljós. Þaö veröur henni mikiö andlegt áfall þegar hún fréttir aö hún hefur veriö aö eltast viö vitlausa menn, en það fréttir hún frá einum þeirra, en fósturfaöir henn- ar haföi einmitt komiö í sömu erinda- gjörðum til hans. Veröur nú mikill misskilningur milli aöalpersónanna sem endar í miklum harmleik. Þaö er ekki annaö hægt aö segja en aö atburöarásin sé hröö og spennandi mestan hluta og er leikstjóm og kvik- myndatakan yfirleitt mjög góö miöað við aö handritiö bregst nokkuö í lokin. En eftirminnilegast við myndina fannst mér leikur Isabelle Adjani. Hun töfraði mann sannarlega í hlut- verki þessarar stúlku sem maöur hefur á tilfinningunni alla myndina að ekki sé heil á geösmunum. Hilmar Karlsson. leiðinleg Teiknarinn (The Draughtsman's Contract). Bretland 1982. Handrít og stjórn: Peter Greenaway. Kvikmyndataka: Curtis Clark. Aflalhlutverkd Anthony Higgins, Janet Suzman, Anne Louise Lambert, Hugh Fraser, Neil Cunn- ingham. Enska sveitin er einhver sú falleg- asta sem um getur. Sömuleiöis enskir garöar. Og herragarðamir eru ekkert slor. Sumariö 1694 geymdi líka sína fögrudaga. Teiknarinn gerist þar og þá. Og vegna alls þessa getur hún ekki verið annaö en falleg. Þaö er hún líka svo sannarlega. Frú Herbert fær teiknarann herra Neville til að gera 12 teikningar af húsi bónda sins og næsta umhverfi þess. I laun fær hann góðan pening, auk bliðu frúarinnar og dótturinnar. Herra Her- bert er fjarverandi þegar þetta gerist. Ekki er allt meö felldu á búgaröinum þar sem hver vélar annan. Einhvem tima í rás myndarinnar finnst herra Herbert dauöur. Hver drap hann? Var það gamli kærasti konunnar? Gefa teikningar Nevilles einhverja vísbend- ingu? Eg verö aö játa þaö aö ég var engu nær þegar upp var staðið. Ekki veit ég hvernig líf enskra heldrimanna var í lok 17. aldarinnar, en vel er hægt aö ímynda sér þaö eitt- hvaö svipað því og myndin sýnir. Oröskrúðiö mikiö og fullt af hálfkveðn- um visum meö hinni sérstæöu bresku kimingáfu. Myndin getur þó vart talist skemmtileg. Þvert á móti er hún afskaplega leiöinleg á aö horfa, hvem- ig sem það má nú vera. En falleg er hún, eins og áöur sagði. Þaö verður ekki af henni skafið. I þessu tilviki er þaö ekki nóg til aö gera eftirminnilega mynd. Guðlaugur Bergmundsson. STORUTSALA Allt að 30% afsláttur af húsgögnum. 10% afsláttur af allri gjafavöm. Allt að 50% afsláttur af smávöru úr reyr og basti. NÚ ER STÓRA TÆKlFÆRIÐ! Okkar verð. Okkar skilmálar. Reyrhillur og borð í miklu úrvali Borðstofuborð Cupboard Skrifborð Svefnherbergislinan Reyrskápar Stakir stólar — sófasett — hjónarúm Opið laugardag kl. 10—18, opið sunnudag kl. 14—18. •--\ Eí^ Kreditkort velkomin. Jy'í ' X Hamraborg 12, Kópavogi. Sími 46460.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.