Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1984, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1984, Page 19
DV. ÞRIÐJUDAGUH 20. MARS1984. Bflar Bflar Bflar 19 Bflar Bflar Ragnarsson skrifar um bfla kreist spameytni úr fjögurra strokka vélum sínum enn betur en nokkru sinni fyrr. Já, Charade kom, sá og sigraöi þegar hann kom fyrst á sjónarsviðið en siðan hafa sópast á markaðinn bílar í sama stærðar- flokki, þannig að Daihatsu-verk- smiðjumar hlutu aö bregðast viö því með nýrri gerð af Charade. Stórbætt rými Gamli Charadeinn bar svolitinn svip af Honda Civic á sínum tima, einkum húddið, og útlit bilsins vand- ist nokkuð vel enda hafði það þann kost að vera auðþekkt og ekki of líkt öðrum bílum. Nýjustu bílarnir líkjast margir hver öörum og það er dálítill vandi að hanna þannig útlitið að þaö verði persónulegt. Við fyrstu sýn er ekki auðvelt að átta sig á því hvemig til hefur tekist með nýja Charade-bilinn. Bíllinn er nokkuð kantaðri i útliti en helstu keppinautamir og að því leyti með sérstakan svip. Þetta útlit nýtir einnig vel alit það rými sem stærð bílsins býður upp á og billinn er mjög bjartur og útsýni frábært úr honum. Þær gerðir hans sem eru skreyttar með listum og linum eru fallegar og venjast vel en sumum finnst bíllinn nokkuð kubbslegur án alls skrauts. En auðvitað er þetta smekksatriði og tíminn mun leiða í ljós hversu vel mönnum likar við þá breytingu úr mjúkum, nokkuð ávölum homum í beinar línur og hvöss hom, sem orðin er á Charade. Sýnist einhverjum nýi Charadeinn vera kubbslegur og álykti sem svo að rými sé litið í honum þá er það öðm nær, því að rými hefur vaxið talsvert í honum frá því sem var og hann er nú orðinn að rúmbesta bíl í sínum stærðarflokki ef farangursrýmið er undanskilið. Einn helsti hönnuður Citroén-verksmiðjanna sagði eín- hvern tíma að það sem væri hag- kvæmast væri fallegast og nefndi skiptilykil sem dæmi um ítrastu feg- urð: í honum væri ekki lína sem þjón- aði ekki tilgangi. „Fögur er hlíðin, bleikir akrar og slegin tún,” sagði Gunnar á Hlíðarenda og fagur er þó Charade, beinar línur og bjartir gluggar. Charade hefur breyst úr því að vera með þeim þrengri í stærðar- flokki í það að vera meðal hinna rúm- bestu, rétt undir Fiat Uno, VW Polo og Opel Corsa, í samanburði danska blaðsins Bilen, þar sem níu helstu innanmál era lögð saman. Að einu leyti er rýmið í Charade meira en tölur gefa til kynna. Rým- inu er mjög skynsamlega skipt milli þeirra sem í bílnum kynnu að ferðast. I Charade fer ágætlega um fjóra fullvaxna menn ef þeir sem frammi í eru færa sætin ekki aftar en nauðsyn krefur. Nógu hátt er til lofts og rými fyrir hnén. A þetta skortir í aftursætum Nissan Micra og Suzuki A 310 en þeir eru hins vegar báðir 2—3 sentí- Plús: Afburða sparneytni. Gott rými fyrir fjóra. Mjög gott útsýni. Mikil snerpa og lipurð miðaö viö eyðslu. Agætir aksturseiginleikar. Hægt að fá hann með fimm dyrum. Mínus: Lítið farangursrými. Lágur frá jörðu, hlaðinn. Fjöðrun ábótavant við hleöslu. Ekki aðvörunarljós fyrir innsog. Gangur vélar ekki þýður. Fyrir suma hen tar vel að geta haft fimm dyr. metrum breiðari að innan en Charade. Fiat Uno er aðeins rýmri að innan en Charade, en aftursætis- setan í Uno mætti gefa betri stuðning undir lærin. Þótt farangursrými Charade hafi aukist talsvert er það enn af skom- um skammti nema að aftursætisbak sé fellt fram. Því er skipt í hlutföllun- um 1/3 á móti 2/3, sem er mjög hag- kvæmt; Þurfi að stækka farangurs- rýmið h'tils háttar getur nægt að fella 1/3 fram og þá er pláss fyrir 1—2 í aftursætinu. Sitji hins vegar einn nægjusamur í aftursæti má fella 2/3 baksins fram og fá meira farangurs- rými. Sitji enginn í aftursæti má fella allt bakið fram. Eins og i Micra og Suzuki er ekki hægt að velta aftur- sætissetunni fram en það gæfi meira rými til lofts. Afturhurð nær nú niöur aö stuöara en hins vegar aðeins hægt að opna hana með lykli eða úr framsæti. Beinu hnumar á Charade hafa ekki komið í veg fyrir að minnka loftmótstööu. Þrátt fyrir þær og einnig smáatriöi eins og þakrennur, sem keppinautarnir hafa látið fella inn i þakið til að minnka loftmót- stöðu, er vindstuðuh Charade 0,39. A Uno er talan 0 J34, Opel Corsa 0,36 og Nissan Micra 0,39. Fjölbreytileg útfærsla í boði Einn stærsti kostur Charade frá upphafi vega hefur verið að hægt er að fá hann meö fjórum dyrum, auk afturlúgu. Og ef menn vilja enn meira rými fyrir höfuðið þá er hægt að fá bilinn með upphækkuðu þaki, sem gefur möguleika á sóllúgu. Verksmiðjan býöur upp á mismun- andi íburðarmikla bíla óg manni sýnist borga sig að sækjast ekki eftir ódýrustu gerðunum, þar vantar ýmsa hluti eins og til dæmis aftur- rúðusprautu og þurrku. Það er meira að segja hægt að fá bílinn með forþjöppu á vél sem gefur 68 DIN-hestöfl en það er hörku- kraftur fyrir aðeins 700 kílóa bil. Turbo-Charade hefur þegar sést hér sem og dísil-Charade, sem hefur runnið út eins og heitar lummur í Japan og átt stærstan þátt i því að Daihatsu hefur þokast upp i hóp stærstu bílaf ramleiðenda þar í landi. Eins og er ríkir biðstaöa í málefnum dísilbíla hér á landi vegna hugmynda um breytta verðlagningu á eldsneyti. Þokkalegur að innan Það fer ágætlega um mann undir stýri í Charade, stjómtæki liggja vel við og miðstöð er ekki hægt að klaga upp á, þar bjóðast þeir stilli- og blöndumöguleikar sem þörf kann að vera fyrir. Charade er með innsog en ekki ljós til þess að sýna, þegar það er á. Það þarf svolítið aö læra á innsogið við gangsetningu og fyrsta akstur í kulda en Micra og Suzuki hafa báðir sjálfvirkt innsog, sem er þægilegt fyrir þá sem vilja sem minnsta fyrir- höfn við aksturinn. Kosturinn við handvirkt innsog er hins vegar sá að með réttri notkun þess er hægt að ná fram hámarks-bensínsparnaði (og einnig óþarfa eyðslu við ranga notkun). BUIinn sem ekið var var fjögurra gíra og satt aö segja saknaði ég fimmta gírsins ekki, enda ekki mikið um vegi þar sem f immti gírinn nýtur sin til fulls hér á landi. En auðvitað er hægt að fá Charade með 5 gíra kassa. Gírskipting og stýring var hvort tveggja ágætlega létt og ná- kvæm. Að vísu var ekki laust viö átakshreyfingar upp í gegnum stýrið ef gefið var í og beygt en hins vegar var ekki auövelt að finna nógu f jöl- breytilega vegi þegar bilnum var reynsluekið í snjónum nú á dögun- Miðað við stærð biisins fer betur um aftursætisfarþega i Charade en i flestum öðrum bílum af þessari stærð. Hærra er til lofts í bilnum með upp- hækkaða þakinu. Farangursrýmið er iítið, en hægt er að feiia niður háift eða allt aftursætis- bakið. Æskiiegt hefði verið að hægt væri að feiia setuna fram lika. Fjöðrun ábótavant við hleðslu Fjöðran Charade hefur verið breytt og við það hefur mest batnað en einnig versnað að einu leyti frá þvísemáðurvar. Fjöðranin virðist mýkri en áður og það er ágætlega hátt undir bílinn létt- hlaðinn, 17 sentímetrar með einum nanni innanborðs. En ætli maður að notfæra sér helsta kost bílsins, að hægt er með góðu móti að ferðast í honum fyrir fjóra fullvaxna, gildir það ekki um alla vegi landsins. Bíllinn sígur nefnilega mikið við hleðslu og fjöðranin slær saman og botnar í holum. Þegar litiö er til þess að farangursrými er enn lítið, þrátt fyrir stækkun, sést að það er takmarkað af farangri sem hætt er að hafa meðferðis. Stinnari og meiri „progressive” f jörðun væri til bóta. Sem sagt: Daihatsu Charade hefur vaxið á réttum stað, að innan, hann er bjartari og rúmbetri og enn spar- neytnari en fyrr. Þeir sem eru að leita aö bíl af þess- ari stærð ættu að kynna sér hann, einkum fimm dyra bílinn. Þetta er tvímælalaust betri bill en fyrr en samkeppnin hefur líka harðn- að mikið. Og það er meö hreinum ólikindum hve mikið rými og snerpu hefur verið hægt að kreista út úr bensíndropun- um sem þessi knái smábíll nýtir svo vel. Þolanlega hátt undir biiinn litið hlaðinn. Veskið er 17,5sentimetrar. Vélarsalurinn. Gott að komast að flestu nema oliusíu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.