Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1984, Blaðsíða 35
DVkÆAÐ&flRBaBUR¥f!í>É6Rfc8K49&í'rT
35
r
i
i
i
i
i
i
i
I
i
i
i
■.
West Ham tríóið
frá HM ’66
Þegar Englendlngar unnu heims-
meistarakeppnina í knattqpymu
áriö 1966 voru í liöinu þrír West Ham
leikmenn. Bobby Moore, Martin
Peters og Geoff Hurst.
Þetta er skrítiö fyrir þá tilhugsun
að á þessum árum gekk West Ham
iiðinu hálfilla ef frá er skilinn
árangur í bikarkeppnum. En West
Ham hafði þrjá einstakiinga sem
báru af öðrum og voru allir heims-
klassaleikmenn og iiklega er Bobby
Moore einn af, ef ekki sá besti miö-
vöröur sem um getur í knattspymu-
sögunnL
I úrslitaleiknum, sem var gegn
V-Þjóðverjum, skoraöi Hurst þrjú
mörk og Peters eitt og Moore var
fyrirliði liðsins. Þetta var sú stund
sem líklega er hvaö eftirminnilegust
í sögu West Ham. En lítum aðeins á
feril þessara leikmanna.
SguV.
1
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
J
Það sást best hvers konar mann
Moore hafði að geyma þegar hann
lenti í skartgripahneyksiinu í HM í
Mexíkól970.
Hann var þá sakaður, af konu
nokkurri, um að hafa stolið dýrindis
armbandi á kólombísku hóteli. Þetta
mál varð mikill blaðamatur og fór
fjöllunum hærra og hefði getað brot-
ið niður hvern sem var.
En Moore, sem var saklaus, tók
öllu meö stökustu ró og ekki var aö
sjá á honum að nokkuö heföi komið
fyrir. Hann lék frábærlega vel í
keppninni og ef eitthvað þá var hann
betri en í HM ’66 þegar enska liðiö
sigraöi í keppninni á heimavelli. En í
keppninni ’66 haföi hann verið valinn
besti leikmaðurinn með umtals-
verðum meirihluta atkvæða.
Þó að skartgripahneyksliö sé lík-
lega sú mesta pressa sem á honum
hefur verið þá var hann alltaf undir
einhvers konar þrýstingi og illa
liðinn af mörgum, sennilega vegna
þess hve fullkomlega rólegur hann
var á hverju sem dundi.
Frábær árangur hans á vellinum
geröi þaö að verkum að hann var
alltaf í sviðsljósinu og ekki er laust
við að hann hafi hagnast nokkuð á
auglýsingum vegna stöðu sinnar. En
þeir sem til þekktu sögöu aö í lífi
hans hefði knattspyrnan alltaf komið
fyrst.
Annað hneyksli, sem hann var
flæktur í og í þetta sinn var hann
sekur, var er hann sást úti aö
skemmta sér fyrir bikarleik. Ron
Greenwood, er þá var stjóri West
Ham, refsaði Moore með því að taka
hann út úr liðinu en fyrir utan þetta
þá var hann fyrirmynd annarra
knattspyrnumanna, jafnt innan vall-
arsemutan.
Nokkur öfund út af ríkidæmi hans
varð til þess aö hann var ekki eins
vinsæll og maöur gæti ímyndað sér.
Samband hans viö Alf Ramsey og
Greenwood virtist oft hanga á blá-
þræði en þeir misstu samt aldrei
trúna á hann.
Bobby Moore, sem lauk ferli sínum
hjá Fulham árið 1975, vann aldrei til
margra verðlauna né heldur var
hann sérlega leikinn meö bolta en
hann skipaði sér á bekk fremstu
knattspyrnumanna allra tíma með
miklum hæfileikum, gífurlegri festu
og einlægni gagnvart vinnu sinni.
Geoff Hurst:
Þrennaá
Wembley
Geoff Hurst, fæddur 1941, var lítiö
þekktur utan Englands fyrir úrslita-
keppnina á Englandi ’66, en eftir það
vissu allir hver hann var. Leikurinn
gegn V-Þjóðverjum var aöeins
áttundi landsleikur hans. Mörkin
(skoruð meö skalla, hægri fæti og
vinstri) gerðu hann að stjömu og
opnuðu honum fjölda leiða í
sambandi viðtekjuöflun.
En þrátt fyrir þessa skyndilegu
frægö spilltist Hurst ekki hið
minnsta. Enginn hefði getaö gert
meira til aö vinna bikarinn en hann
gerði og hann hélt áfram aö gefa
landsliðinu allt sem hann átti í þeim
49 landsleikjum sem hann lék. I
Geoff Hurst.
þessum leikjum gerði hann 28 mörk
eða 4 mörk í hverjum 7 leikjum sem
er mjög góður árangur með lands-
liði. Aðeins fjórir leikmenn hafa gert
fleiri mörk fyrir England, þeir
Bobby Charlton 49, Jimmy Greaves
44, Tommy Finney og Nat Lofthouse
30 hvor.
Það var aðeins vegna þess að
Jimmy Greaves meiddist í úrslita-
keppninni að Hurst komst inn í liðið
en eftir það hélt hann leikmöniium
eins og Greaves, Mike Summerbee,
Roger Hunt, Mick Jones, Jeff Astle
og Peter Osgood utan liðsins.
Hurst mátti oft þola illa meðferö af
varnarmönnum en tók öllu slíku meö
stóískri ró og var aðeins einu sinni
rekinn af leikvelU á öUum keppnis-
ferli sínum.
A tímum varnarknattspyrnu fékk
Hurst sífellt lof leikmanna og fram-
kvæmdastjóra og þá sérstaklega
fyrir hve hann gat verið nákvæmur
um leið og hann var gífurlega skot-
harður.
Geoff Hurst byrjaði sem bak-
vörður en það var ekki fyrr en
Greenwood færði hann í sóknina aö
eitthvað fór aö kveða að honum og
hann gerði reiöinnar ósköp af
mörkum, sérstaklega í bikar-
leikjum.
En á endanum var hann farinn að
þreytast á því að leika með Uði sem
West Ham, er sífellt var í baráttu
fyrir 1. deildarsæti, og hann óskaði
því eftir að f á að f ara.
Hurst fór tU Stoke þar sem hann
endaði ferU sinn og sneri sér að
þjálfun og seinna varö hann fram-
kvæmdastjóri Chelsea. Honum
virtist ætla að takast aö koma Uðinu í
1. deUd en það mistókst á síöustu
stundu og Hurst var rekinn. Þetta
var árið 1980 og síðan hefur Hurst
dregið sig út úr knattspymu-
heiminum.
Martin Peters:
„Tíu árum
á undan”
Peters, sem fæddist 1943, var einn
af fyrstu „nútímaleikmönnum” sem
geta leikið aUs staðar og sagði Alf
Ramsey eitt sinn um hann að hann
væri tíu ámm á undan sinni samtíð.
I heimsmeistarakeppninni ’66
spUaöi Peters sem vinstri kant-
maður en var samt sem áður úti um
aUan vöU því aö Uðiö notaðist ekki
við eiginlegan kantmann á þessum
árum. Hann virtist alveg þindarlaus,
tæklandi í vörninni eina stundina ög
skaut á markið þá næstu. Þessir
leikmenn áttu eftir að verða algengir
á næstu árum en þrátt fyrir það bar
Peters alltaf af í þeim hópi.
Hann var orðinn fastamaður í
West Ham Uöinu þegar hann var
ennþá aðeins átján ára. Og þó hann
hefði misst sæti sitt í bikarúrsUtun-
um ’64 var hann í liðinu sem vann
Evrópukeppni bikarhafa árið eftir.
Eftir aö hann kom tU Tottenham árið
1970 bætti hann UEFA medaUu og
sigri í deildarbikamum í safniö. Frá
Tottenham fór hann til Norwich árið
1975 og var þar í nokkur ár eöa þar til
hann fór tU Sheffield United og tók
viö framkvæmdastjórn.
Það var ekki hans sterka hUð því
United féll í fjóröu deild eftir eitt og
hálft ár í hans umsjá og hætti Peters
afskiptum af knattspyrnu eftir það í
bilia.m.k.
Peters lék 67 landsleiki og gerði 20
mörk.
Martin Peters.
FLUGSKÖLINN FLUGTAK
Bóklegt einkaflugmannsnámskeið mun
hefjast 15. febrúar 1984. Væntanlegir
nemendur hafi ______________________
samband við ftí/GfÆ
skólann. reykjavíkurflugvelli
Gamla fíuaturninum. Revkiavíkurfluavalli Sími28122.
NOTAÐIR BÍLAR
TIL SÝNIS OG SÖLU
í NÝJUM OC CLÆSILECUM SÝNINGARSAL
EFTIRTALDIR BÍLAR
ERU Á STAÐNUM í DAG
Galant 2000, sjálfsk. árg. '82, grænsanseraður.
Range Rover árg. '82, Ijósbrúnn.
Honda Civic árg. 79, blár.
L-200 yfirbyggður pickup 4x4 árg. '83, hvítur.
Galant 1600 GL árg. '79, blár.
Lancer 1600 árg. '81, rauður.
Pajero bensín árg. '83, rauður.
L-200 yfirbyggður 4x4 pickup árg. '81, rauður.
Mazda 929 station árg. '80, gullsanseraður.
Volvo 240 DL árg. '78, grænn.
VW Jetta GL árg. '82, blár.
Galant 1600 GL station árg. '80, brúnn.
Galant 1600 GL station árg. '82, blár.
Audi 100 GL 5S árg. '80, bronslitur.
VW Golf L árg. 79, Ijósgrænsanseraður.
OPIÐ LAUGARDAGA
KL. 10.00-16.00.
[ulHEKIAHF
J Laugavegi 170 -172 Sírr
Sími 21240
Söludeild, sími 11276.
Garmont skíðaskór.
Stærðir: 39-42, kr. 800,-
Tilboð
Ódýr Compact byrjenda-
skíði fyrir fullorðna með
L00K öryggisbindingum.
Stærðir: 170 - 180 - 190.
Verð m/bindingum aðeins
kr. 1.995,-
Ódýr unglinga tréskíði
m/LOOK öryggisbindingum.
Stærðir: 160 - 170 - 175.
Verð aðeins kr. 1.750,-
Póstsendum
Útílíf
Glæsibæ - Sími 82922. |
Á