Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1984, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1984, Qupperneq 11
DV. LAUGARDAGUR 3. MARS1984. 11 Dorothy Stratten (Mariel Hemingway) kvikmyndahlutverk. Playboy-kanína á leiðinni fjórðu prufu að Bob sagði mér að ég fengi hlutverkið. En ég haföi gott af því aö berjast fyrir einhverju og vera frökk.” Athuganir Mariel fyrir hlutverkið byggðust á þvi að heimsækja Playboy húsið og tala við þá sem höfðu þekkt Stratten. Mariel þurfti auðvitað í hlut- ' verki Playboy módels að koma fram nakin. „Þetta var erfitt fyrst en það varð . mjög eðhlegt þegar leið að enda myndarinnar. Þegar vélin var í gangi lék ég módel og öll nekt var bara hluti afþeim leik. I hlutverki Paul Snider, eiginmanns Stratten, er leikarinn Eric Roberts. Hann þurfti að fara í margar prufur . eins og Mariel áður en Bob Fosse lét hann að lokum f á hlutverkið. „Það bjargaði eiginlega lífi mínu,” sagði Roberts og hugsaði aftur til fyrri ævintýra sinna á hvíta tjaldinu. ,,Eg fór í heimsókn í Playboy húsið og talaöi við alla sem þekktu Stratten og Paul Snider. Eg las allt sem ég gat og reyndi að hafa hugann opinn. Við höfum öll hitt þá manngerð sem ég túlka í myndinni. Þú sérð hana alls staðar umhverfis þig þó að þú lendir ekki endilega í slagtogi við hana. Dorothy Stratten lenti í því. Þrátt fyrir að Snider hafi framið svíviröilegan glæp er ég þeirrar skoðunar að hann hafi elskað hana ákaflega heitt. Dorothy Stratten var greinilega falleg og hafði mikla kyntöfra. Hún var viðfelldin, góð og einföld og auðvelt fómarlamb fyrir mann af þeirri gerð sem Paul Snider var.” Titill myndarinnar er dreginn af lýs- ingu Teresu Carpenter á Snider í grein sinni í Viliage Voice sem hét: Dauði leikfangs. „Paul varð æ uppteknari af ferli og örlögum Dorothyar. Ferill hennar var auövitaö einnig ferill hans. Hann þakti húsiö meö myndum af henni. Hann lét líka setja plötur á Benzinn sinn nýja semá stóð: STAR80.” HÖFN, HORNAFIRÐI Umboðsmaður óskast. Upplýsingar gefur Guðný Egilsdóttir í síma 97-8187 og afgreiðsla DV Þverholti 11, sími 27022. GERIMAX GERIMAX NÝTT BLÁTT GERIMAX inniheldur 25% meira GINSENG auk dagskammts af vítamínum og málmsöltum. örvar hugsun og eykur orku. Nýtt' stúdíó fyrir sérpantaðar myndatökur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.