Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1984, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1984, Page 18
26 DV. FOSTUDAGUR 2. MARS1984. Mosfells- hreppur dæmdurí Hæstaréttítil greiðslu skaðabóta: l Lögleysa að taka F lóðir af Aöalbóli Mosfellshreppur hefur verið dæmdur í Hæstarétti til greiðslu skaða- bóta. Sveitarsjóður Mosfellshrepps var í Hæstarétti nýlega dæmdur til aö greiða Byggingasamvinnufélaginu Aðalból, sem áður hét Byggingasam- vinnufélag atvinnubílstjóraj (B.S.A.B.), 100 þúsund krónur ásamt: vöxtum frá desember 1977, alls um : 350 þúsund krónur. Héraðsdómur. hafði áður sýknað Mosfellshrepp. Mál þetta má rekja tólf ár aftur í| tímann, til ársins 1972. Það ár gerði byggingasamvinnufélagið samning, við hreppinn um aö skipuleggja ákveöið svæði. Félagið fékk jafn- framt forkaupsrétt að 56 lóðum undir einbýlishús gegn því að greiða tíu prósent af gatnagerðargjöldum. 1 ágústmánuöi árið 1974 aftur- kallaöi Mosfellshreppur forgangs- réttinn að byggingarlóöunum. Aftur- könnunin var byggö á vanskilum og framkvæmdaleysi byggingarsam- vinnufélagsins. Félagið mótmælti þessari aftur- köllun en gekk síðan til samningsum- leitana viö hreppinn. Þær leiddu til þess að nýr samningur var geröur í desember 1974. Sá samningur var félaginu mun óhagstæðari en sá fyrri. „Með samningsgerð þessari verður að telja, aö áfrýjandi (Aðal- ból) hafi fallið frá því aö láta á það reyna, hvort uppsögn stefnda á samningnum frá 13. júní 1972 hafi verið lögmæt, enda hefur áfrýjandi ekki fært sönnur að því, að hann hafi verið beittur nauðung eða mis- neytingu í skilningi laga,” segir í dómi Hæstaréttar. Aðalból byggði aðalskaðabóta- kröfu sína á því að samningurinn 1974 hefði verið nauðungarsamn- ingur. Hæstiréttur dæmdi félaginu skaðabætur á öðrum forsendum eins og fram kemur í dómnum: „I samningi þessum er tekiö fram, aö greiðsla gatnagerðargjalda (byggingargjalda) sé miðuð viö gild- andi gjaldskrá, eins og hún er á hverjum tíma. Reglur um gatna- gerðargjöld í Mosfellshreppi frá 12. febrúar 1975 voru settar eftir gildis- töku laga um gatnagerðargjöld nr. 51/1974. Eftir gildistökur þeirra laga var setning reglna sveitarfélaga um gatnagerðargjöld bundin skilyrði um staðfestingu ráðherra á reglunum. Gjaldskrá Mosfellshrepps frá 12. febrúar 1975 var ekki staðfest af ráð- herra. Beiting hennar var því óheimil. I júní 1975 krafði stefndi áfrýj- anda um gatnagerðargjöld, sem hreppurinn taldi reiknuð og gjald- fallin eftir gjaldskránni frá 12. febrúar sama ár. Þetta var ólögmætt samkvæmt framansögðu,” segir í dómi Hæstaréttar. Síðar segir: „Fram er komið að stefndi synjaði áfrýjanda um byggingarleyfi meðal annars vegna þess, að ekki hefði verið greitt eftir reglunum frá 12. febrúar 1975 eins og stefndi túlkaði þær. Þetta leiddi síðan til þess, að stefndi taldi sér heimilt aö taka af áfrýjanda rétt yfir 25 lóöum meö bréfi 8. júlí 1975. Sú ráöstöfun að taka lóðir þessar af áfrýjanda var samkvæmt því sem hér hefur verið rakið ólögmæt. Hún var til þess fallin að veikja eða gera að engu aðstöðu áfrýjanda til að framkvæma áætlun sína um bygg- ingarframkvæmdir á þessu svæði og þar með valda honum tjóni. Ber að dæma stefnda til að bæta tjón áfrýjanda. Gögn málsins sýna, að ýmis kostnaður áfrýjanda var miðaður við byggingar á öllu svæöinu, en slík óvissa er engu að síður um tjónið, að það verður aö bæta aö álitum. Þykja bætur hæfilega ákveönar 100.000 krónur með vöxtum eins og segir í dómsorði,” segir í Hæstaréttar- dómnum. Málið dæmdu hæstaréttardómar- amir Þór Vilhjálmsson, Guðmundur Jónsson, Halldór Þorbjörnsson, Magnús Þ. Torfason og Sigurgeir Jónsson. Magnús skilaöi sératkvæði. Hann vildi að Mosfellshreppur yrði sýknaður á grundvelli þess að það hefði verið viðhorf byggingarsam- vinnufélagsins sjálfs eins og hrepps- ins að um greiöslu gatnagerðar- gjaldsins ætti að fara eftir gjald- skránni frá 12. febrúar 1975. Lögmaöur Aöalbóls var Hilmar Ingimundarson. Lögmaður Mosfells- hrepps var Jónas Aðalsteinsson. -KMU. Styrkið og fegrið Ukamann DÖMUR OG HERRAR! NÝTT NÁMSKEIÐ HEFST 5. MARS. Hinir vinsœlu herratímar i hádeginu Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eöa meira. Sértimar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eða þjást af vöðvabólgum. Vigtun - mæling — sturtur - gufuböð - kaffi — og hinir vinsælu sólaríum-lampar. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Júdódeéld Ármanns Armú/a 32. Innritun og upplýsingar alla virka daga kl. 13-22 ísíma 83295. L3HKii¥ Á ÖLLUM BLAÐSÖLUSTÖÐUM Þat) e» ekkí i hverf.im d*«i »6 hinn* i Meyfcjavtt og •* «iv*g i hj»»t* bory*rtniu.r. Einn «««14* - ®» Oivvndui Mm Iwfur þýwa hnv.|»i Svet/i Ó»m*ior- wknrettumfrarMns ■■ hefcn- fi>Mv>>ng</ aA t'frirrnfrni. tinn **■kti* t*» dxgnvu tóllwi vlS « nft f* n*»x/i upfiiý*l»»*r ara liixfl 46» * txu.rn.mi Oeufcvr * 8i6ng hutti Mm ug (fvntfð t>r<*» n»A»rxit m*ft *t<xl*ntii« rKdnfcJ. í*f rlú l»:> i t atraky'i í/ríi ttmtí Iv/oiw/xr.x '»c<g ed Ir.yta hc EigiKKtinn sekfi l*p». r« «11 tKtM/fttyi v KVNNTUWIST ÞESSARI MESiNIIVGU ERUNDIS OG . . . ..feomum he.im smitud.. w.K vV!<ðo'-i .rov'// Jt« :*. rffc yui x»l:rvl» 'SA’t/ »'.. vqipfcr.> » (árr.irsk'M ■ <<tí x*> í*iáxr ;*r k'.iífn pr/ió:l v AFMÆLISGETRAUN II heldur áfram ÁSKRIFTARSÍMINN ER 27022 Nýr kvóti kominn á hvern loðnubát eftir að heildarkvóti var hækkaður: Sextfu þúsund tonn verða öllum frjáls Sjávarútvegsráöuneytið hefur nú gefið út viðbótaraflakvóta fyrir hvern loðnubát eftir að kvótinn var aukinn um 265 þús. tonn. Að venju var tveim þriöju skipt jafnt á milli bátanna en þriöjungi eftir burðargetu þeirra. Aðeins var þó 205 þúsund tonnum skipt með þessum hætti en 60 þúsund skilin eftir, þannig að bátar sem eru aö fylla nýrri kvótann geta haldiö áfram uns flotinn hefur náð þessum 60 þús. tonnum. Þetta var gert í Ijósi þess að þó nokkur skip munu auðsjáanlega ekki ná kvóta sínum, svo með þessu móti verður minna eftir ónýtt af heildar- kvóta. Eldborg hf. hefur hæstan kvóta, eöa 15.400 tonn, en lægstu bátarnir hafa 9.600 tonn. Skip sem fara að veiða úr sameiginlega 60 þús. tonna kvótanum verða að landa á fjarlægari löndunar- stöðvum en hin eftir ákvörðun Loðnunefndar. . -GS. Eimskip undirbýr sölu strandferðaskipsins Úðafoss: Munum væntanlega kaupa annað skip — ef ekkert gerist í strandsiglingamálum á næstunni, segirforstjóri Eimskips „Við höfum verið meö Uöafoss í strandsiglingum. Við höfum velt því fyrir okkur að selja hann og raunar unnið nokkuö í því. Ef ekkert gerist í strandsiglingamálum á næstunni myndum við væntanlega kaupa annaö skip í stað Uöafoss,” sagði Höröur Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, í viðtali viö DV. Svokölluð strandsiglinganefnd, sem Steingrímur Hermannsson skipaði í samgönguráöherratíð sinni, fjallaði um strandsiglingar á sínum tíma og lagði fram tillögur þar aö lútandi. I nefndinni áttu sæti fulltrúar sam- gönguráöuneytis, Eimskips, Hafskips, SkipadeOdar SlS og Ríkisskips. Lagði nefndin fram tUlögu um aö reksturinn yrði fluttur í hendur nýs fyrirtækis, sem yrði í eigu ofangreindra aðUa. TUlöguna sendi nefndin tU samgöngu- ráðherra í haust og þar hefur hún veriö tU athugunar síðan. „Við munum reyna aö halda að okkur höndum varöandi aUar breytingar meðan máUð er tU aihugunar í ráöuneytinu,” sagði Hörður, „ en það getur reynst okkur erfitt að bíða mjög lengi. ” -JSS * Hornafjörður: Tvö stórafmæli Frá Júlíu Imsland, fréttaritara DV á Homafiröi. Tvö stórafmæli voru á Hornafirði fyrir skömmu. Laugardaginn 11. febrúar hélt slysavamadeilðin Fram- tíðin upp á 30 ára afmæli sitt í Sindra- bæ. Boðið var upp á kaffi og ýmis skemmtiatriöi. DeUdinni bárust margar góðar gjafir í tilefni afmælis- ins, bæði munir og peningar. Núver- andi formaöur Framtíðarinnar er Ingi- björg Guðmundsdóttir. Laugardaginn 18. febrúar hélt kven- félagið Tíbrá upp á 60 ára afmæli sitt. Af því tUefni buðu kvenfélagskonur mökum sínum og fleiri gestum til matarveislu á hóteUnu. Þar voru fluttir skemmtiþættir og margt annað var sér til gamans gert. Anna ÞórhaUsdóttir er eini núUfandi stofn- félagi Tíbrár. Formaðurkvenfélagsins er Sigríður Helgadóttir. -GB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.