Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1984, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1984, Page 1
Grisjan gleymdist inni í siúklingnum Piltur frá Dalvík varö nýlega fyrir þeirri reynslu aö þurfa tvívegis í uppskurö vegna þess aö í fyrra skipt- ið gleymdist inni í honum grisja. Málsatvik eru þau, aö hann var fluttur á Fjóröungssjúkrahúsiö á Akureyri 31. janúar eftir úrskurö læknis á Dalvík um botnlangabólgu. Urskurður sjúkrahússins var hins vegar ekki bólga heldur stíflur í ristli og drengurinn var sendur aftur heim. Fimmtudaginn 2. febrúar er hann aftur fluttur til Akureyrar enda héldu verkirnir áfram. Aftur var hann skoðaöur og síðan skorinn upp um kvöldiö. Reyndist þá botnlanginn gróinn viö hrygginn og tókst með ágætum aö laga þaö. I svona tilfellum mun þess vera vandalega gætt að allar bólgur séu farnar áöur en hægt er aðleyfa sjúkl- ingi aö fara heim. Pilturinn var því myndaöur á mánudagi og kom þá i ljós aðskotahlutur í líkama hans. Lék grunur á að þetta væri ein af grisjun- um, sem notuð var við skurðaðgerð- ina. Grisjumar eru haföar til aö þerra blóð og hreinsa sáriö. Þær eru taldar inn í sjúklinginn og síðan tald- ar út aftur. Tekin var mynd af grisju til aö sjá hvort hér væri sami hlutur- inn á ferö og reyndist svo vera. Því er ljóst mistök hafa átt sér stað við talningu grisjanna. Pilturinn var aftur skorinn upp á fimmtudegi og grisjan fjarlægö. Hann mun ekkert hafa fundiö fyrir henni og er á góðum batavegi. Ekki náðist í Gauta Arnþórsson yfirlækni vegna þessa máls, þrátt fyrir ítrekaöar tilraunir. -JBH/Akureyri - sjá einnig bls. 18 og 19 nýjan leik „Við erum heldur hressari núna en aö undanfömu, þaö tókst aö loka þessu við Markarfljót í gær og Suðurlands- vegur er orðinn fær,” sagði Stefán Kjartansson, héraösstjóri Vegagerðar ríkisins í Rangárvallasýslu, i samtali viöDVímorgun. Unniö var aö því í alla nótt aö gera viö veginn en í dag og næstu daga veröa varnargarðarnir viö Dímon, sem fljótið fiæddi yfir, styrktir enn frekar. A bls. 18 og 19 í blaöinu í dag segir frá ferö blaðamanna austur í gær og kemur þar meðal annars fram gagn- rýni á Vegagerðina frá bændum á flóðasvæðinu við Markarfljót. Bændurnir segja aö þegar í nóvember hafi vatn verið fariö að seytla yfir varnargaröana og því ljóst að hverju stefndi. Þessari gagnrýni vísar Stefán á bug en viöurkennir að garðarnir hafi ekki verið hækkaöir á undanfömiun ámm, aöallega vegna fjárskorts. „Þegar klakahrannir, allt aö fjórir metrar á hæö, stífla fljótið hafa garðarnir lítiö að segja,” sagöi Stefán. -SþS Svona leit Suðurlandsvegur út i gærdag við Hólmalænu i Austur-Landeyjum en vegurinn er nú orðinn fær á nýjan leik og fióðin í rénun. DV-mynd GVA. Thor Vilhjálmsson rit- höfundur. Jón Nordal tónskáld. Valdimar Harðarson arkitekt. Egill Eðvarðsson kvikmynda- leikstjóri, fulltrúi Sagafilm. Magnús Loftsson, stjórnar- formaður Stúdentaleik- hússins. MENNINGARVERÐLAUNAHAFARNIR1984 Nú í hádeginu voru menningar- verölaun DV 1984 afhent við sér- stakan hátíðarmálsverð í Þingholti, Hótel Holti, aö viöstöddu listafólki, dómnefndum og fulltrúum blaösins. Þetta er í sjötta sinn sem þessi verð- laun eru afhent en í ár gerði Jens Guöjónsson gullsmiður verðlauna- gripina. Sex dómnefndir, skipaöar list- gagnrýnendum DV, gagnrýnendum annarra blaða og sérfræöingum utan blaðanna komust að þeirri niöur- stööu aö eftirtalið listafólk skyldi hljóta þéssa viöurkenningu í ár: Thor Vilhjálmsson rithöfundur, fyrir þýðingu sína á skáldsögunni Hlut- skipti manns, eftir Malraux. Jón Nordal tónskáld fyrir framlag sitt til íslenskrar tónlistar, Jóhann Brlem listmálari, fyrir framlag sitt til íslenskrar myndlistar. Valdimar Harðarson arkitekt fyrir hönnum á stól sem nú er aö fara í framleiðslu erlendis. Kvikmyndaverðlaunin hlaut að þessu sinni kvikmyndin Húsið, sem Sagafilm framleiöir. Stúdentaleikhúsið hlaut svo leik- listarverðiaunin fyrir starf sitt árið 1983. Nánari fréttir af afhendingu menningarverðlaunanna verða birt- aríDVámorgun. -óbg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.