Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1984, Blaðsíða 13
W'mmppmm. wmm 13 kvótakerfi, sem sett hefur veriö á. Ekki virðast allir á eitt sáttir um sinn hlut í þeirri deiiingu auöæfanna. Sér í lagi hljóta Reykvíkingar og aörir Sunnlendingar að velta þessum málum fyrir sér, þar sem nú er svo komið, að Bæjarútgerð Reykjavíkur fær aðeins í sinn hlut sem svarar til þorskafla af þrem til fjórum þil- skipum á skútuöldinni. Kútter Valtýr fiskaði til aö mynda um 1100 tonn af þorski á vetrarvertíðinni í byrjun þessarar aldar, en nú fær togarafloti BUR aðeins aö veiöa um 2800 lestir af þorski allt áriö. Auðvitað vita allir, að lítið er a.m.k. um þorsk við strendur landsins, en jafnljóst er það líka, að fleira hefur skeð. Fyrir rúmum áratug var t.d. helmingur togaraflotans gerður út frá Reykjavík, en nú í lok byggða- stefnu eiga Reykvikingar aðeins um 15% flotans, eða 16 skip af rúmlega eitt hundrað togurum. Þetta hefur auövitaö gerbreytt út- gerðinni. Fyrr á öldum var þorsk- veiðin við Suðvesturland bundin byggðinni frá Vestmannaeyjum að Jökli. Hin svonefnda vetrarvertíð var stunduð frá útræðum syðra, nær einvöröungu. Hingað komu menn í verið, gangandi yfir heiðar, eöa ríðandi með sína smálka. Vertíðar- þorskurinn var því auðlind verstöðv- anna syðra. Og það er þessi auðlind, sem nú er verið að skipta, eöa þorskurinn, sem eftirleiðis skal vera sameign allra landshluta. Við þessu er auðvitað ekkert að gera, það er að segja ef það sama gilti um alla fiskistofna, en þar er einmitt komið að kjarna málsins. A sama tíma og fiskstofnar Sunnlendinga verða að sameign, þá hafa aðrar tegundir oröið aö séreign víða um land, eöa prívatmið einstakra kjördæma. Þannig er skelin í Breiðafiröi privat fyrir Stykkishólm (aðallega), rækju- miðin í Isafjaröardjúpi eru prívat, rækjumiðin í Húnaflóa og fyrir Noröurlandi öllu eru prívat. Þá er ekkert tillit tekiö til svæðisbundins síldar- og humarafla. Þaö eina, sem er sumsé deilanleg sameign, er ver- tíðarþorskurinn og botnlægar fisk- tegundir meö sporö. Og yfir þessu gín svo veiöileyfa- kontórinn mikli, eða Sjávarútvegs- ráðuneytið, sem með einni ordru hefur nú sögulega séð — skotið Reykjavík og öðrum stöðum á suðvesturhominu afturfyrir skútu- öldina sjálfa, eða hver veit hvað? Það er örðugt að segja, hversu mikið tillit ber að taka til sögu, þegar veiðar fara fram á skrifborðum. Þó var tekið mið af veiðisögu seúiustu þriggja ára við kvótaskiptinguna, hefur manni verið sagt, með smá- vægilegum leiðréttingum er komið hafa eftirá, einkum útaf slippvinnu og óhamingju í krúntappa. A hinn bóginn virðist ekki hafa veriö tekið neitt tillit til sjálfrar fiskveiði- sögunnar né heldur penmgalegra verðmæta, sem einstök pláss hafa fengið með prívatveiði, að ekki sé nú minnst á fólksfjölda. Það eina, sem skeð hefur er sumsé það, að auðlindir sunnlenskra sjó- manna verða nú sameign, en aðrar auölindir eru prívat. Okkur framsóknarmönnum hefur verið legið á hálsi fyrir að trúa að hamingjan kæmi inn að aftanverðu á öll skip. Erum taldir höfundar að gegndarlausum skuttogarakaupum, eða svonefndri offjárfestingu í fiskiskipum, og má það rétt vera, frá vissu sjónarmiði séð. A hinn bóginn ber Sjálfstæðisflokkurinn alla ábyrgð á prívatveiði, eða á kjördæmafiskinum, en þá reglu verður nú að taka til endurskoðunar, úr því aö byrjað er að skipta öðrum fiski á landsvísu. Allir hljóta að sjá, hvert misrétti það er, þegar útgerðarfélag 80.000 manna fær aðeins að veiða afla þriggja kúttera, eða það magn, sem þeir veiddu á vetrarvertíð, en skútur gengu þó í sumarfisk líka, í draum- ljúf úthöld, sem stóðu þar til rökkrin urðu djúp aftur og haldið var í vetr- arlægi, þar sem menn biðu vertíðar á Selvogsbanka eða vestur í Akranes- forum. Líf vort er sumsé til fárra fiska metið. Jónas Guðmundsson, rithöfundur. „ Við teljum, sem þarna störfum, að það hljóti að vera nokkur samtrygging hjá verksmiðjunum og þær fái góðan stuðning Þjóðhagsstofnunar með það að halda verði niðri til sjómanna og útgerðarmanna." Sjómenn okkar eru ýmsu vanir með hvaða verð þeir hafa fengið fyrir afurðir sínar, en ætla má að einhvem tíma spymi þeir við fótum og afsegi þessa forsjá, sem Þjóðhagsstofnun hefur haft í þessum málum. Sjómenn geta ekki staöið undir því aö greiða hér óþarflega mikinn olíukostnað og raf- magnskostnaö, þessa þætti verða verk- smiðjurnar að leysa sjálfar. Þegar sjómenn okkar heyrðu niður- stöður síðustu verðlagningar vora skip okkar að landa í Færeyjum. Skipin fengu þann dag 1980 kr. ísl. fyrir tonnið, en frá dregst kr. 100 fyrir löndunina. Trúir því nokkur maður að Færeyingar séu meö einhverja góðgerðarstarfsemi varðandi loðnu- kaup af Islendingum? Verksmiðju- eigendur mega trúa því ef þeir vilja, en ég hef ekki trú á slíkri hjartagæsku. Verð í Noregi Eg ætla aö birta hér það verð, sem greitt er fyrir loðnu í Noregi. Góð afkoma hjá dönskum fiski- mjölsverksmiðjum Viðtal sem norska blaðið „Fiskaren” átti 19. janúar 1984 við framkvæmda- stjóra fiskimjölsverksmiöju í Thyber- önn. Hér er aöeins um að ræða endur- sögn og stiklaö á helstu atriðum sem málið varðar. Fyrst spyr blaðamaður- inn hvernig afkoma sé hjá verksmiðj- unni. — Afkoma hjá dönskum fiskimjöls- verksmiðjum hefur verið góð, enda em danskar verksmiðjur mjög nýtískuleg- ar og þaö hefur verið fylgst með öllum nýjungum sem fram hafa komið á síð- ustu ámm. — Hvað viltu segja um hið háa verð sem þið fáið fyrir afurðir ykkar? — Þaö verð sem verksmiðjumar dönsku fá nú byggist á því hvað mjölið er gott. Við framleiöum mikið af mjöli sem notað er í fiskafóður og verð á því er mjög gott; ef hráefni það sem berst til verksmiðjunnar er ekki fyrsta flokks er ekki hægt að framleiða það mjöl sem mest verð gefur. Að undan- förnu hefur dollar staðið mjög hátt og er verðið miðaö við hann við sölu og hefur það haft góð áhrif á reksturinn. — Fáið þið hráefni til vinnslunnar jafnt og þétt yfir árið? — Mest af hráefninu berst að yfir sumarmánuðina en vor og haust um 16—17% hvora árstíð. — Hvað viltu segja um horfur í markaðsmálum? — Eg er bjartsýnn og trúi því að mjöl og lýsi eigi góða framtíð á markaðnum. Verðið hefur verið mjög gott, en alltaf má búast við sveiflum á þeim markaði og erum við háöir því hvaö heimsmarkaðsverð er hverju sinni, þó það virki ekki að fullu á gæðamjöl. — Hvaða áhrif hafa veiöarnar við Suður-Ameríku á markaöinn? — I Perú hafa orðið stór- felldir jarðskjálftar og fiskgengd verið lítið, og sá fiskur sem þar hefur veiöst hefur verið rýr og afurðalítill. Margar af verksmiðjum Perúmanna eyðilögð- ust í jaröskjálftunum og vinnsla í þeim hefst ekki aftur. Svo þar er um meira að ræða en fiskleysi. — Hvar em aðal- markaðir ykkar? — Viö seljum mest af okkar framleiðslu til Sviss, Eng- lands, Grikklands og Italíu. — Hvaða verð fæst nú fyrir afurðirnar? — Nú er verðið kr. 5.40 d. kr. og lýsisverð d. kr. 4,25—4,30 fyrir kg. Menn ræða hátt verð í Færeyjum en verð á fiski til fiskimjölsverksmiðjanna mun vera lít- ið hærra en í Færeyjum. Athugun Farmanna- og fiskimannasamband Islands mun reyna að knýja fram athugun á því hvað veldur hinni slæmu afkomu íslenskra verksmiðja. Hvarð varðar verðlagningu á öðrum sjávarafuröum er nánast hið sama uppi á teningnum og í verðlagningu á loðnu. Þær upplýsingar sem liggja fyrir Verölagsráöi sjávarútvegsins frá Þjóðhagsstofnun eru byggðar á sömu forsendum um veiðar og vinnslu. Byggt er á meöaltalsútreikningum sem lagðir eru til grundvallar við verölagninguna. Við fulltrúar sjó- manna í Verðlagsráði sjávarútvegsins álítum að þrengja þurfi hringinn um fyrirtæki þau sem Þjóðhagsstofnun hefur til viðmiðunar og taka eingöngu tillit til best reknu fyrirtækjanna. Síð- an verði hinir lakari að laga sig að rekstri þeirra betri. Aðeins með þeim hætti eru tryggðar framfarir í fisk- vinnslunni. Alvarlegri afleiðingar Arið 1976 töldu sjómenn að nokkuð hefði áunnist við uppgjör hins svo- kallaða „sjóðakerfis”. Hins vegar hefur allt í því sambandi snúist til verri vegar heldur en þá var álitiö að yrði. Stööugt er meira og meira af verðmæti afians fært til útgeröarinnar áður en til endanlegra aflaskipta út- geröar og sjómanna kemur. Viö þetta verður ekki unað mikiö lengur. Lágt verö til sjómanna ásamt rangri stefnu fiskifræðinga, sem nú em orðnir ábyrgir fyrir efnahagsstefnunni, leiðir til þess að sjómenn hverfa til annarra atvinnugreina þar sem betur býöst. Slíkt mun hafa ófyrirséðar og alvar- legri afleiðingar í för með sér. £ „Sjómenn okkar eru ýmsu vanir með hvaða verð þeir hafa fengið fyrir afurðir sínar, en ætla má að einhvem tíma spymi þeir við fótum og afsegi þessa forsjá, sem Þjóð- hagsstofnun hefur haft í þessum málum.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.