Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1984, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1984, Qupperneq 12
o r 12 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og Otgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. I Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aóstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFU R P. STEINSSON. Ritst|órn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugeró: HILMIR HF., SÍÐUMULA 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuói 250 kr. Veró i lausasölu 22 kr. Helgarblaó25kr. Við þurfum meirí röskun Enn sem fyrr eru Islendingar á faraldsfæti. I fyrra fluttust rúmlega ellefu þúsund manns milli sveitarfélaga eða nærri 5% allrar þjóðarinnar. Þetta jafngildir því, að öll þjóðin skipti um sveitarfélag á tuttugu ára fresti. Síðustu tólf árin þar á undan, það er frá 1971 til 1982, færðu sig raunar tæplega 125 þúsund manns, ekki bara milli sveitarfélaga, heldur milli landshluta. Það voru nærri 60% þjóöarinnar — á aöeins tólf ára tímabili. Þjóöflutningar Islendinga fela núna aðeins að litlu leyti í sér sókn fólks til þéttbýlis. Sem dæmi má nefna, að á þessum tólf árum fluttust 9.917 manns frá Vestfjörðum, en 7.687 komu þangað í staðinn. Straumurinn er ekki ein- hliða. Þetta er ólíkt því, sem var á fyrri hluta aldarinnar, þegar fólk fluttist unnvörpum úr sveitinni á mölina og þjóðin í heild breyttist úr dreifbýlisþjóð í þéttbýlisþjóð. Þá grisjuðust byggðir og eyddust, svo sem Hornstrandir. Raunar tæmdust heil kauptún, sem urðu undir í lífsbar- áttunni. Fáir muna nú eftir Skálum á Langanesi, Aðalvík og Hesteyri á Vestfjörðum eða Dritvík og Djúpalónssandi á Snæfellsnesi, þar sem eitt sinn var mannlíf í blóma. Allar aldir hafa Islendingar verið á faraldsfæti, ekki aðeins milli bæja og dala, heldur landsendanna milli. Þetta sést af manntölum og kirkjubókum. Ein afleiðingin var, að hér mynduðust ekki mállýzkur eins og til dæmis í Noregi. Raunar urðu Islendingar til sem þjóð vegna röskunar. Fólk sleit sig frá heimahögum nágrannalandanna og stefndi yfir úthafið á vit hins ókunna. Það var enn öflugri kraftbirting en sú, sem felst í flutningum Islendinga nútímans. I þá daga var ekki rætt um, að sálræn eða félagsleg kreppa fylgdi röskuninni, sem olli upphafi Islands- byggðar. Þvert á móti vitum við, að hér blómgaðist fljót- lega mun öflugri menning en ríkt hafði í fyrri heimahög- um fólksins. Brezki sagnfræöingurinn Arnold Toynbee heldur því meira að segja fram, að gullöld íslenzkra miðalda hafi verið bein afleiðing hin mikla átaks, sem fólst í að rífa upp rætur sínar og halda út á úfiö Atlantshafið. Nú á tímum sálgæzlu og félagsráðgjafar finnst mörg- um hins vegar, að röskun sé af hinu illa. Það er eins og þeir vilji frysta þjóðfélagið í núverandi ástandi og jafnvel færa það aftur á bak til ímyndaðra betri tíma. Meðal annars vilja þeir frysta búsetuna. Hér á landi eru stundaðar umfangsmiklar og gífurlega kostnaðarsamar tilraunir til aö hindra röskunina, sem felst í búferlaflutningum. Undir kjörorði byggðastefnu er reynt aö hindra þjóðina í aö halda áfram að sækja fram. A þessu ári veitir ríkið hálfum öörum milljarði króna til viðhalds atvinnu við búskap með kýr og kindur. Þar á ofan er varið hundruðum milljóna af opinberu fé til ýmiss konar aðstöðujöfnunar, sem ætlað er að hindra fólk í að flytjast til betri skilyrða. Þessi frystingarstefna hefur sligað ríkissjóð. Kostnaðurinn skiptir þó minna máli en hin almennt skað- legu áhrif á atvinnu- og menningarsögu þjóðarinnar. Það sem þjóðin þarf, er röskun en ekki frysting. Hún þarf að mæta framtíö, en ekki fortíð. Þær tölur Hagstofunnar, sem hér hafa verið birtar, sýna, að Islendingar eru óhræddir við röskun og óragir við að flytjast milli landshluta. Þessa kraftbirtingu á ekki að f jötra í viðjar jöfnunar og byggðastefnu, kúa og kinda. Röskun er framtíð, en frysting er fortíö. Jónas Kristjánsson. Hamingjan tekin inn að aftan I dag eru vorjafndægur, en þann dag ríkir visst jafnrétti í sólkerfinu, þannig aö dagur og nótt verða jafn- löng. Og þaö sama skeöur svo einhverntímann í haust, en þó aðeins einn einasta dag. Fyrir okkur, sem eigum heima fyrir noröan gott veöur, skiptir þetta miklu máh, því nú fer aö styttast í hinar björtu nætur, sem eru nánast okkar eini munaöur. Fá okkur til þess aö gleyma vetrarmyrkrinu, snjónum, og hinum stööuga úr- synningi. Og þaö virtist vera komið einskonar vor; einskonar bros á laugardagsmorgun, snemma. Regn- drukkin skýin léku sér í sóUnni, en svo áttaöi veöurguöinn sig skyndUega á því, aö enn var vetur, imbrudagar rétt aö byrja og aö góu- þrællinn var eftir líka. Hann stráði drifhvítum snjóflyksum yfir borgina og skýjabólstramir sigldu dapurlega rnnyfir landiö og byrgðu aUa sól. A sunnudagsmorgun var komiö suðaustan hvassviöri á samlags- svæðrnu, meö láréttu regni. Þetta nefnir unga fólkiö stundum aö veöriö sé eins og veriö sé aö renna borginni í gegnum bUaþvottavél, því aö vatns- gusumar viröast koma úr öllum áttum. En þótt svona veður séu ekki ávaUt skemmtUeg, þá njóta margir þess aö láta volgt vorregniö lauga andUt sitt og hjarta aftur eftir hinn langa vetur. Af kínarúllum Um helgina ræddu menn mörg mál. Meöal annars um aukna mjólkurframleiöslu hjá bændum sem leggja inn mjóUc hjá Mjólkurbúi Eftir helgina JÓNAS GUÐMUNDSSON RITHÖFUNDUR Flóamanna, en aukningin í febrúar og byrjun þessa mánaöar varð um 10% og grautarmusteriö í Borgar- nesi, eða Mjólkursamlag Borgfiröinga á Engjaási, ætlar nú að hefja framleiðslu á pönnukökudeigi á femum, en erns og flestir vita hafa mál nú skipast þannig, aö eftir aö nýja mjólkurstööin haföi veriö reist með opinberum styrkjum og mjólkurskatti, er henni nánast bannað aö eiga við raunvemlega mjólkurframleiðslu, svona eins og við þekkjum hana. Mjólkurbúið í Borgamesi var þó landsfrægt undir stjóm Siguröar Guöbrandssonar, er bjó til betra skyr og þykkari rjóma en nokkur maður annar í þessu landi. Stööin er því höfö mjólkurlaus, til aö tryggja viöunandi þrengsli í Mjólkursamsölunni í Reykjavík, til þess aö réttlæta undanrennumust- eriö á Bitruhálsi og hinn tvöfalda aksturmeömjólk. Þá hefur grautargeröin boöaö, aö innan skamms veröi hafin fram- leiðsla á kínarúlludeigi á fernum, en á þeirri vörutegund hefur sem kunnugt er veriö mikill skortur á landinu, aö ekki sé nú sterkara aö orðikveðið. Þá skýröi útvarpiö frá því, þrem eöa fjórum dögum eftir aö neyslu- mjólkin hækkaöi um tæp 10 prósent, að mjólkurframleiðslan heföi aukist hjá Mjólkurbúi Flóamanna, og út- varpið haföi þaö eftir manni, aö þetta væri mjög merkur árangur, sem ætti eftir aö koma bændum og neytendum til góða. En viö hér hljótum þó aö spyrja í hvaöa formi þessi hamingja á aö berast til neyt- enda? Eigum viö aðeins aö gleðjast yfir þessari nyt, eöa á verðið á mjólkinni eftir aö lækka ? Þeir í pönnukökudeiginu og kína- rúllunum, sögöu okkur þó, aö þeirra afrek væru væntanleg á markaö innan tíöar, þannig aö viö viljum njóta mjólkurgleöi Flóamanna á öðrum stöðum en á rás eitt, úr því aö þaö er hvort eö er búiö að segja okkur, að þessi aukna framleiösla eigi aö koma neytendum til góöa. Bæjarútgerðin á nýrri skútuöld Þá var að sjálfsögðu mikið rætt um fiskveiðar um þessa helgi, eða svonefnda stjórnun fiskveiöa, er einkum birtist okkur f svonefndu í — er meðaltalsútreikningur Þjóðhagsstof nunar að stöðva allar f ramfarir f vinnslu sjávaraf urða? Þegar verölagning fer fram á sjávarafuröum, svo sem loðnu, eru lagöir fram af Þjóðhagsstofnun út- reikningar um afkomu greinarinnar, þ.e. veiöa og vinnslu. Þessir út- reikningar eru meðaltal einhverra fiski- mjölsverksmiöja, sem verölagsráös- mönnum er eWci sagt hverjar eru. I haust eins og áöur fór verðlagning fram meö þessum hætti. Þrátt fyrir beiðni um upplýsingar um þaö, hvaöa verksmiöjur séu í úrtakinu, fæst þaö ekki upplýst. Hvaö gerist við slíka útreikninga? Frá mínum bæjardyrum séö er meö þessari aöferð veriö að bjarga skussunum og draga veröið niöur til sjómanna og útgerðarmanna. Meö þessari aðferð er ekki ýtt undir um- bætur viö vinnslu afuröanna, heldur er veriö að bjarga þeim sem illa reka sín fyrirtæki og verðfella afuröina. Þessi rekstur viröist ekki áhættusamur ef marka má hvað gerist hjá ýmsum verksmiöjanna, á ég þá sérstaklega viö þær verksmiöjur, sem taka mikið af loönu í þrær sínar án þess aö gætt sé aö verja þaö skemmdum. Verksmiðjur kaupa skip A undanförnum árum hefur þaö gerst aö verksmiðjurnar hafa keypt mörg loðnuveiöiskip, og ekki hefur heyrst aö þær hafi veriö í miklum Kjallarinn INGÓLFUR STEFÁNSSON FULLTRÚI FFSÍ i. VERÐLAGSRÁDI SJÁVARÚTVEGSINS vandræðum meö kaupin. Varla koma peningar til þessara kaupa annars staðar frá en úr rekstrinum. Því miður veröa menn varir við óeðlilega meöferö hráefnis á nokkrum stööum á landinu og varla hægt að bú- ast við fyrsta flokks mjöli og lýsi úr slíku hráefni. Viö sem höfum setið í yfimefnd Verðlagsráös viö verölagn- ingu á loðnu teljum upplýsingar ónóg- ar og eins og fyrr er sagt þá er allt dregiö í miölunginn. Viö teljum, sem þama störfum, aö þaö hljóti að vera nokkur samtrygging hjá verksmiöjun- um og þær fái góöan stuðning Þjóö- hagsstofnunar meö það aö halda verði niðri til sjómanna og útgerðarmanna. Bent hefur veriö á hvað mikiö ósam- ræmi er á verði á loðnu og öömm afurðum til mjölvinnslu, en þagaö hefur verið þunnu hljóöi af verksmiöj- anna hálfu um í hverju þaö liggur aö ekki er hægt aö greiða hærra verö fyrir þessar afuröir hér. Hér þarf að staldra við og fara inn á aörar leiöir en farnar hafa verið. Eg er sannfærður um aö á þessu fæst ekki bót fyrr en önnur viðmiðun verður tekin upp í sambandi við verölagningu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.