Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1984, Side 10
10
DV. FIMMTUDAGUR16. FEBRUAR1984
Þaö horfir þunglega fyrir kjarnorku-
iönaöinunn í heiminum í dag vegna
svimandi kostnaöar, minni þarfar
fyrir rafmagn og tortryggni al-
mennings.
Andstæöingar kjamorkunnar halda
því fram aö þessi iönaöur sé smám
saman aö deyja út, heltekinn af óleys-
anlegum vandamálum varöandi kostn-
aö, öryggisatriöi, geislavirk úrgangs-
efni og af því aö vera sí og æ orðaöur
viö stóru sprengjuna.
Talsmenn kjamorkuiöju halda aftur
á móti hinu fram, aö öll þeirra vand-
kvæöi séu frá kreppunni runnin. Segja
þeir aö atómiö feli enn í sér vonir fyrir
mannkyniö.
En kjamorkuiönaöur í Banda-
ríkjunum er á heljarþröm. Þar hafa
ekki komið fram neinar nýjar pantanir
síöan 1978. Slangur af hálfgeröum,
yfirgefnum orkuverum um Bandaríkin
ber því vitni aö þar hafa menn glatað
trúnni á kjarnorkuna.
Fyrir aðeins áratug spáöu Alþjóöa
kjamorkuráöiö (IAEA sem hefur
aðalskrifstofur sínar í Vín), EBE og
ýmsir aðrir því aö þegar áriö 2000
rynni upp mundi kjamorkan framleiða
helming af öllu því rafmagni sem
heimurinn notaöi þá. Þeir draumar
gerast æ fjarlægari og nú eftir kjam-
orkuþróun í aldarfjórðung eru aöeins
10% af öllu rafmagni mannkynsins
framleidd meö kjamorku, eöa 3% af
allri orkunotkuninni.
Nú spá þeir í Vín því aö atómið muni
standa undir 23% af rafmagnsfram-
leiöslunni við næstu aldamót. Og þetta
ero þeir aöilar sem stefna aö því aö
auka kjamorkuiðnað. — Hans-Jiirgen
Laue, forstjóri IAEA, viöurkennir aö
jafnvel 23% kunni aö vera of bjartsýn
spá. „Við höfum raunar frá ári til árs
stöðugt veriö aö skera niður þessa
framtíöarspá fyrir áriö 2000.”
Einkasamtök, sem kallast World-
watch Institute og njóta fjárstuðnings
frá Sameinuöu þjóðunum, sendu
nýlega frá sér skýrslu þar sem fram
kemur aö hagkvæmni kjamorkuiðn-
aðar hafi stöðugt minnkaö á síðustu tíu
árum. — Byggingarkostnaöur orku-
vera í Frakklandi hefur hækkaö um
60%, í Vestur-Þýskalandi hefur hann
tvöfaldast og í Bandaríkjunum rúm-
lega þrefaldast,” segir Christopher
Flavin, höfundur þessarar skýrslu.
Hann segir að kjarnorka sé hvergi
nærri því nógu hagkvæm miöað viö
einfaldan orkuspamaö og betri orku-
nýtingu.
Núna eru 342 kjarnorkuver starf-
rækt í tuttugu og fimm löndum.
Afkastageta þeirra er samtals um 210
þúsund megavött. Önnur 175 orkuver
eru í byggingu, samkvæmt tölum
IAEA.
En pantanir á nýjum orkuverum em
strjálar. I fyrra var ekki byrjað á
nema fjórtán nýjum. Sjá menn fram á
að illa stefni meö iðnaðinn á seinni
helmingi þessa áratugar vegna tregöu
manna til að reisa ný orkuver. — Þeir
eru raunar til sem spá því aö þaö verði
ekki byggö nema örfá fleiri kjarn-
orkuver og síðan muni því hætt.
James Jeffrey heitir breskur
prófessor sem rannsakaö hefur ítar-
lega kostnaðinn viö kjarnorkuver.
Eftir honum var haft á dögunum: „Eg
yröi undrandi ef fram kæmu fleiri en
örfáar pantanir, ef þá nokkrar. Það er
enn smáskriður á kjamorkunni og
einkanlega er þaö í þriöja heiminum
sem menn hafa enn trú á henni en ég
held að þær vonir fari ört dvínandi. ”
I Evrópu hefur þessi iönaður oröiö
fyrir hverju áfallinu á eftir ööru.
I Austurríki var ákveöið meö at-
kvæðagreiðslu 1978 að hætta við aö
setja í gang eina kjarnorkuver lands-
ins, en byggingu þess var þá aö fullu
lokið. Þaö var aldrei tekiö í notkun.
Ariö 1980 ákvaö sænska þingiö meö
meirihluta atkvæöa aö öllum kjam-
orkuverum Svía skyldi lokaö fyrir árið
2010, eða í síöasta lagi á því ári.
Eitt af bandarisku kjarnorkuverunum. Þetta er i Midtand og er orðið niu árum á eftir áætlun
en kostnaðurinn við það nemur orðið 4,4 milljörðum dollara.
Kjarnorku-
iðnaðurinn
orðinn
óhagkvæmur
Franska Dampierre-kjarnorkuverið. Frakkar hafa kjarnorkuvæðst svo að kjarn-
orkuver framleiða helming alls rafmagns þeirra.
Kjarnorkan virðist á svipuöu und-
anhaldi í Hollandi. Opinber nefnd
mælti meö því í síðasta mánuði að þar
skyldu engin kjamorkuver reist.
1979 var lagt svo fyrir kjamorkuiön-
aöinn í Bretlandi aö reist yröu tíu ný
kjamorkuver. Sú áætlun kom þó aldrei
til framkvæmda. Þetta vandræðabam
landsins stendur nú á krossgötum. —
Opinber nefnd hefur legið æöi lengi
undir feldi til að vega þaö og meta
hvort ráöast eigi í byggingu fyrsta
breska kjamorkuversins aö banda-
rískri fyrirmynd, þaö er aö segja meö
vatnskældum kjamaofni. Rafmagns-
veitur breska ríkisins vilja breyta yfir
í bandarísku gerðina vegna þess aö
bresku kjarnorkuverin hafa veriö
gjörn á aö bila og þykja raunar kostn-
aðarsöm í rekstri.
Eitt breskt kjarnorkuver, sem
byggir á loftkælingaraðferðinni og
heitir Dungeness B, er orðið þrettán
árumáeftiráætlun.
Kjarnorkuver Breta framleiða um
6.500 megavött og afkastageta þeirra,
sem em í byggingu, er annaö eins.
I Vestur-Þýskalandi hefur and-
staöan við kjamorkuna leitt til
óskaplegra mótmælaaðgeröa á síðustu
árum þar sem komið hefur til ofbeldis.
Samt hafa Þjóðverjar hmndiö í fram-
kvæmd umsvifameiri kjarnorku-
áætlun en Bretar. Afkastageta kjam-
orkuvera þeirra er um 11.500 mega-
vött. Aætlanir ganga út á aö áriö 1989
verði afkastagetan orðin 24.500 mega-
vött. — Þaö er þó ekki nema helm-
ingurinn af því sem Vestur-Þjóðverjar
upphaflega stefndu að.
Um 21% af öllu rafmagni í Vestur-
Þýskalandi kemur nú frá kjam-
orkuvemm. Til samanburðar eru þaö
aöeins 16% í Bretlandi.
Það landið sem komist hefur einna
næst því aö gera alvöru úr kjamorku-
draumum sínum frá því fyrir tíu árum
er Frakkland. Frakkar fá um helming
af öllu sínu rafmagni frá atóminu.
Virðast þeir eina þjóöin í heiminum
sem ætlar meö sann aö reiða sig á
kjamorkuna. Þeir hafa þegar tekiö
þrjátíu kjarnorkuver í notkun og önnur
tuttugu og átta kjamorkuver eru í
byggingu. Þó hefur stjómin þegar
skoriö niöur byggingaráætlanir vegna
þess aö fyrirsjáanlega hefur heima-
markaðurinn ekki þörf fyrir allt það
rafmagn.
Þessi metnaöarfulla kjarnorku-
áætlun hefur skilaö af sér 22 þúsund
megavatta afkastagetu, en hún hefur
komiö rafmagnsveitum franska
ríkisins í jafnhrikalegar skuldir. Þær
nema nú um 178 milljöröum franskra
franka.
I mars á næsta ári ætla Frakkar aö
setja í gang fyrsta kjamorkuverið
sem notaö er í iönaöarþágu en meö þó
þá tegund kjamaofns sem getur um
leiö skilað af sér í úrgangsefnum
sprengjuhæfu plútoni. Það er hin um-
deilda 1.200 megavatta Superphenix-
stöð.
Af opinberum skýrslum í Sovét-
ríkjunum má ljóslega sjá aö kjarn-
orkuvæðingin hefur orðiö fyrir veru-
legum seinkunum. Aðallega út frá
ýmsum vandamálum við aðalkjam-
orkuveriö Atommash sem er í Suður-
Rússlandi (Evrópumegin). Þaö er
talið aö þetta kjarnorkuver hafi kostað
120 milljarða króna í byggingu, en þaö
er sagt smám saman vera að sökkva í
jöröina því aö verið var reist í grennd
viö stööuvatn sem búiö var til af
mannahöndum.
Upphafleg áætlun Sovétmanna var
sú að árið 1990 mundi kjarnorkan sjá
fyrir 25% af öllu rafmagni þeirra. Nú
þykjast menn sjá fram á aö þaö veröi
langt í land meö aö sú áætlun standist.
Japanir sem lifa í stööugum skugga
óttans af atómsprengjunum 1945 eru
engu aö síöur meö á prjónunum eina af
umfangsmeiri kjamorkuáætlununum.
Þeir eiga þegar tuttugu og fimm kjam-
orkuver sem sjá þeim fyrir 16% af öllu
rafmagni. Þrettán ver önnur eru í
byggingu.
I þróunarlöndum Þriöja heimsúis
hefur hver stórhuga áætlunin fallið um
aöra þvera. I Mexíkó lék kreppan
þennan iönaö afar illa 1982 og var hætt
viö 20 þúsund megavatta áætlun, eina
þá umfangsmeiri sem þá var á teikni-
boröunum í heiminum. Brasilía ætlaöi
að hafa átta kjamorkuver gangsett
1990, en þeirri áætlun hef ur verið slegiö
á frest nokkrum sinnum. Horfir til þess
að Brasilíumenn eigi þrjú kjamorku-
ver um aldamótin næstu.
Umsjón: Guðmundur Pétursson